Morgunblaðið - 07.04.2011, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
Í skaðabótarétti er
hugtakið húsbóndaá-
byrgð alþekkt en í því
felst að húsbóndi eða
vinnuveitandi ber
ábyrgð á því tjóni sem
starfsmaður hans
kann að valda við starf
sitt í þágu húsbónd-
ans. Hver skyldi bera
ábyrgð á tjóni sem
stjórnmálamenn okkar
kunna að valda einhverjum aðila
(persónu, fyrirtæki eða þjóð)?
Hverjir eru húsbændur þeirra? Mér
sýnist eðlilegast að líta á okkur,
hina almennu borgara, er völdum
þá til starfa sem húsbændur þeirra.
Við höfum ekki beint boðvald yfir
þeim en við getum vísað þeim úr
starfi í kosningum og þeir verða að
sætta sig við höfnun af okkar hálfu.
Nú, hvernig tengist þetta Ice-
save? Jú, við völdum þá stjórn-
málamenn sem ábyrgð bera á
hrunadansinum mikla sem hófst
skömmu eftir aldamót og skeyttu
ekki um viðvaranir um hættuna
sem blasti við ef stjórnlaus vöxtur
bankakerfisins héldi áfram. Þær
ríkisstjórnir sem stýrðu þjóðarskút-
unni á þessum tíma gerðu það í
okkar umboði.
Eftir hrun hafa ráðherrar sem
komið hafa að lausn Icesave-
klúðursins sent þau skýru skilaboð
til umheimsins að við mundum
leysa deiluna með samningum við
Breta og Hollendinga. Ráðherrar
hafa samið við grannþjóðir (og við
teljum vinaþjóðir) okkar um lán til
þess að styrkja gjaldeyrisforða
þjóðarinnar, en þjóð-
irnar hafa sett það
skilyrði fyrir lánveit-
ingunni að við semjum
um Icesave.
Hér eru miklir hags-
munir í húfi og flókið
mál að bera saman.
Þær raddir hafa
heyrzt að það skipti
litlu máli við hags-
munamatið þótt dóm-
stólar kæmust að
þeirri niðurstöðu að
við ættum einnig að
greiða þann hluta innstæðna á ein-
stökum Icesave-reikningum sem
innstæðueigendur hafa ekki fengið
greiddan. Munurinn mun vera 5,5
milljarðar dollara eða um 600 millj-
arðar kr. Ekki verða neinir fjár-
munir í þrotabúinu til þess að mæta
þessari skuldbindingu svo reikning-
urinn á hvern Íslending yrði litlar 2
milljónir! Enda þótt líkurnar á
þeirri niðurstöðu séu litlar er
áhættan af slíkri skuldbindingu óá-
sættanleg.
Þótt við gerum ráð fyrir til-
tölulega hóflegri dómsniðurstöðu,
þ.e. að okkur bæri að greiða þá
fjárhæð sem um hefur samizt en
hana yrði að greiða innan tiltekins
tíma frá dómsuppkvaðningu.
Hvernig mundi þjóðin afla lánsfjár
til að uppfylla skyldur sínar sam-
kvæmt slíkum dómi? Að vísu yrði
hægt að nota fé úr þrotabúinu því
við erum að tala um dóm eftir 2-3
ár. Dæmdir vextir mundu vafalaust
verða allmiklu hærri en samnings-
vextirnir og vextir yrðu þá örugg-
lega af stærðargráðunni 100-150
milljarðar.
Landsmenn standa nú frammi
fyrir vali milli tveggja kosta, að
samþykkja lögin um Icesave eða
hafna þeim, já eða nei. Það er ekk-
ert einfalt mál að bera saman þessa
tvo kosti og velja á milli þeirra á
grundvelli fyrirliggjandi upplýs-
inga.
Mig langar til að spyrja þig, les-
andi góður, nokkurra spurninga og
þú átt svarið fyrir þig.
