Morgunblaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 17
Reuters
Viðskipti Nokkrir liðsmenn Ouatt-
ara kaupa sér mat í grennd við stór-
borgina Abidjan í gær.
Vopnaðir liðsmenn Alassane Ouatt-
ara, sem að mati Sameinuðu þjóð-
anna er réttkjörinn forseti Afríku-
ríkisins Fílabeinsstrandarinnar,
réðust í gær inn í forsetahöll Laur-
ents Gbagbo, fráfarandi forseta, í
stærstu borg landsins, Abidjan, og
lögðu hana undir sig. Skothríð
heyrðist frá höllinni og stuðnings-
menn Gbagbos sökuðu sveitir Ouatt-
ara um að reyna að myrða Gbagbo.
Talskona Ouattara sagði síðdegis
að ekki væri enn búið að handtaka
Gbagbo sem hafði búið um sig í
byrgi undir höllinni. Hann hefur
verið þar í hálfgerðu stofufangelsi
umsátursmanna síðustu dagana á
meðan fulltrúar SÞ reyndu að semja
við hann um afsögn.
Fílabeinsströndin var lengi frönsk
nýlenda og Frakkar hafa þar mikil
áhrif. Nokkur hundruð franskir her-
menn voru nýlega sendir til að taka
flugvöll Abidjan og tryggja þannig
að erlendir ríkisborgarar gætu haft
sig á brott en hafnir voru þá mann-
skæðir bardagar milli fylkinganna.
Fréttastofan AFP hafði eftir frönsk-
um embættismönnum að hersveitir
Ouattara hefðu ráðist á höllina til að
binda enda á átökin en markmiðið
væri að ná Gbagbo á lífi.
Liðsmenn Ouattara lögðu fyrir
viku undir sig höfuðborgina Yamo-
ussoukro. Ouattara er almennt tal-
inn hafa sigrað í forsetakosningum í
fyrra en hann er frá norðurhéruðum
landsins og múslími. Gbagbo, sem er
kristinn og sunnanmaður, neitaði
því og lét embættismenn sína stað-
festa að hann hefði sjálfur fengið
flest atkvæði. Ljóst er að mörg
hundruð manns hafa fallið í átök-
unum milli mannanna tveggja síð-
ustu mánuði. Um 125 þúsund manns
hafa flúið til Líberíu og 10 þúsund til
annarra grannríkja. kjon@mbl.is
Réðust inn í forsetahöll Gbagbos í Abidjan
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Sinnaskipti suðurafríska dómarans
Richards Goldstone í tengslum við
skýrslu Mannréttindaráðs Samein-
uðu þjóðanna um
innrás Ísraela á
Gazaspilduna um
áramótin 2008-
2009 hafa vakið
mikla athygli en
hann álítur ekki
lengur að árásir á
vopnlausa borg-
ara hafi verið
hluti af stefnu Ísr-
aelshers.
Goldstone
segist hafa fengið nýjar upplýsingar
sem hafi valdið því að hann hafi skipt
um skoðun. Hann fór fyrir sérstakri
nefnd Mannréttindaráðsins sem
rannsakaði ásakanir um stríðsglæpi
af hálfu Ísraela og Hamas. Niður-
stöður hennar voru birtar 2009 og
kom þar fram að ef til vill hefðu báð-
ir aðilar drýgt stríðsglæpi í átök-
unum sem stóðu í þrjár vikur. Talið
er að 1200-1400 manns hafi fallið, að-
allega Palestínumenn og margir
þeirra óbreyttir borgarar.
Ísraelar krefjast þess nú að
skýrslan verði dæmd ógild en ráðið
hafnar því. Talsmaður þess sagði að
Goldstone yrði að leggja fram skrif-
lega beiðni ef hann vildi að skýrsl-
unni yrði breytt.
