Morgunblaðið - 07.04.2011, Síða 22
22 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
Á næstu dögum
kjósa félagsmenn
í Félagi íslenskra
hjúkrunarfræð-
inga (FÍH) sér
formann til
tveggja ára. Elsu
B. Friðfinns-
dóttur þekki ég
að góðu einu. Ég
kynntist Elsu
haustið 1998 þegar ég, ásamt níu
öðrum, hóf fjarnám í hjúkr-
unarfræði frá Háskólanum á Ak-
ureyri. Elsa starfaði þá sem deild-
arforseti heilbrigðisdeildar
Háskólans á Akureyri. Þetta nám
var nýmæli á Íslandi á þann hátt að í
fyrsta sinn voru nemendur sem
staðsettir voru í öðrum landsfjórð-
ungi virkir þátttakendur í kennslu-
stundum með hjálp fjarfundabún-
aðar. Í þessu frumkvöðlastarfi komu
mannkostir Elsu berlega í ljós, hún
var óhrædd við að fara ótroðnar
slóðir. Hún hélt vel utan um hópinn
og var tilbúin að berjast fyrir því að
þetta tækist sem best. Hún sýndi
þarna dug, áræði og skýra framtíð-
arsýn.
Dugur, áræði og framtíðarsýn.
Allt eru þetta eiginleikar sem ég hef
einnig séð í starfi hennar sem for-
maður FÍH. Mér finnst margt hafa
breyst til batnaðar s.l. 8 ár. Elsa
hefur náð að færa félagið nær hinum
almenna félagsmanni, einnig okkur
sem búum og störfum á landsbyggð-
inni. Í hennar formannstíð hefur
verið boðað til morgunverðarfunda,
hún hefur farið í heimsóknir út á
land auk þess sem betur er hugað að
þátttöku allra hjúkrunarfræðinga
gegnum fjarfundabúnað þegar mik-
ilvæg málefni eru rædd. Formenn
allra svæðisdeilda eru núna stjórn-
armenn í FÍH. Elsa vann að breyt-
ingum á lögum og skipulagi félags-
ins með lýðræði og skilvirkni að
leiðarljósi. Hún hefur unnið að
breytingum á húsnæði sem og vef-
svæði félagsmanna, hjúkrunarfræð-
ingum til þæginda og hagsbóta.
Elsa B. Friðfinnsdóttir býður af
sér góðan þokka. Hún er alúðleg,
hreinskiptin og sýnir fólki áhuga og
sanngirni. Það eru mikilvægir kostir
hjá formanni stéttarfélags. Elsa er
fylgin sér, er vel máli farin og hefur
lag á að láta menn leggja við hlustir
þegar hún kemur málefnum á fram-
færi. Hún hefur góð tengsl í stjórn-
sýsluna og gott aðgengi að fjöl-
miðlum. Það er
hjúkrunarfræðingum til hagsbóta að
njóta áfram starfskrafta Elsu B
Friðfinnsdóttur sem formanns FÍH.
ÞÓRUNN PÁLSDÓTTIR,
hjúkrunarfræðingur B.Sc. og
starfar á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Ísafirði.
Kjósum Elsu B.
Friðfinnsdóttur í
formannskjöri FÍH
Frá Þórunni Pálsdóttur
Þórunn Pálsdóttir
Þjóðinni blæðir af völdum verstu
ríkisstjórnar allra tíma. Ungt fólk
og barnafólk, sem reynt hefur að
eignast eigið húsnæði er vægð-
arlaust féflett og eignum þess stolið
í skjóli verðtryggingar. Enginn
þingmaður nema þá helst Lilja
Mósesdóttir hefur rétt upp hönd
gegn þeim siðlausu fjárglæframönn-
um sem stefna að því leynt og ljóst
að færa bönkum og ríki eignir fólks-
ins í landinu. Fyrirtækin eru að
dauða komin. Vægðarlausar skatta-
hækkanir dynja á almenningi. Fólk
stendur í biðröðum og á ekki fyrir
mat. Fjöldagjaldþrot venjulegs
launafólks eru skollin á. Atvinnu-
leysi á Íslandi slær Norður-
landamet. Níðst er á gamalmennum
og öryrkjum og þeir mergsognir,
lyfjaverð og sjúkrakostnaður marg-
faldast og sjúkahúsin gerð nær
óstarfhæf. ASÍ-gráskeggurinn (ný-
rakaður) hefur aldrei unnið að
gagni fyrir umbjóðendur sína, eða
laununum sínum, en situr og fitnar í
nýja leðurstólnum með ól um háls-
inn sem forsætisráðherra hefur í
hendi sér. Kommúnistar flykkjast í
vel launuð málamyndastörf í ráðu-
neytum og nefndum, en almenn-
ingur skal þegja og borga.