Mun það bæta ímynd þjóðarinnar
í alþjóðasamfélaginu að segja nei?
Mun það bæta lánstraust lands-
ins, fjármálastofnana og fyrirtækja
ef við höfnum lögunum?
Munu vaxtakjör á lánum frá er-
lendum aðilum batna ef við segjum
nei?
Mun gjaldeyrishöftum aflétt fyrr
ef við segjum nei?
Mun umræðan og óvissan um
Icesave minnka ef við segjum nei?
Mun atvinnuástand batna ef við
höfnum lögunum?
Spyrðu þig fleiri spurninga. Ég
vona að svörin við þeim sem og
þeim sem ég varpaði til þín hjálpi
þér að taka ákvörðun.
Húsbóndaábyrgð og Icesave
Eftir Bjarna
Þórðarson »Eftir hrun hafa ráð-
herrar sem komið
hafa að lausn Icesave-
málsins sent þau skýru
skilaboð til umheimsins
að við mundum leysa
deiluna með samn-
ingum.
Bjarni Þórðarson
Höfundur er trygginga-
stærðfræðingur.
Valsmenn léttir í lund,
leikum á sérhverri stund,
kætin kringum oss er,
hvergi er fjörugra en hér,
lífið er okkur svo kunnugt
og kært,
kringum oss gleðin nú
hlær,
látum nú hljóma í söngv-
anna sal,
já sveinar og meyjar í Val.
„Sveinar og meyjar í
Val“ munu hafa mörg tækifæri til að
syngja þetta skemmtilega lag á
þessu ári þegar Knattspyrnufélagið
Valur fagnar 100 ára afmæli sínu.
Fyrsti atburður tengdur afmæl-
isárinu var afhjúpun nýs hátíðarfána
á gamlársdag 2010 og dagskrá árs-
ins lýkur formlega með útnefningu
íþróttamanns Vals 2011 hinn 31.
desember nk. Hápunktur hátíð-
arhaldanna er þó á afmælisdaginn
11. maí og dagana næst honum.
Innan Vals eins og í öðrum
íþróttafélögum eru annars vegar
iðkendur íþrótta og keppendur og
hins vegar aðrir félags- og stuðn-
ingsmenn, sem ýmist tengjast félag-
inu sem fyrrum keppendur, úr for-
eldrastarfi eða að þeir hafa orðið
stuðningsmenn af öðrum ástæðum.
Báðir þessir hópar geta lagt sitt af
mörkum til að gera afmælisárið
skemmtilegt og að lyftistöng fyrir
framtíðarstarf félagsins.
Árangur keppenda og iðkenda
í upphafi afmælisársins
Miklar væntingar um sigra á af-
mælisárinu hefðu getað skapað
ósanngjarnt álag fyrir keppnisfólk
félagsins. En meistaraflokkar fé-
lagsins náðu á síðasta ári markmiði,
sem þeir höfðu sett sér fyrir 100 ára
afmælið, þegar hundraðasti titill fé-
lagsins í Íslandsmóti og bikarkeppni
í mfl. vannst, og koma því afslapp-
aðir til keppni á afmælisárinu.
Og þessi árangur kveikti greini-
lega bál, því árangur mfl. félagsins í
keppni í öllum greinum á fyrstu vik-
um afmælisársins er í
raun stórkostlegur og
félagið getur verið
stolt af honum.
Í síðustu viku unnu
mfl. félagsins í körfu-
knattleik karla og
kvenna báðir athygl-
isverða sigra í umspils-
keppnum, og tryggðu
sér sæti í úrvalsdeild í
haust. Í knattspyrnu
urðu Valsmenn nýverið
Reykjavíkurmeistarar
í mfl. karla og kvenna
og í handbolta vann mfl. karla bik-
armeistaratitilinn og mfl. kvenna
varð deildarmeistari.
