Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 34

Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Hinn 5. maí síðast- liðinn undirritaði samninganefnd VR nýjan kjarasamning við Samtök atvinnu- lífsins. Þar með var höggvið á þann gor- díonshnút sem hnýtt- ur hafið verið í strembnum kjara- viðræðum síðustu mánaða. Margt kom þar við sögu og sitt sýnist hverjum um þau mál sem inn í viðræðurnar flæktust. Ábyrg nálgun Í samningaviðræðunum leituðust fulltrúar VR við að feta það ein- stigi sem felst í því að vinna til baka þá kjararýrnun sem orðið hefur síðustu þrjú árin, án þess að ógna stöðugleika og rekstrarskil- yrðum fyrirtækja í landinu. Það er flókið verk og vandasamt, ekki síst í ljósi þess að atvinnurekendur hafa kveinkað sér mjög undan þeim aðstæðum sem þeir búa við um þessar mundir. Ljóst er að launahækkanir munu alltaf koma með einhverju móti við rekstur fyr- irtækja en þá er einnig vert að minnast þess að launþegar í þessu landi hafa á liðnum misserum axlað þungar byrðar, m.a. þær sem felast í beinum og óbeinum launalækk- unum, svo ekki sé minnst á aðra þætti á borð við verð- bólgu og gengisfall ís- lensku krónunnar. Allt hefur verið lagt í söl- urnar til að fyrirtækin í landinu geti haldið sjó. Þrjár leiðir Þrjár leiðir eru fær- ar til þess að rétta stöðu launafólks í landinu. Hægt er að hækka laun, hægt er að lækka skatta og hægt er að treysta undirstöður efnahagslífsins sem aftur styðja við bakið á styrkingu krónunnar og draga úr líkum á óeðlilega mikilli verðbólgu. Í núver- andi aðstæðum er nauðsynlegt að fara blandaða leið að því marki sem sótt er að og sækja fram á öll- um þremur sviðum. Laun verða hækkuð í áföngum á næstu þremur árum og koma umtalsverðar hækk- anir til framkvæmda strax 1. júní. Ríkisvaldið verður að draga úr skattpíningu, jafnt á atvinnulíf og einstaklinga. Má þar sérstaklega líta til lækkunar tryggingagjalds og verðtryggingar persónu- afsláttar. Ef kverkatakið verður ekki losað eins fljótt og auðið er mun engin uppbygging eiga sér stað og framtakssemi fólks mun lamast. Með öflugri sókn í atvinnu- málum mun efnahagslífið ná sér á strik á nýjan leik. Þar skiptir mestu að líta til auðlindanýtingar og má í því tilliti sérstaklega fagna nýrri áætlun Landsvirkjunar sem mun, þegar til framtíðar er litið, verða einhver dýrmætasta eign okkar Íslendinga. Samþykkjum samninginn Ég hvet alla félagsmenn VR til þess að kynna sér nýgerðan kjara- samning og vega og meta afstöðu sína til hans út frá þeim aðstæðum sem hann er sprottinn úr. Vissu- lega hefði samninganefnd VR viljað vinna stærri sigra að þessu sinni en það er mat okkar sem að samn- ingunum komu að lengra verði ekki gengið að sinni, öðruvísi en að ógna með því efnahagslegri stöðu okkar allra. Sýnum ábyrgð í þess- um efnum og nú þegar við gerum það sem í okkar valdi stendur til að vinna okkur út úr kreppunni, leggj- um okkar lóð á vogarskálarnar, skulum við minnast orða Einars Benediktssonar þegar hann sagði: „hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman!“. Eftir Stefán Einar Stefánsson »Ég hvet alla fé- lagsmenn til þess að kynna sér nýjan kjara- samning og vega og meta afstöðu sína til hans út frá þeim að- stæðum sem hann er sprottinn úr. Stefán Einar Stefánsson Höfundur er formaður VR. Nýr kjarasamn- ingur VR og SA Þann 5. maí sl. birt- ist í Morgunblaðinu grein eftir Eyjólf Ingva Bjarnason sem bar heitið „Akademísk vinnubrögð?