Ásakanir um hlutdrægni
Ísraelar töldu Goldstone-
nefndina frá upphafi vera hlutdræga
og neituðu samstarfi við hana en
efndu sjálfir til rannsóknar á um 400
málum og hafa þegar birt nokkrar
endanlegar niðurstöður. Hamas-
menn, sem stjórna Gaza, hafa hins
vegar ekki kannað nein atvik þar
sem þeir eru sakaðir um stríðsglæpi,
segir í frétt The New York Times.
Goldstone er 72 ára, af gyð-
ingaættum og mikill vinur Ísraels,
hann hefur áratugum saman notið
alþjóðlegrar virðingar fyrir sjálf-
stæði, heiðarleika og djörfung.
Guardian í Bretlandi rakti feril hans
á mánudag, benti m.a. á að hann
hefði beitt sér ákaft gegn aðskiln-
aðarstefnunni í Suður-Afríku. Á
undanförnum árum hefur Goldstone
oft verið fenginn til að aðstoða
nefndir á vegum SÞ við að rannsaka
afbrot á átakasvæðum.
Hafðir fyrir
rangri sök
Ekki stefna Ísraela að myrða vopnlausa
Ýkjurnar um Jenin
» Talsmenn Palest-
ínumanna fullyrtu að mörg
hundruð og jafnvel þúsundir
óbreyttra borgara hefðu fallið
þegar Ísraelsher réðst inn í
flóttamannabúðir í Jenin á
Vesturbakkanum vorið 2002. »
» En rannsóknir hlutlausra
aðila sýndu fram á það síðar
að enginn fótur var fyrir þess-
um ásökunum. Minnst 52 Pal-
estínumenn, meirihluti þeirra
vígamenn, og 23 ísraelskir her-
menn féllu, að sögn SÞ.
Richard
Goldstone
Græningjar og óháðir með spjöld þar sem andmælt er kjarnorku og mælt
með vindorku á fundi Evrópuþingsins í gær. Fjallað var um áhrifin sem
óhappið í Fukushima-verinu í Japan myndi hafa á mat manna á öryggi
kjarnorkuvera í Evrópu. Búið er að stöðva lekann í Fukushima en nú óttast
menn að sprenging verði í vetni og súrefni sem safnast hefur upp í verinu.
Reuters
Japanar stöðva lekann
Mótmæli gegn kjarnorku á Evrópuþinginu
Um 300 þúsund Danir stríða við
sjúkdóma eins og magaverki,
eymsli í vöðvum og liðum og hræði-
lega, lamandi þreytu án þess að
læknar finni nokkra áþreifanlega
orsök, segir í Jyllandsposten.
„Þessu fólki líður afskaplega illa
og það er alrangt að tala um sefa-
sýki eða ímyndunarveiki,“ segir
Per Fink, yfirlæknir og prófessor
við háskólasjúkrahúsið í Árósum.
Oft sé beitt uppskurði eða annarri
meðhöndlun þótt ekki sé vitað um
orsökina. Dæmi séu um að fólk
verði háð morfíni kjölfarið.
Engin áþreifanleg
orsök finnst
Ráðamenn Face-
book-vefjarins
bandaríska hafa
beitt ritskoðun og
fjarlægt fræg
nektarmálverk
eftir sænska mál-
arann Anders
Zorn af nakinni
konu, þ. á m.
Flickan paa loft-
et. Danski lista-
maðurinn Uwe Max Jensen setti
nokkrar af myndum Zorns af nökt-
um konum á vefinn en þær hurfu
nokkrum stundum síðar. Ástæðan er
strangar reglur Facebook um nekt.
Jensen er afar ósáttur og segir að
Facebook eigi ekki að ákveða hvað
sé klám í evrópskri list og hvað ekki
en Facebook-vefurinn sé orðinn
mjög mikilvægur við að kynna
myndlist.
Starfsmenn Facebook nota bæði
sjálfvirkar síur og grípa inn í með
handafli til að framfylgja reglunum.
