Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 VIÐTAL Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Hún kemur brosandi til dyra og býð- ur mig velkomna, Guðríður Guð- brandsdóttir, sem næstkomandi mánudag fagnar 105 ára afmæli sínu. Guðríður býr í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Furugerði 1 en þar hefur hún búið frá því byggingin var reist árið 1979 og borðar hún hádeg- ismat og sækir það félagsstarf sem boðið er upp á, m.a. leikfimi tvisvar í viku. Guðríður fer allra sinna ferða fót- gangandi og örstutt er síðan hún fór að ganga við grind, þangað til dugði henni stafur til að styðja sig við. Dótturdóttir hennar, Júlíana, er ömmu sinni innan handar við að taka á móti blaðamanni og ljósmyndara, enda tekur Guðríður það sér- staklega fram hvað hún er lánsöm að eiga mörg dásamleg barnabörn. Alin upp af ömmu Guðríður fæddist á Spágilsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu, 23. maí 1906, sjötta af ellefu systkinum. Þar var mikill búskapur, kindur, kýr og hest- ar og stúlkan ung þegar hún var lát- in hjálpa til. Margt var af fullorðnu fólki á bænum en það var amma Guðríðar og nafna sem ól hana upp. „Amma mín var þarna hjá for- eldrum mínum og var látin taka við mér þegar ég var skírð. Hún var sjálfrar sín eins og kallað var, hafði allt sitt sjálf og réð sér sjálf, og hafði mig til yfirráða. Hún var 74 ára þeg- ar ég fæddist en mjög brött. Hún ól mig upp og hugsaði um mig þegar ég var krakki og seinna mátti enginn hugsa um hana nema ég. Þá sagðist hún vera búin að leggja það inn hjá mér,“ segir Guðríður og hlær dátt. Þegar amma Guðríðar lést fór stúlkan í fyrsta sinn að heiman rúm- lega tvítug og dvaldi aðra hverja viku á næsta býli sem hét Hjarð- arholt. Þar fékk hún þann starfa að búa til leðurskó á vinnumennina, sem var erfitt starf en fór henni vel úr hendi. Stuttu seinna var hún ráð- in vinnukona í Brautarholti en þar kynntist hún manni sínum, Þorsteini Jóhannssyni, og fluttust þau fljót- lega til Búðardals og byggðu sér þar hús. Í Búðardal starfaði Þorsteinn sem skósmiður en réð sig síðan til kaupfélagsins þegar gúmmískórnir komu til sögunnar og minna varð að gera, segir Guðríður. Var gefin stúlka Guðríður og Þorsteinn áttu engin börn saman en tóku að sér og ólu upp tvö uppeldisbörn, Sigurð og Halldóru, og ættleiddu dótturina Gyðu, sem var bróðurdóttir Þor- steins. „Þegar Sigurður og Halldóra voru að stálpast fóru þau að Laugum á sundnámskeið og við fórum inn að Sælingsdal en þar var nýfædd stúlka. Pabbi hennar segir við mig: Á ég ekki að gefa þér stelpuna? Jú, segi ég, ef þú ætlar að gefa mér hana, þá tek ég hana. En hvað segir Gunna? sagði ég. Jú, ætli það ekki, sagði hún. Og það var úr að ég fór með hana heim. Hún var ekki nema 16 merkur. Og það var mamma hennar, Gyða,“ segir Guðríður og bendir á Júlíönu sem brosir við. Eftir tæp tuttugu ár í Búðardal flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Guðríður hélt stórt heimili og var mikill gestagangur. Bjuggu þau á nokkrum stöðum í borginni þar til þau fengu íbúð í nýbyggðu húsinu við Furugerði 1. Guðríður tekur undir það að hún hafi sannarlega lifað tímana tvenna og þjóðfélagið hafi tekið miklum stakkaskiptum á ævi hennar. Hún á hins vegar ekki erfitt með að gera upp við sig hvað henni finnst bera hæst þegar hún lítur tilbaka. Rafmagnið breytti miklu „Það er rafmagnið sem mér finnst hafa gert mikla lukku. Þegar ég var að alast upp var margt erfitt, bæði þvottar og fleira þess háttar. Þegar ég var að vakna á morgnanna og langaði í kaffi þá þurfti ég að byrja á því að kveikja eldinn og sækja vatnið en núna þarf ég ekki nema að ýta á takka, þá er kaffið tilbúið. Þetta er mikill munur,“ segir Guðríður. Við ræðum það einnig hvernig dægradvöl fólks hefur breyst í gegn- um árin og ég spyr hana hvort það sé rétt sem ég hef heyrt að hún stytti sér stundir við að fara með þulur. „Jú,“ svarar Guðríður um hæl og rifjar upp atvik sem er henni eft- irminnilegt; þegar hún var að leika sér með skeljar með bræðrum sínum og amma hennar kallaði á þau til að kveða fyrir þau við tóvinnuna. Að sögunni lokinni kveður hún fyrir mig eitt af uppáhaldskvæðum ömmu sinnar, kvæði sem hún segist aldrei hafa lesið á bók og lifir nú í minninu. Merkisafmælið er rétt handan við hornið og tvær stórar tertur hafa verið pantaðar í tilefni dagsins og búið að bjóða nánustu ættingjum og nágrönnunum í Furugerði. Há- punktur veisluhaldanna verður án efa þegar afmælisbarnið sjálft stígur á stokk og kveður 84 erinda