Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU VEL STAÐSETT SKRIFSTOFU- OG ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI Grensásvegur 8, 1.203 m², 3 hæðir Grensásvegur 10, 1.779 m², 4 hæðir Ármúli 2, 3.384 m², 3 hæðir Guðríðarstígur 2–4, 2.045 m², 2 hæðir Lyngháls 9, 1.961 m², 3 hæðir Hermann Guðmundsson | hermann@m3.is | Sími 661 4700 Örn V. Kjartansson | orn@m3.is | Sími 825 9000 Guðríðarstígur 2–4 Ármúli 2 Grensásvegur 10 Grensásvegur 8 eignamidlun@eignamidlun.is Sverrir Kristinson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali | Sími 824 9096 Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari | Sími 824 9098 Leigist út í heilu lagi eða smærri einingum. Teikningar og myndir á www.m3.is og www.eignamidlun.is Bæj V esturlandsv eg ur Stórhöfði H á l s a b ra u t Grafarlækur Guðríð a r st íg u r Lyngháls Suðurla ndsbrau t K ri n g lu m ý ra rb ra u t S u ð u rla n d s b ra u t G re n s á s v e g u r Á lf h e im a r H á a le itis b ra u t L a n g h o lts v e g Sk ei ða rv o Fjölskyldu- gar›ur Húsd‡ra- gar›ur Árm úli Lyngháls 9 Fí t o n / S Í A TIL LEIGU Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Eins og staðan er í dag getum við ekki skorið meira niður. Við búum orðið við lágmarksfjölda starfsmanna sem þarf til þess að reka þennan fjölda útibúa. Það er komið að því að gera eitthvað annað. Nú þurfa fleiri að koma að hagræðingu í bankakerf- inu,“ segir Gísli Jafetsson, upplýs- ingafulltrúi Sambands íslenskra sparisjóða. „Ef hagræðingin á að fel- ast í fækkun starfa hlýtur röðin að vera komin að stóru bönkunum.“ Sýni sjálfbærni rekstrar í verki Sparisjóðakerfið stendur á tíma- mótum en starfshópur á vegum spari- sjóðanna með aðkomu Bankasýslu ríkisins hefur unnið að mati á rekstrarhorfum sparisjóðanna og framtíðarsýn. Er niðurstaða vinnunn- ar sú að mikilvægt sé að sparisjóð- irnir „sýni í verki að þeir stundi sjálf- bæra fjármálastarfsemi og hafi samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi“. Til að treysta reksturinn er lagt til að sparisjóðirnir verði sameinaðir í 3 – 5 svæðisbundna sparisjóði. Spurður hvort hann hyggist beita sér gegn því að sparisjóðaútibúum á vissum stöðum á landsbyggðinni verði lokað vísar Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra til sérstöðu margra sjóðanna í þjónustunetinu. „Ég hugsa að það verði ekki mikið af slíku vegna þess að þeir eru víða eina bankastofnunin í viðkomandi byggðarlagi. Ég hugsa að mesta hag- ræðingin í lokun útibúa verði hér á höfuðborgarsvæðinu á komandi miss- erum,“ segir ráðherra. Hann vísar svo til vinnu Banka- sýslu ríkisins en hún hyggst taka af- stöðu til tillagna um sameiningar sparisjóða þegar þær liggja fyrir hjá stjórnum sparisjóðanna. Boltinn hjá stóru bönkunum að hagræða  Samband ísl. sparisjóða telur frekari niðurskurð kalla á fækkun útibúa sparisjóða  Starfsfólki ekki fækkað frekar  Fjármálaráðherra horfir til hagræðingarmöguleika á höfuðborgarsvæðinu  Bankasýsla ríkisins bíður tillagna Gísli Jafetsson Steingrímur J. Sigfússon Tveir karlar, meðlimir í svo- nefndum vélhjólaklúbbi, Black Pi- stons, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. maí. Þeir voru handteknir í Hafnar- firði fyrir að halda manni, félaga í sama vélhjólaklúbbi, nauðugum í meira en hálfan sólarhring og berja hann illa. Hlaut hann áverka víða á líkamanum og er m.a. nefbrotinn. Á dvalarstað árásarmannanna var lagt hald á fíkniefni og barefli. Áfram í varðhaldi vegna líkamsárásar Kaupmenn á Laugaveginum eru uggandi vegna fyrirhugaðrar lok- unar á hluta götunar. Borgarstjórn stefnir að því að gera kaflann frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg að göngugötu og loka honum fyrir bíla- umferð. Neyðarfundur var haldinn á veg- um samtakanna Miðborgin okkar í fyrrakvöld vegna þess sem kaup- menn kalla þvingun af hálfu borg- arinnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þungt hljóð í kaupmönnum við Laugaveg vegna málsins enda sé verið að spila með ævistarf fólks sem hefur lagt allt undir. Á svæðinu sem um ræðir eru starfræktar 40 verslanir og 25 veit- ingastaðir. Í tilkynningu frá meiri- hluta borgarstjórnar í gær segir að meirihluti hagsmunaaðila við Laugaveg sé hlynntur breytingunni. „Ég hefði viljað sjá þetta gert í hægari skrefum,“ segir Guðbjörg Kr Ingvarsdóttir skartgripahönn- uður og eigandi verslunarinnar Aurum. „Okkur finnst þetta ekki hafa verið unnið í samráði við okk- ur, því við viljum samstarf við borg- ina en það virðist ekki ganga mjög vel.“ Guðbjörg segir málið hafa margar hliðar sem velt var upp á fundinum í gær. Sumum finnist sem verið sé að slíta Laugaveginn í sundur og aðrir hafi bent á að veit- ingastaðir og verslanir þurfi að flytja til sín aðföng og þá þurfi að vera opið fyrir umferð, a.m.k. til há- degis. Þá var því einnig velt upp hvernig breytingarnar kæmu niður á öldruðum og hreyfihömluðum. „Svo erum við auðvitað svo háð veðrinu. Við vitum það verslunar- eigendur þarna að ef veðrið er ekki gott getur það gert okkur mjög erf- itt fyrir að loka svæðinu í lengri tíma.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Opið Notalegt í góðu veðri. Líst illa á lokun á Laugavegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.