Morgunblaðið - 04.05.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
BAKSVIÐ
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sáttaboð Samtaka atvinnulífsins til viðsemj-
endanna í ASÍ í fyrradag um umtalsvert meiri
launahækkanir en gert var ráð fyrir í samn-
ingsdrögunum sem lágu fyrir 15. apríl, þegar
upp úr slitnaði, setti kjaraviðræður á fulla ferð
í gær. Í gærkvöldi voru taldar yfirgnæfandi
líkur á að samningar væru að nást. Um er að
ræða meiri krónutöluhækkanir taxta, pró-
sentuhækkanir launa og hækkun dagvinnu-
tekjutryggingar en rætt var um fyrir páska,
skv. heimildum innan ASÍ.
Stefnt er að gerð samnings til þriggja ára en
SA hefur viljað gera aðfarasamning til 15. júní
með eingreiðslu til launþega og ef allar for-
sendur liggi þá fyrir taki þriggja ára samn-
ingur gildi. Skv. heimildum gaf SA vilyrði um
að jafnvel þó slitnaði upp úr í júní, þá myndu
engu að síður umsamdar launabreytingar og
taxtahækkanir taka gildi frá og með 1. júní og
samningurinn gilda til 1. febrúar á næsta ári.
ASÍ hefði þar með tryggingu fyrir því að vera
með árssamning með almennum launabreyt-
ingum, óháð fyrirvörum SA að öðru leyti,
þannig að ef atvinnurekendur segja sig frá
indamál sem samið hefur verið um á umliðnum
vikum og bókanir sem gengið hefur verið frá,
taki einnig gildi óháð því hvort þriggja ára
samningur kemst á í júní eða ekki.
Frekari hækkun persónuafsláttar?
Aðilar vinnumarkaðarins höfðu fallist á flest
atriði sem er að finna í yfirlýsingunni sem rík-
isstjórnin gaf til að greiða fyrir gerð kjara-
samninga. Nokkur mál stóðu þó útaf borðinu.
Skv. heimildum Morgunblaðsins gaf ríkis-
stjórnin í vikunni vilyrði um orðalagsbreyting-
ar, annars vegar um að auk þess sem persónu-
afsláttur yrði verðtryggður þá fengju
launþegar frekari leiðréttingu hans eða hækk-
un. Þetta var þó ekki að öllu leyti frágengið í
gærkvöldi. Hins vegar komu stjórnvöld enn
frekar til móts við kröfur ASÍ um jöfnun lífeyr-
isréttinda þar sem þau mundu bæta stöðu líf-
eyrisþega í almenna lífeyriskerfinu og trygg-
ingafræðilega stöðu lífeyrissjóðanna, svo þeir
gætu betur staðið undir skuldbindingum sín-
um gagnvart lífeyrisþegum sjóðanna.
Í gærdag og gærkvöld voru stíf fundahöld í
húsnæði ríkissáttasemjara þar sem samninga-
nefndir landssambanda og aðildarfélaga ASÍ
kepptust hvert fyrir sig með fulltrúum SA við
að ganga endanlega frá einstökum sérmálum
sem útaf stóðu.
lag virtist í burðarliðnum í gærkvöldi um að í
stað þess yrði samið um viðbótarhækkanir á
orlofsuppbót og desemberuppbót.
Inni í þessum samkomulagsdrögum er einn-
ig gengið út frá því að fjöldamörg umsamin
sérmál einstakra aðildarsambanda ASÍ, rétt-
þriggja ára samningi í júní þá gildi hann eftir
sem áður fram í byrjun næsta árs.
Í samkomulagsdrögunum sem rætt var um í
gær er gert ráð fyrir 50 þúsund kr. eingreiðslu
til allra launþega. Kröfur voru uppi um aft-
urvirkar hækkanir til janúar sl. en samkomu-
Sáttaboð SA braut ísinn
Buðu meiri hækkanir launa en rætt var um fyrir páska Fari allt á versta veg í júní stendur árs-
samningur til 1. febrúar 2012 50 þús. kr. eingreiðsla og meiri hækkanir desember- og orlofsbóta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úrslitastund? Fundað var stíft í húsnæði Ríkissáttasemjara í gær. Stefán Einar Stefánsson, for-
maður VR, og Magnús Jónsson aðstoðarsáttasemjari ræða málin á göngum Karphússins.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Sú mikla skerðing sóknargjalda og
framlaga sem þjóðkirkjan hefur þurft
að mæta frá hruni er farin að hafa
mikil áhrif á þjónustu kirkjunnar um
allt land. Þetta sagði Karl Sigur-
björnsson biskup í setningarræðu
Prestastefnu Íslands í Háskóla Ís-
lands í gær. Sagði Karl að tilhugsunin
um að kirkjan stæði frammi fyrir 300
milljón króna niðurskurði á næsta ári
héldi fyrir honum vöku.
