Morgunblaðið - 04.05.2011, Side 24

Morgunblaðið - 04.05.2011, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Innanríkis-ráðherra hef-ur svarað fyr- irspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar alþingismanns um tekjur af akstri um Suðurlandsveg, Vesturlandsveg og Reykjanesbraut. Í svarinu segir að ætla megi að heildar- skatttekjur ríkisins af eldsneyti og þungaskatti á þessum vegum verði um eða yfir þrír milljarðar króna í ár. Þar af séu markaðar tekjur til vegagerðar ríflega þriðjungur, eða rúmur einn milljarður króna. Spurður hve miklum tekjum fyrirhuguð veggjöld á sömu vegum mundu skila á ári segir ráðherra að gróf viðmiðun geri ráð fyrir að heildartekjur vegna þessara veggjalda gætu verið um tveir milljarðar króna á ári. Þessar tölur ættu af ýmsum ástæðum að verða til að vekja skattgreiðendur til alvarlegrar umhugsunar um hin fyrirhug- uðu veggjöld. Þau gjöld sem rík- ið tekur þegar af þeim sem aka um þessa vegi eru ámóta há fjárhæð og sá hluti þessara gjalda sem fer í vegamál að við- bættum veggjöldunum fyrir- huguðu. Ef skattarnir sem inn- heimtir eru af bílum sem aka umrædda vegi færu í vegagerð þyrfti engin veg- gjöld. Annað sem lesa má út úr þessu er að skattgreiðendur hafa enga trygg- ingu fyrir því að ríkið seilist ekki dýpra í vasa þeirra verði tekinn upp nýr gjaldstofn. Með núverandi rík- isstjórn, sem hefur það að markmiði að kreista sem flest- ar krónur út úr almenningi, er þessi hætta alveg sérstakt um- hugsunarefni. Yfirlýst viðhorf fjármálaráðherra til markaðra tekjustofna, svo sem útvarps- gjaldsins, segir líka meira en mörg orð um hvernig hann gæti hugsað sér að fara með veggjöldin. Loks ættu skattgreiðendur að hafa í huga að ríkisstjórn, sem hefur ekki tekið í mál að lækka verulega skatta á elds- neyti þrátt fyrir að tekjur rík- isins af því hafi hækkað um- talsvert vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs, mun aldr- ei láta sér detta annað í hug en halda veggjöldum í óbærileg- um fjárhæðum. Skattgreiðendur skyldu ekki láta sér detta í hug að fallast á að ríkisstjórnin fái í hendur þennan nýja skattstofn til að misnota. Hugmyndir um nýj- an skattstofn fyrir ríkisstjórnina eru stórhættulegar} Varúð, veggjöld Afskaplega eruþessi ís- bjarnadráp ógeð- felld. Er þá ekki verið að gera lítið úr sjálfsögðum varúðar- og ör- yggissjónarmiðum. En þegar ísbjarnareltingaleikurinn fór fram á Skaga fyrir nokkrum árum, undir yfirstjórn eins af fyrrverandi umhverfis- ráðherrum, þá var sagt að dýrin væru lasburða og veikl- uð og þokuslæðingur hefði að auki útilokað annars konar aðgerðir. Þess vegna hefði það verið gert sem gert var. En þá var sérstaklega tekið fram að þegar yrði farið í að undirbúa sérstaka viðbragðs- áætlun svo næst yrði mönn- um ekki komið í opna skjöldu. Búr yrðu smíðuð ef það reyndist nauðsynlegt og þar fram eftir götunum. Ekkert reyndist að marka þá yfirlýs- ingu fremur en svo margt annað sem núverandi leiðtog- ar almennings láta frá sér fara, þegar þeir þurfa að bjarga sér úr vandræðagangi. Margar aðferðir voru til- tækar til að bregðast við hinni óvæntu gestakomu nú og vinna tíma til að íhuga þá kosti sem væru fyrir hendi í stöðunni. Nauðsynlegt er að fara yfir þessa at- burðarás í kjölfar- ið. Fá skýringar á því hvers vegna ekkert hafi verið að marka fyrri heitstrengingar í málinu og hvers vegna ekki hafi verið gengið skipulega og af einurð til verks, eins og lofað hafði verið. Einhverjir kunna einnig að muna enn að núverandi borgarstjóri gekk til kosninga fyrir rúmu ári með sérstakt ísbjarnarloforð í brjóstvasanum og gaf um leið til kynna að það væri eitt af þeim loforðum, jafnvel hið eina, sem ekki stæði til að svíkja. Kosningaloforð Besta flokks og Samfylkingar