Morgunblaðið - 21.05.2011, Qupperneq 35
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
Í úttekt sem birt var
á dögunum var reynt
að mæla gæði skóla
með nokkrum mæl-
anlegum stöðlum. Sá
skóli sem kom best út
var MR en sá sem kom
verst út var VA. Margt
í úttektinni má gagn-
rýna og er langt í frá að
hún geti talist fagleg
og ber að varast að
taka nokkurt mark á henni. Mér
finnst ólíklegt að nokkur vís-
indamaður sem fæst við rannsóknir
geti verið sáttur við þær aðferðir sem
voru notaðar og hvernig niðurstöður
voru settar fram. Þá er ámælisvert að
fjölmiðlar fjalli um svo gallaða úttekt
án nokkurrar gagnrýni og er ábyrgð
þeirra mikil á þeim skaða sem skólar
sem komu illa út í úttektinni hafa orð-
ið fyrir.
Staðlarnir hafa ekkert
með gæði skóla að gera
Þeir þættir sem notaðir voru til
mælinga voru að miklum hluta ár-
angur skólanna í ýmsum keppnum,
menntun kennara og aðsókn nem-
enda í skólanna. Enginn þessara
þátta getur skýrt gæði skólanna sem
um ræðir. Margir skólanna taka ekki
einu sinni þátt í þessum keppnum og
þótt menntun kennara skiptir að
sjálfsögðu máli eru það fyrst og
fremst gæddir hæfileikar sem gera
kennara að góðum kennara. Þá hafa
vinsældir skóla ekkert endilega með
gæði þeirra að gera og ósanngjarnt
er að bera saman vinsælan skóla í
Reykjavík og lítinn framhaldsskóla á
Austurlandi enda mikill munur á
fjölda nemenda í umdæmunum. Þá er
gagnrýnisvert að forsendur úttekt-
arinnar voru mjög bóknámsmiðaðar
og er því ekki furða þó skólar sem
leggja mikla áherslu á annars konar
nám eins og verk- og starfsnám komi
þar illa út. Ekki er hægt að leggja
þessa skóla að jöfnu þegar kemur að
getu nemenda til bóklegs náms. Það
er því af og frá og mjög ófaglegt í alla
staði að lýsa því yfir að þeir skólar
sem taka við eins fjölbreyttum nem-
endahóp og VA gerir séu lélegir.
Gæðastaðlar fyrir skóla
Þeir þættir sem mér finnst koma
helst til greina að skoða þegar meta
skal gæði skóla eru fjórir. Félagslíf
og líðan nemenda í skóla; náms-
framboð; kennsla og
hvernig ólíkum þörfum
nemenda er mætt. Þetta
eru þeir þættir sem ég
tel að séu flestum nem-
endum mikilvægir við
hverja skólagöngu.
Þættina má vel mæla
með stöðluðum spurn-
ingum sem lagðar eru
fyrir nemendur og
starfsfólk í hverjum
skóla. Þetta er einnig
leið fyrir skólana sjálfa
til að sjá hvar þeir eru
sterkir og hvar þeir geta bætt sig og
hvernig.
Verkmenntaskóli
Austurlands hefur allt
sem einkennir góðan skóla
VA tekur við öllum nemendum,
hvort sem þeir flokkast sem góðir eða
slakir námsmenn og hefur það að
markmiði að hjálpa þeim að blómstra
í námi. Þar er mjög góð, fagleg og
persónuleg kennsla, þar sem reynt er
að mæta þörfum hvers og eins.
Námsframboðið er fjölbreytt sem
mætir misjöfnum þörfum samfélags-
ins og ættu flestir að finna nám við
sitt hæfi. Þá er þetta lítið skóla-
samfélag mjög fjölbreyttra ein-
staklinga sem endurspeglar litskrúð-
ugt og skemmtilegt félagslíf við
skólann. Þarna eru allir jafningjar og
svokallað menntasnobb fyrirfinnst
ekki sem gerir það að verkum að öll-
um námsbrautum innan skólans er
gert jafnhátt undir höfði.
Gæði skóla mælast fyrst og fremst
í góðri kennslu og þjónustu við nem-
endur, fjölbreyttu námsframboði og
bættum námsárangri nemenda. Allir
skólar geta tekið við góðum náms-
mönnum og útskrifað þá með glans.
Það verður ekki sama sagt með þá
nemendur sem eiga við námsörð-
ugleika að stríða. Aðeins góðir skólar
eins og VA geta útskrifað slíka nem-
endur með glans.
Hvað einkennir
góða skóla?
Eftir Karólínu Ein-
arsdóttur
Karólína Einarsdóttir
» Gæði skóla mælast
fyrst og fremst í
góðri kennslu og þjón-
ustu við nemendur, fjöl-
breyttu námsframboði
og bættum námsárangri
nemenda.
Höfundur er kennari og líffræðingur.
Miðvikudaginn 19.
maí birtist í Morg-
unblaðinu enn ein
hrútleiðinleg níðgrein
Ólafs Sæmundssonar
næringafræðings.
