Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 12
12 19. maí 2011fasteignir
Fjarðargötu 17, Hafnarfirði
Sími 520 2600
as@as.is • www.as.is
Opið virka daga kl. 9-17
Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali
• Glæsilegar lúxusíbúðir.
• 2ja herbergja og 3ja herbergja íbúðir.
• Baðherbergi og þvottahús flísalögð.
• Stærð frá 83 fm að 135 fm.
• Verðbil er frá 21,2 millj. til 34,0 millj.
• Vandaðar sérsmíðar innréttingar frá GKS, spónlagðar í Eik.
• Stæði í bílgeymslu fylgir hverri eign. Lyfta.
NORÐURBAKKI 15, 17 og 19 - HAFNARFIRÐI
Sölumenn sýna eignina,
vinsamlega pantið tíma
hjá þeim
Nýkomið á sölu
Rjúpufellið er gatan mínog aðstæður sem ég ólstþar upp við mótuðu migmikið. Til þess var ætl-
ast að ég gæti ung bjargað mér;
það leiddi til þess að ég varð sjálf-
stæðari en ella hefði orðið. Lét ég
mig jafnframt einu gilda hver við-
brögð umhverfisins væru við því,
sem ég tók mér fyrir hendur. Ég
var með lykil að íbúðinni heima um
hálsinn og er úr hópi lykla-
barnanna í Breiðholtinu sem voru
umtöluð á sínum tíma. Jú, ég fór
mínar eigin leiðir; tók strætó niður
í bæ, pantaði tíma hjá lækni þyrfti
þess og svona gæti ég haldið
áfram. Líklega geta margir sem ól-
ust upp í Breiðholtinu á þessum ár-
um sagt svipaða sögu,“ segir Elsa
Hrafnhildur Yeoman, borg-
arfulltrúi Besta flokksins og forseti
borgarstjórnar Reykjavíkur.
Seldi myndir og blöð
Elsa Hrafnhildur var á öðru ári
þegar hún flutti í Rjúpufellið með
foreldrum sínum, Margréti Mar-
inósdóttur og Róbert Yeoman. Á
þessum tíma – það er árunum upp
úr 1970 – var Breiðholtið að byggj-
ast upp og þar risu stór fjölbýlis-
hús með fjölda íbúða. Húsin voru
gjarnan byggð á vegum Húsnæð-
isstofnunar eða Reykjavíkurborgar
með félagsleg sjónarmið í huga,
svo efnaminna fólki gæfist kostur á
að festa sér íbúð – annars hefði það
verið því ógerlegt.
„Við erum fjögur systkinin og í
80 fermetra íbúð var sex manna
fjölskylda. Ekkert okkar systk-
inanna hafði sérherbergi og við lét-
um okkur ekki detta slíkt í hug.
Mamma vann á þessum tíma sem
herbergisþerna á Hótel Loftleiðum
og pabbi í kerskálanum í álverinu í
Straumsvík. Það var aldrei skortur
á heimilinu þótt sitthvað vantaði
stundum,“ segir Elsa Hrafnhildur
sem fann upp á ýmsu sem stelpa til
að verða sér út um vasapeninga.
„Ég tók stundum strætó niður í
bæ og seldi blöð. Teiknaði myndir
og gekk stundum milli íbúða í
blokkunum í Breiðholtinu og seldi
þær. Þannig útvegaði ég mér pen-
ing til þess að geta keypt mér eitt-
hvað fallegt, farið í bíó og gert það
sem alla krakka langar líklega til,“
segir Elsa Hrafnhildur. „Og í
þessu umhverfi leið mér vel. Vissu-
lega segja sumir að Breiðholtið ein-
kennist af lífvana steinsteypuköss-
um og fyrir vikið sé yfirbragð
þessa svæðis kalt. Hitt má þó ekki
gleymast að í íbúðunum í þessum
stóru húsunum býr fólk sem maður
tengist og þar með umhverfinu.
Fyrir vikið finnst mér vænt um
Breiðholtið og vil því allt hið besta,
eins og ég hef reynt að vinna að,
meðal annars í gegnum Hverfisráð
Breiðholtsins þar sem ég á sæti.“
En rætur Elsu Hrafnhildar
liggja víðar. „Ég sótti sem barn
mikið til móðurafa míns og –ömmu
sem bjuggu við Bárugötu. Það var
allt annað umhverfi en heima í
Rjúpufelli. Faðir minn er banda-
rískur og heimilishættir tóku tals-
vert mið af því. Oft voru plötur
með Dolly Parton og Kenny Ro-
gers á fóninum og Ameríka var
satt að segja aldrei langt undan. Á
Bárugötunni voru hlutirnir með
allt öðrum brag; marmarakaka hjá
ömmu, kandís í kari, veðurfrétt-
irnar í Ríkisútvarpinu og Mogginn
á eldhúsborðinu. Þessi stóíska ró
yfir öllu. Rjúpufell og Bárugata eru
annars svo ólíkar götur að sam-
anburður er á margan hátt ekki
mögulegur. Þetta er eins og að
ætla að leggja Frakkland og Fær-
eyjar að jöfnu, án þess að verra
viss um hvor væri hvað,“ segir Elsa
Hrafnhildur sem fyrir nokkrum ár-
um keypti sér íbúð á Vesturgöt-
unni. Það hafi verið góður kostur
þegar hún valdi að vera nærri mið-
borginni og það breytir samt ekki
því að ræturnar liggja í Breiðholti
– og gjarnan sagt að slóðir bernsk-
unnar fylgi okkur mannfólkinu alla
ævi.
sbs@mbl.is
Gatan mín Rjúpufell
Lyklabarnið kemur úr Breiðholti
Morgunblaðið/Ómar
„Í íbúðunum í þessum stóru húsunum býr fólk sem maður tengist ,“ segir Elsa Hrafnhildur Yeoman forseti borgarstjórnar.
R
jú
p
u
fe
ll
To
rf
uf
el
l
U
nu
fe
ll
V
öl
vu
fe
ll
Breiðholtsbraut
Norðurfell
Suðurfell
Keilufell
Gerðuberg
Hraunberg
Ve
st
ur
be
rg