hafa verið samviskusamlega svikin hvert af öðru. Svo ef til vill er einhver von í því eina sem til stóð að efna. Kannski væri hægt að fá upplýsingar um hvar það mál stendur og hvort standi til að efna það loforð fyrir eða eftir að sá sem gaf það fer til nýrra heimkynna sinna á Græn- höfðaeyjum. Og hugsanlega má sameina verkefnin með því að koma næsta birni, sem bankar upp á, lifandi út á Grænlandsís og Græn- höfðaeyjafara á sinn stað í leiðinni. Aðfarirnar gegn ísbjörnum sem hingað berast orka tvímælis} Svikin ísbjarnaloforð H in umdeilda sýningu Koddu sem haldin er í Nýlistasafninu við Skúlagötu og Hugmyndahúsi háskólanna (og stendur til 15. maí) hefur yfirskriftina „Ís- lenska leiðin - uppgangurinn, hrunið og þjóð- arsjálfið“ og samkvæmt kynningu spannar sýningin „allt frá tilurð þjóðlegs myndmáls, virkni ímynda í samtímanum til birtingar- mynda og tákngervinga góðærisins og hruns- ins“. Það má og sjá á sýningunni, sem fær hér mín bestu meðmæli, enda bæði fróðleg og skemmtileg, að listamennirnir eru að velta fyrir sér græðgisvæðingunni, sukkinu og svínaríinu og síðan hruninu og timbur- mönnunum. Það er mikið undir og oftar en ekki listamennirnir sjálfir sem nutu molanna sem hrutu af veisluborði auðmannanna og sátu einnig margir við borðið, nú eða sungu matargestum til skemmtunar, máluðu af þeim myndir eða dönsuðu fyr- ir þá. Gagnrýnin er víða beitt en í mörgum myndverkanna sigrar andinn þó efnið, inntakið er svo pólitískt og hrátt að missir marks. Í öðrum er þó sýnd nöpur og raunsönn mynd af okkur öllum, enda tókum við öll þátt í góðærinu mikla, hvert á sinn hátt. Þegar gamlir fíklar tala opinskátt um neyslu sína, hvort sem það er á AA-fundum, í heimsóknum í barna- skóla eða í fjölmiðlum, detta þeir stundum í það að reyna að gera sem mest úr neyslunni, yfirleitt ómeðvitað, geri ég ráð fyrir, að færa í stílinn og skreyta til þess að áheyrandi eða áheyrendur átti sig á að viðkomandi hafi verið karl í krapinu á með- an hann var í krapinu (og þá vitanlega enn – sjáðu hvað ég lifði í gegnum, góði, toppaðu það!). Á hrunárinu eftirminnilega birtist þessi árátta sterkt hjá ótal manns, enda virtust fæstir átta sig á að það sem var að hrynja hér á landi var það sama og var að hrynja víða um heim og átti víða eftir að hrynja enn harkalegar en hér, í það minnsta ef litið er til lífskjararýnunar og atvinnuleysis (svo hrakaði lífskjörum okkar að samkvæmt lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna urðu þau næstum því jafn slæm og lífskjör Dana). Í kjölfar hruns- ins hófst nefnilega einskonar pissukeppni þar sem allir reyndu að hitta sem hæst, að ganga hver fram af öðrum í yfirgengilegum lýsingum, hamfara- spárnar urðu svakalegri og svakalegri og af öllu mátti ráða að ekkert land í heimi hefði gengið í gegnum aðrar eins efnahagsþrengingar og Ísland, og hana nú! Þetta rifjast upp fyrir manni þegar gengið er um sýn- inguna Koddu – hér gengu ekki yfir erfiðleikar, segja sumir listamannanna, hér gengu yfir hörmungar! Ég meina: HÖRMUNGAR! Við þurftum ekki að þola sam- drátt, heldur efnahagslegt hrun. Í eina tíð vorum við fremstir allra í að græða og græða, og nú erum við fremstir í að hrynja og hrynja. Toppaðu það! arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Fremstir í að hrynja STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is K jalnesingar eru margir á því að ekki hafi verið staðið við fyrirheit sem gefin voru við undir- búning sameiningar Kjalarneshrepps og Reykjavíkur- borgar árið 1997. Kornið sem fyllti mælinn var lokun móttökustöðvar Sorpu á dögunum. Ásgeir Harðar- son, formaður Íbúasamtaka Kjalar- ness, staðfesti að á Kjalarnesi væri það rætt í fullri alvöru á meðal fólks að freista þess að slíta sameining- unni. Skilnaður frá Reykjavík er þó ekki á stefnuskrá íbúasamtakanna. „Við gerðum samkomulag,“ sagði Ásgeir. „Annars vegar létu Kjalnes- ingar af hendi gríðarmikið land svo stærð Reykjavíkurborgar tvöfald- aðist. Hins vegar var okkur tryggð sambærileg þjónusta og er í öðrum hverfum. Fari annað hlýtur hitt að ganga til baka.