Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
Greiðum atkvæði um kjarasamningana
ábyrga afstöðuSýnum
FLÓABANDALAGIÐ
ATH! Atkvæði í póst skilist í síðasta lagi 20. maí
24.maí er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mörkuð er stefna um sameiginlega
uppbyggingu og markaðssetningu
atvinnusvæða á Suðurnesjum í
svæðisskipulagi sem unnið er að. Er
þetta nýjung hér á landi. Sveit-
arfélögin eiga eftir að koma sér
saman um hvernig þau skipta með
sér kostnaði við uppbygginguna og
tekjum af starfseminni.
Tekið er á mörgum sameig-
inlegum hagsmunum sveitarfélag-
anna fimm og skipulagsnefndar
Keflavíkurflugvallar og utanrík-
isráðuneytisins sem hefur umsjón
með varnarsvæðum við gerð svæð-
isskipulags Suðurnesja til 2024.
Hagsmunir nágrannasveitarfélaga
koma einnig við sögu, einkum Hafn-
arfjarðar, vegna orkumálanna.
Fjallað er um orkuvinnslu og flutn-
ing orkunnar og náttúruvernd.
Sameiginleg markaðssetning
Lögð er áhersla á atvinnumálin í
þeirri stefnumörkun sem gerð
svæðisskipulags er enda eru fjöl-
breytt atvinnutækifæri og vel laun-
uð störf talin ein af meginfor-
sendum þess að Suðurnesin verði
áhugaverður búsetukostur.
Tekin verða frá fjögur atvinnu-
svæði sem ná til tveggja eða fleiri
sveitarfélaga og þau skilgreind fyrir
ákveðna starfsemi. Stefán Gunnar
Thors, sviðsstjóri hjá VSÓ ráðgjöf
sem vinnur að skipulaginu, segir að
með því séu sveitarfélögin og aðrir
sem fara með skipulag á svæðinu að
vísa ákveðinni starfsemi inn á þessi
svæði.
Sveitarfélögin þurfa í framtíðinni
að ákveða hvernig þau standa að
uppbyggingunni. Stefán reiknar
með að þau muni stofna þróun-
arfélag til að annast hana og mark-
aðssetningu. Þá þurfa þau að út-
færa þessa stefnumörkun með því
að komast að samkomulagi um að-
ferðir við skiptingu kostnaðar og
tekna.
„Þetta er ný hugsun,“ segir Ás-
mundur Friðriksson, bæjarstjóri í
Garði. Hann segir mun vænlegra að
byggja upp í sameiningu. Hann seg-
ir að það sé dýrt fyrir einstök sveit-
arfélög að byggja upp mörg at-
vinnusvæði og auðveldara að
markaðssetja svæðin í samvinnu.
Þótt samvinna af þessu tagi hafi
ekki verið reynd hér á landi er hún
þekkt í Evrópu, ekki síst við upp-
byggingu hafnarsvæða og flugvalla.
Stefán Gunnar segir að hún hafi
reynst vel. Sveitarfélögin og sam-
starfsaðilar þeirra hafi náð að sigla í
sömu átt.
„Alls staðar þar sem sameig-
inlegir hagsmunir eru á svæð-
isskipulag við. Skýr stefnumótun er
alltaf til bóta,“ segir Stefán Gunnar
þegar hann er spurður að því hvort
þessi hugmynd um sameiginlega
uppbyggingu geti ekki átt víðar við,
til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.
Hann segir að þessi vinna byggist á
nýju skipulagslögunum þar sem lit-
ið er á svæðisskipulag sem stefnu-
mörkun þar sem tekið er á stóru
málunum og margt þurfi síðan að
útfæra í aðalskipulagi.