“ Þar voru gerð að umfjöllunar- efni skrif fyrrverandi nemanda við lagadeild Háskólans í Reykja- vík. Taldi höfundur ýmislegt í þessum skrifum ekki vera háskólanum til sóma. Benti hann sérstaklega á eft- irtaldar tvær setningar máli sínu til stuðnings: „Orðrómur hefur verið á kreiki á Íslandi að ýmislegt mætti betur fara í þeim efnum, sem tengjast dýra- vernd í framleiðslu minkaskinna“ og: „Þannig er það á almannarómi að [X] sækir reglulega fé til slátrunar, vinnslu og markaðssetningar frá býl- inu [X] og stuðlar þannig að áfram- haldandi búskap á býli, sem marg- sinnis hefur fengið athugasemdir fyrir slæma meðferð á dýrum.“ Vegna þessa telur undirritaður mikilvægt að eftirfarandi komi fram. Umræddur nem- andi skrifaði vissulega meistararitgerð við lagadeild Háskólans í Reykjavík sem bar heit- ið: „Um réttaráhrif og framkvæmd dýravernd- arlaga á Íslandi.“ Þau skrif sem fjallað var um í framangreindri blaða- grein eru hins vegar annað og nýtt verk þessa fyrrverandi nemanda sem ber heitið: Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi“. Þó vissulega byggi það verk að stofni til á meistararitgerð hans er þar á ferð nýtt verk sem höfundi þess ber að kynna sem slíkt en ekki sem meistararitgerð frá Háskól- anum í Reykjavík. Þetta er sér- staklega mikilvægt þar sem í þessu nýja verki er m.a. að finna efni sem ekki er að finna í meistararitgerðinni vegna þess að nemandanum var ráð- lagt að sleppa því með vísan í fræði- leg vinnubrögð. Skal sérstaklega á það bent að framangreindar tvær setningar sem höfundur blaðagrein- arinnar vísar til er ekki að finna í meistararitgerðinni. Ég er því hjartanlega sammála þeirri sýn sem fram kemur í blaða- greininni að það beri óvönduðum vinnubrögðum vitni að byggja rök- semdafærslu á „orðrómi“ eða „al- mannarómi“ og get fullvissað höf- undinn um að slík vinnubrögð eru ekki kennd við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Eftir Guðmund Sigurðsson Guðmundur Sigurðsson » Þó vissulega byggi það verk að stofni til á meistararitgerð hans er þar á ferð nýtt verk sem höfundi þess ber að kynna sem slíkt en ekki sem meistararitgerð frá Háskólanum í Reykja- vík. Höfundur er forseti lagadeildar Há- skólans í Reykjavík. Frekar um aka- demísk vinnubrögð Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðshausnum efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nem- ur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina www.gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Skipholti 29a Sími 530 6500 www.heimili.is SKÚLAGATA – ELDRI BORGARAR Mjög vel skipulögð 63,6 fm 2ja herbergja íbúð á 7. hæð með glæsilegu útsýni ásamt 15 fm stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðina má aðeins selja félagsmönnum í Félagi eldri borgara sem eru 60 ára og eldri. Laus til afhendingar. V. 19,9 millj. kr. Andri Sigurðsson, sölufulltrúi 690 3111 Stórglæsileg, 155 fm íbúð á 6. hæð (efstu) og rishæð ásamt stæði í bíla- geymslu. Tvennar svalir. Glæsilegar innréttingar. Góð tenging á milli hæða. Sér þvottahús. Frábært útsýni. ÍBÚÐIN ER LAUS. VERÐ KR. 39,9 MILLJ. SÖLUMAÐUR TEKUR VEL Á MÓTI ÁHUGASÖMUM. Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 13:00-15:00 BARÐASTAÐIR 9, REYKJAVÍK - ÍBÚÐ MERKT 0601 ÞAKÍBÚÐ Á TVEIMUR HÆÐUM ÁSAMT STÆÐI Í LOKAÐRI BÍLAGEYMSLU Óskum eftir til leigu 5 herbergja (4 svefnherbergi) íbúðarhæð eða raðhús í Garðabæ fyrir traustan aðila. Nánari upplýsingar gefur Magnús á skrifstofu FM í síma 550 3000/892 6000 GARÐABÆR - LEIGA - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.