Talið er að notandi hafi kvartað yfir
myndum Zorns. Nektarmyndir eru
fjarlægðar og engu skiptir hvaða
listrænt gildi myndirnar hafa, að
sögn norrænna fulltrúa Facebook.
kjon@mbl.is
Öll nekt bönnuð á
Facebook-vefnum
Allsber Flickan paa
loftet eftir Zorn.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Alain Juppé, utanríkisráðherra
Frakklands, segir að ráðamenn
bandamanna hafi farið fram á það
við flugmenn sína að gæta þess að
sprengjuárásirnar á Líbíu valdi
engu tjóni á óbreyttum borgurum,
en þessi krafa geri erfiðara að halda
uppi árásum til að tryggja að herjum
Muammars Gaddafis Líbíuleiðtoga
takist ekki að ganga á milli bols og
höfuðs á upreisnarmönnum.
„Ástandið er óljóst. Hætta er á að
við lendum í kviksyndi og getum
okkur hvergi hrært,“ sagði Juppé í
útvarpsviðtali í gær. Talsmenn Atl-
antshafsbandalagsins, NATO, sem
hefur yfirstjórn aðgerðanna gegn
Gaddafi á sinni hendi, segja að menn
leiðtogans gangi á lagið og noti
óbreytta borgara sem „mannlega
skildi“ til að hindra loftárásir. En
markmið bandalagsins sé fyrst og
fremst að vernda óbreytta borgara.
Líbískir uppreisnarmenn eru
ósáttir, vilja að árásirnar verði hert-
ar, þrátt fyrir hættuna á manntjóni.
Bandamenn eru nú milli tveggja
elda: annaðhvort herða þeir árásir
og fleiri óbreyttir borgarar falla eða
þeir halda aftur af sér og gera þá ef
til vill uppreisnarmönnum ókleift að
sigra Gaddafi. Eitt af því sem nú
veldur vanda er að NATO þarf fleiri
herþotur en lofthernaðurinn er
geysilega dýr. Þannig munu aðgerð-
irnar í Líbíu nú kosta Dani, sem sent
hafa nokkrar F-16 þotur, álíka mikið
og þátttakan í stríðinu í Afganistan.
Vopnastuðningur
þrátt fyrir sölubann SÞ?
Jafnvel þótt reynt verði að fara í
kringum vopnasölubann sem örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna setti á
Líbíu er ljóst að það tæki margar
vikur að þjálfa agalaust lið uppreisn-
armanna og kenna því á vopnin, að
sögn hernaðarsérfræðinga.
Herþotur bandamanna skutu
sprengjum á skotmörk umhverfis
borgina Misrata á mánudag. Varn-
armálaráðherra Frakka segir að
tryggt hafi verið að uppreisnarmenn
geti nú komið vistum sjóleiðis til
borgarinnar, sem er umsetin liði Gad-
dafis.
Ríkisstjórn Líbíu hafði ákveðið að
brjóta niður alla andstöðu með því að
láta myrða unnvörpum óbreytta
borgara á götum úti, jafnvel áður en
byltingin í landinu hófst. Þetta segir
aðalsaksóknari Alþjóðlega stríðs-
glæpadómstólsins í Haag, Luis Mo-
reno Ocampo, en hann rannsakar nú
framferði Gaddafis, sona hans og ná-
inna samstarfsmanna. Ocampo segir
að þeir hafi strax orðið hræddir um
að mótmæli myndu hefjast í Líbíu eft-
ir atburðina í Túnis og Egyptalandi.
Óttast að bandamenn lendi í kviksyndi
Juppé segir reglur um að hlífa óbreyttum borgurum hefta aðgerðir flugherja bandamanna Gaddafi
ætlaði að láta myrða fólk unnvörpum á götum úti og hræða þannig almenning í Líbíu frá því að rísa upp
Reuters
Mótmæli Líbíumenn í Berlín heimta að fjöldamorð Gaddafis verði stöðvuð.
Ástandið er óljóst.
Hætta er á að við
lendum í kviksyndi
og getum okkur
hvergi hrært.
Alain Juppé
Skannaðu kóðann
til að sjá meira um
Fílabeinsströnd.