Marsmánuður er ekki liðinn, þeg-
ar þetta er skrifað og samt hefur
þrengst nokkuð um í verðlauna-
geymslum Vals. Keppnisfólk félags-
ins í meistaraflokkum hefur örugg-
lega ekki sagt sitt síðasta, enda
metnaður mikill. Sá metnaður nær
líka til yngri flokka félagsins, þar
sem mikið og árangursríkt starf er
unnið og iðkendum hefur fjölgað
jafnt og þétt. Aðstaðan sem nú er
boðin á Hlíðarenda er með miklum
glæsibrag og yfir barna- og ung-
lingastarfi félagsins vaka ein-
staklingar með þekkingu og
reynslu. Ungir iðkendur íþrótta hjá
Val eru þeir sem halda munu merki
félagsins, sögu og hefðum á lofti um
ókomin ár og því er mikilvægt að
skapa þeim ekki bara góða umgjörð
heldur einnig góða leiðbeinendur.
Af samtölum mínum við iðkendur,
keppnisfólk og þjálfara hjá Val er
ljóst að það þeir ætla allir að leggja
sig fram um að gera afmælisárið
mjög eftirminnilegt og vissulega
gefur byrjun meistaraflokka vænt-
ingar um að það gangi eftir. Tæki-
færi annarra félagsmanna til að
sýna styrk Vals. Við sem ekki erum
keppnisfólk lengur getum líka lagt
okkar af mörkum til þess að gera ár-
ið eftirminnilegt og nú þegar aðeins
er rúmur mánuður til 11. maí, er
ekki úr vegi að við hugum að afmæl-
isdeginum og hátíðarhöldum í kring-
um hann. Í Valsblaðinu sem kom út
um síðustu jól, á heimasíðu félags-
ins, á afmælisalmanaki og víðar er
að finna upplýsingar um þá dagskrá
sem efnt er til á afmælisárinu og ég
ætla því ekki að tíunda hana hér í
smáatriðum.
Mig langar þó að vekja sérstaka
athygli Valsmanna á því að dagana
7. til 13. maí verður nær samfelld
dagskrá í tengslum við afmælið og
þá er tækifæri til að sýna fé-
lagslegan styrk Vals. Þessa viku
verður aðalíþróttasalur félagsins á
Hlíðarenda færður í hátíðarbúning
og nýttur til skemmtana- og sýning-
arhalds af ýmsu tagi fyrir fé-
lagsmenn og gesti þeirra. Sýning
sem sett verður upp mun standa
áfram út afmælisárið að minnsta
kosti.
Keppnistímabili í handknattleik
og körfuknattleik verður lokið á
þessum tíma, en á knattspyrnuvöll-
unum á Hlíðarenda verður líf og fjör
og keppt í efstu deild karla og leik-
urinn um titilinn „ meistari meist-
aranna“ fer fram í meistaraflokki
kvenna.
Verið er að leggja lokahönd á
dagskrá afmælisdagsins, en þó er
vitað að hún hefst að venju með
stuttri athöfn við styttu sr. Friðriks
Friðrikssonar á Hlíðarenda og
morgunkaffi. Það er von mín og
annarra sem vinna að undirbúningi
atburða á afmælisárinu að Vals-
menn taki frá marga daga á næst-
unni til að gleðjast í tilefni af 100 ára
afmæli Vals.
Valur í eina öld
Eftir Reyni Vignir » Aðstaðan sem nú er
boðin á Hlíðarenda
er með miklum glæsi-
brag og yfir barna- og
unglingastarfi félagsins
vaka einstaklingar með
þekkingu og reynslu.
Reynir Vignir
Höfundur er endurskoðandi og er
formaður afmælisnefndar vegna
100 ára afmælis Vals.
