Morgunblaðið - 16.05.2011, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Sigur í síðari úrslitaleiknum í EHF-
keppninni í handknattleik kvenna í
gær dugði Rut Jónsdóttur og sam-
herjum hennar í Team Tvis Hol-
stebro ekki. Eftir sjö marka tap í
fyrri viðureigninni í Ikast um síð-
ustu helgi var ljóst að allt þurfti að
ganga upp hjá Holstebro á heima-
velli í gær. Rut og félagar unnu
með tveggja marka mun, 26:24, og
skoraði Rut þrjú mörk í leiknum.
Talsvert hefur verið um meiðsli í
herbúðum Hol-
stebro upp á síð-
kastið og kom
það verulega nið-
ur á liðinu í úr-
slitaleikjunum.
Um tíma leit
jafnvel út fyrir
að þrír sterkir
leikmenn þess myndi ekki vera með
í gær, þar á meðal Rut. En menn
hörkuðu af sér og tóku þátt.
Lið Holstebro, sem var vel stutt
af nærri 2.500 áhorfendum, var yfir
allan leikinn í gær, m.a. einu marki
að loknum fyrri hálfleik, 14:13. Því
tókst hinsvegar aldrei að hrista
gestina almennilega af sér.
Rut fékk því silfur í Evrópu-
keppni félagsliða að þessu sinni en
hún er önnur íslenska handknatt-
leikskonan sem vinnur til verðlauna
í Evrópukeppni félagsliða í hand-
bolta. Sú fyrsta var Anna Úrsúla
Gunnarsdóttir sem lék fyrir þýska
liðið Oldenburg í tapleik í Evr-
ópukeppni fyrir 27 árum.
iben@mbl.is
Rut og félagar unnu en töpuðu samt
Rut Jónsdóttir
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði
tvö mörk og Ragnar Sigurðsson eitt
þegar Norrköping og Gautaborg
skildu jöfn í sænsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í dag, 2:2. Fyrra mark
Gunnars Heiðars kom eftir aðeins 13
sekúndna leik.
Gunnar fékk einnig gult spjald
snemma leiks.
Öll mörk leiksins komu í fyrri hálf-
leiknum. Gunnar Heiðar lék allan
leikinn fyrir Norrköping og þeir
Ragnar og Hjörtur Logi Valgarðsson
léku allan leikinn í vörn Gautaborgar
auk þess sem Theódór Elmar Bjarna-
son lék með frá upphafi til enda á
miðjunni fyrir
IFK Gautaborg.
Hjálmar Jóns-
son sat allan leik-
inn meðal vara-
manna IFK
Norrköping er í
sjötta sæti
sænsku úrvals-
deildarinnar með
13 stig að loknum
8 leikjum. Staða
IFK hefur verið að batna upp á síð-
kastið eftir slaka byrjun liðsins í
deildinni í vetur. Það er nú komið í 10.
sæti með 10 stig. iben@mbl.is
Gunnar og Ragnar skoruðu
Gunnar Heiðar
Þorvaldsson
Sverre Andr-eas Jak-
obsson, lands-
liðsmaður í
handknattleik og
samherjar hans í
þýska liðinu
Grosswallstadt,
töpuðu í gær fyrri
viðureigninni í
úrslitum EHF-bikarsins í hand-
knattleik þegar þeir mættu Göpp-
ingen, 23:21. Síðari leikurinn fer
fram næsta laugardag á heimavelli
Grosswallstadt.
Vignir Svavarsson var marka-hæstur hjá Burgdorf þegar lið-
ið náði jafntefli við Magdeburg,
24:24, á heimavelli í þýsku 1. deild-
inni í handknattleik í gær. Ásgeir
Örn Hallgrímsson skoraði þrjú
marka Burgdorf en Sigurbergur
Sveinsson komst ekki á blað. Fjórði
Íslendingurinn hjá félaginu, Hannes
Jón Jónsson, var fjarri góðu gamni
vegna meiðsla. Burgdorf er í fjór-
tánda sæti af 18 liðum 1. deildar og
hefur ekki alveg bjargað sér frá því
að lenda hugsanlega í umspili um
sæti í deildinni en þrjár umferðir eru
enn óleiknar.
Þórir Ólafsson var markahæsturhjá Lübbecke með sjö mörk,
þar af tvö úr vítakasti, þegar liðið
lagði Wetzlar, 26:24, í þýsku 1. deild-
inni í handknattleik. Kári Kristján
Kristjánsson var ekki í leik-
mannahópi Wetzlar í leiknum en lið-
ið er í 11. sæti. Lübbecke er í sætinu
fyrir neðan. Þetta var einn síðasta
leikur Þóris með Lübbecke en hann
fær ekki endurnýjaðan samning sinn
við félagið þrátt fyrir að hafa leikið
vel fyrir það á leiktíðinni og verið
fyrirliði.
Stjórn WestHam hefur
sagt knatt-
spyrnustjóranum
Avram Grant upp
störfum hjá fé-
laginu. Þess
ákvörðun var tek-
in skömmu eftir
tap liðsins gegn
Wigan í gær en
með því tapi féll liðið úr ensku úr-
valsdeildinni. Kevin Keen, einn úr
þjálfarateymi West Ham, mun stýra
liðinu í leiknum gegn Sunderland í
lokaumferðinni um næstu helgi.
Grant, sem áður stýrði Chelsea og
Portsmouth, tók við knattspyrn-
stjórastarfinu af Gianfranco Zola í
janúar í fyrra og gerði fjögurra ára
samning. Liðið hóf leiktíðina með
fjórum tapleikjum og komst aldrei
út úr vandræðunum.
