Morgunblaðið - 07.04.2011, Page 20

Morgunblaðið - 07.04.2011, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Í nýjasta hefti Læknablaðsins er fjallað um skurðlækni sem vegna mistaka smitaðist af lifrarbólgu í starfi sínu. Hann lýsir þar mikilli vanlíðan og á tímabili óvissu með framtíð sína. Þetta er á margan hátt stór- merkileg grein þar sem hann segir meðal ann- ars frá viðbrögðum yfirstjórnar spít- alans við veikindum sínum sem huns- aði tilfinningar hans og áhyggjur. Merkilegt að því leyti að hér upplifir starfsmaður á eigin skinni hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi virkar í raun þegar eitthvað misferst í þjón- ustunni. Ég vil biðja viðkomandi skurð- lækni forláts á að nota hans reynslu í þessu samhengi og vona innilega að hann muni ná sér að fullu. Hugleið- ingar mínar tengjast honum annars á engan hátt. Reynsla læknisins er á margan hátt svipuð reynslu hundr- aða sjúklinga og aðstandenda þeirra ár hvert. Þegar læknir gerir mistök í starfi fer af stað ferli afneitunar og hunsunar gagnvart þeim sem í lend- ir. Í greininni sem heitir „Ég fékk ekki að njóta vafans“ má lesa: „Það virtist bara vera lagt kalt mat á hversu mikla fjármuni veikindi mín gætu kostað spítalann, en að ég per- sónulega þyrfti á stuðningi og hvatn- ingu að halda var yfirstjórn spítalans greinilega algerlega óviðkomandi … Ég var nú reyndar búinn að komast að því áður en ég veiktist að at- hugasemdir og tillögur um breyt- ingar á Landspít- alanum voru ekki vel séðar.“ Hann segir einnig „… að það hafi komið sér á óvart hversu ópersónulega yfirstjórn Landspítala hafi brugðist við veik- indum hans.“ Hvað sjúklinga varð- ar er ljóst er að land- læknisembættið og yf- irstjórn LSH taka oftar en ekki ófaglega á mis- tökum lækna (og van- rækslu ef út í það er farið) ef marka má tölur embættisins um viðbrögð við þeim kvörtunum sem þeim berast ár hvert. Hundruð sjúklinga sem kvarta fá staðlað svarbréf frá emb- ættinu um að ekki verði annað séð en faglega hafi verið staðið að þeirri meðferð sem í boði var. Með öðrum orðum þýðir það fyrir viðkomandi lækni að „ef þú ert með fagbréf getur þú ekki gert mistök“. Sjúkingarnir ganga síðan á hvern vegginn á fætur öðrum í leit sinni að réttlæti og stuðningi, rétt eins og skurðlækn- irinn. Þetta er sorgleg upplifun fjölda sjúklinga ár eftir ár. Í ljósi þess að læknar eru farnir að sjá að kerfið vinnur líka gegn þeim ef eitthvað kemur fyrir, er þá ekki kominn tími til að laga til og hugsa málið upp á nýtt? Hvað veldur þeirri þöggun sem fer af stað þegar einhver segir frá mistökum? Hvaða stétt fer með þennan málaflokk sem svona illa er unnið með? Er það eðlilegt að læknar hafi eftirlit með sjálfum sér? Það margborgar sig, til langs tíma litið, að taka mistök alvarlega. Það á að gera með umhyggju og stuðningi við þann sem verður á en ekki síður við skjólstæðingin sem situr stundum uppi með skaða sem annars enginn vill viðurkenna. Það er nefnilega mál- ið að öllum líður illa með það sem gerðist. Bara mismikið. Ég vil hvetja landlækni og yfir- stjórn LSH til að fara að vinna fag- lega í kvörtunarmálum og hlusta á lausnir til úrbóta frá starfsfólkinu sínu og þeim sjúklingum sem hætta sér í slaginn. Ég vil líka nota tæki- færið og hrósa ritstjórn Læknablaðs- ins fyrir að birta áðurnefnda grein. Meira af þessu, og þá hvað mistök í starfi geta haft slæmar