Morgunblaðið - 04.05.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 04.05.2011, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2011 VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Félagarnir í Hafliða-félaginu á Siglufirði hafa undanfarin ár víða leitað teikninga að togar- anum Elliða SI 1, sem kom til landsins árið 1947. Leitin hefur verið árangurslaus til þessa. Fyrir þremur árum fengu þeir búlgarskan lista- smið til að smíða stórt líkan af togaranum Haf- liða SI2 og setur þetta hálfs annars metra langa líkan mikinn svip á fordyri Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Nú vilja þeir bæta um betur og heiðra Siglufjörð og siglfirska sjómenn með lík- ani af Elliða. „Við höfum allir tengsl við Siglufjörð og vor- um allir á þessum togurum á sínum tíma, flestir á Hafliða,“ segir Kristján Elíasson, sem nú er stýrimaður á togaranum Venusi. „Koma ný- sköpunartogaranna var ekkert annað en bylt- ing í íslensku atvinnulífi á árunum eftir stríðið. Með smíði líkana af þessum skipum viljum við heiðra minningu þeirra manna sem voru á skip- unum, en oft hefur manni sviðið umtalið sem þessi skip og áhafnir þeirra hafa óverðskuldað fengið. Síðan er Siglufjörður ofarlega í huga okkar og við viljum gjarnan að bæjarfélagið njóti góðs af þessu áhugamáli okkar.“ Átta togarar komu til landsins á tæplega einu ári Það hefur reynst þrautin þyngri að finna teikningar af Elliða eða sjö systurskipum hans, sem smíðuð voru hjá Cochrane & Sons Co. Ltd. í Selby á Englandi árið 1947. Stöðin afhenti öll þessi skip árið 1947, samkvæmt upplýsingum Kristjáns, og komu þau til landsins á tímabilinu frá febrúar og fram í desember. Ingólfur Arnarson var fyrsta skipið og fór til Reykjavík- ur ásamt þeim Agli Skallagrímssyni og Helga- felli. Kaldbakur fór til Akureyrar, Elliði til Siglufjarðar, Ísólfur til Seyðisfjarðar, Bjarni riddari og Júlí til Hafnarfjarðar. „Þegar búið var að smíða Hafliða, sem kost- aði mikla peninga sem fengust með frjálsum framlögum víðsvegar að af landinu, vaknaði áhugi á að láta smíða líkan af Elliða og voru menn fullir bjartsýni í þeim efnum,“ segir Kristján. „Við höfðum fengið, eftir talsverða leit, teikningar að Hafliða í Sjóminjasafninu í Hull og leituðum því aftur til safnsins eftir teikningum að Elliða eða systurskipum hans. Þá var okkur tjáð, að einhverntíma á árunum 1950-1960 hefði orðið mikið flóð í Selby og í því Bylting Elliði SI 1 er einn af átta togurum sem komu til landsins árið 1947. Alls urðu nýsköpunartogararnir 42 og skiptu miklu í atvinnulífinu. Teikninga leitað að togurum  Vilja smíða líkan af togaranum Elliða SI 1 frá Siglufirði  Teikningar af nýsköpunartogurum virðast flestar hafa glatast  Oft sviðið undan óverðskulduðu umtali um skip og áhafnir, segir Hafliðafélagi Kristján hefur eins og fleiri sem lengi hafa stundað sjó áhyggjur af því að margt sem tengist sjósókn fyrri tíma fari í glatkistuna. Hann nefnir sem dæmi svokallaðar bleyðubækur. „Þetta voru bækur eða jafnvel bara miðar með upplýsingum um mið eða ákveðna bletti sem karlarnir höfðu veitt vel á. Þarna var skrifað niður hvað margar míl- ur væru í bleyðuna frá tilteknum stöð- um, dýpi, sjólag og svæðið var jafnvel teiknað nákvæmlega upp. Þetta eru stórmerkar heimildir sem skráðar voru löngu fyrir tíma lórans og GPS. Þegar þessir gömlu foringjar falla frá vita skyldmenni ekki hvað á að gera við þetta og skilja jafnvel ekki mikilvægi þess- ara bóka eða pappírsbunka. Sjálf- ur lenti ég í þessu og hafði sam- band við sjóminjasafnið í Víkinni í Reykjavík og þar var mér tekið fagnandi. Mér finnst að það sé skylda okkar að varðveita þessi merkilegu gögn frá fyrri tíma.