Morgunblaðið - 07.04.2011, Qupperneq 29
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Blessuð sé minning góðrar
konu, Guðlaugar Hallbjörnsdótt-
ur.
F.h. KR-kvenna,
Björk Aðalsteinsdóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Guðlaug Hallbjörnsdóttir,
Lauga, var góð kona. Hún hafði
góða nærveru og það voru aldrei
nein vandræði þar sem Lauga
var. Í mörg ár var Lauga ráðs-
kona hjá Skíðadeild KR í Skála-
felli um páska en þar dvaldi að
jafnaði fjöldi krakka við skíða-
iðkun. Þá skipti máli að fá góðan
mat, að fötin væru þurr og hlý
og allt færi fram í friði og spekt.
Það var víst ekki alltaf sól og
blíða í fjallinu og þá gat reynt á
þolrifin hjá ungu athafnafólki
sem beið af sér storminn. Þarna
var Lauga í essinu og hafði
stjórn á öllu með góðmennsku
og gleði eins og enn sést á
prúðu skíðafólki í KR. Lauga ól
upp margan KR-inginn og gerði
þá að enn betri mönnum. Hún
var næm fyrir öllu og var alltaf
að hjálpa til, og hafði nef fyrir
því hvar neyðin var. Hún starf-
aði mikið fyrir Rauða krossinn
og lagði sig t.d. alla fram við að
taka vel á móti flóttafólki frá Ví-
etnam þegar það kom til lands-
ins. Hún lét það ekki duga held-
ur fylgdist vel með sínu fólki og
var ætíð boðin og búin að að-
stoða. Það fór vel á því að for-
seti Íslands sæmdi Laugu ridd-
arakrossi fyrir störf hennar í
þágu nýbúa árið 2006. Ég
kynntist Laugu fyrst í gegnum
tengdamóður mína, Hönnu Fel-
ixdóttur, en þær stöllur hafa
verið í saumklúbbi saman í 60
ár. Þegar krakkarnir okkar
Birgis voru litlir var gaman að
fá hana í heimsókn og fengur
var í lopavettlingunum og lopa-
sokkunum sem Lauga kom með
færandi hendi. Leiðir okkar
Laugu lágu aftur saman í KR-
konum en þar var ekki haldinn
fundur án þess að Lauga mætti
með sína margfrægu brauðtert-
ur öllum til ánægju. Við KR-
ingar þökkum Laugu allt það
sem hún hefur gert fyrir okkur.
Það eru einstaklingar eins og
hún sem gera heiminn betri.
Góð kona er gengin og við drúp-
um höfði með þakklæti og virð-
ingu í huga. Félagar í Skíðadeild
KR færa fjölskyldu og vinum
Laugu innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fh. Skíðadeildar KR,
Anna Laufey Sigurðar-
dóttir, formaður.
Á þessum degi langar mig að
minnast stórvinkonu minnar
Guðlaugar Hallbjörnsdóttur eða
Laugu eins og flestir kölluðu
hana. Guðlaug var sannkallaður
original, í góðum skilningi þess
orðs. Hún lét sig engu varða álit
annarra og gerði hlutina alveg
eftir eigin höfði. Allar mann-
eskjur sem hún kynntist komu
henni við og urðu vinir hennar
ævilangt.
Ég var svo lánsöm að kynnast
Guðlaugu stuttu eftir að ég
eignaðist frumburðinn minn,
Bríeti Ólínu, 1995. Hún hafði
haft af því veður að ég þyrfti á
barnfóstru að halda. Hún reynd-
ist okkur mæðgum afskaplega
góð og varð mér fyrirmynd á
margan hátt.
Við áttum ýmislegt sameig-
inlegt, báðar höfðum við eignast
barn „svona hinsegin“ eins og
hún orðaði það. Hún gætti
Bríetar meðan ég var að vinna
og talaði linnulaust við barnið
svo stúlkan varð altalandi löngu
áður en eðlilegt þótti.
Ég hélt í fyrstu að við mæðg-
ur værum einar af fáum sem
nytu góðmennsku hennar og
greiðvikni en það var mikill mis-
skilningur. Hún prjónaði sokka
og vettlinga á bláókunnug börn,
útvegaði fólki húsgögn ef hún
vissi til þess að það væri „eitt-
hvað tómlegt hjá því“.
Starf hennar í þágu flótta-
manna frá Víetnam sem komu
hingað á áttunda áratugnum er
mörgum kunnugt og aðrir betur
til þess fallnir að tíunda það, en
þeir einstaklingar skipta tugum
sem hún hefur komið til manns
af þeim hópi sem þá kom til Ís-
lands. Þar naut hún alla tíð full-
tingis Svönu vinkonu sinnar sem
nú lifir hana.
