Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 16
Morgunblaðið/Ómar Leikskólinn Kjarrið Jóhanna Thorsteinsson sem rekur Kjarrið segir hægt að mæta þeirri sparnaðarkröfu sem bærinn fer fram á strax á næsta ári. Andri Karl andri@mbl.is Litli einkarekni leikskólinn Kjarrið hefur verið undirrót harkalegra deilna í bæjarráði Kópavogs undan- farna mánuði. Meirihlutinn tók þá ákvörðun að endurnýja ekki samning við rekstraraðila og sameina Kjarrið öðrum og stærri leikskóla sem stend- ur í næstu götu. Minnihlutinn telur hins vegar illa að málum staðið og átelur að ekki hafi verið reynt að leysa úr ágreiningsmálum með rekstraraðilanum. Í Morgunblaðinu í gær er rætt við Jóhönnu Thorsteinsson sem rekur Kjarrið. Hún segir þar, að sam- kvæmt sínum útreikningum takist henni að mæta þeirri sparnaðarkröfu – upp á 25 milljónir króna – sem bær- inn fer fram á strax á næsta ári. Þrátt fyrir það standi uppsögn samnings- ins. Guðríður Arnardóttir, oddviti meirihlutans, segir að tilboð Jóhönnu bitni á faglegu starfi í skólanum enda feli það meðal annars í sér fækkun fagmenntaðra starfsmanna. „Við get- um ekki fallist á það, auk þess sem reiknimeistarar okkar hafa ekki sam- þykkt þessa útreikninga sem raun- hæfa,“ segir hún og bætir við að mál- ið hafi verið undirbúið afar vel og „ástæða þess að ekki var farið í samn- ingaviðræður áður en tekin var ákvörðun um að endurnýja ekki samninginn var að við sáum að þess- um sparnaðarkröfum var ekki hægt að ná án þess að skera niður faglegt starf.“ „Illa staðið að málum“ Tekist hefur verið á um málefni Kjarrsins á fundum bæjarráðs að undanförnu og fulltrúar Sjálfstæðis- flokks ítrekað skorað á meirihlutann að endurskoða ákvörðun sína. Ár- mann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæð- ismanna, segir að þarna sé á ferðinni dæmigerð vinstripólitík. „Samfylk- ingin og Vinstri grænir vilja ein- göngu opinberan rekstur og miðstýr- ingu alls staðar, einkarekstur er þyrnir í þeirra augum. Við teljum að mjög illa hafi verið staðið að málum gagnvart rekstaraðila Kjarrsins og ljóst samkvæmt 17. grein þess samn- ings sem er í gildi, að samningsað- ilum er skylt sem framast kostur er, að reyna að leysa úr mögulegum ágreiningsefnum án þess að koma þurfi til uppsagnar samningsins. Það stendur berum orðum og var ekki gert. Af því leiðir að þarna voru ekki viðhafðir góðir stjórnsýsluhættir né meðalhófsreglan virt.“ Auk þess segir Ármann að sjálf- sagt hefði verið fyrir meirihlutann að fallast á tillögu sjálfstæðismanna um að óháður aðili færi yfir þá útreikn- inga sem liggja fyrir, í ljósi þess að endurskoðendur og embættismenn voru ekki sammála um þá. Hann tek- ur fram að á síðasta kjörtímabili, þeg- ar Sjálfstæðisflokkurinn var í meiri- hluta og Samfylkingin í minnihluta, hafi verið orðið við slíkum óskum. Tillaga sjálfstæðismanna var felld og vísað í svarbréf sviðsstjóra menntasviðs þar sem fram kom að til- lögurnar um rekstraráætlun væru óraunhæfar. Guðríður segir að það sjái það hver sem er, að jafn lítil eining og Kjarrið sé afar dýr ein og sér en verði mjög hagkvæm þegar búið er að sameina hana. Hún segir ákvörðunina erfiða en á þeim tímum sem horft er í hverja krónu þurfi að taka erfiðar ákvarð- anir. Og með sameiningunni sé á eng- an hátt vegið að faglegu starfi eða velferð barnanna. Átök um lítinn einkarekinn leikskóla  Deilt um hvort meirihluti bæjarráðs Kópavogs hafi staðið rétt að uppsögn samnings við Kjarrið  Minnihlutinn átelur að ekki hafi verið reynt að leysa úr ágreiningsmálum með rekstraraðilanum Guðríður Arnardóttir Ármann Kr. Ólafsson 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ef Ísland hefur áhuga á að ganga í Evrópusambandið þá gerum við engar athugasemdir við það,“ sagði Mike Hammer, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, á morgunverðarfundi sem íslenska sendiráðið í Washington og Ice- landair stóðu fyrir á fimmtudag í tilefni fyrsta áætlunarflugs Ice- landair til höfuðborgar Bandaríkj- anna. Var Hammer spurður þar út í að- ildarumsókn Íslands og hvort hún hefði einhver áhrif á samskipti Ís- lands og Bandaríkjanna. Ítrekaði Hammer þá afstöðu bandarískra stjórnvalda að þetta væri alfarið ákvörðun Íslendinga, ef niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslu yrði sú að Ísland gengi í ESB þá myndu Bandaríkjamenn virða þá ákvörðun. Það ætti ekki að hafa áhrif á sam- skipti Íslands við Bandaríkin, þau yrðu áfram jafn góð og áður. Nefndi Hammer í þessu sambandi að bandarísk stjórnvöldu ættu góð samskipti við þau ríki sem væru í aðildarferli hjá ESB. Bandaríkin vildu