Þá lýsti Karl áhyggjum sínum af því
að atvinnumöguleikar guðfræðinema
hefðu minnkað í þeim róttæka niður-
skurði sem verið hafi hjá Háskóla Ís-
lands. Kirkjan hafi ríkra hagsmuna að
gæta að guðfræðin verði ekki afgangs-
stærð í Háskólanum.
Meti áhrif niðurskurðar
Ögmundur Jónasson, innanríkisráð-
herra, bauð kirkjunni í ávarpi sínu að
tilnefna tvo fulltrúa í starfshóp með
fulltrúum innanríkisráðuneytisins sem
meti hvaða áhrif niðurskurðurinn hef-
ur haft á starfsemi kirkjunnar og
hverjar yrðu afleiðingarnar ef haldið
yrði áfram á þeirri braut. „Þar með er
ég að bregðast við ákalli biskups sem
lýst hefur þungum áhyggjum yfir
stöðu mála í formlegu erindi til ráðu-
neytisins,“ sagði Ögmundur.
Þá gerði ráðherra aðskilnað ríkis
og kirkju að umtalsefni. „Mitt svar er
á þá lund að sá aðskilnaður hafi að
uppistöðu til þegar farið fram.
Kirkjulögin frá 1997 gerbreyttu sam-
skiptum ríkis og kirkju í grundvall-
aratriðum. Vald sem áður hafði legið í
Stjórnarráði Íslands liggur nú hjá
kirkjunni sjálfri, sem stofnun og sem
lýðræðislegri hreyfingu.“
Hrunið bitnaði á kirkjunni
Biskup hefur áhyggjur af áhrifum mikils niðurskurðar á þjónustu kirkjunnar
Ráðherra býður kirkjunni að tilnefna fulltrúa í starfshóp til að meta áhrifin
Morgunblaðið/Ómar
Messa Prestastefnan hófst á guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Fremst í flokki fara Ásdís Blöndal djákni og dómkirkjuprestarnir Hjálmar Jónsson
og Anna Sigríður Pálsdóttir. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, situr á fremsta bekk en hann flutti ávarp við setninguna síðar um daginn.
Prestastefna
» Prestastefnan er haldin dag-
ana 3.-5. maí í Dómkirkjunni,
Háskóla Íslands og Neskirkju.
» Yfirskrift hennar í ár er
„Kirkja á krossgötum“.
» Á að ræða trú og kirkju í sam-
tímanum, sjálfboðna þjónustu
og samstarfssvæði, barnastarf
og nýja handbók.
Unga konan sem
fannst látin í íbúð
í fjölbýlishúsi í
Árbæ síðastlið-
inn laugardag
hét Harpa Björt
Guðbjartsdóttir,
til heimilis að
Hörðukór 5 í
Kópavogi. Harpa
Björt var 21 árs, fædd 29. apríl
1990. Foreldrar Hörpu eru Guð-
bjartur Guðbjartsson og Bryndís
Björk Sigurjónsdóttir.
Harpa Björt stundaði nám við
Menntaskólann í Kópavogi. Þegar
hefur farið fram minningarathöfn í
skólanum.
Unga konan
sem lést
Á morgun, fimmtudag, stendur
Varðberg, samtök um vestræna
samvinnu og alþjóðamál, fyrir
hádegisverðarfundi í tilefni þess
að þann dag verða 60 ár liðin frá
því að varnarsamningur Íslands og
Bandaríkjanna var undirritaður.
Fundurinn fer fram í salnum Har-
vard 1 á annarri hæð á Hótel Sögu
og stendur frá kl. 12:15-13:45.
Kostnaður við málsverðinn er
2.500 krónur og greiðist við inn-
ganginn.
Á fundinum mun James J.
Townsend, aðstoðarvarnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, flytja er-
indi um samskipti Bandaríkjanna,
NATO, og Evrópuríkja á sviði
varnarmála, en hann gegndi í átta
ár forystuhlutverki innan þeirrar
deildar bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins sem sér um evrópsk
málefni.
Varið land í 60 ár
Vinstri grænir tapa tveimur pró-
sentustigum og Framsókn bætir við
sig tveimur í nýrri könnun Gallup á
fylgi flokkanna skv. frétt RÚV.
Samfylkingin tapar einu prósentu-
stigi en Sjálfstæðisflokkurinn og
Hreyfingin standa í stað. Stuðn-
ingur við ríkisstjórnina hefur
minnkað um innan við eitt pró-
sentustig og mælist nú 34%.
Lítil hreyfing á fylgi
stjórnmálaflokka