afleiðingar fyrir sjúklinga og aðstandendur. Ég ber einnig þá von í brjósti að í kjölfar greinarinnar „Ég fékk ekki að njóta vafans“ íhugi læknar almennt eigin viðbrögð þegar þeim verða á mistök í starfi. Munu þeir fá þann stuðning sem þeir raunverulega þurfa í slíkum aðstæðum, eða er þeim uppálagt að hlaupa bak við yfirstjórn LSH og síð- an landlækni og ulla á sjúklinginn í stað þess að setjast niður, ræða málin og finna lausn öllum til farsældar? Það verður ekki bæði haldið og sleppt eftir því hver verður fyrir mis- tökunum. /hgsm@internet.is Opið bréf til landlæknis og yfirstjórnar LSH Eftir Hallgrím Georgsson » Til að bæta heil- brigðisþjónustuna þarf að læra af mistök- um sem þar verða. Þeg- ar peningar ráða við- brögðunum þá getum við farið að tala um van- rækslu. Hallgrímur Georgsson Höfundur er matreiðslumaður. Í framhaldi af frétt í Morgunblaðinu 6. apríl „Stífar kröfur til sigl- inga milli Eyja og Landeyja“ vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Í Vestmannaeyjum rek ég ferðaþjónustu- fyrirtækið Viking Tours sem sérhæfir sig í af- þreyingu fyrir ferða- menn. Fyrirtækið hefur rekið ferðamannabát- inn Víking í ellefu ár og hefur glatt og lyft upp lífi margra sem heimsótt hafa „Safír Atlantshafsins“. Farþegar komast tvær leiðir til Eyja: með flugi og síðan sjóleiðina. Í dag er staðan sú að flugleiðinni er vel sinnt af flugfélaginu Örnum og eiga þeir heiður skilið fyrir góða þjónustu. Saga farþegaflutninga á sjó er hins vegar í dag ein sorgarsaga. Herjólfur sem er okkar aðalsamgönguæð siglir nú í Þorlákshöfn, ferð sem tekur hátt í þrjá tíma aðra leið. Ég tek fram að við höfum frábæra áhöfn á Herjólfi sem sinnir sínum störfum af alúð og ábyrgð. Við höfum búið við þessa sigl- ingaleið undanfarna áratugi. Á síðasta ári var opnuð ný höfn á Suðurströndinni, Land- eyjahöfn, hálftíma sigl- ingaleið frá Eyjum. Sorglegt en satt, þetta mannvirki virkar ekki sem skyldi til far- þegaflutninga. Höfnin er ekki fullkláruð. Það vantar ytri garða sem þurfa að ná lengar út í sjó, út fyrir brot. Fyrir bragðið er höfnin búin að vera ófær meiri hluta tímans frá „opnun“. Megin- ástæða er að Siglingastofnun, sem er umsjónaraðili hafnarinnar, setti bann þann 22. júlí sl. sem gildir fyrir aðra báta en Herjólf. Þetta þýðir á manna- máli að Herjólfur er með sérleyfi til siglinga í Landeyjahöfn. Það eru í Eyjum farþegabátar sem geta sinnt flutningum á fólki milli Landeyja- hafnar og Eyja sem eru ekki háðir sama dýpi og Herjólfur. Þetta eru bátar sem uppfylla kröfur sem gerðar eru til siglinga með farþega. Þetta eru bátar sem eru með fullgild haf- færiskírteini á hafinu við Vestmanna- eyjar sem er skilgreint sem opið út- haf og þar af leiðandi B-svæði. Takmarkanir eru skilgreind hámarks ölduhæð. Ég er ósáttur við þá rökleysu sem kemur fram í viðtali við starfsmann Siglingastofnunar sem fjallar um svo- kallað „B-svæði“ og jafnframt í niður- lagi fréttarinnar þann 6. apríl sl. þar sem segir „að þrátt fyrir að leyfið taki til siglinga í allt að fjórar klukku- stundir þýði það ekki að Víkingur hafi leyfi til að stíma með farþega í tvær klukkustundir frá Eyjum og síðan til baka“. Ég vona að Siglingastofnun biðjist afsökunar á þessum öfug- mælum. Þetta er starfsmaður hjá op- inberri stofnun og talar fyrir hönd Siglingastofnunar. Ég tek fram að ég virði hlutverk Siglingastofnunar en hún, eins og