Morgunblaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 ✝ Þóra Her-mannsdóttir fæddist 15. maí 1937. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 30. mars 2011. Foreldrar Þóru voru Hermann Val- geirsson, f. 16. októ- ber 1912, d. 15. apr- íl 1990, og Þuríður Pétursdóttir, f. 4. janúar 1912, d. 2. júní 1983. Systkini Þóru voru átta og af þeim eru fimm á lífi. Þóra giftist þann 4. júlí 1964 eftirlifandi eiginmanni, Karli Stefánssyni frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, f. 21. desember 1930. Foreldrar Karls voru Stefán Árnason, f. 6. september 1900, d. 8. apríl 1959, og Sigrún Árnadótt- ir, f. 23. júlí 1902, d. 15. nóvember f. 28. september 2006. Þóra ólst upp í Myrkárdal með foreldrum sínum og systkinum en fjölskyldan flutti síðar í Hallfríðarstaðakot í Hörgárdal. Hún stundaði nám við Hússtjórn- arskólann á Blönduósi 1956- 1957. Þóra tók þátt í búskap for- eldra sinna en vann einnig við ýmis störf, s.s. hótel- og þjón- ustustörf m.a. í Keflavík og Laugarvatni þar til hún stofnaði heimili á Akureyri með Karli og annaðist uppeldi sinna fjögurra barna. Þóra fór aftur út á vinnu- markaðinn og starfaði hún þá við umönnunar- og uppeldisstörf í leikskóla og síðast í sérskóla, þar sem færni hennar sem uppal- anda nýttist vel. Þóra verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 7. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. 1984. Þóra og Karl bjuggu lengst af í Þingvallastræti 24 á Akureyri. Börn Þóru og Karls eru: 1) Stef- án Lárus Karlsson, f. 5. febrúar 1965, kvæntur Elisabeth Jóhönnu Zitterbart, og eru börn þeirra Karl, f. 18. apríl 1995, Astrid María, f. 7. maí 1997, Bergur Þór, og Benedikt, fæddir 19. ágúst 1999. 2) Hermann Þór, f. 15. apríl 1966, hann var kvæntur Sólveigu Ólafsdóttur sem lést 2007, og er dóttir þeirra Sigurlína Margrét, f. 1. febrúar 2000. 3) Snorri, f. 12. janúar 1968, unnusta hans er Ragnheiður Árnadóttir. 4) Rósa, f. 18. september 1974, og sonur hennar er Jón Snævar Bjarnason, Elsku mamma mín er fallin frá. Mikil sorg ríkir í hjarta mínu en engu að síður er ég svo innilega þakklát fyrir að vera dóttir hennar mömmu. Mamma hefur ávallt verið minn besti vinur. Við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar og ég gat alltaf treyst henni fyrir öllu því sem mér lá á hjarta. Við sát- um gjarnan tvær í eldhúsinu í Þingvallastræti og síðar í Smárahlíðinni og ræddum málin og þær voru ófáar gönguferð- irnar sem við fórum í, gjarnan inn í Kjarnaskóg eða yfir gömlu brýrnar til þess að spjalla sam- an. Hún mamma var einstaklega skilningsrík og hlý, hafði óbil- andi trú á mér og gat alltaf stappað í mig stálinu og létt mína lund. Hún var yndisleg amma og barnabörnin voru hennar líf og yndi. Þegar ég eignaðist Jón Snævar var hún alveg að springa úr monti og fannst hann fallegasta barn í heimi. Þau áttu margar góðar stundir saman og var hún ein- staklega dugleg að leika við hann og spila. Það er afar erfitt að vita til þess að hún sé farin og fái ekki að fylgjast með því þegar Jón Snævar missir fyrstu tönnina sína, byrjar í skóla og öllu því sem er fram undan hjá honum og mér. En hlutverk mitt er núna að halda á lofti minning- unni um mína yndislegu móður og sjá til þess að Jón Snævar viti hversu frábæra ömmu hann átti sem elskaði hann og mig af öllu sínu hjarta. Minning þín verður ávallt ljós í lífi okkar – hvíl í friði, elsku mamma. Þín dóttir, Rósa. Elsku mamma. Á uppvaxtar- og mótunarár- um var ómetanlegt að