Morgunblaðið - 16.05.2011, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011
Í LAUGARDAL
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Framarar steinlágu í gær fyrir
Stjörnunni á heimavelli, 5:2, þrátt
fyrir að hafa tvisvar komist yfir í
leiknum. Þeir virtust aldrei ná sér
eftir að Arnar Gunnlaugsson, þeirra
besti leikmaður í þessum leik, þurfti
að fara af velli undir lok fyrri hálf-
leiks. Spilið inná miðjunni hrundi en
Arnar hafði verið duglegur að sækja
boltann og halda honum inná miðj-
unni. Mikilvægi hans í Framliðinu í
þessum leik var of mikið og aðrir
leikmenn tóku ekki við keflinu í fjar-
veru hans. Ívar Björnsson reyndi
hvað mest en mátti sín lítils gegn frá-
bæru liði Stjörnunnar sem vann
hvert einvígið á fætur öðru og nýtti
færin sín vel.
Það var því ekki að undra að
Bjarni Jóhannsson þjálfari þeirra
væri skælbrosandi þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum. „Mér
fannst þessi leikur frekar fjörugur þó
seinni hálfleikurinn hafi verið
fjörugri, í það minnsta fyrir okkur,
sagði Bjarni og hélt áfram. „Við vor-
um kraftmeiri og djarfari að vaða á
þá í seinni hálfleik. Við náðum að
opna þá töluvert og nýttum okkar
færi mjög vel.“
Dóri er mikill íþróttamaður
Fram hefur verið þekkt fyrir allt
annað undanfarin ár eða síðan Þor-
valdur Örlygsson tók við þeim, að fá
á sig mörg mörk. Í ljósi þess voru
fimm mörk Stjörnunnar í gær óvænt
og jafnframt gleðiefni fyrir Bjarna.
„Þetta er lið sem spilar agað og hefur
náð í stig á því að verja markið sitt. Í
ljósi þess var magnað að skora fimm
mörk á þá. Vinnusemin var ótrúleg,
alveg ótrúleg.“
Bjarni sagðist hafa bent sínum
mönnum á það í hálfleik að þeir hafi
verið of ragir að spila boltanum á
milli sín. „Um leið og við vorum til-
búnir að stíga aðeins á boltann gát-
um við opnað þá betur,“ og það gerðu
þeir svo sannarlega en Stjarnan
skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik á
25 mínútum.
Halldór Orri átti frábæran leik
fyrir Stjörnuna og var að mati und-
irritaðs besti maður vallarins. „Hann
var tæpur fyrir þennan leik en Dóri
er mikill íþróttamaður og hugsar vel
um sig. Hann átti sinn besta leik á
tímabilinu til þessa. Hann er stór
hluti af sóknarleik okkar og átti flott-
an leik, sérstaklega í seinni hálfleik.“
Tveir útisigrar í röð hjá Stjörnunni
er mikið afrek ef litið er til síðustu
leiktíða hjá félaginu. Þeir hafa nú
þegar unnið jafnmarga útileiki í
deildinni og allt síðasta tímabil, tvo
talsins. Sumarið 2009 vann Stjarnan
aðeins einn útileik en það var stór-
sigur á Þrótti – einmitt í Laugar-
dalnum, 6:0 á Valbjarnarvelli. „Við
erum alsælir með það að ná í stig á
útivelli, þau hafa ekki verið hryllilega
mörg í Garðabænum undanfarin ár,“
sagði Bjarni kíminn.
Stjarnan raðar inn stigum á útivelli Enginn tók keflið
1:0 10. Arnar Gunnlaugssonskoraði fyrsta mark Fram
á þessari leiktíð. Eftir langa send-
ingu frá Ögmundi markverði
Framara var Arnar einn á auðum
sjó og sparkaði boltanum í fyrstu
snertingu rétt fyrir utan vítateig-
inn miðjan. Glæsilegt og hnitmiðað
skot.
1:1 14. Halldór Orri Björnssonskoraði eftir frábæra send-
ingu út í teiginn frá Jesper Jensen.
Halldór Orri kom á ferðinni inn í
teiginn og skaut hnitmiðuðu skoti í
nærhornið. Stjarnan var ekki lengi
að jafna metin.
2:1 27. Jóhann Laxdal braut áÍvari Björnssyni sem var
kominn í úrvals færi vinstra megin
í teignum eftir góða sendingu frá
Arnari Gunnlaugssyni. Engin
spurning að þetta var vítaspyrna.
Arnar Gunnlaugsson skoraði
örugglega úr spyrnunni hægra
megin við Magnús í marki Stjörn-
unnar.