Serbneski tennisleikarinn NovakDjokovic lagði Spánverjann
Rafael Nadal, stigahæsta tennisleik-
ara heims, í úrslitum alþjóðlegs
móts í Róm í gærkvöldi. Djokivic
vann úrslitaleikinn 6:4, 6:4, og er
ósigraður á nýju keppnistímabili
tennismanna.
Fólk sport@mbl.is
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Þetta var einfaldlega mjög góður
sigur hjá okkur og gerir næstu við-
ureign liðanna bara ennþá stærri. Þá
eigum við möguleika á að verða
danskir meistarar að viðstöddum að
minnsta kosti 35.000 áhorfendum í
Parken,“ sagði Arnór Atlason, lands-
liðsmaður í handknattleik og leik-
maður danska stórliðsins AG Köben-
havn, í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Arnór og félagar unnu Bjerring-
bro/Silkeborg, 29:27, í fyrstu við-
ureign liðanna um danska meist-
aratitilinn á laugardaginn á
heimavelli Bjerringbro/Silkeborg.
Þar með má segja að leikmenn AG
séu komnir með aðra höndina á
danska meistarabikarinn og þeir
geta tryggt sér hann í stórleik í Par-
ken í Kaupmannahöfn næsta laug-
ardag þar sem ljóst verður að sett
verður aðsóknarmet á handboltaleik
í heiminum en hátt í 35.000 aðgöngu-
miðar hafa þegar selst á viðureign-
ina. Fari svo að AG tapi á laugardag-
inn kemur til oddaleiks laugardaginn
28. maí. „Jafntefli eru tekin gild í úr-
slitakeppninni í Danmörku þannig að
jafntefli nægir okkur en við erum
staðráðnir í að vinna leikinn og taka
við danska meistaratitlinum í Parken
í þeirri frábæru umgjörð sem þar
verður,“ segir Arnór en ljóst að það
kemur í hans hlut að taka við bik-
arnum í leikslok í Parken á laug-
ardaginn gangi allt eftir, þar sem
hann er fyrirliði.
Höfðu ekki tapað heimaleik
Arnór segir leikinn á síðasta laug-
ardag hafi verið erfiður eins við mátti
búast. Bjerringbro/Silkeborg hefur
ekki tapað leik á heimavelli í úr-
slitakeppninni og því hafi leikmenn
liðsins verið nokkuð vongóðir um að
geta sett strik í reikning AG-liðsins.
„Þetta var hörkuleikur frá upphafi
til enda. Framan af var viðureignin
jöfn en síðan fengum við á okkur
nokkra brottrekstra undir lok fyrri
hálfleiks. Á þeim tíma komust þeir
fram úr og voru með tveggja marka
forskot í hálfleik, 17:15,“ segir Arnór
og heldur áfram.
„Þegar stundarfjórðungur var til
leiksloka vorum við enn þremur
mörkum undir en náðum þá að skora
sex mörk í röð án þess að leikmenn
Bjerringbro næðu að svara. Við kom-
ust þar með 26:23 yfir og forskotið
létum við ekki af hendi,“ sagði Arnór
sem skoraði sex mörk fyrir AG í
leiknum og var markahæsti leik-
maður liðsins. Snorri Steinn Guð-
jónsson skoraði þrjú mörk, þar af tvö
úr vítakasti.
Arnór segir að gríðarleg eftir-
vænting sé vegna viðureignar lið-
anna í Parken á næsta laugardag.
Nánast ekkert hafi verið fjallað um
fyrsta leik liðanna í aðdraganda hans.
Kastljósinu hafi nær eingöngu verið
beint að stórleiknum í Parken enda
hafi Jesper Nielsen, eigandi AG, teflt
djarft með því að leigja Parken með
það að markmiði að leika úrslitaleik-
inn þar.
Ekkert hugsað um leikinn
„Aðalmarkmið okkar í síðustu viku
var að tala ekkert um leikinn í Par-
ken heldur einbeita okkur að fyrsta
leiknum á útivelli. Nú er hinsvegar
komið að því að hugsa um hann. Vik-
an framundar fer í búa sig sem best
undir hann en það er alveg ljóst að
það verður frábært að ganga inn á
Parken fyrir framan 35-40 þúsund
manns. Eftir að hafa öfundað knatt-
spyrnumenn í gegnum tíðina fyrir að
ganga inn á Parken fyrir framan 40
þúsund manns í stórleikjum þá stefn-
ir allt í að röðin verði komin að mér
að gera slíkt hið sama næsta laug-
ardag. Og það væri alveg draumur að
geta tekið við bikarnum fyrir framan
að minnsta kosti 35 þúsund manns,“
segir Arnór Atlason, fyrirliði danska
handknattleiksliðsins AG Köben-
havn.
Morgunblaðið/Gísli Baldur
Fyrirliði Arnór Atlason í leik með stórliði AG. Hans bíður spennandi leikur um danska meistaratitilinn um næstu helgi.
Stefnt á að taka við bikarn-
um fyrir framan 35 þúsund
Arnór og Snorri Steinn leika úrslitaleik að viðstöddum metfjölda áhorfenda
Aðsóknarmet
» AG Köbenhavn hefur selt
nærri 35 þúsund aðgöngumiða
á viðureign AG og Bjerringbro/
Silkeborg sem fram fer á Par-
ken í Kaupmannahöfn. Ljóst er
að heimsmet verður sett í að-
sókn á handboltaleik.
» Núverandi met var sett þeg-
ar Lemgo og Kiel mættust í
þýsku 1. deildinni haustið
2004. Þá greiddu 30.950
manns aðgang að knatt-
spyrnuleikvanginum í Schalke
sem útbúinn var sérstaklega
fyrir leikinn.