Er þetta velferðarþjóðfélagið sem
Jóhanna Sigurðardóttir boðaði fyrir
síðustu kosningar? Líklega á þessi
útbrunna kona Íslandsmet í að vera
ómerkingur orða sinna, ef litið er til
orða hennar í stjórnarandstöðu, þar
sem hún þóttist bera hag almenn-
ings fyrir brjósti. Verst er þó, að
hún kann ekki að skammast sín. Nú
er boðskapur ríkisstjórnarinnar
þessi: Ofan á aðrar skuldir skuluð
þið nú öll, einnig börn ykkar og
barnabörn, borga Icesave! Und-
irlægjuhátturinn er algjör. Íslend-
ingar eru hvattir til að beygja sig
fyrir löglausum hótunum fyrrver-
andi nýlenduþjóða. Eini maðurinn
sem varið hefur málstað Íslendinga
á erlendri grundu og talað af viti er
forsetinn.
Að lokum: Ætlar þú sem þetta
lest að hafa það á samviskunni, að
hafa með atkvæði þínu um Icesave,
skuldbundið börn þín og barnabörn
til að gerast þrælar Breta og Hol-
lendinga um ókomin ár ? Sannir Ís-
lendingar og sæmilega upplýstir
segja nei! Hinir segja já.
ÓLAFUR ÁSGEIR
STEINÞÓRSSON
eldri borgari í Reykjavík.
Þjóðinni blæðir
Frá Ólafi Ásgeiri Steinþórssyni
„Erlendir hand-
rukkarar hafa ítrekað
ruðst inn á heimili
okkar undanfarin tvö
ár og heimtað að við
greiðum skuld sem er
fjölskyldu minni alls
óviðkomandi. Við höf-
um hingað til rekið
þá á dyr – og það
þótt þeir hafi áður
fullyrt að ef við gerð-
um það myndu þeir rústa heimili
okkar. Sú hótun hefur reynst inn-
stæðulaus. Við höfum margbent
þeim á að láta dómstóla skera úr
um það hvort við skuldum þeim
eitthvað – en þeir vilja ekki
heyra á það minnst.
En nú erum við búin að nóg!
Við erum orðin svo þreytt á hót-
unum þessara handrukkara að
við ætlum bara að borga þeim og
snúa okkur að öðru! Við höfum að
vísu ekki grænan grun um hversu
háa upphæð við þurfum að borga,
það kemur í ljós á næstu árum!
Og ef þú endilega vilt vita hvað
þetta annað er, sem við ætlum að
snúa okkur að, er því fljótsvarað.
Fjölskyldan verður upptekin af
því næstu ár að skera niður öll
möguleg og ómöguleg útgjöld til
að eiga fyrir skuldinni!“
Rangt að ala á hræðslu
Hér að framan er vitnað í
ónefndan talsmann þeirra sem
ætla að segja já í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um Icesave III á
laugardaginn – talsmann þeirra
sem ætla „bara“ að
borga og snúa sér
svo að öðru – blóð-
ugum niðurskurði
velferðarkerfisins og
skattahækkunum.
Undirritaður til-
heyrir ekki þeim
hópi. Ég ætla að
segja nei og standa
fast á lögvörðum og
sjálfsögðum rétti
mínum.
Jafnframt lýsi ég
furðu minni á mál-
flutningi þeirra sem reyna að
hræða landsmenn til að sam-
þykkja þann ólánssamning sem
fyrir liggur. Það er beinlínis
rangt að halda því fram að þeir
sem segja nei í kosningunum á
laugardaginn neiti að taka þátt í
að borga þjóðarskuldir eða
standa við skuldbindingar þjóðar-
búsins. Við sem segjum nei vilj-
um einungis fá úr því skorið
hvort okkur beri að borga óreiðu-
skuldir einkafyrirtækis sem við
áttum ekkert í. Flóknara er það
ekki. Þess vegna ætti sérhver
kosningabær þegn að segja nei
og láta ekki ógna sér til annars.
Fimm ástæður
til að segja nei
Ég hafði lengi vel 4 gildar
ástæður til að segja nei – en nú
eru þær orðnar 5:
1) Upphæð skuldarinnar er
óþekkt og getur hækkað um
hundruð milljarða króna vegna
ýmissa óvissuþátta.