Hann rakkar niður
alla þá sem hafa aðrar
skoðanir á mataræði,
næringu og heilsu en
hann sjálfur. Ég
neyddi mig í gegnum
þessi skrif hans um
nokkrar konur í heilsugeiranum en
þær eru skotspónn hans með mjög
ómaklegum hætti líkt og ég hef
verið sjálf iðulega. Hann spyr ekki,
kemur ekki á fyrirlestra og hefur
ekki kynnt sér raunverulegan ár-
angur þeirra sem að leita til okkar
kvenna. Við verðum hinsvegar iðu-
lega fyrir dómhörku hans og dylgj-
um í fjölmiðlum.
Ég og aðrar konur sem höfum
látið í okkur heyra á
opinberum vettvangi
hvað varðar heilsufar,
með öðrum hætti en
Ólafur kann skil á, er-
um svívirtar með
rætnum staðhæfingum
fullum af vanmætti
þess sem virðist að-
eins hafa lesið eina
bók um efnið, bók sem
hann sjálfur skrifaði
sautjánhundruð og
súrkál og er löngu
komin í ruslatunnur
þeirra sem láta þessi
mál sig varða.
Ólafur, er þér gjörsamlega
ómögulegt að vera kurteis við kon-
ur?
Flest allt sem þú skrifar í grein
þinni um Þorbjörgu Hafsteins-
dóttur og fleiri í greinum þínum
eru dylgjur og við höfum ekkert
gert annað á þinn hlut en að vera
margfalt meira upplýst um efnið en
þú.
Ég skora á þig að þegja nú um
stund, borða hollan mat og sjá
hvort þú verður ekki jákvæður,
uppbyggilegur og opnari fyrir nýj-
um upplýsingum um lífsstíls-
sjúkdóma, sykur, fitur og lækn-
ingamátt náttúrunnar. Ég held að
þú þjáist af neikvæðum afleiðingum
sykurs.
Mikið yrðum við konurnar allar
glaðar ef þú hættir að gera lítið úr
þekkingu okkar og dugnaði við að
bæta heilsu almennings.
Ekki meira, ekki meira, Ólafur.
Ekki meira !
Eftir Jónínu
Benediktsdóttur »Hann rakkar niðuralla þá sem hafa aðr-
ar skoðanir á mataræði,
næringu og heilsu en
hann sjálfur.
Jónína
Benediktsdóttir
Höfundur er íþróttafræðingur og
heilsuráðgjafi.
Ólafur Sæmundsson,
hættu nú þessu röfli
Björgun ehf. til sölu
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf
Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í Björgun ehf. Björgun rekur
sanddæluskip og búnað til að stunda verktöku, einkum hafnardýpkanir,
og er umfangsmikill efnissali til þeirra sem sinna mannvirkjagerð
á Íslandi.
Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem standast hæfismat
og sýnt geta fram á fjárfestingargetu að upphæð 400 milljónum króna.
Skilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu er að fjárfestar fylli út upplýsinga-
eyðublað fyrir fjárfesta og trúnaðaryfirlýsingu. Hægt er að nálgast
þau gögn ásamt frekari upplýsingum um söluferlið og félagið á vef
Landsbankans, www.landsbankinn.is.
Tímafrestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rennur út
kl. 12:00, föstudaginn 3. júní 2011.
Þeim fjárfestum sem skila inn hagstæðustu tilboðunum að mati seljanda
verður boðin þátttaka í öðru stigi söluferlisins. Tímafrestur til að skila inn
skuldbindandi tilboðum rennur út kl. 12:00, miðvikudaginn 29. júní 2011.
Stefnt er að því að söluferlinu ljúki fyrir lok júlí 2011.
Um Björgun
Björgun var stofnað 11. febrúar árið 1952. Félagið er leiðandi framleiðandi
steinefna til hverskonar mannvirkjagerðar á Íslandi. Félagið aflar hráefnis
úr námum, bæði á hafsbotni með uppdælingu efnisins og á landi með
hefðbundnum hætti. Efnið er eftir atvikum flutt til frekari vinnslu á
athafnasvæði félagsins við Sævarhöfða í Reykjavík.
Björgun hefur um árabil stundað verktöku af ýmsu tagi, svo sem hafnar-
dýpkun, uppdælingu á efni til landfyllinga og uppdælingu á efni til frekari
nýtingar á vegum annarra. Á síðari árum hefur Björgun staðið að landa-
þróunarverkefnum, bæði á eigin vegum og í samvinnu við aðra. Verkefnin
eiga það sammerkt að felast í uppbyggingu sjávarlóða á höfuðborgarsvæðinu.
Nánari upplýsingar er að finna á www.landsbankinn.is.
Nýtt glæsilegt sumarhús í landi
Vatnsenda Skorradal til sölu
Húsið er 77 m2 ásamt 5 m2 geymslu/gestahúsi og stendur í
birkivöxnu landi, skjólgóðum sælureit en býður samt upp á mjög gott
útsýni. Til hússins er vandað í alla staði m.a. stendur það á
steinsteyptum sökkulveggjum. Húsið er tilbúið til afhendingar.
Traustur aðili, ekkert áhvílandi.
Uppl. gefnar í síma 899 3119.