2:2 62. Sam Tillen gerði sigsekan um skelfileg mistök
þegar hann ætlaði að hreinsa bolt-
ann í burtu. Það vildi ekki betur til
en svo að boltinn féll beint fyrir
fætur Halldórs Orra Björnssonar
sem skoraði sitt annað mark í
leiknum. Hann lék á einn varn-
armann Framara í teignum og setti
svo boltann hægra megin við Ög-
mund.
2:3 76. Bjarki Páll Eysteins-son var ekki búinn að vera
inná í nema tvær mínútur þegar
hann fékk stungusendingu, líklega
frá Þorvaldi, í gegnum miðja vörn-
ina. Hann var yfirvegaður og
renndi boltanum framhjá Ögmundi
í markinu úr miðjum vítateignum.
2:4 80. Sjálfsmark hjá JóniGuðna Fjólusyni, varn-
armanni Fram. Hörður Árnason
tók góðan sprett á vinstri kantinn.
Hann virtist vera búinn að missa
boltann of langt frá sér en kom
honum að lokum fyrir þar sem Jón
Guðni varð fyrir því óláni að setja
boltann í eigið net.
2:5 86. Garðar Jóhannssonskoraði fallegasta mark
leiksins þegar hann tók auka-
spyrnu um 25 metra frá markinu.
Hann sendi boltann með vinstri
fæti yfir varnarvegginn og í nær-
hornið, óverjandi fyrir Ögmund í
markinu.
I Gul spjöld: Kristján (Fram)51. (brot), Halldór (Fram)
54. (brot), Jón Guðni (Fram) 83.
(brot).
I Rauð spjöld:Engin.
MMM
Enginn
MM
Halldór Orri Björnsson (Stjörn.)
M
Björn Pálsson (Stjörnunni)
Jesper Jensen (Stjörnunni)
Þorvaldur Árnason (Stjörnunni)
Magnús K. Pétursson (Stjörnunni)
Garðar Jóhannsson (Stjörnunni)
Arnar Gunnlaugsson (Fram)
Ívar Björnsson (Fram)
Bjarki Páll Eysteinsson skoraði
sitt fyrsta mark í efstu deild, í 33
leikjum, þegar hann kom Stjörn-
unni í 3:2.
Arnar Gunnlaugsson skoraði
fyrir sitt fimmta félag í efstu deild
hér á landi þegar hann gerði bæði
mörk Fram gegn Stjörnunni. Arn-
ar hafði áður
skorað fyrir
ÍA, FH, KR
og Hauka en
hann er 10.
markahæstur
í deildinni frá
upphafi með
77 mörk. Arn-
ar hefur leikið
með sex fé-
lögum í deild-
inni en hann
náði ekki að skora í fjórum leikjum
með Val.
Á mbl.is er að finna myndbands-
viðtöl við Þorvald Örlygsson þjálf-
ara Fram og Halldór Orra Björns-
son leikmann Stjörnunnar.
Þetta gerðist á
Laugardalsvelli
Arnar
Gunnlaugsson
Laugardalsvöllur, Pepsi-deild karla,
4. umferð sunnudaginn 15. maí
2011.
Skilyrði: Logn, átta stiga hiti og
völlurinn ágætur.
Skot: Fram 6 (5) – Stjarnan 15 (9).
Horn: Fram 7 – Stjarnan 7.
Lið Fram: (4-5-1) Mark: Ögmundur
Kristinsson. Vörn: Daði Guðmunds-
son, Kristján Hauksson, Jón Orri
Ólafsson, Sam Tillen. Miðja: Tómas
Leifsson (Kristinn Ingi Halldórsson
81.), Jón Gunnar Eysteinsson (Andri
Júlíusson 64.), Halldór H. Jónsson,
Jón Guðni Fjóluson, Ívar Björnsson.
Sókn: Arnar Gunnlaugsson (Hlynur
Atli Magnússon 43.)
Lið Stjörnunnar: 4-3-3) Mark:
Magnús Karl Pétursson. Vörn: Jó-
hann Laxdal, Daníel Laxdal, Nikolaj
Hagelskjær, Hörður Árnason. Miðja:
Björn Pálsson, Halldór Orri Björns-
son, Þorvaldur Árnason. Sókn: Aron
G. Jafetsson (Bjarki Páll Eysteins-
son 74.), Garðar Jóhannsson, Jes-
per Jensen (Hrannar Heimisson
90.)
Dómari: Guðmundur Ársæll Guð-
mundsson – 7.
Áhorfendur: 867.
Fram – Stjarnan 2:5
Ólán Jón Guðni Fjóluson, sem er fremstur á
markið. Ögmundur Kristinsson, markvörður
Morgunblaðið/Ernir
Góður Jóhann Þórhallsson Fylkismaður reynir hér að komast framhjá Valsaranum og Færeyingnum Jónasi Þór Næs. Jóhann átti þátt í báðum mörkum Fylkis.
Ekki hryllilega mör