Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 8
8 19. maí 2011fasteignir Áundanförnum árum hafaráðamenn í Kaupmanna-höfn lagt mikla áherslu áenn frekari hjólreiðar. Þeir vilja að borgin sé vinsamleg fyr- ir hjólreiðamenn og því hefur miklu verið kostað til að gera aðgengilega hjólastíga um alla borg. Hjólastíg- arnir eru mikið öryggi fyrir þá sem ferðast um á reiðhjólum. Það eru einungis ókunnugir ferðamenn sem þurfa að varast að ganga ekki eftir hjólastígunum því Danirnir fara hratt um. Ekki er langt um liðið síðan bæj- aryfirvöld reiddu fram sem svarar fjórum milljónum íslenskra króna til að kaupa um 1.300 reiðhjól sem allir hafa frían aðgang að, hvort sem það eru íbúar eða ferðamenn. Hjólin eru reyndar af ódýrri gerð en henta mjög vel til að komast styttri vega- lengdir í borginni. Í borginni eru 125 stöðvar (City Bike Parking) þar sem hjólin standa í röðum til notkunar. Einungis þarf að setja 20 dkr mynt í ákveðinn mæli og þá er hjólið laust fyrir viðkomandi. Hægt er að skila hjólinu á öllum merktu hjólastæðum, setja það í læsingu og þá fást 20 krónurnar endurgreiddar. Þess má þó geta að þetta fyrirkomulag er ein- ungis í boði frá 1. maí til 15. nóv- ember. Hjólaleigur eða taxi-hjól Í Kaupmannahöfn eru einnig margar hjólaleigur. Þar eru betri hjól í boði og henta því til lengri ferða. Í lengri lestarferðum er hægt að taka hjólið með sér án sérstaks gjalds. Daggjald á leiguhjólum er um 60 danskar krónur. Ef þú ert á leið til Kaupmannahafnar er hægt að hafa samband við neðangreinda hjólaleigu. Københavns Cykelbørs Gothersgade 157 1123 København K sími 3314 0717 Fyrir þá sem eru með þreytta fæt- ur og eiga erfitt með gang eða að hjóla má benda á taxi-hjólin. Þau eru t.d. staðsett á Strikinu og strákarnir sem hjóla eru til í að fara með þig í langar eða stuttar ferðir um borgina. Sagan langa Talið er að fyrstu reiðhjólin hafi komið til Kaupmannahafnar um 1818 frá París þar sem reiðhjól voru þá þegar orðin vinsæl farartæki. Þá var annað hjólið mun stærra en hitt. Reiðhjólin komust þó ekki í almenna notkun fyrr en árið 1880. Hjólin tóku við af hestvögnum og hjólbörum sem fluttu vörur á milli verslana ásamt því að vera almenningsfarartæki. Í dag er algeng sjón að sjá fólk á hjól- um með vagn í eftirdragi þar sem börnin sitja. Það eru margar gerðir af reiðhjólum á götum Kaup- mannahafnar en yfirleitt eru þetta ódýr reiðhjól þar sem minni hætta er á að þeim verði stolið. Danir eru um- hverfisvænir og því er mikið kapp lagt á að þeir noti hjólin innan borg- arinnar. Þau draga úr áhrifum vegna loftslagsbreytinga og spara olíu og bensín. Á þetta eru Danir sífellt minntir nú þegar eldsneytisverð er í hæstu hæðum. Hjólreiðar eru lífs- stíll í Danmörku og hluti af menn- ingu þeirra. Kaupmannahöfn væri ekki svipur hjá sjón ef reiðhjólin hyrfu. elal@simnet.is Allir á hjóli í Kaupmannahöfn Morgunblaðið/Ómar Gaman er að ferðast um Kaupmannahöfn á reiðhjóli. Nýlega keyptu borgaryfirvöld 1300 reiðhjól sem allir hafa aðgang að. Hjólreiðar í Danmörku eiga sér langa sögu. Allir Danir eiga hjól og ferðast á því lengri eða skemmri ferðir. Í Kaupmannahöfn eru reiðhjól alls stað- ar sjáanleg. Hvernig væri að ferðast um þessa skemmtilegu borg á hjóli? Hjólreiðar Viðar Garðarsson í Skíða-þjónustunni á Akureyrihefur selt skíði og reiðhjólí þrjá áratugi. Hann tekur skíði og hjól í umboðssölu og inn- flutningur er auk þess stór liður í starfsemi fyrirtækisins. Hjólin sem eru til sölu hjá Viðari eru líklega um eitt þúsund nú í upphafi vertíðar. „Ég er menntaður mjólkurfræðingur og á mínum yngri árum tók ég að mér að skíðakennslu hérna á Ak- ureyri. Ég sá fljótlega að úrvalið á skíðum var ekki mikið, þannig að ég byrjaði að selja og gera við skíði í bíl- skúrnum á kvöldin og um helgar. Þetta gekk vel, nóg var að gera og fljótlega bættust hjólin við. Þetta fer mjög vel saman, skíði á veturna og hjól á sumrin. Hjólavertíðin í ár hófst frekar snemma eða um páskana, þá var allt komið á fullt í hjólunum.