alast upp hjá þér og hefur þú gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Þið pabbi veittuð mér og systkinum mínum alltaf mikinn stuðning, reynduð hvorki að stjórna né hafa áhrif á ákvarðanir okkar heldur sýnduð þið okkur fullt traust og studduð okkur í því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Fjölskyldan í Þingvallastræt- inu var samhent, við hjálpuð- umst að heima fyrir og um helg- ar heimsóttum við gjarnan afa og ömmu í sveitinni og frænd- fólk í Hörgárdalnum, fórum í útilegur eða dagsferðir með nesti. Þessar ferðir höfum við oft rifjað upp saman, síðast fyrir aðeins fáeinum vikum, t.d. ferða- lagið þegar ég var á sjötta árinu og við keyrðum austur á Höfn í Hornafirði á bláa Ford-Bronco. Við erum líka heppin hvað pabbi var duglegur að taka myndir í ferðunum, en þær eru ómetan- legar heimildir, og hafðir þú gaman af að fara í gegnum þær síðustu árin. Oft var ys og þys í Þingvall- astrætinu því við börnin fjögur vorum fjörug og lífleg, og við bættust vinir okkar sem komu heim að leika, í kaffi komu afar og ömmur, ættingjar og vinkon- ur þínar og alltaf var rúm fyrir fleiri í litla eldhúsinu þar sem allir fengu kaffi og áttu saman góðar stundir. Heimili þitt var alltaf jafn fallegt þó mörgu og mörgum væri að sinna. Mér er það minnisstætt, þeg- ar ég var í prófunum í MA og sat stíft við og las; vel hugsaðir þú um strákinn þinn, bakaðir kökur og eldaðir uppáhaldsmat- inn hans. Þú varst alltaf reiðubúin til að sýna mér stuðn- ing og hlýju. Eftir að ég flutti suður kom ég norður til ykkar nokkrar ferðir á ári, það var alltaf gaman að koma til þín, skrafa í eldhús- horninu, ganga með þér um Kjarnaskóg, rölta um Lystigarð- inn eða kíkja á Bláu könnuna. Þú varst alltaf jafn glöð að sjá mig, fá að heyra hvernig lífið gengi fyrir sig hjá mér og deila með mér sorg og gleði. Ég er svo þakklátur fyrir öll árin okk- ar saman og allt sem þú hefur gefið mér. Þú verður alltaf stór hluti í lífi mínu. Þinn sonur, Snorri. Að morgni miðvikudags 30. mars sl. fékk ég þær fréttir að Þóra föðursystir mín hefði dáið um nóttina. Mér finnst gengin einstaklega kærleiksrík og hjartahlý manneskja. Þóra bjó á Akureyri með sína fjölskyldu en pabbi með fjölskyldu sína í bæn- um. Það þýddi að ég hitti ekki Þóru marga daga á ári en við fjölskyldan renndum norður á hverju ári og þá gisti ég oft í Þingvallastrætinu þar sem við Rósa lékum okkur saman. Þóra tók alltaf vel á móti mér og þann tíma sem ég var fyrir norðan hverju sinni vildi hún að við Rósa ættum skemmtilegar stundir. Hún gaf okkur pening fyrir sundi, nammi og ís. Við fengum að velja okkur spólu og oft fengum við pitsur eða Crown-kjúkling í matinn á með- an hitt heimilisfólkið fékk annað að borða. Ég minnist þess ekki að Þóra hafi nokkru sinni ha- stað á okkur, eða nokkra aðra manneskju ef því er að skipta, og aldrei hvorki þá né síðar hef ég séð hana skipta skapi. Hún var alltaf létt í lund og bjó yfir mikilli glaðværð. Þóra hafði alltaf mikinn áhuga á mínu lífi og því sem ég var að fást við hverju sinni hvort heldur var grunnskóla- námið, kórsöngur, menntaskóla- böll eða laganámið. Þegar ég var barn ræddi hún við mig sem jafningja og börn hafa alltaf verið elsk að Þóru. Hún hafði sjálf mjög gaman af fólki og maður skynjaði væntumþykju hennar í manns garð og ann- arra. Þóra kom nokkrum sinn- um í næturgistingu í Holtsbúð- ina, oftast þegar hún var í einhverjum læknaheimsóknum. Þegar ég er um tólf ára aldur kom hún og dvaldist