aðrar opinberar stofn- anir, á að vinna eftir lögum og reglum, ekki persónulegu áliti ein- staka starfsmanna. Ákvörðun og ábyrgð á siglingu skips er í höndum skipstóra. Skipinu ber að uppfylla kröfur og skipstjóra að hafa réttindi, punktur. Víkingur hafði siglt til Þorláks- hafnar með farþega í átján ár allt til 2009 þegar skyndilega var þurrkað út úr haffæriskírteini skipsins „leyfi til Þorlákshafnar“ án skýringa. Hvort það hefur eitthvað að gera með leyfis- umsókn til siglinga í Landeyjahöfn sem send var Siglingastofnun þann 12.9. 2008 og enn hefur ekki borist svar við skal ósagt látið. Þessi leyfis- umsókn hefur verið ítrekuð og jafn- framt óskað eftir takmörkunum á þeirri siglingaleið, svo sem ölduhæð og jafnframt takmörkun á að vera ekki á sama tíma og Herjólfur til að trufla ekki siglingar hans inn og út frá Landeyjahöfn. Eins að siglingar væru bundnar við skip með farþega- leyfi þar sem höfnin er skilgreind sem ferjuhöfn fyrir farþegaskip. Landeyjahöfn er samgönguæð fyrir Vestmannaeyjar. Farþegaskip önnur en Herjólfur eru eingöngu með leyfi til siglinga að sumarlagi þannig að allt tal um hættulega siglingaleið að vetrarlagi á ekki við í þessu tilfelli. Þessi mál á að leysa með eðlilegum hætti sem allir geta sætt sig við. Með von um lausn sem fyrst á þessu smá- máli. Einokun og einangrun Eftir Sigurmund Gísla Einarsson »Ég tek fram að ég virði hlutverk Sigl- ingastofnunar en hún, eins og aðrar opinberar stofnanir, á að vinna eft- ir lögum og reglum, ekki persónulegu áliti. Sigurmundur Gísli Einarsson Höfundur er skipstjóri á Víkingi. Fréttastofa Sjón- varps hefur verið með tvo þætti um Icesave- málið. Sá síðari var á dagskrá á þriðjudags- kvöldið í umsjón Þóru Arnórsdóttur. Það var slæmur þáttur – ómerkilegur áróð- ursþáttur og RÚV til skammar. Fjallað var um Icesave, að sögn fréttamanns, út frá þeirri forsendu að Íslendingar segðu nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. Umfjöllunin var með þeim hætti að mig setti hljóðan. „Viðhorf erlendis er að Íslend- ingar hafi sloppið vel …,“ sagði Þóra Arnórsdóttir fréttamaður ábúðarfull um afleiðingar af hruni íslensku bankanna. Um þessa vitleysu er margt hægt að segja en í besta falli að fréttamaður sé illa upplýstur. Þóra minntist ekki orði á að tveir áhrifamestu fjölmiðlar heims, Fin- ancial Times og The Wall Street Jo- urnal, hafa hvatt Íslendinga til þess að hafna Icesave. Leiðarar þessara stórblaða teljast ekki til „viðhorfa erlendis“ í hugarheimi Þóru. Í þættinum var vitnað í þrjá út- lendinga sem allir höfðu í hótunum við Íslendinga. Per Sanderud, for- seti Eftirlitsstofnunar EFTA, var að venju þungur á brún þegar Ísland barst í tal. Danskur hagfræðingur að nafni Jesper Rangved var dreg- inn á flot. Hann spáði Íslendingum kaldri vist í fjármálalegri frysti- kistu. Og svo var það maðurinn sem kom heim með samning sem hann kveðst feginn að þurfa ekki að kjósa um. Lee Buchheit hótaði Íslend- ingum ellefu milljarða dollara reikn- ingi ef við segjum nei; 1250 millj- örðum króna. Svo hallaði hann sér aftur og svitaperlur spruttu fram á enni Egils Helgasonar sem ók sér órólega enda las hann ekki blekk- ingu áróðursmannsins sem ekki minntist á þrotabú Landsbank- ans upp á 1200 millj- arða. Hver þarfnast óvin- ar með svona vin? Hótanir hafa dunið á þjóðinni allar götur frá falli bankanna. Kúba norðursins, hrópaði prófessor ef þjóðin hafnaði Icesave í fyrra. Nú hóta Alþýðu- samband Íslands og Samtök at- vinnulífsins að hýrudraga þjóðina ef hún fellir Icesave. „Það þarf að end- urmeta stöðuna,“ segja þeir Villi og Gilli íbyggnir og setja í brýnnar. Fyrir ári fóru þeir hamförum í að telja þjóðina á að samþykkja 500 milljarða víxil Steingríms og Svav- ars. Elítan er sem sagt aftur á ferðinni – ennþá á að skrifa upp á óútfylltan víxil og enn er haft í hótunum við þjóðina. „Kann þetta fólk ekki að skammast sín?