Morgunblaðið - 04.05.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2011
KAERA KONA
taktu frá fimmtudaginn
5. maí kl. 18:00 ...
BAKSVIÐ
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Framkvæmdir við tvöföldun og
breikkun Suðurlandsvegar frá
Fossvöllum í Lögbergsbrekku, of-
an við Lækjarbotna, að Drauga-
hlíðarbrekku austan við Litlu kaffi-
stofuna eru hafnar á ný, en hlé var
gert á vinnunni eftir áramót.
Vegakaflinn er um 6,5 km langur
og á framkvæmdum að ljúka í
haust, en reyndar er gert ráð fyrir
að endanlegum frágangi ljúki ekki
fyrr en á næsta ári. Að mestu leyti
er um tvöföldun að ræða en þriggja
akreina veg að hluta. Í fyrra var
sett eins metra þykk fylling ofan á
hluta vegarins til þess að láta hann
síga og nú er verið að flytja fyll-
inguna á þann hluta sem eftir er.
Brú og göng
Jónas Snæbjörnsson, svæðis-
stjóri Vegagerðarinnar, segir að
fljótlega verði byrjað að byggja
nýja fjögurra akreina brú á móts
við endann á flugbrautinni á Sand-
skeiðinu. Auk þess verði senn hafist
handa við að byggja undirgöng á
móts við Litlu kaffistofuna, en þau
séu hugsuð fyrir gangandi vegfar-
endur, fólk á hestum og annað úti-
vistarfólk. Meðan á framkvæmdun-
um standi verði gerð lykkja á
veginn til að verkið valdi vegfar-
endum ekki truflunum.
Um þessar mundir starfa um 15
til 20 manns við verkið, en síðan
eiga smiðir eftir að bætast í hópinn.
Vegagerðin vinnur líka að tvö-
földun á Vesturlandsvegi, frá Ála-
fosshringtorginu upp að Þingvalla-
hringtorginu. Þar á framkvæmdum
einnig að ljúka í haust.
Suðurstrandarvegur á áætlun
Framkvæmdir við Suðurstrand-
arveg halda líka áfram og á þeim að
ljúka endanlega á næsta ári. Um 33
km kaflanum milli Krísuvíkurvegar
og Þorlákshafnarvegar á að ljúka í
september, en um 14 km veginum á
milli Ísólfsskála og Krísuvíkurveg-
ar 2012. Annars vegar er um að
ræða verk sem var boðið út í fyrra
og hins vegar verk sem var boðið út
2008.
Svanur Bjarnason umdæmis-
stjóri segir að 23 menn vinni hjá
Suðurverki í kaflanum sem á að
ljúka 2012, en vinna hjá KNH við
hinn hlutann hafi legið niðri í vetur.
Verkið sé á áætlun en tveimur
áföngum sé lokið og um 12 km séu
eftir.
Auk þessara verka vinnur Vega-
gerðin smærri verk víðs vegar um
landið. Þar má nefna verk á Vest-
fjarðavegi við Skálanes, sem fór í
gang um páskana. Í sumar verður
auk þess unnið áfram á norðaust-
urvegi til Vopnafjarðar, en verkinu
á að ljúka á næsta ári. Síðan er um
að ræða ýmis frágangsverk. Eftir
er að ganga frá veginum við Hvít-
árbrú og leggja þar slitlag. Sömu
sögu er að segja um veginn að
Dettifossi og svo má nokkuð lengi
telja en allt eru þetta minni verk.
Morgunblaðið/Kristinn
Suðurlandsvegur Í fyrra var sett fylling ofan á hluta vegarins til þess að láta hann síga og nú er verið að flytja fyllinguna á þann hluta sem eftir er.
Hjólin farin að snúast
Framkvæmdir við tvöföldun og breikkun Suðurlandsvegar og tvöföldun á
Vesturlandsvegi hafnar á ný Unnið að minni verkum víðs vegar um land
Bráðabirgðaniðurstaða krufningar
á ungu konunni sem lést í Árbæn-
um síðastliðinn laugardag varpaði
ekki ljósi á orsök andlátsins. Þetta
segir Björgvin Björgvinsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn hjá Lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ýmislegt er talið benda til þess
að konan hafi orðið fíknefnum að
bráð, en óyggjandi sannanir liggja
ekki fyrir. Talið er að hún hafi
neytt svonefnds PMMA-efnis en
það er skynbreytandi amfetamíns-
afleiða sem valdið hefur fjölda
dauðsfalla í mörgum löndum síð-
ustu árin.