Guðlaugu fannst alltaf
ómögulegt að ég skyldi ekki
vilja læra á bíl. Guðlaug var
nefnilega með bíladellu, þekkti
bíla eins og strákur og var sann-
kallaður ökuþór. Það gat enginn
keyrt neðan úr miðbæ upp í
Breiðholt á fimm mínútum nema
Guðlaug. Hún bar hins vegar
takmarkaða virðingu fyrir
hraðatakmörkunum sem kom
henni stundum í koll þótt hún
slyppi nú yfirleitt með skrekk-
inn.
„Æ, hvað heldurðu að þeir
nenni að vera að handtaka svona
kerlingar eins og mig.“ En það
var ekkert kerlingarlegt við
Guðlaugu. Hún hugsaði eins og
ung manneskja, fordómalaus og
glaðlynd og fylgdist með því
sem henni fannst áhugavert.
Tvisvar heimsótti Guðlaug
okkur hingað til Kaliforníu. Mér
er minnisstætt þegar hún og El-
ín dóttir mín lentu í San Frans-
isco seint að kvöldlagi. Guðlaug
hafði oft sagt mér seinni árin að
það væri ekkert vit að ferðast til
Bandaríkjanna nema í hjólastól.
Það stytti biðina í vegabréfa-
skoðuninni og vopnaleitinni.
Þetta ráðlagði hún fólki á öllum
aldri burtséð frá líkamlegu
ástandi. Næsta dag keyrðum við
eldsnemma til Los Angeles þar
sem hún sat frammí og hélt
Stefáni við efnið með því að
ávarpa hátt og snjallt aðra öku-
menn á hraðbraut númer fimm
og ávíta þá fyrir aksturslag.
Góð vinkona er fallin frá. Það
hefur verið mér ómetanlegt að
eiga trúnað hennar og traust.
Og atlæti hennar í garð
barnanna minna verður aldrei
fullþakkað. Fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar vil ég þakka Guð-
laugu örlætið og skemmtileg-
heitin. Samfylgdin við hana var
engu lík. Hún var ein af þeim
stóru.
Afkomendum Guðlaugar, fjöl-
skyldu hennar og vinum vil ég
votta samúð mína.
Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir.
Veraldlegum auðæfum í
venjulegum skilningi hættir til
að bera í sér fremur vafasama
hollustuhætti, og þau eru í sjálfu
sér hégómi einn, borin saman
við ríkidæmi af því tagi sem
Guðlaug Hallbjörnsdóttir
geymdi í hjartanu og veitti
ótæpilega af til þeirra sem
þurftu aðstoðar við í stóru sem
smáu. Í lífi Guðlaugar voru allar
stundir gæddar þeirri ríkulegu
lífsfyllingu, sem hún öðlaðist
sjálf með látlausri fórnfýsi sinni
í garð annarra, örlæti sínu og
hjálpsemi. Sérgáfa hennar var
einhver ofurnæm eðlisávísun
varðandi allt sem raunverulegu
máli skiptir fyrir manneskjur.
Hún var fróð og áhugasöm um
fólk og kjör þess, að sama skapi
minnug og trölltrygg hverjum
þeim er hún kynntist, geðrík að
hæfilegu marki, spjallglöð og
hreinskiptin.
Við kveðjum Guðlaugu Hall-
björnsdóttur með kærri þökk,
einkum þó orðlausri, fyrir að
verða á vegi okkar; fyrir alla
viðkynningu og samfundi; fyrir
alla hjálpina og greiðasemina
sem henni tókst eins og átaka-
laust að inna af höndum beðin
sem óbeðin, jafnframt öllu hinu
sem hún var samtímis að annast
í öðrum stöðum, vakin og sofin.
Mikill fjöldi fólks saknar nú vin-
ar í stað, hollvættar úr „heim-
inum sem er innan í þessum“,
eins og Jóhannes úr Kötlum
kemst að orði í Lofsöng um þá
hógværu.
Blessuð sé minning Guðlaug-
ar Hallbjörnsdóttur.
Guðrún Þorsteinsdóttir,
Laufey Sigurðardóttir,
Þorsteinn frá Hamri.
Við kveðjum vinkonu okkar,
Guðlaugu Hallbjörnsdóttur, sem
við höfum átt samleið með í ára-
tugi. Hún veiktist í lok sl. árs og
komst ekki heim á Reynimelinn
meir. Lauga var einstaklega vin-
sæl kona eins og best mátti sjá
á fjölda heimsókna til hennar á
sjúkrahúsinu. Hún vildi allt fyrir
alla gera eins og við sauma-
klúbbssystur þekkjum best til.
