Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Jóhann Óli hafði aldrei veitt neina athygli áður. Reyndar var þetta lómapar eitthvað þreytt því það svaf nánast allan þann klukkutíma sem ég fylgdist með því. Næst sá ég skúfönd sem var þarna á tjarnarbakka eitthvað að dunda sér, auk þess sem óðinshani spókaði sig um. Skemmtilegast þótti mér samt að fylgjast með hversdagslegu stokk- andarpari sem var í miklum athöfn- um á tjörninni. Þær voru eitthvað að knúsast og atast hvor í annarri, fá sér að éta og annað sem stokkendur gera. Ég gleymdi mér í langan tíma við að fylgjast með þeim enda um af- skaplega lífsglaðar endur að ræða sem hlökkuðu eflaust til að fá litlu ungana sína í heiminn síðar í vor. Bjarthegri sá sjaldgæfasti Jóhann Óli sagði sjötíu til áttatíu fuglategundir hafa sést á svæðinu, sumar bara einu sinni. Tuttugu og fimm tegundir verpa á svæðinu að staðaldri. „Lómurinn er einkenn- isfugl friðlandsins, svo eru þrjú pör af álft sem halda sig hér og margar andategundir. Branduglan er sjald- gæfasti varpfuglinn hér auk grafand- arinnar. Sjaldgæfasti fugl sem hefur sést á svæðinu er bjarthegri. Rúkragi hefur líka sést einu sinni,“ segir Jó- hann Óli. En hvenær er besti tíminn til að fara í fuglaskoðun? „Vorið er yndislegur tími; apríl, maí, júní og aðeins fram í júlí. Hérna er sennilega besti tíminn í kringum mánaðamótin maí-júní. Þá er mjög gott að vera hérna á morgnana og kvöldin, fuglar eru fjörugastir þá. Yf- ir hádaginn dettur lífið aðeins niður, þá fá þeir sér síestu. Fuglalífið róast í september, október og er lítið yfir vetrartímann.“ Jóhann Óli verður hugsi þegar ég spyr hver sé uppáhaldsfuglinn hans. Það er erfitt að gera upp á milli þeirra. „Í uppáhaldi eru eiginlega þeir fuglar sem ég er að vinna með í það og það skiptið. Þegar ég var að vinna að lundabókinni var lundinn uppáhaldsfuglinn minn. Nú er ég að vinna að endurútgáfu á Fuglavísinum og þá eru allir fuglarnir í uppáhaldi,“ segir hann og í því flýgur stari í kringum okkur. Starinn á hreiður undir þakskegginu á fuglaskoð- unarhúsinu. „Þetta er einn al- skemmtilegasti fugl sem ég veit um,“ segir Jóhann Óli og bendir á starann. Hann er örugglega einn af fáum sem finnst það. „Þegar maður kynnist staranum og er í nábýli við hann breytist viðhorfið. Það eru þrjú stara- hreiður heima hjá mér, í varpkössum sem ég er með utan á húsinu.“ Óþolinmóðir fuglaskoðarar til Friðland í Flóa er um 50 hekt- arar að stærð og mun jafnvel stækka á næstu árum. Þetta er vinsælt fugla- skoðunarsvæði og nokkur þúsund manns sem heimsækja það á hverju ári að sögn Jóhanns Óla. Fólk getur skoðað fuglana úr fuglaskoðunarhús- inu eða gengið hring sem er stikaður á svæðinu. Reyndar var ekki hægt að ganga hann þennan dag þar sem jörðin var of blaut. Jóhann Óli segir að fuglaskoðun fari allavega fram, sumum finnist best að setjast á þúfu eða undir vegg með kaffibrúsa og fylgjast með því sem fram fer. „Þeir sem stunda fuglaskoðun eru að sækjast eftir útiverunni, sam- neyti við náttúruna og að fræðast um hana. Sumir eru safnarar, safna fuglategundum, aðrir teikna þá, mála eða skera út. Það hefur líka orðið gríðarleg sprenging í þeim sem mynda fugla með tilkomu stafrænu myndavélanna. En fyrir tíu árum var hægt að telja okkur á fingrum ann- arrar handar sem tókum fuglamynd- ir. Fuglarnir eru svo stór hluti af ís- lenskri náttúru, þeir vekja stemningu, eru fallegir, gefa frá sér falleg hljóð og þeir eru skemmtilegir. Við eigum svo fá landspendýr og þess vegna spila fuglarnir stærri hlutverk í náttúrunni en ella.