í nokkurn tíma og þá spjölluðum við mikið saman. Í kveðjugjöf gaf hún mér handklæði með mynd af skriðsundsmanni. Mér fannst þetta þvílíkt flott gjöf og hef farið svo vel með handklæðið að ég á það ennþá og nota í dag og það hefur alltaf minnt mig á Þóru. Því miður veiktist Þóra fyrir allmörgum árum af parkinsons- sjúkdómnum og þá alltof ung. Það hlýtur að vera hverjum manni raun að geta ekki haft stjórn á líkama sínum og finna að dagleg orka manns fer að mestu leyti í að hafa stjórn á honum. Aftur sýndi Þóra hversu mikil manneskja hún var og andlega sterk er hún tókst á við sjúkdóminn af æðruleysi og að því er manni virtist aðlagaðist á ótrúlegan hátt breyttum lífs- gæðum. Nú eru þrautir hennar á burt. Ég vil votta Kalla, Lalla, Hermanni, Snorra, Rósu og fjöl- skyldum þeirra samúð mína og eftirlifandi systkinum Þóru. Ég veit að þau systkinanna sem farin eru ásamt ömmu og afa hafa þegar tekið á móti Þóru í Sumarlandinu. Blessuð sé minn- ing hennar. Erla Þuríður Pétursdóttir. Erfitt er að trúa því að Þóra móðursystir okkar sé fallin frá. Hún gegndi ávallt sérstöku hlut- verki fyrir okkur systkinin og góðvild hennar í okkar garð var einstök. Í raun litum við á hana sem ömmu og betri ömmu hefð- um við ekki getað óskað okkur. Það var alltaf hlýlegt að koma á heimili þeirra Þóru og Kalla á Akureyri og þar leið okkur vel. Ýmislegt var brallað þar og Þóra lagði sig alla fram við að gleðja okkur. Hún tók alltaf á móti okkur opnum örmum og léði okkur eyra ef eitthvað bját- aði á. Hún fylgdist með okkur og sendi okkur oft hlýjar kveðj- ur, hvatningu og gjafir. Minn- isstætt er hvernig hún gat spilað við okkur ólsen-ólsen klukku- stundum saman og laumað að okkur hvítum Mentos þegar færi gafst. Að sama skapi var gott að fá Þóru í heimsókn til okkar í Reykjavík. Henni fylgdi þægileg ró sem var svo mik- ilvæg þegar við tókum okkur frí frá amstri daganna og gripum í spil og spjölluðum saman. Við kveðjum Þóru frænku með þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með henni. Minning hennar mun lifa alla tíð í hjörtum okkar. Einar Kári og Una Særún. Þóra Hermannsdóttir er látin. Við, sem höfum lifað langa ævi, þekkjum vel söknuðinn, er fylgir því þegar kær vinur hverfur á braut. Hann fyllir hugann og verður oft sár, jafnvel þótt ekki væri annar kostur fyrir höndum en sá sem orðinn er. Óhjá- kvæmilega bærast margar hugs- anir í huga manns, ekki síst hugsanir frá löngu liðnum tíma þegar lífið brosti við manni og allar bollaleggingar um lok þess víðs fjarri. Það er ekki ávallt auðvelt að skilja hvers vegna við bindum vináttubönd við einn fremur en annan. Hvað Þóru varðar var það þó vandalaust, því að fram- koma hennar og verk voru með þeim hætti að allir hlutu að meta það og virða. Góðvild og glaðlyndi voru henni eðlislæg og nutu þeir þess er hún hafði sam- skipti við. Mikil og traust vinátta var milli foreldra Þóru og okkar sem þessar línur ritum. Þó að við séum svo lánsöm að hafa átt og eiga enn fjölda góðra vina, munu þeir fáir vera traustari en Þóra var og systkinahópurinn hennar. Oft var Þóra hjá okkur á þeim árum er börnin okkar voru að fæðast eitt af öðru og miklar annir við búskapinn og önnur störf. Hjá okkur var hún þegar hún og eftirlifandi eig- inmaður hennar ákváðu að eyða saman ævidögunum og eins og að líkum lætur dró ekki úr sam- skiptum okkar við það. Má nefna að þegar börnin okkar fóru að sækja skóla á Akureyri héldu þau oft til hjá Þóru og Kalla. Margar voru heimsókn- irnar