Við komum saman daginn eft-
ir andlát Laugu og áttum góða
stund saman. Ekki erum það að-
eins við sem best þekkjum sem
vita um elskusemi Laugu gagn-
vart meðbræðrum sínum, því
hér í okkar landi býr fjöldi fólks
frá fjarlægu landi sem hún rétti
ótrúlega hjálparhönd, ekki var
sjaldgæft að heilu fjölskyldunum
væri veitt húsaskjól meðan beð-
ið var eftir varanlegu húsnæði
sem þeim var ætlað.
Guðlaug var heiðruð af for-
seta Íslands í viðurkenningar-
skyni og var vel að komin. Und-
irrituð fékk að vera fylgdarkona
hennar þann nýársdag og var
stolt af, eins og við vinkonur
hennar allar. Nafnið hennar,
Guðlaug, virtist ekki vera auð-
velt fyrir útlendingana svo að
þar sem öll börnin kölluðu hana
ömmu varð það úr að það varð
nafnið hennar í þeirra munni.
Lauga fór í reisu með vinum
sínum í þeirra fjarlæga land
ásamt öðrum sem rétt höfðu
þeim hjálparhönd svo sem frá
RKÍ og fleirum og kynntist
þeim enn betur fyrir vikið. Við
vinkonur fórum í nokkrar ferðir
til útlanda saman, borguðum
okkur „aðgangseyri“ í klúbbana
og söfnuðum fyrir ferðunum
eins og „hagsýnum húsmæðrum
ber“ og skemmtum okkur kon-
unglega.
Lauga lét sig ekki muna um
að fara í Ameríkuferðir ein, þó
að skipta þyrfti um flugvélar og
ferðalangurinn kominn nokkuð á
níræðisaldur, en þar átti hún
fjölda vina, sem hún ræktaði
mikið samband við. Við eigum
eftir að sakna Laugu vinkonu
okkar mikið en fjölskylda henn-
ar þó allra mest.
Við sendum Sævari syni
hennar, tengdadóttur, barna-
börnum og ástvinum öllum okk-
ar innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hennar.
Lilja Gunnarsdóttir.
Nú er vinkona okkar Lauga
farin í sína síðustu ferð, við vit-
um að félagar okkar sem farnir
eru á undan henni hafa tekið
henni fagnandi. Við kynntumst
Laugu þegar við unnum allar
hjá Loftleiðum á Keflavíkurflug-
velli.
Við þökkum henni alla velvild
og umhyggju á þessum tíma og
öll árin síðan. Mikið var brallað
og framkvæmt, sem best er
geymt í minningunni og hægt að
hlæja að þegar við hittumst yfir
kaffibolla. En alltaf var Lauga
sú sem við leituðum til er á
þurfti að halda. Bjartsýni og já-
kvæðni einkenndi hana og dugn-
aður að framkvæma það sem
þurfti að gera þó að það hafi oft
á tíðum virst óyfirstíganlegt.
Við munum hugsa um og
muna Laugu sem þessa góðu
vinkonu sem hún alltaf var. Syni
hennar Hallbirni Sævars og fjöl-
skyldu sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Farðu í friði góði vinur,
þér fylgir hugsun góð og hlý
Sama hvað á okkur dynur,
aftur hittumst við á ný.
(Magnús Eiríksson.)
Anna, Ingibjörg,
María Nína,
Sigurborg, Sigurlína.
Elsku Lauga okkar.
Við þökkum þér samfylgdina
og þær stundir sem við áttum
með þér.
Minning þín lifir.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði.
Helga Pálmadóttir, Hjördís
og Bryndís Sævarsdætur.
Látin er í Reykjavík Guðlaug
Hallbjörnsdóttir í hárri elli.
Með henni er gengin einstök
kona sem bjó yfir óvenjulegri
víðsýni, hjálpsemi, mannúð og
umhyggju sem náði til fjöl-
margra einstaklinga utan eigin
fjöskyldu.
Árið 1979 ákvað ríkisstjórn
Íslands að taka á móti flóttafólki
frá Víetnam og fól Rauða krossi
Íslands að annast undirbúning
fyrir komu þeirra og aðlögun að
íslensku samfélagi. Af því tilefni
var leitað til sjálfboðaliða til
þess að aðstoða við það verk.