“ spyr Sigmundur Davíð. Já, ég bara spyr; kunna þessir „sérfræðingar“ sem sveipa sig skikkju fagmennsku ekki að skammast sín? Enn er hótað og prettað Eftir Hall Hallsson Hallur Hallsson »Kunna þessir „sér- fræðingar“ sem sveipa sig skikkju fag- mennsku ekki að skammast sín? Höfundur er blaðamaður og rithöfundur og er félagi í Samstöðu þjóðar gegn Icesave. Hvað þýðir það að segja já við þessum Icesave-samningi? Undirritaður er ekki fylgjandi því að greiða skuldir óheflaðra fjár- glæframanna en eins og staðan er í dag þá er ekki annað að gera en að sættast á þessa samningsleið. Útreikningsaðferð sem ég vil setja hér fram er alls ekki flókin; hún er meira að segja frekar einföld, en til að meðtaka hana þarf að leyfa sér að fara yfir hana með opnum hug. Tel hér upp tvær upphæðir sem leið að versta og besta tilfelli, þ.e.a.s. 110 millj- arða og 40 milljarða, byrja á 110 milljörðum: 110.000.000.000. ísl. kr. vextir eru 3,3%, lánstíminn er 35 ár og hér verða menn að sjá að það er verið að tala um upphæðir í dag, ekki framtíðarvirði eða núvirði heldur upphæðir í nútímanum. Þetta eru 400 afborganir að upp- hæð 453.777.903 ísl. króna í afborg- anir á mánuði, skiptum þeirri upp- hæð niður á GreiðsluBerandi- Einstaklinga, sem undirritaður telur vera 2/3 þjóðarinnar eða um 200.000 manns, þá fáum við út að upphæðin sem hver og einn GreiðsluBerandiEinstaklingur kem- ur til með að greiða er 2.267 kr. á mánuði í 35 ár. 40.000.000.000 ísl kr. Vextir 3,3%, lánstíminn er 35 ár og á það sama við og áður er getið, upphæðin er í nútímanum. Þetta eru eins og áður 400 af- borganir að upphæð 165.010.284 ísl. króna í afborganir á mánuði, eins og áður skiptum við þessu niður á GreiðsluBerandi- Einstaklinga sem eru 200.000 manns, þá fáum við út að upp- hæðin sem hver og einn GreiðsluBer- andiEinstaklingur kemur til með að greiða er 825 kr. á mánuði í 35 ár. Það er óábyrgt að setja fram svona for- sendur án þess að geta þess hvern- ig á að greiða fyrir þetta allt sam- an. Ég legg til að það verði settur á skattstofn sem ber þessa upphafs- stafi GBE sem verður til þess að menn gleymi því ekki næstu 35 árin hvað var gert hér með leyfi stjórn- valda eða undir þeirra verndar- væng. Á Íslandi er fyrirbærið verðbólga vel þekkt og því er enn frekari ástæða til að vekja athygli á því að hún fer vaxandi í UK og eru horfur á að verðbólgan fari nokkuð yfir 5% á þessu ári, það eitt og sér ætti að gefa okkur frekari tækifæri til að ná að lækka fjármagnsgreiðslurnar, sem eru ekki verðtryggðar enn sem komið er. GBE Eftir Friðrik Björg- vinsson Friðrik Björgvinsson » GreiðsluBerandiEin- staklingar, útreikn- ingur á Icesave miðað við 110 milljarða og síð- an 40 milljarða, miðað við GreiðsluBerandi- Einstaklinga í þjóð- félaginu. Höfundur er rekstarfræðingur Eyrnalokkagöt sími 551 2725

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.