Skilanefnd Lands-
banka Íslands er ekki
aðili að þriðju ICE-
SAVE-samningatillög-
unni sem fer í þjóð-
aratkvæði nk.
laugardag og hefur ekki
sagt neitt til um hvort
Innistæðutrygg-
ingasjóðir Íslands,
Bretlands eða Hollands
hafi forgang með kröfur
sínar í bú gamla Lands-
bankans; Innistæðutryggingasjóður
Íslands með sína 650 milljarða króna
kröfu vegna greiðslu lágmarkstrygg-
inga um 21,000 evrur á hvern ICE-
SAVE-innistæðueiganda eða Inni-
stæðutryggingasjóðir Bretlands og
Hollands með sínar kröfur vegna um-
framgreiðslu til sömu innistæðueig-
enda samtals aðra 650 milljarða.
Það er deginum ljósara að allir þrír
innistæðutryggingasjóðir þessara
landa munu krefjast forgangs í bú
Landsbankans með kröfur sínar þeg-
ar að útborgun kemur og sérstaklega
sá íslenski skv. „Hall-ákvæðinu“ svo-
kallaða um forgangskröfu lágmarks-
greiðslna. Hvernig sem skilanefnd
Landsbankans ákveður útborganir
sínar, þá munu innistæðutrygga-
sjóðir landanna þriggja leita til dóm-
stóla til að hámarka greiðslur til sín
úr búinu eins og aðrir kröfuhafar.
Hvort sem menn velja að segja nei
eða já í kosningunum um ICESAVE
á laugardag þá fer málið fyrir dóm-
stóla. Því segi ég nei og
styrki þannig málflutn-
ing okkar færustu ís-
lensku og erlendu lög-
fræðinga fyrir
dómstólum hérlendis
þegar þar að kemur og
sem mun leiða til fjórða
ICESAVE – samninga-
tillögunar og vonandi
án greiðslu nokkurra
vaxta því þær eiga að
lenda á þrotabúi
Landsbankans, ef þær
eiga nokkurn rétt á sér.
Hingað til hafa þessar ICESAVE-
samningatillögur bara farið síbatn-
andi fyrir okkur Íslendinga!
Breskir og hollenskir fjármálaeig-
endur tóku mikla áhættu með því að
leggja fé inn á ICESAVE-reikninga
til að fá „himinháa“ vexti og sem þeir
fengu greidda með nýjum inn-
greiðslum á ICESVE, sama og í „Ma-
doff-svikakeðjunni“. Dómstóll mun
án efa taka tillit til þessarar augljósu
áhættu sem ICESAVE var.
Ég segi nei við Icesvave
því málið fer hvort
eð er fyrir dómstól
Eftir Jón Hjaltalín
Magnússon
Jón Hjaltalín
Magnússon
»Hvort sem menn
segja nei eða já í
kosningunum um Ice-
save þá fer málið fyrir
dómstóla. Því segi ég nei
og styrki málflutning
okkar fyrir dómstólum.
Höfundur er verkfræðingur.
Á ENSKU OG DÖNSKU
• Byggingafræði
• Véltæknifræði
• Byggingaiðnfræði
• Markaðshagfræði
• Byggingatæknifræði
Á ENSKU
• Tölvutæknifræði
• Framleiðslutæknifræði
• Útflutningstæknifræði
• BS í Markaðsfræði
Á DÖNSKU
• Véltækni
• Landmælingar
• Vöruþróun og
tæknileg sameining
• Aðgangsnámskeið
HJÁ VIA UNIVERSITY COLLEGE Í HORSENS
BJÓÐUM VIÐ UPP Á MARGVÍSLEGA MENNTUN
VIA UNIVERSITY COLLEGE
Chr. M. Østergaards Vej 4
DK-8700 Horsens
VIAUC.DK/HORSENS
Tel. +45 8755 4000
Fax: +45 8755 4001
Mail: tekmerk@viauc.dk
Í BOÐI ER:
NÁM Í DANMÖRKU
02
6
6
3
Fulltrúi skólans 08.04-16.04.2011.Johan Eli Ellendersen, verður á Íslandi:
Áhugasamir geta haft samband í síma 845 8715.
Leggið inn skilaboð og við munum hringja til baka.