Morgunblaðið - 07.04.2011, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
✝ Jóhanna Dag-bjartsdóttir
fæddist á Velli í
Grindavík 24. sept-
ember 1915. Hún
lést í Grindavík 2.
apríl 2011.
Foreldrar hennar
voru Dagbjartur
Einarsson, útvegs-
bóndi á Velli og síð-
ar í Ásgarði í
Grindavík, f. 18. okt.
1876 í Garðhúsum í Grindavík, d.
14. jan. 1944, og kona hans Val-
gerður Guðmundsdóttir, f. 12.
des. 1885 á Klöpp í Grindavík, d.
4. apríl 1967. Systkini Jóhönnu
voru: 1) Vilborg Júlía Kristín,
húsfreyja í Reykjavík, f. 26. des.
1911, d. 20. jan. 1988, gift Peter
Wigelund skipasmíðameistara.
2) Guðrún, húsfreyja í Grindavík,
f. 24. mars 1913, d. 22. feb. 1990,
gift Gísla Jóhannssyni sjómanni.
3) Margrét, f. 24. maí 1914, d. 14.
jan. 1999, húsfreyja í Reykjavík,
gift fyrr Þórði Helgasyni
bifreiðarstjóra, síðar Guðlaugi
Guðmundssyni vélstjóra. 4) Ein-
d. 15. jan. 2004 í Grindavík. Þau
bjuggu allan sinn búskap í Grinda-
vík þar sem Óskar stundaði skip-
stjórn og útgerð.
Þau Jóhanna og Óskar eign-
uðust tvö börn: a) Sævar, f. 25.
des. 1941 í Litla-Gimli í Grindavík,
skipstjóri, vélstjóri og útgerð-
armaður í Grindavík. Hann var
kvæntur Ólínu Guðbjörgu Ragn-
arsdóttur verslunarmanni. Þau
skildu. Börn þeirra: a) Óskar, út-
gerðartæknir í Grindavík, kvænt-
ur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og
eiga þau þrjú börn. b) Jóhanna,
kennari og húsfreyja í Grindavík,
gift Viðari Geirssyni og eiga þau
þrjú börn. c) Erlendur, sjómaður í
Grindavík, giftur Örnu Björns-
dóttur, eiga þau tvö börn. Seinni
kona Sævars er Khamnuan og
eiga þau soninn Kára Kham. B)
Dagbjört, f. 14. nóv. 1946 í Grinda-
vík, skrifstofumaður í Keflavík.
Sambýlismaður hennar er Þorlák-
ur Friðriksson bílamálari. Dóttir
Dagbjartar er Dröfn Palmberg,
starfsmaður hjá Flugleiðum, á
hún þrjú börn. Barnabarnabörnin
eru 12, og barnabarna-
barnabörnin 4.
Jóhanna bjó alla sína ævi í
Grindavík. Hún fór á hjúkr-
unarheimilið í Víðihlíð 2009.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 7. apríl
2011, og hefst athöfnin kl. 11.
ar Jónsson, skip-
stjóri í Grindavík, f.
24. júní 1917, d. 21.
feb. 1981, kvæntur
Laufeyju Guð-
björgu Guðjóns-
dóttur. 5) Guð-
mundur, vélstjóri í
Grindavík, f. 29.
des. 1918, kvæntur
Aðalheiði Jóns-
dóttur. 6) Eiríka
Katla, húsfreyja í
Reykjavík, f. 18. júní 1920, gift
Valgeiri Magnússyni versl-
unarmanni. 7) Valbjört, hús-
freyja í Bandaríkjunum, f. 4. apr-
íl 1922, d. 17. des. 1989, gift
Herbert Green hermanni. 8)
Bryndís, húsfreyja í Grindavík, f.
16. júlí 1925 í Grindavík, d. 24.
okt. 2010. Auk þess átti hún hálf-
systur, Hrefnu Dagbjartsdóttur,
saumakonu í Reykjavík, f. 3. júní
1906, d. 1. febr. 1973.