Meðal þeirra sem þá gengu til
liðs við RKÍ voru þær Guðlaug
og vinkona hennar Svanfríður
Jónasdóttir, en þær bjuggu í ná-
grenni við það húsnæði sem
RKÍ hafði fengið til að hýsa
flóttamennina. Víetnömsk fjöl-
skylda, hjón með tvo unga
drengi, flutti í sama hús og þær
Guðlaug og Svanfríður og ekki
leið á löngu þar til þeir höfðu
eignast „ömmur“ í húsinu.
„Ömmurnar“ gættu þess að þeir
hæfu skólanám og stæðu jafn-
fætis jafnöldrum sínum í námi
og leik.
Og hér var aðeins byrjunin.
„Amma Lauga“ átti eftir að
greiða götu fjölda annarra
flóttamanna. Árið 1990 kom
annar hópur Víetnama til lands-
ins og aftur gerðist Lauga
stuðningsaðili – í þetta skipti við
sjö manna fjölskyldu, sem hús-
næði fékk í Kópvogi. Hún að-
stoðaði fjölskylduna við innkaup,
húsnæðismál, læknisskoðanir,
skólagöngu barnanna og hún
tengdi saman víetnamskar fjöl-
skyldur til hagsbóta fyrir alla
fjölskyldumeðlimi.
Fórnfýsi Guðlaugar í garð
skjólstæðinga sinna var einstök.
Oft rýmdi hún fyrir þeim í íbúð
sinni, þegar tímabundnar þarfir
þeirra kölluðu á það. Hún var
jafnan ótrúlega örlát á tíma og
fjármuni í þágu vina sinna og
skjólstæðinga í hópi flóttamanna
og fjölskyldna þeirra. Og hún
hélt áfram störfum sínum í
þeirra þágu þótt ellin sækti að
henni sjálfri.
Rauði kross Íslands þakkaði
„ömmunum̈ fyrir árangursríkt
mannúðarstarf með því að veita
þeim sérstaka viðurkenningu
sjálfboðaliða fyrir framlag sitt
og einnig var Guðlaug sæmd
hinni íslensku fálkaorðu fyrir
sitt mikla starf í þágu flótta-
fólks.
Þeir fjölmörgu flóttamenn
sem Guðlaug aðstoðaði á sinn
persónulega og árangursríka
hátt sakna nú náins vinar og
velgjörðamanns.
Guð blessi minningu hennar.
Björn Friðfinnsson og
Hólmfríður Gísladóttir.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
Við fráfall Önnu
Júlíu Magnúsdóttur frá Siglufirði
sem lést 6. mars 2011 hrannast
upp góðar minningar um mæta
konu og eiginmann hennar, Guð-
brand Magnússon.
Anna og Guðbrandur sköpuðu
fjölskyldu sinni einstakt menning-
arheimili því bæði voru þau list-
feng og flest sem þau unnu að varð
ógleymanlegt.
Fljótlega eftir að þau komu til
Siglufjarðar lágu leiðir okkar sam-
an. Guðbrandur kenndi okkur
Hannesi í Gagnfræðaskóla Siglu-
fjarðar á kirkjuloftinu og duldist
engum að þar var hæfileikamaður
á ferð og við nemendurnir nutum
góðs af því. Önnu lærðum við að
þekkja og meta á öðrum vettvangi,
í starfi með leikfélagi Siglufjarðar.
Þar starfaði hún af lífi og sál og
miklum dugnaði. Bæði lék hún þar
stór hlutverk og smá og öll túlkaði
hún af alúð og listfengi. Minnis-
stæðust er hún okkur í hlutverki
Guðnýjar í Lénharði fógeta og
Höllu í Fjalla-Eyvindi, þeirri túlk-
un gleymir maður aldrei.
Önnu fylgdi orka, dugnaður og
einstök ósérhlífni við allt sem hún
tók sér fyrir hendur. Anna söng
árum saman í kirkjukór Siglu-
fjarðarkirkju og Guðbrandur var
þar meðhjálpari til margra ára.
Þetta leystu þau vel af hendi eins
og allt annað sem þau tóku að sér.
Árið 1968 varð Anna einn af stofn-
endum kvennakórs Siglufjarðar
ásamt fyrsta söngstjóranum okk-
ar, Silke Óskarsson, undirritaðri,
Línu Boga, Bínu Þorgeirs, Svövu
Bald. og fleiri. Þar störfuðum við
Anna saman í stjórn í mörg ár.
Minnisstæð er vinna okkar í ferða-
Anna Júlía
Magnúsdóttir
✝ Anna JúlíaMagnúsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 7. júlí
1920. Hún lést á
dvalarheimilinu
Grund 6. mars 2011.