kvæða- bálk, einnig eftir minni. „Ég þakka því bara að ég hef ver- ið jákvæð,“ svarar Guðríður að lok- um, hinni óhjákvæmilegu spurningu um hverju hún eigi langlífið að þakka. „Ég hef alltaf reynt að gleyma ef eitthvað hefur verið verra. Það má fara í skuggann,“ segir hún, áður en við kveðjumst. Rafmagnið mesta byltingin  Guðríður Guðbrandsdóttir fagnar 105. aldursárinu næstkomandi mánudag  Eitt af fyrstu störf- unum var að sauma leðurskó á vinnumenn  Ætlar að fara með 84 erinda kvæði í afmælisveislunni Morgunblaðið/Eggert Merkisafmæli Guðríður Guðbrandsdóttir fagnar 105 ára afmæli sínu næstkomandi mánudag. Hún þakkar langlífið jákvæðu hugarfari og segist hafa reynt að gleyma því sem ekki hafi verið gleðilegt. Afmælisbarnið » Guðríður Guðbrandsdóttir fæddist á Spágilsstöðum í Lax- árdal í Dalasýslu 23. maí 1906. » Hún fer allra sinna ferða fót- gangandi og fer m.a. í leikfimi tvisvar í viku og stundar allt fé- lagslíf sem í boði er í Furu- gerði. » Guðríður ætlar í tilefni 105 ára afmælisins að fara með 84 erinda kvæði, eftir minni. Guðríður segir tilkomu rafmagns- ins hafa verið meðal þeirra breyt- inga sem mestu skiptu en mörg störf hafi verið erfið áður en það kom til sögunnar. Henni eru mjög eftirminnilegar eldavélar sýslu- mannsins í Búðardal en hjá honum var hún starfsstúlka fyrir daga raf- magnsins þar í bæ. „Þá var þar kolaeldavél en mikið notaður mór í hana. Og hún var svo lítil að þegar fólk kom að borða frá býli sem sýslumaðurinn átti, þá var eldamennskan svo mik- il að ég þurfti að láta það sem var í eftirmatinn í hitakassa. Þá hélst það heitt. En rétt eftir að ég fór þá kom stór vél sem alltaf var heit og það var alltaf hægt að hita á henni kaffi,“ segir Guðríður. Hún var ekki há í loftinu þegar hún fór fyrst að vinna og man sér- staklega eftir því að hafa verið lát- in skúra gólf á sumrin. Rétt um tví- tugt hóf hún störf sem vinnukona á bænum Brautarholti í Haukadal, þar sem hún kynntist manni sínum Þorsteini, en í þá daga var frítím- inn af skornum skammti. „Það var aldrei frí,“ segir Guð- ríður. „Við unnum mikið. Maður átti nú að eiga frí svona á sunnu- dögum en þá þurfti maður að þjóna sjálfum sér,“ segir hún. Margt hafi breyst og störf orðið léttari með nýjum tímum. Mörg verk léttari í dag BREYTTIR TÍMAR Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Hagfræðingarnir Jón Steinsson, að- stoðarprófessor við Columbia-há- skóla í Bandaríkjunum, og Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hafa verið fengnir til að rita greinargerðir um frumvarp Jóns Bjarnasonar til laga um stjórn fisk- veiða. Þegar leitað var staðfestingar á þessu í forsætisráðuneytinu í gær fengust þær upplýsingar frá ráðu- neytissstjóra, Ragnhildi Arnljóts- dóttur, að fyrirspurninni væri rétt að beina til viðeigandi ráðuneytis, sem væri sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið. Þar könnuðust starfs- menn hins vegar ekki við að hafa fengið hagfræðingana tvo til starf- ans. Jón Bjarnason skipaði nýlega starfshóp undir forystu hagfræð- ingsins Axels Hall, til að meta hag- ræn áhrif frumvarpsins, eins og áður hefur verið greint frá. Sá hópur mun skila skýrslu í byrjun júní. „Ég var beðinn um að skrifa álits- gerð um frumvarpið sjálft. Ég hef gert það, skrifað um mitt persónu- lega álit út frá minni sérþekkingu,“ sagði Þórólfur Matthíasson í samtali við Morgunblaðið í gær. Um efnis- legt innihald greinargerðarinnar segir Þórólfur að hann telji að hægt sé að ná því markmiði að koma arð- inum af sjávarauðlindinni í ríkari mæli til almennings með minni inn- gripum en lagt er til í frumvarpinu. Þar sé fullmikið lagt í hendur stjórn- málamanna að ráðstafa veiðiheimild- um. Þá orki útdeiling teknanna af veiðigjaldinu tvímælis og heppilegra gæti verið að nota jöfnunarsjóð sveitarfélaga í það. Þórólfur kvaðst þá þegar hafa skilað áliti sínu til forsætisráðuneyt- isins, sem hefði beðið hann um að skrifa greinargerðina. Samkvæmt heimildum innan úr stjórnsýslunni ríkir nokkur óánægja í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu með afskipti forsætisráðu- neytisins af matinu á hinum hag- rænu áhrifum kvótafrumvarpsins, sem annar hópur sinnir nú þegar. Þórólfur Matthíasson Jón Steinsson Jón og Þórólfur gefa álit Icecold silfurhálsmen kr. 12.900 FALLEGAR ÚTSKRIFTARGJAFIR HJÁ JÓNI OG ÓSKARI Icecold silfurhálsmen kr. 8.100 með zirkoníu steinum PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 13 01 www.jonogoskar.is LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.