allt gera til að halda þeim samskiptum góðum. Tækifæri á norðurslóðum Hammer fer með upplýsingamál í bandaríska utanríkisráðuneytinu og er einn nánustu samstarfsmanna Hillary Clinton. Undir hann heyra um 200 manns hjá bandarísku utan- ríkisþjónustunni um allan heim. Hammer hefur starfað sem emb- ættismaður hjá bandarískum stjórnvöldum allt frá árinu 1988, en eftir að fjölskyldan fór frá Íslandi 1999 hefur hann starfað í Hvíta húsinu undir stjórn þriggja Banda- ríkjaforseta, auk þess að starfa fyr- ir Þjóðaröryggisráðið. Áður hann kom til fundarins með Íslending- unum á hóteli í Washington hafði hann setið reglulegan morgunfund með Hillary. Hammer sagði bandarísk stjórn- völd sýna málefnum norðurskauts- ins mikinn áhuga, ljóst væri að það svæði heimsins hefði fengið aukið vægi og margir málaflokkar kæmu þar við sögu, eins og umhverfis- og auðlindamál og öryggis- og varn- armál, allt málefni sem þyrfti að nást samstaða um ríkja í milli. Sagði Hammer mörg tækifæri til staðar fyrir aukið samstarf milli Ís- lands og Bandaríkjanna í nánustu framtíð. Hammer sagði að Hillary Cinton hefði mikinn persónulegan áhuga á Íslandi, enda hefði hún komið þang- að oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Einnig hefði hún komið til Grænlands og Svalbarða og hefði því ágæta þekkingu á svæðinu, eins og því hvernig loftslagsbreytingar hefðu mikil áhrif á umhverfið á þessum slóðum. Þarna væru til staðar auðlindir sem ríki á norð- urslóðum þyrftu að koma sér sam- an um nýtingu á. „Umræða um þessi mál er nauðsynleg á milli ríkja við norðurheimskautið,“ sagði hann. Viðræður um varnarsamning Hammer sagði tengsl Íslands og Bandaríkjanna eiga sér langa sögu og engin áform væru uppi önnur en að viðhalda þeim áfram, þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hefðu yfirgefið herstöðina á Íslandi árið 2006. Spurður hvort eftirsjá ríkti meðal stjórnvalda í Washington yfir þeim mála- lokum, ekki síst í ljósi aukins mikilvægis norðurslóða, sagði Hammer Bandaríkjamenn aldrei líta í baksýnisspegilinn. Hann sagð- ist þó ekki geta verið hlutlaus, í ljósi þess að hann hefði starfað í nokkur ár í sendiráðinu í Reykja- vík. „Það sem mestu skiptir til að horfa fram á veginn. Ísland og Bandaríkin hafa átt samskipti á mörgum sviðum gegnum árin,“ sagði Hammer og nefndi t.d. orku- og auðlindamál, viðskiptasambönd og samskipti á alþjóðavettvangi gegnum Nato. Ríkin ættu eftir að ganga frá endurnýjun samkomulags um varnarsamstarf sem hefði verið uppi allt frá árinu 1951 og viðræður þess efnis færu í gang síðar á þessu ári, líkt og fram hefði komið á fundi Hillary Clinton og Össurar Skarp- héðinssonar í Washington í vikunni. Amast ekki við ESB-umsókn  Talsmaður Hillary Clinton segir Bandaríkjastjórn virða ákvörðun Íslendinga um aðild að ESB  Lítum ekki í baksýnisspegilinn og horfum framávið, segir hann um brotthvarf hersins frá Íslandi Morgunblaðið/Björn Jóhann Bandaríkin Mike Hammer, t.h., á tali við Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra Íslands í Washington, á morgunverðarfundinum með Íslendingum. Íslandstengingin » Icelandair fór í sitt fyrsta áætlunarflug til Washington- borgar í vikunni og af því tilefni var efnt til fundarins með Mike Hammer. » Hammer og Margrét Björg- úlfsdóttir eiga þrjú börn, Mó- niku, Mikael Þór og Brynju Björt, og eitt þeirra fæddist hér á landi er hann starfaði í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. » Héðan fór fjölskyldan til Washington árið 1999 er Ham- mer fékk stöðu í Hvíta húsinu í tíð Bill Clinton Bandaríkja- forseta. » Hammer fagnaði sér- staklega áætlunarflugi Ice- landair til höfuðborgarinnar. Eins og kom fram nýverið í Morgunblaðinu er Hammer einn af „tengdasonum Íslands“, en hann er kvæntur Margréti Björg- úlfsdóttur og starfaði um skeið í sendiráði Bandaríkjanna á Ís- landi, eða frá 1995 til 1999. Áður en Hammer hóf erindi sitt á morgunverðarfundinum í Washington, þar sem hann fór yfir helstu verkefni ut- anríkisráðuneytisins bandaríska og ríkis- stjórnar Baracks Obama, flutti hann viðstöddum Íslend- ingum kveðju á nær lýtalausri íslensku, og sagðist hlakka til að geta komist með flugi Icelandair til Íslands, til að geta hitt tengdamóður sína oftar! Oftar en einu sinni kom það fram í máli Hammers að hann þyrfti að gæta orða sinna sem embættismaður. „Ég má ekki fara fram úr ráðherranum, það gæti komið sér illa fyrir mig og minn feril,“ sagði Hammer og hló. Getur heimsótt tengdó oftar! MIKE HAMMER EINN AF TENGDASONUM ÍSLANDS Hillary Clinton

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.