Morgunblaðið - 07.04.2011, Síða 40
Íslenski dans-
flokkurinn mun
halda út fyrir land-
steinana í apríl-
mánuði til að sýna á
tveimur virtum alþjóð-
legum danshátíðum.
12. apríl verður Ís-
lenski dansflokkurinn á
10. International Tanztage
í Oldenburg í Þýskalandi
og þann 15. apríl á al-
þjóðlegri danshátíð í Post-
hof í Linz.
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 97. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Eiginmaðurinn tók á móti barninu
2. „Er með 4000 pund á tímann…“
3. Lýst eftir 17 ára stúlku
4. Íslendingur í 14 ára fangelsi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitirnar Agent Fresco og
Who Knew munu spila á Hróars-
kelduhátíðinni í sumar. Þær munu
leika á Pavilion Junior-sviðinu, sem
er notað á upphitunardögunum fyrir
hátíðina. Hátíðin hefst 30. júní.
Agent Fresco og Who
Knew á Hróarskeldu
Matthías Jo-
hannessen, skáld
og fyrrverandi rit-
stjóri Morgun-
blaðsins, mun
lesa upp úr verk-
um sínum á
Bryggjunni í
Grindavík á morg-
un kl. 20.30. Auk
ljóðalesturs mun Matthías lesa úr
bókinni um Pál Ísólfsson og Grinda-
víkursinfónían flytur nokkur lög Árna
Johnsen við ljóð Matthíasar.
Matthías Johann-
essen les í Bryggjunni
Íslenski dansflokk-
urinn á faraldsfæti
Á föstudag Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og dálítil væta, en úr-
komulítið á austanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.
Á laugardag Sunnanátt, víða súld eða rigning. Hiti 7-15 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning eða slydda syðra og vestantil. Suð-
vestan 13-20 m/s og skúrir síðdegis, hægari og úrkomulítið eystra.
Hiti 5 til 10 stig síðdegis.
VEÐUR
KA vann auðveldan sigur á
Þrótti R. í gær og tryggði sig
þar með í úrslit í blaki karla. KA
vann leikinn 3:0 en það var að-
eins síðasta lotan sem var
spennandi. Stjarnan jafnaði
hinsvegar metin gegn HK þegar
liðin mættust í Garðabænum.
Oddahrinu þurfti til en þar voru
heimamenn sterkari og tryggðu
sér því oddaleik í Fagralundi
sem fer fram á morgun.
KA í úrslit en
Stjarnan og HK
mætast aftur Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðs-
kona í knattspyrnu, glímir enn við
meiðsli og óvíst er að hún geti spilað
með Philadelphia
Independence
þegar banda-
ríska atvinnu-
deildin fer af
stað á ný
næsta sunnu-
dagskvöld. „Ég
píni mig ekki
til að spila
eins og ég
gerði síð-
asta
haust,“ segir
Hólmfríður
við Morgun-
blaðið. »1
Óvissa hjá Hólmfríði
í upphafi tímabils
Manchester United vann Chelsea 1:0
með marki frá Wayne Rooney í 8-liða
úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.
Fernando Torres hefur ekki enn náð
að skora og staða Chelsea er erfið
fyrir seinni leikinn. Mikið þarf að ger-
ast ef Chelsea ætlar sér í undan-
úrslit. Þá gerðu leikmenn Barcelona
það sem ætlast var til og unnu stór-
sigur á Shakhtar 5:2. » 1
Torres ekki enn búinn
að skora fyrir Chelsea
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
„Ég veit að þetta er voðalega nörda-
legt en ég ætla að verða forsætisráð-
herra!“ segir Íva Marín Adrichem,
12 ára nemandi í Hofstaðaskóla í
Garðabæ, þegar spurt er um framtíð-
ardraumana. Íva Marín sigraði ný-
lega í alþjóðlegri ritgerðasamkeppni
Lions-hreyfingarinnar fyrir blind og
sjónskert ungmenni en viðfangsefnið
var friður.