“ Viðar segir að hjólin hafi tekið miklum breytingum á þessum þrem- ur áratugum. „Álhjólin sem komu fyrst á markaðinn fyrir um áratug voru bylting, þau eru svo miklu létt- ari og meðfærilegri á allan hátt. Auk þess hafa þau lækkað mikið í verði. Diskabremsur eru að verða nokkuð algengar, enda gerir fólk kröfur um gæði hjólanna. Gírarnir eru líka mun betri en fyrir nokkrum árum. Núna eru komin mjög skemmtileg hjól fyr- ir konur, með háu stýri og góðu sæti. Þessi hjól eru mjög vinsæl meðal kvenþjóðarinnar og hafa slegið í gegn.“ Viðar segir að markaðssvæði Skíðaþjónustunnar sé í raun allt landið. „Já, blessaður vertu. Ég er búinn að vera svo lengi í þessu, fólkið veit hvar mig er að finna, Skíðaþjón- ustan er alltaf á sama stað. Akureyri er miðstöð vetraríþrótta og það er al- gengt að íbúar höfuðborgarsvæðisins komi til mín ár eftir ár og endurnýi skíðin. Svipaða sögu er að segja um hjólin, viðskiptavinirnir búa í öllum landsfjórðungum. Öll hjólin sem við flytjum inn eru framleidd í Kína fyrir alþjóðleg fyrirtæki.“ Alltaf skemmtilegt í vinnunni Viðar segir aldrei jafn gaman í vinnunni og einmitt núna. „Það er hreinlega sprenging í sölu hjóla þetta árið, viðskiptin hafa verið sér- staklega blómleg. Sjálfsagt hefur hátt eldsneytisverð sitt að segja, en ekki síður mikil umræða um hreyf- ingu og útivist. Svo eru hjólaklúbbar í tísku og þá verður fólk auðvitað að eiga gott hjól til að komast í slíkan félagsskap.“ Viðar segir að aukning sé í sölu notaðra hjóla. „Við gerum upp eldri hjól, þannig að þau verða á eftir nán- ast eins og ný. Í dag er ekkert mál fyrir fólk að endurnýja, gamla hjólið selst yfirleitt mjög fljótlega. Hjólin mega helst ekki standa úti yfir vetr- armánuðina, það fer illa með þau. Því miður hafa ekki allir aðgang að geymslu en ég ráðlegg öllum að koma hjólinu inn yfir vetrarmán- uðina ef mögulegt er. Síðan er mik- ilvægt að smyrja keðjuna reglulega með þunnri olíu.“ Ekki hjólað í tvö ár Viðar hefur ekki hjólað sjálfur í tvö ár utan hvað hann fer á þrekhjól á hverjum degi og lætur það duga. „Reyndar á ég ágætishjól í bíl- skúrnum, ætli maður verði ekki að dusta rykið af því og láta sjá sig á hjóli einn góðan veðurdag,“ segir Viðar Garðarsson í Skíðaþjónustunni á Akureyri. karlesp@simnet.is Álhjólin eru mesta byltingin Viðar Garðarsson í Skíðaþjónustunni á Ak- ureyri hefur selt skíði og reiðhjól í þrjá áratugi. Hann tek- ur skíði og hjól í umboðssölu og innflutningur er auk þess stór liður í starfsemi fyrirtækisins. Hjólin sem eru til sölu hjá Viðari eru líklega um eitt þúsund nú í upphafi vertíðar. Ljósmynd/ Karl Eskil Pálsson „Reyndar á ég ágætishjól í bílskúrnum, ætli maður verði ekki að dusta rykið af því,“ segir Viðar Garðarsson á Akureyri. Hjólreiðar ÞAÐ ER MEIRA AÐ GERA Á FASTEIGNA- MARKAÐINUM EN ÞIG GRUNAR. LÁTTU MIG SELJA FYRIR ÞIG, HRINGDU NÚNA Hafðu samband 699 5008 Hannes Steindórsson Sölufulltrúi hannes@remax.is Sími: 699 5008 Þórarinn Jónsson hdl. lögg. Fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.