Jóhanna ólst upp í Grindavík,
fyrst á Velli og síðan í Ásgarði.
Hún giftist 26. sept. 1947 Óskari
Gíslasyni, skipstjóra í Grindavík,
f. 26. sept. 1914 í Vík í Grindavík,
Mér er efst í huga þakklæti
fyrir að hafa fengið að eiga ömmu
mína að svona lengi. Amma í Ás-
byrgi bjó alla mína æsku í sömu
götu og ég, fyrst bjuggu amma og
afi í Ásbyrgi á Ásabraut 1 og
seinna á Ásabraut 13 og ég á milli,
fyrst á æskuheimili mínu og síðar
í Sóltúni. Það voru forréttindi að
alast upp með ömmu og afa svona
nærri, afi var á sjónum en amma
var heima. Við systkinin sóttum
mikið til ömmu og afa og vorum
mikið hjá þeim, ég var þá oft að
leika við Döbbu frænku, hanga
yfir ömmu og masa á meðan hún
steinkaði og straujaði rúmföt,
spjalla við Diddu, fá kannski mat-
arkex í soðnu vatni og mjólk með
miklum sykri, eða heimabakað
heilhveitibrauð. Amma var
skemmtileg kona sem hafði
sterkar skoðanir og mér fannst
mjög gaman að sitja við eldhús-
borðið hjá henni, fá appelsín og
rökræða málin. Ef fleiri sátu við
borðið t.d. Binna, Gunna eða afi
og kannski verið að taka í spil, þá
gat stundum hitnað aðeins í kol-
unum og jafnvel tekist aðeins á í
rökræðum, en það var einnig mik-
ið hlegið. Mér fundust amma og
þær systur hennar sem ég þekkti
best, Binna, Gunna og Magga,
einstakar konur, svo áhugaverðar
og ótrúlega skemmtilegar og
amma svo heppin að eiga þessar
frábæru systur. Ég er skírð í höf-
uðið á ömmu og er ákaflega stolt
af því og einnig af því að vera
stundum líkt við ömmu.
Ég gleymi aldrei fallegu kart-
öflugörðunum hjá ömmu og afa,
beðin öll rétt og slétt og göturnar
þráðbeinar. Þannig fannst mér að
kartöflugarðar ættu að vera og ég
man að mér fannst þeirra garður
langflottasti garðurinn. Ömmu
fannst gaman að dútla og dekra
við kartöflurnar sínar og gerði
það eins lengi og hún gat, hún
vildi hafa garðinn sinn fallegan og
það var hann sannarlega.
Ég er ákaflega þakklát fyrir að
hafa haft ömmu svona nálægt
mér og þakklátust er ég fyrir tím-
ann með henni þegar ég var ung-
lingur en það voru ófáar stund-
irnar sem við sátum seint á
kvöldin og spjölluðum. Amma var
hress á kvöldin og vakti oft lengi
og ég mátti ekki vera úti en ég
mátti skreppa til ömmu. Það var
nefnilega svo gott og einnig
skemmtilegt að spjalla við ömmu
seint á kvöldin því hún sýndi mín-
um málum áhuga og við fórum á
trúnó. Ég sagði ömmu hluti sem
ég sagði ekki neinum og fannst
svo gott að eiga hana að. Stund-
um gaf hún mér ráð en oftast
hlustaði hún og við ræddum mál-
in, stundum spiluðum við líka eða
lögðum kapal. Ástamál voru
stundum rædd og þá sagði hún
mér líka frá sér þegar hún var
ung og hvað hún var hissa á því að
hann afi, svona myndarlegur,
skyldi velja sig. Nú eru þau aftur
saman, amma og afi.
Ég votta pabba, Diddu og
Döbbu samúð mína. Dabba
frænka sem alltaf er litla stelpan
hennar ömmu, Didda og pabbi
hafa verið vakin og sofin yfir
ömmu síðustu vikurnar og Didda
hefur verið hjá henni öllum
stundum, óþreytandi svo um-
hyggjusöm og sterk.