“ Jóhann Óli segir að fyrstu skref- in fyrir þá sem vilja gera fuglaskoðun að sínu áhugamáli sé að eignast sjón- auka og fá sér fuglabók. „Þá er bara að fara út á örkina og æfa sig í að þekkja fugla. Það er líka gott að punkta hjá sér upplýs- ingar. Síðan er hægt að leita til félagsskapar eins og Fuglaverndar, þar eru alltaf fræðslufundir og ým- iskonar uppákomur en það er gott að fara með reyndu fólki í ferðir. Fræðsluvefir eru líka margir og góðir eins og fuglavefur Námsgagnastofn- unar.“ Spurður hvort fuglaskoðun sé ekki áhugamál sem krefst þolinmæði hlær Jóhann Óli og segist nú alveg þekkja óþolinmóða fuglaskoðara. „Það er sérstaklega ljósmyndunin sem er þolinmæðisvinna. Stundum þarf að sitja dögunum saman í felu- skýli og það er verst þegar ekkert gerist. Sumir geta setið tímunum saman og fylgst með fuglum enda er þetta oft mikil upplifun, sérstaklega á þessum árstíma,“ segir Jóhann Óli. Frá Friðlandinu í Flóa hélt hann á Seltjarnarnesið þar sem hann átti líka að leiða fuglaskoðun þennan dag. Ég hélt aftur á móti sæl og glöð heim á leið, nokkru vitrari um fuglalífið. Á sundi Lómur er einkennisfugl Friðlandsins enda fallegur fugl. ww.fuglavernd.is Rólegheit Álftapar með ungana sína á sundi á tjörn í Flóanum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 „Ég ætla ekki á fætur fyrr en um tíu, því ég var að sauma fram á nótt,“ segir Gunn- hildur Stefáns- dóttir eigandi Gamms, nýrrar ís- lenskrar hönn- unar og fram- leiðslu á kvenfatnaði, en hún heldur gangbrautartískusýningu á gatnamótum Hverfisgötu og Klapp- arstígs í kvöld. „Dagurinn fer allur í undirbúning fyrir kvöldið. Í hádeginu hitti ég Önnu, eiganda Barber thea- ter, sem heldur partýið með mér. Fyr- irsæturnar koma svo klukkan sex og- fagnaðurinn byrjar klukkan átta og allir eru velkomnir. Tískusýningin verður klukkan níu en þar ætla ég að kynna vor- og sumarlínuna mína.“ Gunnhildur segir að borgarumhverfið og þar með gatnakerfið hafi áhrif á hönnun hennar. „Gatnamót Hverfis- götu og Klapparstígs henta mjög vel til tískusýningar, þetta er skemmti- legt svæði, hér er fornbókabúðin hans Braga, hótel og listagallerí og það er gaman að nýta þetta lifandi umhverfi til að halda götupartý,“ segir Gunnhildur en Gammur opnaði verslun í húsnæði Barber Theater við Hverfisgötu 37 í febrúar og viðtökur hafa verið afar góðar. Nafnið Gamm- ur segist hún hafa gefið fyrirtækinu til að heiðra minningu handavinnu- kennara síns frá því í grunnskóla sem var þýsk og hét Margot Anna Klara Gamm. „Til að gera það íslenskt bætti ég -ur aftan við. Margot hafði mikla trú á mér og leyfði mér að gera svo margt. En leiðin var löng að Gammi, ég tók BA í íslensku, kenndi, fór svo í Kennó og útskrifaðist sem textílkennari, en endaði hér og er komin á réttan stað.“ Hvað ætlar þú að gera í dag? Flott Sýnishorn af því sem kemur frá Gammi og verður á sýningunni í kvöld. Fer með Gamminn út á götu Gunnhildur Stefánsdóttir Hnetur Varasamar á marga vegu. Fuglaskoðun Óðinshani sást þennan dag. *Bremsuklossar að framan í Volkswagen Fox með vinnu. Eru bremsurnar í lagi? 25.067* Laugavegi 170 -174 • 590 5000 • hekla.is • hekla@hekla.is • Þjónustuverkstæði um land alltTímapantanir í síma 590 5000 og á gvf@hekla.is Das Auto. 24.–26. júní Hvammstanga Húnaþingi vestra www.landsmotumfi50.is m ag gi @ 12 og 3. is 24 8. 18 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.