„Ég skrifaði um það hvernig við
skilgreinum það að búa við frið, það
getur verið ófriður þó að ekki sé
stríð,“ segir Íva Marín sem segist
fylgjast talsvert með fréttum. „Ég
sagði líka frá því hvernig ég vona að
við vinnum að friði þegar við verðum
orðin fullorðin, að minnsta kosti vona
ég að við gerum það.“
En tala krakkar á hennar aldri
mikið saman um málefni eins og frið
og stríð? Íva Marín hikar. „Nei, ekki
mikið. Það er mest talað um föt og
tísku, allavega gera stelpurnar það!“
svarar hún hlæjandi.
Hún fæddist blind en lætur það
ekki aftra sér í námi og félagslífi.
Henni hefur gengið vel í ritgerð og
var með 9,5 í íslensku á samræmdu
prófunum. Íva Marín byrjar í ung-
lingadeild í Garðaskóla í haust.
Hún fæddist á Íslandi
en ólst að hluta upp í
Hollandi, pabbi
hennar er hollenskur.
„Ég tala alltaf hol-
lensku við hann og held
að mér finnist mest gaman
að tungumálum. En mér
gengur líka vel í stærð-
fræði þó að sumar form-
úlurnar geti verið erfiðar.
Líklega læri ég seinna mál-
vísindi í háskóla. En svo
langar mig líka að læra um
bókmenntir og fara í fram-
haldsnám í bæði söng og pí-
anóleik.“ Íva Marín hefur verið í tím-
um hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu,
er að læra á píanó og er nú í ung-
lingakór í Langholtskirkju.
Þarf að skipuleggja daginn
„Það getur stundum verið erfitt að
finna tíma til að læra heima,“ segir
hún, oft þurfi að skipuleggja daginn
vel. Hún hefur síðustu tvö árin átt
mjög fullkomna tölvu. Á henni er sér-
stakur skjár með galdrabúnaði sem
hvorki blaðamaður né Íva Marín
geta lýst vel en virkar þannig að hún
getur lesið blindraletur á skjánum
með því að snerta hann. Sjálft lykla-
borðið er annars hefðbundið.
„Hljóðgervillinn er ekki alltaf
nógu góður, stundum blandar hann
saman ensku og íslensku! En tölvan
bilaði einu sinni og þá komst ég að
því hvað það var erfitt að vera án
hennar,“ segir Íva Marín.
Framtíðin er björt ef maður vill
Íva Marín vill
læra söng – og
verða forsætisráð-
herra
Verðlaun Frá athöfn í Lionsheimilinu í Reykjavík, tvö önnur börn voru einnig heiðruð fyrir framlög sín í keppninni,
þau Sandra Sif Gunnarsdóttir og Ólafur Einar Ólafsson en Íva Marín Adrichem er önnur frá hægri á myndinni.
Lengst t.v. er Kristinn Hannesson, fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi og lengst t.h. Guðrún Yngvadóttir í Lions-
klúbbnum Eik í Garðabæ og alþjóðastjórnarmaður Lions.
Þema ritgerðasamkeppni Lions-
hreyfingarinnar var „Kraftur
friðarins“, markmiðið var að
hvetja 11-13 ára ungmenni til
að leggja sitt af mörkum í
friðarumræðunni. Vinn-
ingsritgerð Ívu Marínar
hefur verið þýdd á ensku
og send í alþjóðlegu keppn-
ina, úrslit verða kynnt í lok
júní. Samband Lionsklúbba
stendur fyrir keppninni um
allan heim, í samstarfi við
Menningarmálastofnun Sam-
einuðu þjóðanna, UNESCO.
Samkeppni um gerð friðar-
veggspjalds hefur verið haldin ár-
lega í rúm 20 ár. Er 11-13 ára ung-
mennum þá gefinn kostur á að tjá
sig í myndlist og túlka hugmyndir
sínar um frið og framtíðarsýn, í lit-
um, línum og formum. Um fjórar
milljónir ungmenna í yfir 100 lönd-
um hafa tekið þátt í þessari sam-
keppni Lionshreyfingarinnar. Að
þessu sinni var ákveðið að gefa
blindum og sjónskertum einnig
kost á að skrifa ritgerð um efnið.
„Kraftur friðarins“ kannaður
RITGERÐASAMKEPPNI LIONSHREYFINGARINNAR
Friðargyðjan Irene