Ég kveð yndislega ömmu
mína, þakka samfylgdina og
geymi minningu hennar í hjarta
mínu.
Jóhanna Sævarsdóttir.
Hvernig er hægt að skrifa
minningargrein um hana ömmu
mína þegar minningarnar eru svo
margar að hægt væri að skrifa
heila bók? Hvernig er hægt að
skrifa um hana grein sem myndi
aldrei geta lýst henni sem eins
stórbrotinni manneskju og hún
var? Hún amma mín var fyndin,
góð, kaldhæðin, trygg, hlý, köld,
sterk, klár, mjúk vel lyktandi.
Hún kenndi mér að syngja, lesa,
gera krossgátur, bulla og ropa
hátt. Hún kenndi mér að öryggi
fjölskyldunnar ætti alltaf að vera
númer eitt, ég vissi alltaf að ég
væri örugg sama hvar ég var og
sama hvað gerðist af því ég átti
hana að, þetta kenndi hún mér og
henni mömmu og vonandi kem ég
þessari tilfinningu í börnin mín,
að vera öruggur í hjartanu af því
svona sterk manneskja elskar
mann og stendur alltaf með
manni sama hvað á dynur, sama
hvort hún var sátt við það sem
maður gerði eða ekki, alltaf var
hún til staðar fyrir mann.
Hún amma mín var ótrúlega
úrræðagóð og snögg að hugsa,
einu sinni þegar ég kom úr búð-
inni með mjólkurfernu sem lak,
þá var hún fljót að skola tóma
mjólkurfernu, ná í trekt og hella á
milli til að mjólkin læki ekki út um
allt, hún náði ekki í könnu eða
skál eins og ég hefði sennilega
gert, nei hún nýtti heldur tómu
mjólkurfernuna og ég bara sat og
glápti hissa á, þá leit hún á mig,
glotti og sagði: „Ég var ekki köll-
uð Jóka klóka fyrir ekki neitt.“
Amma var 95 ára, það er frek-
ar gamalt og þegar ég spurði
hana: „Hefði þér dottið í hug að
þú yrðir svona gömul?“ Þá hnuss-
aði hún: „Nei, ég skil ekkert í
þessu af hverju ég er svona göm-
ul.“ Samt var hún eiginlega ald-
urslaus þótt hún væri 95, hún gat
talað við alla á öllum aldursskeið-
um, litlu krakkana, unglingana,
unga fólkið, gamla fólkið og henni
þótti ekkert leiðinlegra en fólk
sem hafði ekkert að segja og var
„gamalt“ í anda. Hún var ung
kona í gömlum líkama.
Þegar Binna systir hennar dó
varð hún mjög döpur af því þær
voru ekki bara systur heldur
mjög góðar vinkonur, en Binna
var 10 árum yngri en hún, og ég
held að svona inn við beinið hafi
amma verið hálfsvekkt yfir að
Binna fór á undan, samt var
amma búin að tala um að vera
komin með aðra löppina ofan í
gröfina síðan ég var fjögurra ára
en meinti það loksins eftir að
Binna dó. Það gerir söknuðinn
ekki eins sáran að vita til þess og
vera alveg viss um að hún var sátt
við að fara.
Núna er örugglega nóg að gera
hjá þeim systrunum, mikið spilað
og hlegið, þannig að hann afi
kemst varla að.
Í dag kveð ég hana ömmu mína
í síðasta sinn. Mig langar að segja
henni að ég er óendanlega þakk-
lát að hafa kynnst henni, glöð að
hafa fengið að hafa hana svona
lengi, og hreykin að vera barna-
barnið hennar. Elsku amma, takk
fyrir allt og allt, ég sé þig aftur
seinna.
Dröfn (Dabba).
Laugardagurinn 2. apríl rann
upp bjartur og fallegur eins og
vordagar gerast bestir og fugla-
söngurinn fyllti loftið. Þessi fal-
legi dagur var sá síðasti í lífi Jó-
hönnu Dagbjartsdóttur, eftir
langa og farsæla ævi var hún
hvíldinni fegin, tilbúin í sína
hinstu för.