Kadeco eykur slagkraftinn
Stofnað hefur verið Þróunarfélag
Suðurnesja. Ásmundur Friðriksson
telur skynsamlegt að sameina það
Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar
(Kadeco) til að skapa slagkraft til
uppbyggingar. Ná þurfi sam-
komulagi við ríkið um að þær eignir
sem Þróunarfélagið hefur yfir að
ráða og er að selja nýtist til upp-
byggingar á svæðinu, eins og upp-
haflega var talað um.
Ásmundur segir að sú uppbygg-
ing sem sveitarfélögin vinna þegar
að, hvert hjá sér, haldi áfram. Tíma
taki að ýta sameiginlegu verkefn-
unum úr vör. Hann nefnir að upp-
bygging fangelsis á Rockville-
svæðinu í Sandgerðisbæ gæti orðið
fyrsta sameiginlega atvinnuverk-
efnið. Sveitarfélögin hafa unnið
saman að undirbúningi þess.
„Þegar svo stórverkefni eins og
álverið komast af stað verður þetta
blómlegasta svæði landsins,“ segir
Ásmundur.
Fyrirhugað er að kynna drög að
texta svæðisskipulagsins í
skipulags- og bygginga-
nefndum á næstunni, og
hefur sums staðar verið
gert. Málið verður rætt
í bæjarstjórnum
eftir sum-
arhlé og
stefnt er að
staðfest-
ingu þess
í upphafi
næsta
árs.
Fjögur sameiginleg atvinnusvæði
verða á Suðurnesjum, ef hugmyndir
samstarfsnefndar um svæð-
isskipulag ganga eftir.
A – Ásbrú norður
Á svæðinu frá Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar niður í Helguvík, sem nefnt er
Ásbrú norður, verður lögð áhersla á
flugstarfsemi á flugvallarsvæðinu
og samhliða því ýmiskonar flug-
tengda starfsemi. Á norðurhluta
svæðisins, í nágrenni Helguvíkur,
verður áhersla á stóriðju og stór-
skipahöfn. Uppbygging er þegar
hafin á því svæði. Flutninga-
starfsemi er einnig nefnd.
B – Ásbrú og gangurinn
Á svæði austan við flugvöllinn,
þar sem fyrir er ýmis starf-
semi á Ásbrú, er lögð áhersla
á flugtengda starfsemi. Jafn-
framt er stefnt að uppbygg-
ingu í heilbrigðisþjónustu,
menntastarfsemi, rannsóknum, ný-
sköpun og þróun. Áfram verður
unnið að því að byggja upp aðstöðu
fyrir hugverkaiðnað og gagnaver.
Meðfram Reykjanesbraut verður
megináhersla á margvíslega versl-
un og þjónustu.
C – Keilisnes
Gert er ráð fyrir framtíðariðn-
aðarsvæði á Keilisnesi. Þar verður
stóriðja og orkufrek starfsemi.
Samhliða verður stefnt að upp-
byggingu útflutningshafnar og
hafnsækinnar starfsemi sem nýst
geti Suðurnesjum og höfuðborg-
arsvæðinu.
D – Reykjanes
Lögð verður áhersla á orkuvinnslu
og orkurannsóknir á Reykjanesi.
Þar verður jarðhitaauðlindagarður
sem miðar að því að auka nýtingu
vistvænnar orku og framleiðslu
visthæfra afurða.
Fjögur atvinnusvæði
HUGMYNDIR Í SVÆÐISSKIPULAGI
Stefnt að sameiginlegri
uppbyggingu atvinnusvæða
Sveitarfélögin á Suðurnesjum og skipulagsyfirvöld á flugvellinum marka stefnuna í sameiginleg-
um hagsmunamálum Atvinnusvæðin markaðssett sameiginlega og útgjöldum og tekjum skipt
Morgunblaðið/ÞÖK
Keflavíkurflugvöllur Ásbrú norður liggur á milli Keflavíkurflugvallar og Helguvíkurhafnar. Flugtengd starfsemi verður þróuð við flugvöllinn.
Ásmundur
Friðriksson,