til þeirra þegar farið var í bæinn og oft komu þau líka til okkar út í sveitina. Þessa alls minnumst við nú og þökkum af heilum hug. Mörg ár eru nú liðin síðan Þóra fór að kenna parkinsons- sjúkdóms, er setti mjög mark sitt á líf hennar allt til æviloka. Var þó allt gert sem hægt var til þess að hamla gegn áhrifum hans. Hún flutti upp á Hlíð fyrir rúmum tveimur árum og dvaldi þar síðan. Erfiðleikarnir buguðu Þóru þó ekki, hún varð um tíma frískari en áður, fór meira að segja stundum út með göngu- grindina sína og gekk þar um sér til hressingar. Það var stundum eins og Þóra gæti ekki sætt sig við hvernig heilsu henn- ar var háttað, sleppti grindinni og gekk um eins og ekkert væri. Glaðlyndinu hélt hún alla tíð, betur en flestir aðrir hefðu get- að, fylgdist grannt með börn- unum og barnabörnunum og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Alla tíð var hún félagslynd og naut samskipta við vini og kunn- ingja sem hún átti marga. Á síð- asta sumri fór hún með okkur og fleira fólki í ferðalag út að Laufási og til Grenivíkur. Víst er að hún hafði af túrnum mikla ánægju. Þessi minningarorð eru orðin fleiri en þeim var ætlað. Þó finn- um við að svo ótalmargt er ósagt. Að leiðarlokum þökkum við af alhug allt það sem við átt- um saman. Við minnumst Þóru hlýjum huga og sendum fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur með von um að ljúfar minningar um hana sem nú er horfin héðan ylji þeim um ókom- in ár. Guð blessi minningu Þóru Hermannsdóttur. Halldóra og Arnsteinn. Þóra Hermannsdóttir Sigurður var jarð- sunginn frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 1. apríl 2011.Við stöndum við eldhús- gluggann, móðir mín og ég, að Hraunteigi 30 og horfum eftir ungu pari ofan götuna. Parið hafði laumað sér út svo litið bar á. „Hann stingur við,“ sagði móðir mín og virti fyrir sér unga mann- inn, sem leiddi systur hennar. Já, ungi maðurinn stakk við fæti. Þetta var Sigurður Magnússon, ungur, glæsilegur maður, sem átti sér stóra drauma sem íþróttamað- ur, hlaupari, en berklar í mjöðm gerðu þá að engu. Margir hefðu látið slíkt áfall hefta sig, dregið sig inn í skel og þegið örorku. En ungi maðurinn, Sigurður Magnússon tók þessu áfalli af mikilli hetju- lund. Ef þessi leið var honum lok- uð þá opnaðist honum alltaf önn- Sigurður Magnússon ✝ SigurðurMagnússon var fæddur á Reyð- arfirði 2. júní 1928. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 27. mars 2011. ur. Sigurður gafst ekki upp. Hann fann sér ný verkefni og réðst í þau af ótrú- legum þrótti og kjarki. Stundum jafnvel langt á undan sinni samtíð. Það skemmti honum. Að brjótast áfram með nýjar hugmyndir, sjá þær verða að veruleika standa stoltur og keikur jafnvel þó allt gengi ekki alltaf upp. Það truflaði hann ekki. Hann sá alltaf nýja möguleika, ný tæki- færi. Litlu eftir 1950 tók Sigurður við gamalgróinni matvöruverslun, Blöndu, sem var á horni Berg- staðastrætis. Þar stillti hann upp vörum á afgreiðsluborðin svo fólk gæti skoðað vörurnar og afgreitt sig sjálft. Þetta hafði ekki sést í nýlenduvöruverslunum þess tíma. Því má segja að þetta hafi verið vísir að fyrstu sjálfsafgreiðslu- versluninni í Reykjavik. Síðar reið hann á vaðið og stofnsetti versl- unina Melabúðina við Hagamel. Fáir höfðu trú á slíkri verslun. Verslun þar sem viðskiptavinirnir ýttu á undan sér körfum og týndu vörur í þær. Síðar kom Austurver og svo var verslun tengdaföður hans Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga breytt í sjálfsaf- greiðsluverslun. Þá fyrstu sinnar tegundar á landsbyggðinni. Í kjöl- far þessa spruttu sjálfsafgreiðslu- verslanir upp víða um land. Óhemju vinna lagðist á herðar Sigurðar varðandi þessi störf og ekkert þeirra var svo lítilvægt að hann væri ekki boðinn og búinn að setja sig inn í það og taka þátt. Þegar Melabúðin var byggð, tíndi hann upp nagla við blokkir sem voru í byggingu, rétti þá og af- henti smiðunum, skóf timbur og raðaði síðan vörum í hillur. Dugnaður og jákvæðni í garð samferðamanna sinna, einkum þó í garð ungs fólks fylgdi ávallt brosi hans og framkomu. Fáar veislur voru haldnar í fjölskyldunum svo ekki stæði Sigurður upp og héldi ræðu og þá margar hreint frábær- ar. Hvatningarorð hans voru að láta ekki mótlæti brjóta sig niður heldur hafa augun opin fyrir nýrri hugsun, nýjum tækifærum. Ekki er þó ósennilegt að fjölskyldan hafi misst af mörgum af hans frí- stundum því þeim varði hann óþreytandi í íþróttirnar, fyrir fatl- aða og aðra sem honum fannst að þyrftu á kröftum hans og bjart- sýni að halda. Menn eins og Sigurður færa okkur mörg skref fram á veginn. Sigurður Magnússon, drengurinn að austan sem ætlaði að verða mikill íþróttamaður, hefur nú kvatt annasamt líf, hann hefur mörgum verið fyrirmynd atorku og dugnaðar. Ég kveð hann af virðingu, hvíli hann í friði. Arthur Knut Farestveit. Sigurður Magnússon, fyrrver- andi framkvæmdastjóri og kaup- maður, einn af brautryðjendum ís- lenskrar verslunarsögu, er fallinn frá. Góð kynni okkar Sigurðar hóf- ust þegar ég tók við rekstri Mela- búðarinnar 1979 en hann reisti og opnaði Melabúðina 4. júlí 1956. Hún var fyrsta kjörbúðin í Reykjavík með sjálfsafgreiðslu fyrir viðskiptavini en verslunin skar sig strax frá öðrum hverfis- verslunum hvað varðar mikið vöruúrval, hátt þjónustustig og kjötborð á einum stað en fram að því þurfti fólk að sækja og greiða fyrir þessar vörur sér. Í áranna rás hefur Melabúðin þróast fram á við en lengi býr að fyrstu gerð. Gömlu gildin hans Sigurðar eiga sinn þátt í því að Melabúðin er í senn hverfisverslun og ákveðin menningar- og félagsmiðstöð. Sig- urður var einnig í framvarðarsveit kaupmanna, einn af stofnendum Austurvers, sem var með stærri fyrirtækjum í matvöruverslun, og formaður Kaupmannasamtaka Ís- lands um tíma. Of langt mál yrði að telja upp öll þau trúnaðarstörf sem Sigurður innti af hendi en segja má að íþróttir fyrir alla, íþróttir fatlaðra og hestaíþróttir hafi átt hug hans og hjarta þegar kaupmennskunni lauk. Átti hann ekki sístan þátt í því að þessar íþróttagreinar eru í dag aðilar að Íþróttasambandi Íslands. Við vottum Sigrúnu, Sigurði og Jó- hanni innilega samúð okkar. Guðmundur Júlíusson og fjölskylda. Látinn er Sigurður Magnús- son, kaupmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og fram- kvæmdastjóri ÍSÍ. Brautryðjandi og orðlagður atorkumaður var hann í öllum sínum störfum og munu margir minnast hans með virðingu og þökk. Mig langar örfá- um orðum að rifja upp árangurs- ríkt og ánægjulegt samstarf sem ég átti við Sigurð um nokkurra ára skeið. Það hófst með því að ég í byrjun níunda áratugarins gekk ásamt syni mínum Vésteini fyrir Sigurð, sem þá var framkvæmda- stjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Kynntum við fyrir hon- um hugmynd að hjólreiðadegi á höfuðborgarsvæðinu sem jafn- framt yrði fjáröflunardagur til stuðnings verkefnum Styrktar- félagsins. Við fjölskyldan vorum Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.