Ég kynntist Hönnu eins og hún
var oft kölluð þegar ég var 16 ára
og hann Óskar sonarsonur henn-
ar fór með mig í Ásbyrgi til þess
að kynna mig fyrir ömmu og afa.
Ég kveið fyrir að hitta þessa konu
sem gat verið hvöss og lá ekkert á
skoðunum sínum, en áhyggjur
mínar voru óþarfar, mér var vel
tekið og eftir því sem árin liðu þá
kom í ljós hvern mann hún hafði
að geyma, alltaf var hægt að leita
til hennar með hvað sem er og
reyndist hún sínu fólki alltaf vel.
Kynni mín af henni urðu meiri
þegar við Óskar fengum að inn-
rétta kjallarann á Ásabraut 13 og
bjuggum við þar í 7 ár og tvö elstu
börnin okkar fæddust þar og eftir
það var hún alltaf kölluð „amma
uppi“. Hanna var ótrúlega ná-
kvæm og vandvirk í öllu sem hún
tók sér fyrir hendur, hvort sem
hún var að setja niður kartöflur,
baka eða sinna heimilinu yfirleitt,
allt var gert af mikilli nákvæmni,
það var sko ekkert „dass“ og
nýtnin var mikil.
Henni fannst gaman að ferðast
og nutum við þess að fara með
þeim hjónum í nokkrar útilegur
og veiðiferðir á meðan aldur og
heilsa leyfði. En fyrst og fremst
var Jóhanna Dagbjartsdóttir
Grindvíkingur og undi sér alltaf
best í Grindavík. Þegar lang-
ömmubörnin fóru í skóla þá var
gott að koma við á leiðinni heima
hjá ömmu, spila og fá ristað brauð
með sultu eða kanaosti og ekki
vílaði hún fyrir sér að fara með
þeim út að hjóla eða renna í
brekkunni við húsið á snjóþotu og
var hún ótrúlega hress langt fram
á aldur. Krakkarnir tala oft um
þessar stundir og þakka ég sér-
staklega fyrir þær.
Ég hugsa til þín, Jóhanna, með
virðingu og þakklæti fyrir að hafa
fengið að vera þér samferða í 35
ár. En nú er komið að leiðarlok-
um, þú hefur farið í þína hinstu
för sátt við Guð og menn. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Kveðja
Guðbjörg.
Jóhanna
Dagbjartsdóttir
Hreinn hann var
og beinn. Allt pott-
þétt, aldrei vesen.
Reglusamur, samviskusamur
með afbrigðum og annálað
snyrtimenni.
Fyrstu kynni okkar æskuvin-
anna af Hreini Óskarssyni voru
eins og margra annarra; sjö ára
eða þar um bil mættum við í
fyrsta skipti með leikfimipokann
í íþróttaskemmuna á Akureyri.
Þar tók á móti okkur þessi góð-
legi kall sem allir báru virðingu
fyrir og vissu að ekki þýddi ann-
að en breyta eins og hann sagði.
Þegar sveinarnir hófu að æfa
íþróttir í Þór hittum við hann
auðvitað títt, bæði í Skemmunni
og á íþróttavellinum þegar
skerpt var á hæfileikunum á
moldarvellinum.
Unglingavinnan beið handan
við hornið, þar stigum við ein
fyrstu skrefin í atvinnulífinu, lík-
lega 13 ára; reittum arfa og
drápum njóla en litum fljótt
Hreinn Óskarsson
✝ Hreinn Ósk-arsson fæddist
á Akureyri 7. maí
1926. Hann lést 24.
mars 2011.
Útför Hreins fór
fram frá Akureyr-
arkirkju 4. apríl
2011.
löngunaraugum á
völlinn; Völlinn,
eins og við kölluð-
um Akureyrarvöll
jafnan – með stóru
Vaffi.