Útför Önnu Júlíu
fór fram frá Graf-
arvogskirkju 14.
mars 2011.
nefnd sem undirbjó
ferð kvennakórsins
til Þýskalands 1978
sem og vinna við
ýmsa fjáröflun fyrir
kórinn.
Leiðir Önnu og
Hannesar lágu
saman á saumastof-
unni Salínu. Þar
vann hún í mörg ár
af miklum dugnaði
og var jafnframt
meðeigandi. Við erum stolt af því
að Anna og Guðbrandur skyldu
velja okkur að vinum sínum. Og
ekki má gleyma að þakka fyrir
yndislegu barnapíurnar sem þau
sáu okkur fyrir, Hildi og Önnu
Gígju.
Við kveðjum Önnu Júlíu með
virðingu og þakklæti fyrir ára-
langa vináttu og samstarf. Við
hefðum svo gjarnan viljað fylgja
henni síðasta spölinn en gátum
það ekki sökum veikinda. Börnum
hennar og fjölskyldum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Vinátta,
dýrmæt sem gull
Þú átt hana
og gefur í senn.
Vinátta,
einstök sem demantur.
Endist um aldur
og ævi.
Vinátta,
verðmæti, ekki í krónum talin.
Þú hvorki kaupir hana
né selur.
Vinátta,
sterk sem stál.
Þú getur ávallt leitað hennar
hjá sönnum vini.
Vinátta,
kærleikurinn í vinarmynd.
Þakkaðu Guði fyrir þá bestu gjöf
sem þú færð og gefur.
(Sigrún Gunnarsdóttir)
Halldóra (Hadda) og
Hannes, Siglufirði.
Undarlega áleitnar eru huga
mínum yndislegar æskuminning-
ar frá mínum fyrstu kennsludög-
um. Og nú er ein þeirra sem áttu
þar svo lýsandi bjarta og blíða
mynd horfin af heimi og húm-
skuggar fara um hugans inni.
Þessi ágæti unglingahópur á Fá-
skrúðsfirði, sem sá nítján ára átti
sem frumraun sína í kennslunni,
var sem hugur manns og ekki var
slegið slöku við lærdóminn. Ég
hefi oft sagt að nemendur mínir á
Fáskrúðsfirði hafi verið sannir
giftugjafar. Hún Aðalheiður, hún
Alla mín á þar einkar fallega sögu,
átti þetta bjarta, svolítið feimnis-
lega bros, prúð og kurteis var hún,
en átti til þessa geislandi glettni,
var samt einörð ef því var að
skipta, átti einlæga skaphöfn og
einbeittar skoðanir og þannig var
hún alla ævitíð, hversu sem á gekk
á lífsgöngunni. Hún var prýðilega
greind, samviskusöm með af-
Aðalheiður
Karlsdóttir
✝ AðalheiðurKarlsdóttir
fæddist á Fáskrúðs-
firði 17. febrúar
1939. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 29. mars
2011.
Aðalheiður var
jarðsungin frá Víði-
staðakirkju í Hafn-
arfirði 4. apríl
2011.
brigðum og skilaði
öllu frá sér með
ágætum, hvort sem
var á bóklega eða
verklega sviðinu.
Hjartahlýjan var þó
öllu æðri, hún Alla
var ein þeirra sem
manni þótti einfald-
lega svo vænt um og
sama var hvenær
fundum okkar bar
saman þá var birtan
í brosinu söm við sig, faðmlagið
hlýtt, þessa alls er gott að minn-
ast. Alla mín og systkini hennar
eru öll miklir góðvinir okkar
hjóna, afbragðsfólk í sjón og raun
eins og þau eiga kyn til. Þær voru
heldur ekki amalegar móttökurn-
ar sem við Ingvar, kennararnir
ungu, hlutum í heimsóknum til
móður þeirra þar sem rausnin og
góðvildin réðu allri ferð. Þar átti
hún Alla sitt kærkomna frum-
kvæði, sem við mátum svo mikils.
Hún Alla mín var dugmikil kona
og myndvirk, átti fallegt heimili og
lífsvakt sína stóð hún meðan stætt
var heilsunnar vegna. Þar eiga
margir henni þökk að gjalda. Í
björtum ljóma góðra minninga
kveðjum við hana Öllu vinkonu
okkar og biðjum öllu hennar fólki
blessunar. Við Hanna þökkum
einlæglega samfylgdina, þar gekk
um lífsveg góð kona. Blessuð sé
minning Aðalheiðar Karlsdóttur.
Helgi Seljan.