Morgunblaðið - 21.05.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.05.2011, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 2 1. M A Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  118. tölublað  99. árgangur  DRAUMURINN VERÐUR AÐ VERULEIKA DRENGURINN KRUMMI OG KRABBINN MIKILVÆGT HLUTVERK Í BORGINNI SUNNUDAGSMOGGINN VALUR 100 ÁRAFLÝGUR HEIM 22 Morgunblaðið/Kristinn Líkbrennsla Tveir líkbrennsluofnar hafa verið í landinu frá árinu 1948, í Fossvogi.  Bálförum hefur fjölgað mikið á umliðnum árum og jafnvel svo að talað er um gríðarlega breytingu á útfararsiðum þjóðarinnar. Á síð- asta ári fóru fram 449 bálfarir eða 22,3% hlutfall af öllum látnum á árinu. Hlutfallið var hins vegar rétt rúmlega tíu prósent árið 2000. Ef aðeins er litið til höfuðborgar- svæðisins fer hlutfall bálfara hins vegar upp í fjörutíu prósent af út- förum. Að sögn Þórsteins Ragn- arssonar, formanns Kirkjugarða- sambands Íslands, er ekki talið ólíklegt að hlutfallið verði komið í 40% á landinu öllu árið 2015, en á annað þúsund beiðna um bálfarir liggja fyrir í gagnagrunni. Þrátt fyrir fjölgun bálfara hefur hlutfall beiðna um leyfi til að dreifa ösku haldist mjög lágt, en það varð fyrst leyfilegt árið 2003. »32 Sífellt fleiri biðja um að verða brenndir Hjörtur J. Guðmundsson Einar Örn Gíslason Frammistaða Landspítala - háskóla- sjúkrahúss í rannsóknastarfi er ekki dæmigerð fyrir minni háskólastofn- anir á Norðurlöndum, en spítalinn stendur öðrum sjúkrahúsum framar þegar horft er til tilvitnana í birtar rannsóknir. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarráðs Norður- landa, sem meðal annars er unnin í samstarfi við Rannís. Niðurstöður skýrslunnar sýna að fræðilegt rann- sóknastarf á Íslandi stendur í mikl- um blóma og fer Landspítalinn þar fremstur í flokki. Birtum rannsókna- niðurstöðum hér á landi hefur fjölg- að um tæp 50% á síðustu fimm árum, sem er langt umfram hlutfallið ann- ars staðar á Norðurlöndum. Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, er að vonum ánægður með út- komuna, sem hann segir að megi rekja til hinnar sterku hefðar sem myndast hafi fyrir því að rækja há- skólahlutverk spítalans vel. Þegar kreppa tók að í efnahagslíf- inu hafi sú ákvörðun verið tekin að efla frek- ar rannsókna- starf en hitt. Sú áhersla hafi mikil áhrif á tekju- möguleika í framtíðinni, til dæmis í gegnum nýsköpun byggða á rann- sóknum. Sterk staða spítalans á fræðasviðinu hefur orðið til þess að nágrannaþjóðir okkar, Grænlend- ingar og Færeyingar, „sjá að sú þjónusta og sá spítali sem við rekum er á pari við aðra stóra háskólaspít- ala á Norðurlöndum,“ segir Björn. Þeir horfi því í auknum mæli hingað til lands hvað læknisþjónustu varð- ar. „Það bætir líka í sarpinn og eykur tekjur hjá okkur.“ MKomum vel út í samanburði »6 Vísindastarfið blómstrar  Virkni íslenskra fræðimanna hefur stóraukist undanfarin ár og gæði sömuleiðis  Landspítalinn stendur öðrum háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndum framar Björn Zoëga Hún tók hretinu með stóískri ró æðarkollan þar sem hún lá á eggjum sínum á Siglufirði í gær. Ævar Petersen fuglafræðingur segir lífsvon unganna geta verið ágæta. Æðarkollan liggi nánast stöðugt á eggjunum og geti verið án mat- ar í þann mánuð sem varpið tekur. Þá geti aðrar fuglar, á borð við gæsir, vel staðið af sér hret. Varptíðin sé nýhafin hjá mörgum fuglum og því sé tími til að verpa á ný. »12 Ljósmynd/Sveinn Þorsteinsson Móðurást undir hvítum feldi  Stjórn Vinstri grænna fagnar nýjum frumvörpum um breytingar á kvótakerfinu og hvetur ríkis- stjórnina til að „hvika ekki frá áformunum“. Þetta kom fram í til- lögu að ályktun um stuðning við stjórnina á flokksráðsfundi VG í Reykjavík í gær. Við það tækifæri lagði bæjarráð VG í Hafnarfirði m.a. fram áskorun til stjórnlagaráðs þar sem kallað er eftir endurskoðun á þeim ákvæðum stjórnarskrár sem tryggja alþing- ismönnum setu óháð því hvort þeir styðja framboðin að baki sér. »2 Hviki ekki frá breyt- ingum á kvótakerfi Næstkomandi mánudag fagnar Guð- ríður Guðbrandsdóttir 105 ára af- mæli sínu. Hún fer allra sinna ferða fótgangandi og er aðeins nýfarin að notast við göngugrind. Guðríður sækir leikfimi tvisvar í viku og tekur þátt í öllu því félagslífi sem boðið er upp á í Furugerði, þar sem hún býr. Hún fæddist á Spágilsstöðum í Dalasýslu árið 1906, sjötta af ellefu systkinum. Eitt af hennar fyrstu störfum var að sauma leðurskó á vinnumenn á bænum Hjarðarholti en maður hennar, Þorsteinn Jó- hannsson, starfaði einmitt sem skó- smiður þar til gúmmískórnir komu til sögunnar og minna varð að gera. Guðríður man sannarlega tímana tvenna en segir rafmagnið hafa verið mestu byltinguna, með tilkomu þess hafi mörg verk orðið auðveldari. Dægradvöl fólks hafi einnig tekið stakkaskiptum en eitt af hennar helstu áhugamálum er að rifja upp gamlar þulur og ætlar hún í tilefni merkisafmælisins að fara með 84 er- inda kvæði, eftir minni, í veislunni á mánudaginn. »4 Jákvætt hugarfar er lykillinn  105 ára og fer með 84 erinda kvæði eftir minni Morgunblaðið/Eggert 105 ára Guðríður Guðbrandsdóttir. Þegar ljóst var að til greina kom að gömlu bankarnir eignuðust virkan hlut í nýju bönkunum komst Fjár- málaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að slíkt fyrirkomulag væri ekki heppi- legt og þrotabú gömlu bankanna gæti ekki talist hæfur eigandi að ráðandi hlut í bönkunum. Fram kemur í skýrslu fjármálaráð- herra um endurreisn viðskiptabank- anna að Fjármálaeftirlitið hafi á sín- um tíma komist að þeirri niðurstöðu að veigamikil rök væru gegn því að þrotabú gömlu bankanna færu með virkan eignarhlut í nýju bönkunum. FME dró til að mynda í efa að mark- mið starfsemi þrotabúanna – það að hámarka verðmæti eignasafns í þágu kröfuhafa á sem skemmstum tíma – færi í öllum tilvikum saman við far- sælan rekstur fjármálafyrirtækja. Upphaflega stóð til að ríkið tæki yfir alla bankana eftir skiptingu þeirra en hins vegar breyttu stjórnvöld skyndi- lega um stefnu í febrúar 2009. Í fram- haldinu urðu kröfuhafar þrotabúa Glitnis og Kaupþings ráðandi hluthaf- ar í nýju bönkunum tveim. »28 FME varaði við eign- arhaldi á bönkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.