Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 16
16 19. maí 2011fasteignir SUNNUBRAUT 6 KÓPAVOGI Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali GARÐATORGI 7 210 GARÐABÆ Sími 545 0800 gardatorg@gardatorg.is www.gardatorg.is Til sölu eitt af vinsælustu húsunum við sjávarsíðuna í Kópavogi. Húsið er arkitektahannað, með stórum gluggaflötum með sjávarútsýni til suðurs. Húsið er einfalt og nýtískulegt og hannað þannig að öll íverurými fljóta saman (opið plan). Húsið er sérstaglega hannað sem lúxushús fyrir hjón. Húsið er samtals 219 m2, þar af 25,6 m2 bílskúr. Upplýsingar veitir Sigurður sími 898 3708 Þriðjungur fólks á höfuðborgarsvæðinu ætti að vera í þeirri aðstöðu, hvað vegalengd varðar, að geta hjólað til vinnu á innan við 15 mín- útum. Því eru allar forsendur fyrir því að hjólreiðar geti orðið raun- verulegur valkostur í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu – með til- heyrandi samdrætti í bílaumferð. Þetta kemur fram í drögum að nýrri samgönguáætlun til ársins 2022 sem innanríkisráðuneytið hef- ur kynnt. Þar er fjallað um samgöngumál frá mörgum hliðum og nú eru hjólreiðar teknar inn í breytuna sem gildur valkostur í sam- göngum. „Miðað við fyrirliggjandi gögn ætti aukin hjólreiðanotkun ekki að stuðla að verulegri aukningu í ferðatíma milli heimilis og vinnu- staðar,“ segir í drögunum sem eru fólki aðgengileg á Netinu. Aukin notkun reiðhjóla skilar mestum ávinningi – hvort heldur er hagrænt eða með tilliti til umhverfisins – í þéttbýli höfuðborg- arsvæðisins. Því er líklegast að peningum frá ríkinu, við lagningu reiðhjólastíga eða til annarra sambærilegra mannvirkja, verði varið þar, að minnsta kosti til að byrja með, segir innanríkisráðuneytið. Þar segir ennfremur að hjólreiðastígar á höfuðborgarsvæðinu hafi margir hverjir verið lagðir sem almennir útivistarstígar og uppfylli ekki eðlileg viðmið um greiðar og öruggar samgönguhjólreiðar. Nýjar tengingar í grunnneti og úrbætur núverandi innviða þurfi að hanna og byggja í samræmi við hönnunarleiðbeiningar fyrir hjól- reiðastíga sem nú er unnið að hjá Vegagerðinni og Reykjavík- urborg. sbs@mbl.is Hjólreiðar verði raunverulegur valkostur, segir í samgönguáætlun Flestir til vinnu á fimm- tán mínútum Morgunblaðið/Eggert Aukin notkun reiðhjóla með tilheyrandi samdrætti í bílaumferð skilar mestum ávinningi í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. James Fletcher er Breti og starfaði við mótorhjólaviðgerðir í heimalandi sínu áður en hann flutti til Íslands. „Við höfum leigt hjól í yfir tuttugu ár. Fyrst og fremst eru það erlendir ferðamenn sem eru viðskiptavinir. Vertíðin er ekki alveg byrjuð en það styttist í hana,“ segir hann. „Það er mest að gera í hjólaleigunni á sumr- in. Íslendingar leigja líka hjól en það er minna um það. Við leigjum hjól allt árið, enda ekkert að því að hjóla á veturna hér í Reykjavík,“ segir hann. James býður útlend- ingum upp á kort af hjólaleiðum í Reykjavík sem borgin hefur útbúið en hann er ekki hress með hversu hægt gengur að koma upp hjólastíg- um. „Við erum með hjól á tjaldstæð- inu við Laugardal og á Hverfisgötu 50,“ segir hann. Verðið segir hann sambærilegt við það sem gerist í öðrum löndum. „Ég er með vönduð hjól í toppstandi, enda þýðir ekkert að bjóða upp á drasl. Túristarnir leigja oft hjól til að ferðast um land- ið,“ bætir hann við. Tilraun sem mistókst „Ég vona að þeir sem stjórna borginni fari að huga að reið- hjólastígum. Það voru gerðar ein- hverjar tilraunir í fyrra en þær voru ekki nógu vel skipulagðar að mínu mati. Það þarf að gera þetta vel og vandlega. Það var settur upp hjóla- stígur á parti hér á Hverfisgötunni en það skildi enginn hvað þetta væri. Svo var hann skuggamegin en allir vilja hjóla í sólinni,“ segir James. Hann segist hjóla sjálfur, enda sé það umhverfisvænn ferða- máti. Á veturna þegar minna er að gera í hjólaviðgerðum og -leigu hef- ur hann smíðað hjólastanda sem eru víða, t.d. við skólana. „Ég vona að hjólreiðar eigi eftir að aukast á Ís- landi. Það er allt sem mælir með því, bensínverðið og mengun auk þess sem offituvandamálið væri ekki til ef fólk hreyfði sig meira. Hjól- reiðar eru heilsubætandi. Ef maður selur bílinn fyrir milljón og kaupir gott hjól fyrir 200 þúsund þarf ekki að borga neinar tryggingar. Það er mikill sparnaður,“ segir James sem selur einnig mótorhjólafatnað og brýnir hnífa svo eitthvað sé nefnt. elal@simnet.is Hjá Borgarhjólum í Reykjavík er boðið upp á viðgerðir á reiðhjólum en einnig er þar starfandi reiðhjólaleiga, sú eina í borginni Hjólaleiga í miðri borg Morgunblaðið/Eggert „Ég er með vönduð hjól í toppstandi, enda þýðir ekkert að bjóða upp á drasl,“ segir James Fletcher á Borgarhjólum við Hverfisgötu. Anouska Hempel er vel þekkt nafn í hönn- unargeiranum, hvort sem um er að ræða í inn- an- eða utanhúshönnun, húsgögnum, tísku, snekkjum eða vöruhönnun. Þessi fyrrverandi kvikmyndaleikkona frá Nýja-Sjálandi á ættir að rekja til Rússlands og Sviss en hún býr í Bretlandi. Hún hefur hannað innviði nokkurra lúxushótela, allt frá gesta- herberjum og móttöku til matseðla og má þar nefna Blakes Hotel í London og Amsterdam sem og The Hempel í London. Blakes-hótelið í London þótti marka tímamót í hönnun árið 1978, en hvert herbergi hafði sinn stíl, var ýmist ljóst og létt eða dökkt og þungt. Hótelið gengur nú í endurnýjun lífdaga undir handleiðslu Ano- uska Hempel. Meðfylgjandi myndir eru frá Blakes- hótelunum. Dramatísk naumhyggja Anouska Hempel Baðherbergi undir súð í Blakes í Amsterdam. Hvert herbergja Blakes í London hefur sinn stíl. Hér gefur að líta austurlenska himnasæng. Minimalísk sena frá Blakes Hotels.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.