2) Alþingi er óheimilt sam-
kvæmt stjórnarskrá lýðveldisins
að skuldbinda þjóð sína fjárhags-
lega ef umfang skuldbinding-
arinnar er ekki fyrirfram vitað.
3) Bretar og Hollendingar axla
hvorki ábyrgð né taka áhættu
samkvæmt þeim óheillasamingi
sem fyrir liggur – bara við.
4) Krafa þeirra er ólögvarin en
þeir hafa ekki vísað henni til
dómstóla og munu varla gera það
úr þessu. Hættan á að spilaborg
evrópska fjármálakerfisins hrynji
er of mikil, tapist málið. Senni-
lega þurfum við því aldrei að
greiða krónu!
5) Nýjasta ástæða mín fyrir
nei-inu er sú að 20 fyrrv. ráð-
herrar hafa hvatt okkur til að
segja já.
Í þeim hópi eru margir sem
bera beina ábyrgð á því að rík-
isbankarnir voru einkavæddir
(lesist: gefnir vildarvinum) á sín-
um tíma). Þeir ætla seint að
reynast þjóð sinni ráðhollir. Ást-
kæra, íslenska þjóð! Oft var þörf
en nú er nauðsyn! Segjum nei í
þjóðaratkvæðagreiðslunni á laug-
ardaginn! Nei og aftur nei er hið
eina rétta svar.
Nei og aftur nei!
Eftir Braga V.
Bergmann » „Við erum orðin svo
þreytt á hótunum
þessara handrukkara að
við ætlum bara að borga
þeim og snúa okkur að
öðru!“ Hverju? Jú, nið-
urskurði!
Bragi V. Bergmann
Höfundur starfar við almannatengsl.
Ég bar í síðustu
viku fram fyrirspurn
hér í blaðinu til þeirra
háttvirtu alþing-
ismanna, sem með
auknum meirihluta
samþykktu Icesave-
lög nr. 13/2011.
Spurningarnar vörð-
uðu stjórnskipulegt
gildi laganna og
ástæður þess, að
nauðsynlegt var talið
að virða ekki skilyrði og heimildir
ríkisábyrgðalaganna við setningu
Icesave-laganna.
Ég hefi engin svör fengið.
„Byrði betri
berrat maðr brautu at,
an sé mannvit mikit.“
Í Fréttablaðinu og eins í Morg-
unblaðinu 2. apríl sl., auglýsa
hvorki meira né minna en tuttugu
fyrrverandi ráðherrar, allt val-
inkunnir sómamenn, að þeir ætli að
segja já í atkvæðagreiðslunni 9.
apríl. Allir hafa þessir ágætu menn
mikla þekkingu, reynslu og vit,
enda margir vélað um atvinnu-,
efnahags- og fjármál í ráðuneytum
sínum auk þess sem nokkrir þeirra
hafa verið við stjórn banka- og
lánastofnana og jafnvel sjálfs
Seðlabankans. Þó að ekki hafi verið
greint frá því í auglýsingunni, hver
rök liggi að baki ákvörðun þeirra,
þá efast ég ekki um, að þau hafi
verið nægilega sannfærandi til að
friða samvisku þeirra. En, þar sem
ég velkist í vafa um að þeirra af-
staða sé hin rétta, langar mig til að
biðja þá um að líta með mér um öxl
svolitla stund og reyna að rýna
jafnframt fram á veg.
„Gáttir allar
áður gangi fram
of skyggnast skyli.“
Menn eru að halda
því fram, að eignasafn
þrotabús Landsbank-
ans hf. sé svo magnað,
að skattgreiðendur,
börnin okkar, barna-
börn og barna-
barnabörn þurfi ekk-
ert að greiða. Ef svo
væri, hvers vegna er
þá ekki Bretum og
Hollendingum bara af-
hent búið til ráðstöf-
unar, sem fulln-
aðargreiðsla og hvers
vegna þiggja þeir ekki
svoddan kostaboð?
Munið þið hvað efnahagsreikn-
ingar gömlu bankanna voru bólgnir
fyrir hrun? Munið þið, hvað við
vorum ánægðir, þegar matsfyrir-
tæki úti um allan heim áttu engin
orð um snilli okkar Íslendinga á
sviði bankastarfsemi? Voruð þið
ekki jafnánægðir og ég, þegar við
fengum tilkynningu um að hluta-
bréfin hefðu hækkað verulega
meira heldur en innlánsreikningar
bankanna eða ríkisskuldabréf
greiddu í vexti, auk þess sem við
fengum arðinn sendan heim, í
hlutabréfum í öðrum hlutafélögum,
sem alltaf voru að vaxa og sýna
mikla hlutafjáraukningu og bætta
eiginfjárstöðu?