Björgvin segir að niðurstöðu sé
ekki að vænta í bráð um orsök
andlátsins. Verið sé að rannsaka
töluverðan fjölda sýna. Björgvin
segir það yfirleitt taka um þrjár
vikur að fá niðurstöðu úr slíkri
rannsókn.
Lögreglan á Borgarnesi fann
fyrst PMMA-efnið hér á landi, í
töfluformi. Merki um fíkniefna-
neyslu fundust í íbúðinni þar sem
stúlkan lést.
„Við erum ekki nærri því hvort
þetta efni sem var notað þarna í
partíinu er það sama og fannst í
Borgarnesi. Við verðum bara að
bíða eftir niðurstöðunum,“ segir
Björgvin.
Margir hafa verið teknir í
skýrslutöku og yfirheyrðir út af
málinu, eða um tuttugu manns.
Orsök and-
látsins er
enn óljós
Niðurstöðu ekki
að vænta í bráð
Fundur Íslands, Bretlands, Ír-
lands og Danmerkur, fyrir hönd
Færeyja, um Hatton Rockall-
málið var afar jákvæður, að sögn
Tómasar H. Heiðar, þjóðréttar-
fræðings utanríkisráðuneytisins og
formanns samninganefndar Ís-
lands. Fundurinn var haldinn í ut-
anríkisráðuneytinu í Reykjavík í
gær og tóku níu fulltrúar þjóð-
anna þátt í fundinum.
Hann segir að aðilarnir fjórir
hafi m.a. rætt hugmyndir um
skiptingu landgrunns Hatton Roc-
kall-svæðisins sem þeir gera allir
tilkall til. Tómas segir að þessar
hugmyndir verði nánar ræddar á
næsta fundi um Hatton Rockall-
málið sem gert er ráð fyrir að
verði haldinn í London í septem-
ber nk. aij@mbl.is
Jákvæður
fundur um
Hatton Rockall
Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir og Þorgeir Örlygsson hafa verið skip-
uð hæstaréttardómarar frá og með 1. september. Í tilkynningu kemur fram að
forseti Íslands hafi fallist á tillögu innanríkisráðherra um að skipa þau þrjú í
embætti. Eiríkur og Greta tóku við skipunarbréfum úr hendi Ögmundar Jón-
assonar innanríkisráðherra í gær. Þorgeir Örlygsson er staddur erlendis.
Skipuð hæstaréttardómarar
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri rifjar upp að
gert hafi verið ráð fyrir sex milljörðum króna til
nýrra vegaframkvæmda í ár. Þar af hafi verið búið
að skuldbinda yfir þrjá milljarða í verk sem hafi
verið boðin út áður. Viðbótin fari nokkuð víða í
smærri verk og engin stór verk séu í augsýn.
Á meðal verkefna sem á að bjóða út má nefna
undirgöng á Reykjanesbraut við Reykjanesbæ og
undirgöng við álverið í Straumsvík. Þá á að gera við
brýr yfir Tunguá, Þambá, Hrófá og Fellsá á Inn-
strandavegi og brúna yfir Þorskafjarðará á Vest-
fjarðavegi.
Fjármagn í smærri verk
HENDUR VEGAGERÐARINNAR BUNDNAR
Hreinn
Haraldsson
Herjólfur siglir tvær ferðir til Land-
eyjahafnar í dag. Að sögn upplýs-
ingafulltrúa Eimskips verður siglt
inn í höfnina á flóði og þar með verði
dýpið í hafnarmynninu nægjanlegt
fyrir skipið. Þetta er í fyrsta skipti
frá því um miðjan janúar sem Herj-
ólfur siglir til Landeyjahafnar.
Fyrsta ferð frá Vestmannaeyjum
er klukkan 7:30 og siglt verður til
Þorlákshafnar og aftur til Vest-
mannaeyja frá Þorlákshöfn klukkan
11:15. Önnur ferð Herjólfs verður
farin frá Vestmannaeyjum klukkan
16 í Landeyjahöfn og aftur til Vest-
mannaeyja klukkan 17:40. Þriðja og
síðasta ferð Herjólfs frá Eyjum er
áætluð klukkan 19 í Landeyjahöfn
og aftur til Eyja klukkan 20:15.
Herjólfur
siglir til
Landeyja-
hafnar