Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
Um helgina stendur Bílgreina-
sambandið fyrir stórsýningu á far-
artækjum á hjólum í Fífunni. Opið
er frá kl. 11-18 á laugardaginn, en
frá 11-16 á sunnudaginn. Ókeypis
er inn á sýninguna.
Sýnt verður á yfir 4.000 fm og
sýnendur eru flest bílaumboð lands-
ins ásamt fyrirtækjum sem bjóða
upp á vörur og þjónustu sem á einn
eða annan hátt tengjast farar-
tækjum.
Á sýningunni verður að finna
nýjustu bílana á markaðnum auk
þess sem nokkur bifreiðaumboð
frumsýna nýjar gerðir bíla á sýn-
ingunni sem ekki hafa sést hér áð-
ur. Einnig verða til sýnis ferðabílar,
hjólhýsi, mótorhjól, fjórhjól og raf-
hjól, svo eitthvað sé nefnt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glæsikerrur Bílasýningingar eru vinsælar
víða um heim.
Bílasýning í Fífunni
Vísindamennirnir dr. Laurie Bert-
ram frá háskólanum í Toronto og
Lorena Fountaine prófessor frá há-
skólanum í Winnipeg verða með
þrjá fyrirlestra í maímánuði, bæði í
Reykjavík og á Akureyri, sem fjalla
um tengsl frumbyggja og íslenskra
landnema í Kanada. Fyrsti fyrir-
lesturinn verður í Þjóðmenning-
arhúsinu við Hverfisgötu í dag,
laugardag kl. 14:00. Hann nefnist
„Moccasintreyjur og elgskjöt: Saga
kanadískra frumbyggja og Vestur-
Íslendinga 1875 til dagsins í dag“.
Vestur-Íslendingar
og frumbyggjar
Maí er alþjóðlegur fótverndarmán-
uður og í ár er ljósinu beint að fót-
um og gigt. Af því tilefni munu Fé-
lag íslenskra fótaaðgerðafræðinga
og Gigtarfélag Íslands standa fyrir
opnum fræðslufundi á Grand Hótel
við Sigtún á þriðjudag nk. kl. 18.
Á fundinum mun Ingvar Teitsson
gigtarlæknir fjalla um fætur og
gigt og Guðrún Sigurbjörnsdóttir
fótaaðgerðafræðingur flytur erindi
undir heitinu „Fæturnir í fyrir-
rúmi“. Þá munu Guðrún V. Eyjólfs-
dóttir, Guðmundur R. Magnússon
og Gíslný Bára Þórðardóttir frá
Stoð tala um „Hvað er til ráða?“
Fundur um fótvernd
Innanríkis-
ráðherra hefur
sett á stofn
þriggja manna
fagráð sem fjalla
skal um ásakanir
vegna ofbeld-
isbrota og kyn-
ferðisbrota, m.a.
hjá trúfélögum.
Fagráðið skal
vera ráðherra til
ráðgjafar í málum sem þessum og
leiðbeina um leiðir til úrbóta. Þá
skal það móta reglur fyrir starf-
semina sem yrði grundvöllur að
breytingum á lögum um skráð trú-
félög og eftir atvikum stofnanir og
félagasamtök sem njóta opinbers
stuðnings og miði að því að koma
kærumálum í markvissan farveg.
Starfshópinn skipa Guðrún Ög-
mundsdóttir, tengiliður vistheimila,
Bragi Guðbrandsson, forstöðumað-
ur Barnaverndarstofu, og Björgvin
Björgvinsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá lögreglustjóranum
á höfuðborgarsvæðinu.
Fagráð um kynferð-
isbrot sett á stofn
Guðrún Ögmunds-
dóttir
STUTT
Átta smíðavellir verða starfræktir í Reykjavík í
sumar.
Smíðavellirnir sem eru fyrir börn á aldrinum 9-
13 ára (fædd 1998-2002) verða við Ársel, Rima-
skóla, Hólmasel, Miðberg, Breiðholtsskóla, Há-
teigsskóla, Melaskóla og Álftamýrarskóla. Flestir
vellirnir hefja starfsemi 6. júní og standa yfir í 3-5
vikur. Skráningargjaldið er 1000 kr. og skráning
fer fram á Rafrænni Reykjavík http://rafra-
en.reykjavik.is/pages/. Á smíðavöllunum gefst
krökkunum tækifæri til að virkja sköpunargáfu
sína og fá leiðsögn við að smíða kofa og ýmislegt
fleira skemmtilegt. Foreldrum, öfum og ömmum,
frænkum og frændum er velkomið að aðstoða við
smíðarnar.
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR)
býður auk smíðavallanna upp á sumarfrístund fyr-
ir 6-9 ára börn, fædd 2001- 2004, á frístundaheim-
ilum, sumarsmiðjur fyrir 10-12 ára börn, fædd
1998-2000, og sumaropnun í félagsmiðstöðvum
fyrir 13-16 ára unglinga, fædda 1995-1997. Að auki
býður ÍTR upp á siglinganámskeið og klúbba í
Siglunesi fyrir 9 ára og eldri, sem og bátaleigu fyr-
ir alla fjölskylduna. Þá verður boðið upp á dýra-
námskeið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrir
10-12 ára börn og eru þau líka sívinsæl. Skráning
er hafin á http://rafraen.reykjavik.is/pages/
Upplýsingar um þetta starf hjá ÍTR sem og
sumarstarf fjölmargra annarra aðila er að finna á
vefnum www.itr.is/sumar. Með leitarvél á vefnum
er hægt að finna framboð á viðfangsefnum og leita
eftir tímabili, aldri, hverfi og efnisflokki.
Afþreying í boði fyrir börn og unglinga
Í sumar Smíðavellirnir hafa notið mikilla vin-
sælda hjá börnum á undanförnum árum.