Draumurinn
rættist strax árið
eftir þegar við feng-
um vinnu hjá
Hreinsa hluta úr
sumri. Vitaskuld
var það ekki
draumur ungra athafnamanna
að týna rusl, slá eða raka, en
tíminn var dýrmætur.
Fulla vinnu fengum við á vell-
inum 16 ára og störfuðum þar
saman í fjögur eftirminnileg
sumur, allt til tvítugs þegar önn-
ur verkefni tóku við utan bæj-
armarkanna. Þótt báðir værum
við í burtu í all mörg ár var aug-
ljóst að Hreinsi bar hag okkar
ætíð fyrir brjósti. Fylgdist vel
með og átti í okkur hvert bein.
Genginn er afar góður maður
sem við vorum lánsamir að fá að
umgangast og erum þakklátir
fyrir. Hann kenndi okkur margt
ungum mönnum og að því búum
við enn.
Við vottum Sigurjónu, börn-
um þeirra Hreinsa og öðrum í
fjölskyldunni okkar innilegustu
samúð.
Skapti og Reynir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, dóttir og amma,
ÞÓRDÍS HJÖRVARSDÓTTIR
leikskólakennari,
andaðist fimmtudaginn 31. mars.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 8. apríl kl. 11.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Guðmundur Kristinn Erlendsson,
Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir, Árni Geir Valgeirsson,
Óskar Guðmundsson, Auður Ævarsdóttir,
Ólöf Þórðardóttir, Karl Sölvason,
Andrea Óskarsdóttir og Óliver Óskarsson.
✝
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ARINBJÖRN HJÁLMARSSON
frá Vagnbrekku í Mývatnssveit,
Lindasíðu 2,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur mánudaginn
4. apríl.
Halldóra Sigríður Þórarinsdóttir,
Kristín Arinbjarnardóttir, Sigurður R. Ragnarsson,
Þórarinn Arinbjarnarson, Ingibjörg Antonsdóttir,
Halldór Arinbjarnarson, Edda Aradóttir,
Hjálmar Arinbjarnarson, Gizelle Balo,
Ásdís Arinbjarnardóttir, Þórður Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
GUÐMUNDUR BJÖRN SVEINSSON,
Kirkjuteig 13,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala Landakoti föstu-
daginn 25. mars.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 19. apríl
kl. 15.00.
Esther Ósk Karlsdóttir,
Sævar Sveinn Guðmundsson,
Elísabet Anna Guðmundsdóttir, Bengt Wallin,
Auður Björk Guðmundsdóttir,
Siegfried Gudmundsson,
Sabina Gudmundsson,
Sarah Gudmundsson,
Belinda Wallin-Tolf, Nicklas Tolf,
Isabelle og Patricia,
Nathalie Wallin,
Ozzy Wallin,
Philip Wallin,
Arthúr Sveinsson,
Már Sveinsson, Margrét Björnsdóttir,
Sveina M. Sveinsdóttir, Runólfur Sölvason,
Linda M. Runólfsdóttir,
Birgir Þór Runólfsson,
Jón Guðmann Jónsson, Karítas Sól Jónsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi,
ERLING ÞÓR PROPPÉ,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
mánudaginn 4. apríl.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 11. apríl kl. 11.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans
er bent á FAAS, Félag aðstandenda alzheimersjúklinga,
www.alzheimer.is eða í síma 533 1088.
Fanney Proppé Eiríksdóttir,
Anna María Proppé, Þormar Sigurjónsson,
Ástráður Þór Proppé,
Erling Proppé Sturluson.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og stuðning við
fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GUÐNÝJAR EINARSÍNU
HJARTARDÓTTUR
frá Skagaströnd,
sem lést mánudaginn 14. mars.
Sigríður Ágústsdóttir, Guðmundur Þórir Guðmundsson,
Kristinn Ágústsson, Guðfinna Þorgeirsdóttir,
Hallbjörn Ágústsson, Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko,
Guðrún Ágústsdóttir, Jóel Friðriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.