“ SKYLDA OKKAR AÐ VARÐVEITA GÖGN FRÁ FYRRI TÍMA hefðu eyðilagst allar teikningar af öllum skipum sem smíðuð voru þar á árunum 1940-1960. Samkvæmt íslenskum lögum á Siglinga- stofnun að eiga eintak af öllum teikningum ís- lenskra skipa. Þangað leituðum við en þá kom í ljós að gamlar teikningar, þar á meðal teikn- ingar að nýsköpunartogurunum, hefðu verið fluttar á Þjóðskjalasafnið. Þar á bæ voru menn afar liðlegir er við bárum upp vandræði okkar, en þrátt fyrir talsverða leit fundust aðeins teikn- ingar að fimm skipum, en nýsköpunartogar- arnir voru 42. Teikningar að Elliða eða syst- urskipum hans voru ekki á meðal þessara fimm sem við fundum á Þjóðskjalasafninu. Teikningum hent í tiltekt Til þess að gera langa sögu stutta þá leit- uðum við til allra héraðsskjalasafna þeirra staða sem Selby-skipin voru gerð út frá án ár- angurs. Á Akureyri fengum við þá sorglegu fregn að teikningum allra nýsköpunartog- aranna, sem gerðir voru út þaðan, en þeir voru fimm, hafi verið hent í tiltekt fyrir nokkrum ár- um, þar á meðal munu hafa verið teikningar að togurunum Sléttbak og Kaldbak, systurskipum Elliða En við berjumst enn og ef ekki vill betur til munum við láta smíða líkanið eftir ljósmyndum. Reyndar erum við ekki of ríkir af slíkum heim- ildum og hætt er við að nákvæmnin verði ekki eins mikil,“ segir Kristján. Hann biður þá sem hafa hugsanlega teikningar eða myndir af Elliða að hafa samband á kiddisiggi@hive.is Heimasíða Hafliðafélagsins er SI2.is Listasmíð Líkanið af Hafliða SI 2 var smíðað með virðingu við frumherjana í huga og setur mikinn svip á inngang- inn í Síldarminjasafnið á Siglufirði. Kristján Elíasson Bleyðubækur í glatkistuna bruun-rasmussen.dk Bredgade 33 DK-1260 Kbh. K Tel +45 8818 1111 Verið velkomin á Hótel Holt 5. maí kl. 14-18 Hópur reynslumikilla sérfræðinga frá einu elsta og virtasta uppboðshúsi Skandinavíu, BRUUN RASMUSSEN, meta gömul og ný málverk, bækur, silfur, hönnunar- og listmuni, einnig úr, skartgripi, vín og „design“-húsgögn. Matið er án endurgjalds og án skuldbindinga með hugsanlega sölu á uppboði í huga. Við leitum sérstaklega að verkum eftir Jón Stefánsson, Kjarval, Ásgrím Jónsson, Þorvald Skúlason, Svavar Guðnason, Ólaf Elíasson og marga fleiri. Ef um stóra hluti er að ræða, er best að koma með ljósmynd. Einnig er möguleiki á að fá okkur í heimahús þann 6. og 7. maí. Nánari upplýsingar veita: Nadia Gottlieb, 0045 8818 1183, nag@bruun-rasmussen.dk Hvers virði er þetta ? Ó la fu r El ia ss o n :“ Tw o h o t a ir co lu m n s” ,2 0 0 5 . Tv æ r h ö g g m yn d ir ú r ry ð fr íu st á li m eð ra fm a g n sp er u m . H a m a rs h ö g g :2 10 .0 0 0 d kr . Bandaríska lyfjaeftirlitið, FDA, hefur nú samþykkt notkun á nýju lyfi, Zygita, fyrir þá sem þjást af blöðruhálskrabbameini á lokastigi. Er það notað með steralyfi og hefur í tilraunum aukið lífslíkur um nokkra mánuði. Lyf eru almennt notuð til að draga úr virkni te- stosterons, of mikil virkni þess veldur æxlismynduninni. Ekki er ljóst hvenær nýja lyfið verður leyft hérlendis, í því tilliti er farið eftir Evrópureglum, að sögn Guðmundar Geirssonar, þvagfæra- skurðlæknis á Landspítalanum. „Lyfin sem nú eru notuð bæla hormónaframleiðsluna en þetta gengur skrefi lengra og bælir líka hormón sem er framleitt í nýrna- hettunum,“ segir Guðmundur. Þetta merki að enn öflugri skorður séu settar við áhrifum hormónanna en með gömlu lyfjunum. Hann segir að auk þess sé nú verið að kanna áhrif annars lyfs sem sé í reynd bóluefni gegn krabbameini og einn- ig gefið á seinni stigum sjúkdóms- ins. Lyf lengir líf karla með lokastig blöðruhálskrabba

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.