Eða allt unga fólkið, sem var að
taka húsnæðis-, bíla- og námslán
og var hvatt til að taka sem mest
og helst með gengistryggingu af
því að vaxrafóturinn væri miklu
hagstæðari og stöðugleiki og gengi
íslensku krónunnar nánast gulli
betri, eins og matsfyrirtæki heims-
ins gætu best um borið. Munið þið
ekkert eftir þessu? Höfum við ekk-
ert lært af þessu? Getum við betur
treyst því mati, sem nú er lagt til
grundvallar?
Okkur er ætlað að greiða ein-
hverja fjárhæð, sem við vitum að
vísu ekkert um í dag, hve há verð-
ur að lokum, en við vitum að hún
er gengistryggð og með ríkis-
ábyrgð samkvæmt Icesave-lögum,
ef þau verða ekki felld í atkvæða-
greiðslunni.
Eruð þið, tuttugu fyrrverandi
ráðherrar, sem allir njóta virðingar
og trausts, sannfærðir um það, að
allt fram til ársins 2016 verði hægt
með handafli að halda gengi ís-
lensku krónunnar svo stöðugu, eins
og það er skráð í dag, eins og það
væri sterkasti gjaldmiðill í heimi,
meðan markaðsverðið er meira en
tvö hundruð aflandskrónur fyrir
eina evru?
Hvernig var stöðugleiki gengis
íslensku krónunnar meðan þið vor-
uð við völd? Fyrir skemmstu var
gerð gagnmerk greinargerð um kú-
gildisverðmæti íslensku krónunnar
fyrstu eitt hundrað ár heima-
stjórnar. Það er fyrir tímabilið frá
janúar 1904 til desemberloka 2003.
Hvað haldið þið að kúgild-
isverðmæti krónunnar hafi rýrnað
mikið, þann tíma sem þið sátuð á
Alþingi eða í stjórnarráði? Á engu
tímabili 100 ára heimastjórnar
rýrnaði kúgildisverðmæti krón-
unnar meira en einmitt því, sem
spannar þingsetu ykkar. Haldið
þið, að núverandi stjórnvöld standi
sig svo miklu betur í þeim efnum
en þið gerðuð?
Og jafnvel þótt þeim tækist jafn-
vel upp og ykkur verður gengið
valt.
Finnst ykkur nokkur ástæða sé
fyrir mig að velkjast í vafa?
Finnst ykkur ég geti sagt annað
en nei!
Með kærri kveðju.
Allt með gætni gjör ávallt,
grannt um endinn hugsa skalt
Eftir Svein
Snorrason » Tuttugu fyrrverandi
ráðherrar hvattir til
að líta um öxl og horfa
fram á veg.
Sveinn
Snorrason
Höfundur er lögfræðingur.
Fermingin er
ekki sýning, færi-
bandaafgreiðsla
eða hópyfirlýsing
heldur persónu-
leg vitnisburðar-
og bænastund.
Hún er ekki
manndómsvígsla,
vottorð um að þú
sért kominn í full-
orðinna manna
tölu eða útskrift úr kirkjunni. Held-
ur er hún upphaf að meðvitaðri
göngu með frelsaranum Jesú Kristi.
Hún er vitnisburður þess að þú
viljir áfram þiggja að vera barn.
Barn Guðs, leitt af Jesú Kristi. Barn
sem vill fá að þroskast og dafna í
skjóli hans og leitast við að leyfa
honum að hafa áhrif á þig, þiggja
leiðsögn hans og nærveru með öllum
þeim fyrirheitum og erfðarétti sem
því fylgir.
Fermingin er vitnisburður þess að
vilja leitast við að lifa lífinu í kær-
leika og sátt við Guð og alla menn.
Hún er að segja já við lífinu, vilja
læra að meta það, njóta þess og
þakka fyrir það. Í fermingunni
þiggjum við kórónu lífsins, dýrð-
arsveig sem aldrei fölnar.
Því er sannarlega ástæða til að
koma saman, biðja og þakka, gleðj-
ast og fagna.
Haltu fast í kórónuna þína, svo
enginn taki sigursveiginn frá þér.
Spurning fermingardagsins er
spurning dagsins, alla ævi.
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON
rithöfundur.
Spurning dagsins, alla ævi
Frá Sigurbirni Þorkelssyni
Sigurbjörn
Þorkelsson