Morgunblaðið - 04.05.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2011
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Vorboðarnir eru víða á ferð þessa
daga, ekki síst á meðal skordýr-
anna. Erling Ólafsson, skordýra-
fræðingur hjá Náttúrufræðistofn-
un, segir að mörg þeirra hafi sýnt
þá skynsemi að bíða aprílmánuð af
sér, en nú sé fjör að færast yfir
þeirra búskap eins og annarra.
„Þetta var nánast allt í bið-
stöðu í apríl,“ segir Erling. „Meira
að segja humlurnar stóru biðu
átekta og hreyfðu sig varla í apríl,
en þeirra dagur er samkvæmt
gömlum vana 19. apríl. Þann dag
frétti ég aðeins af einni humlu, síð-
an varð þeirra aðeins vart á föstu-
daginn. Á mánudag var eins og ýtt
væri á hnapp og þeim fjölgaði stór-
lega. Úpps, þarna flaug ein
framhjá,“ segir Erling.
Humlurnar sem Erling talar
um eru stórar og loðnar og einnig
kallaðar hunangsflugur og randa-
flugur, en rétt nafn er húshumla.
Það eru drottningarnar sem vakna
af vetrardvala þessa dagana og
taka til starfa.
„Eins eru ánamaðkarnir farnir
að skríða út á gangstéttar í rign-
ingu, en það er líka vorboði hjá okk-
ur,“ segir Erling. „Þetta gerist oft í
kringum 20. apríl og þá sást einn og
einn ormur, en um helgina helltust
þeir upp úr moldinni.“
Meðal rannsókna á borði Er-
lings er fiðrildavöktun undir Eyja-
fjöllum í samstarfi við fleiri. Hann
segir úrvinnslu ekki lokið á áhrifum
eldgossins í Eyjafjallajökli í fyrra á
fiðrildi, en þegar sé ljóst að gosið
hafi haft einhver áhrif.
Minna um birkivefara
„Þessi fiðrildavöktun hefur
staðið í sextán ár og í nokkur ár á
gossvæðunum, þannig að við höfum
samanburð. Það er greinilegt að
þarna var eitthvað minna af fiðr-
ildum í fyrrahaust en árin á undan.
Lirfur fiðrildanna lenda undir ösku
og afföll geta orðið í stofninum.
Birkivefari er fiðrildi sem lifir á
birki og í fyrrahaust var miklu
minna af honum á flugi við Skóga
heldur en árin á undan. Fyrir utan
ösku á jörðu var öskukám á lauf-
blöðum,“ segir Erling.
Humlurnar biðu aprílmánuð af sér
Skynsemi skordýranna Eins og ýtt væri á hnapp á mánudaginn, mun seinna en venjulega
Ánamaðkarnir helltust upp úr moldinni Minna af fiðrildum á gosslóðum undir Eyjafjöllum
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Vorboði Húshumlan hefur farið á kreik síðustu daga, eftir rólegt vor.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ekki er enn útséð um heildarkostnað
vegna Grímseyjarferjunnar þó hún
hafi verið afhent fyrir þremur árum,
því höfðað hefur verið mál fyrir hér-
aðsdómi Reykjavíkur þar sem tekist
er á um tugi milljóna króna. Málið
verður tekið fyrir 17. maí.
Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf.
segir að Vegagerðin hafi ekki gert
upp kostnað vegna Grímseyjarferj-
unnar og hefur stefnt stofnuninni til
að greiða samtals 264.466 evrur
(tæplega 44 milljónir króna) ásamt
vöxtum frá 28. febrúar 2008 vegna
eftirstöðva samningsverks og
ógreiddra reikninga, m.a. vegna
aukaverka. Vegagerðin krefst sýknu
en telur að vélsmiðjan hafi átt að
greiða tafabætur vegna þess að
tímasetningar hafi ekki staðist auk
þess sem hún krefst bóta vegna galla
á verkinu, m.a. vegna þess að und-
irvinna fyrir málningu hafi ekki ver-
ið nógu vel unnin. Samtals gerir
Vegagerðin kröfu um rúmlega 28
milljónir króna, þar af 20 milljónir
vegna málningar- og viðgerðar-
kostnaðar, ásamt vöxtum frá 18.
mars 2010.
Kostnaður þrefaldaðist
Heildarkostnaður við kaup og
endurbætur á ferju í Írlandi var
áætlaður 150 milljónir kr., sam-
kvæmt minnisblaði Vegagerðarinn-
ar til ríkisstjórnarinnar í apríl 2005,
og samþykkti ríkisstjórnin áætl-
unina. Skipið var keypt í nóvember
2005,verksamningur var undirritað-
ur 6. apríl 2006 og átti framkvæmd-
um við það að vera lokið ekki síðar en
31. október 2006. Skipið var afhent 8.
apríl 2008 og var heildarkostnaður
við kaup, viðgerðir og endurbætur
um 532,2 milljónir króna.
Krefur Vegagerðina um 44 milljónir
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Grímseyjarferjan Sæfari er samgöngubót sem hefur kostað sitt.
Heildarkostnaður við Grímseyjarferjuna var áætlaður 150 milljónir en hefur meira en þrefaldast
Gagnkrafa Vegagerðarinnar upp á 28 milljónir króna Málið tekið fyrir um miðjan mánuðinn
Ekki var laust við að hver halur og hvert sprund
sem vettlingi gat valdið stykki út í góða veðrið í
gær og teygði ásjónu sína mót sólu.
Fögnuðurinn var kannski svo mikill sem raun
bar vitni af því að tveimur morgnum áður höfðu
íbúar Reykjavíkur vaknað upp við alhvíta jörð
og virtist vetur konungur ekki ætla að víkja fyrir
sumrinu í bráð. Margir lögðu leið sína í miðbæ-
inn og fengu sér einn kaldan utan við kaffihús.
Morgunblaðið/Ómar
Sólarþyrstir borgarbúar fagna björtum degi
Sjávarútvegsráðherra hefur und-
irritað reglugerð um úthlutun 500
lesta aflaheimilda leigukvóta í
skötusel til viðbótar á þessu fisk-
veiðiári. Þessum kvóta er úthlutað
gegn sérstöku gjaldi sem nemur nú
120 krónum á hvert kíló. Leigu-
kvóti ársins er þar með kominn í
1300 tonn af þeim tvö þúsund tonn-
um sem ráðherra hefur heimild til
að úthluta.
Þetta er annað fiskveiðiárið sem
ráðherra úthlutar aflaheimildum í
skötusel samkvæmt umdeildu
bráðabirgðaákvæði í lögum um
stjórn fiskveiða sem samþykkt var
af Alþingi í marsmánuði 2010.
Eins og áður nemur hámark út-
hlutunar á hvert skip fimm lestum
og framsal þeirra aflaheimilda sem
úthlutað er með þessum hætti er
óheimilt. aij@mbl.is
Leigukvóti
í skötusel
í 1300 tonn
120 krónur greiddar
fyrir hvert kíló
Samgönguráðherra skipaði árið
2003 starfshóp til að fjalla um
samgöngur til Grímseyjar og
eftir að hann skilaði af sér var
ákveðið að kanna möguleika á
því að kaupa notað skip. Írska
ferjan Oleain Aran varð fyrir val-
inu og átti að skila henni tilbú-
inni haustið 2006. Endurskoðuð
verk- og tímaáætlun vegna end-
urbóta gerði ráð fyrir verklokum
1. mars 2007 og samkvæmt
þriðju áætlun átti að afhenda
skipið 29. maí 2007.
Tafir á tafir ofan
GRÍMSEYJARFERJAN