“ Ásgeir kvaðst hafa upplýsingar um að í Tékklandi hafi verið kosið um aðskilnað tveggja svæða við borgina Brno löngu eftir samein- ingu. Þá endurheimti þorp eitt sjálf- stæði sitt eftir sameiningu við borg- ina Novy Jicin. Skipting krefst lagabreytingar Setja þarf lög til að skipta upp sveitarfélagi, að sögn Guðjóns Bragasonar, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann sagði að í sveita- stjórnarlögum sé ekki kveðið á um heimild til að skipta sveitarfélögum. Félagsmálaráðuneytið gaf út álit 2001 varðandi erindi um að skipta upp Húnaþingi vestra. Þar kemur m.a. fram að hægt sé að skipta sveit- arfélagi, þar sem íbúar hafi verið færri en 50 í þrjú ár, á milli sveitarfé- laga og sameina þeim. Þar kemur og fram, líkt og í öðru áliti frá 1999 varðandi fyrirspurn um flutning jarðar í annað sveitarfélag, að óheimilt sé að breyta mörkum sveit- arfélaga nema með lögum. Þrátt fyrir það getur ráðuneytið þó breytt mörkum sveitarfélaga til staðfestingar á samkomulagi milli sveitarstjórna og eru allmörg dæmi um slíkar breytingar á sveitarfé- lagamörkum. Einnig hafa mörk sveitarfélaga breyst á undanförnum árum við sameiningu sveitarfélaga. Þess vegna þurfti ekki að breyta lög- um vegna sameiningar Reykjavíkur- borgar og Kjalarneshrepps 1998, en hún var ákveðin í íbúakosningum í báðum sveitarfélögum. Draga þarf úr miðstýringu Vaxandi tilhneigingar gætir í ýms- um nágrannalöndum til þess að færa stjórn nærþjónustu nær íbúunum og draga úr miðstýringu. Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi og formaður Hverfisráðs Árbæjar, hef- ur kynnt sér þá þróun og vill að Reykvíkingar hugi að slíkum breyt- ingum. Hann minnti á að að gerðar hafi verið stjórnkerfisbreytingar í Reykjavíkurborg 2005 og 2006. Þá voru stofnaðar þjónustumiðstöðvar og hverfisráðin efld. Þorleifur sagði að þar hafi m.a. verið horft til breyt- inga sem gerðar voru í Ósló í Noregi. „Í hverju hverfi voru kosnir 15 hverfisráðsfulltrúar. Hverfin fengu um helming af útsvarinu, eftir jöfn- unarsjóð, til ráðstöfunar og voru töluvert sjálfráð,“ sagði Þorleifur. Hann sagði að þar virkuðu þjónustu- miðstöðvarnar eins og lítil ráðhús. Þorleifur taldi að þessi þróun sé að breiðast út um Skandinavíu og víðar í anda nútímalegs íbúalýðræðis. Hann sagði að breytingar í þessa átt gætu komið til móts við þarfir Kjal- nesinga líkt og annarra. „Meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki farið út í þetta heldur ein- hverjar undirráðstafanir sem koma öllu upp í loft. Auðvitað hefði verið betra að hafa t.d. skólamálin á for- ræði íbúanna,“ sagði Þorleifur. Erfitt að skilja Kjal- arnes frá Reykjavík Morgunblaðið/Þorkell Kjalarnes Klébergsskóli er grunnskóli fyrir börn Kjalnesinga. „Kjalarnes er olnbogabarn í Reykjavík,“ sagði Þorleifur Gunnlaugsson varaborgar- fulltrúi. Hann kvaðst telja að fjarlægð Kjalarness frá borginni hefði orðið til þess að því hefði verið minna sinnt en ella. „Ég tel að kerfi þar sem Kjalnes- ingar hefðu meira um sín mál að segja myndi breyta miklu fyrir þá,“ sagði Þorleifur. Hann kvaðst hafa það eftir ráðamönnum í Ósló að færsla verkefna út í hverfi borgarinnar hefði skilað um 10% hagræð- ingu í rekstri. „Meginskýringin á því var sú að nærumhverfið fór betur með fé,“ sagði Þorleifur. „Olnboga- barnið“ AUKIN VALDDREIFING SKILAÐI HAGRÆÐINGU Þorleifur Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.