Morgunblaðið - 21.05.2011, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
✝ GuðmundurÁrmann Odds-
son var fæddur 7.
mars árið 1929.
Hann lést á loka-
daginn 11. maí.
Foreldar hans
voru Oddur V. Guð-
mundsson og Vil-
helmína Jónsdóttir.
Þau eignuðust 11
börn. Guðmundur
var fimmti í röðinni
Eftirlifandi systkini eru Sig-
ar, Unnu, Ingjald Brynjar ogVil-
helmínu Höllu. Fyrir átti Magn-
úsína 2 börn, Kolbrúnu og
Hrafnkel Gunnarsbörn. Barna-
börnin eru samtals 24 og lang-
afabörnin er orðin 35 og lang-
langafabörn 5.
Lengst af bjuggu Guðmundur
og Magnúsína á Flateyri. Þau
stofnuðu þar heimili 1948 og
bjuggu þar samfellt í 34 ár eða til
ársins 1982 er þau fluttu í Hvera-
gerði og bjuggu þar til 1991 er
þau fóru aftur vestur. Á Ísafirði
bjuggu þau upp frá því. Síðustu
æviár sín dvaldi Guðmundur í
góðu yfirlæti á Dvalarheimili
aldraðra í Bolungarvík.
Útför Guðmundar fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 21.maí
2011, og hefst athöfnin kl 14.
urbjörg, Guðrún,
Guðmunda, Inga og
Svanur. Látin eru:
Högni, Guðbjartur,
Jón, Áróra og
Benjamín
Guðmundur var
kvæntur Magnúsínu
Guðmundsdóttur
frá Brekku á Ingj-
aldssandi. Hún lést
11. desember 2002.
Þau eignuðust 5
börn: Ármann, d. 1993, Odd Æv-
Pabbi fæddist á Flateyri við
Önundarfjörð. Foreldrar hans
fluttu síðan að Álfadal á Ingjalds-
sandi.
Á barnsaldri dvaldi hann nokk-
ur ár á Innri-Veðrará. Hann
minntist þeirra tíma oft með gleði
og þakklæti.
Aðalstarf hans var málningar-
vinna. Fyrstu árin með Guðbjarti
bróður sínum en lengst af starfaði
hann sjálfstætt. Skemmtilegast
þótti honum að mála Flateyrar-
kirkju og Holtskóla þegar öll fjöl-
skyldan dvaldi þar með honum.
Réttindi í iðninni fékk hann á með-
an hann bjó í Hvergerði. Einnig
var hann til sjós og vann við beitn-
ingu.
Jæja, þá er biskupinn allur,
gæti margur gamall Flateyringur
hafa sagt, þegar fréttist af andláti
pabba. Þessu uppnefni amaðist
pabbi ekkert við. Það átti sér for-
sögu. Ása gamla Álfs kallaði hann
í æsku Guðmund hinn góða vegna
ljúflyndis hans. Lundin stæltist
með árunum. Í blóma lífsins er
hann mörgum eftirminnilegur í
litskrúðugum málningargalla. Þá
var ort um hann.
Hans var ekki hempan fín
og heldur latur klárinn.
Málning var hans messuvín
mest öll biskupsárin.
Pabbi sagðist vera latur maður,
en það var hann alls ekki. Hann
var mjög virkur, eftirtektarsam-
ur, minnugur, áræðinn og kröfu-
harður við sjálfan sig. Þessa hæfi-
leika þroskaði hann með sér.
Hann fékk almenna viðurkenn-
ingu fyrir málun, myndlist, skilta-
gerð, bílasprautun, smíðar, múr-
un, flísa- og teppalögn, svo það
helsta sé nefnt. Já, hann var þús-
undþjalasmiður. Margir nutu
vandaðra verka hans.
Pabba þótti erfitt að ganga eftir
launum sínum. Bág auraráð
manna réðu stundum þeirri upp-
hæð sem rukkuð var. Pabbi var
ósínkur á verkfæri sín og lánaði
þau iðulega út og suður. Einnig
liðsinnti hann mörgum sem leit-
uðu ráða hjá honum við verklegar
framkvæmdir.
Pabbi lá ekki á bjargföstum
skoðunum sínum. Honum var
kappsmál að tjá sig með kjarnyrtu
orðavali, sem var stundum í efstu
og neðstu hæðum, engilbjart eða
kolsvart helvíti. Hann hafði mikla
sagnaþörf og kom þá oft að fjöl-
þættum fróðleik. Stundum gerði
hann athyglisverðar athugasemd-
ir við hefðbundnar söguskoðanir.
Gaman var að hlusta á hann þegar
hann sagði frá útlegð Fjalla-Ey-
vindar og Höllu, lífi Stranda-
manna fyrr á öldum og frum-
byggjalífi Inúíta.
Pabbi var alla tíð ástríðuveiði-
maður. Ein af fyrstu bernsku-
minningunum tengjast einmitt
fullum bölum og ölkössum af laxi,
silungi og bjargfuglaeggjum. Í þá
daga var hugsað um magnið.
Björg skyldi dregin í bú. Þá var
ekki spurt á hvaða flugu laxinn
beit, heldur um möskvastærð
neta. Aðdáunarvert var hversu
foreldrar okkar gerðu stórhátíðir
ánægjulegar. Aðföng voru þá mik-
il og eins í sláturtíðinni. Pabbi
tíndi líka ber í balavís. Gestkvæmt
og glaðvært var heima. Aldrei var
amast við unga fólkinu sem kom í
heimsókn eða til að gista. Þvert á
móti þótti foreldrum okkar heiður
að slíku.
Pabbi var skemmtilegur ferða-
félagi. Ævintýralegt var að
ferðast með honum um Vestfirði.
Þar þekkti hann alla firði, víkur og
voga, flesta sveitabæi og auðvitað
öll veiðivötn og ár. Fjöldamargt
fleira væri hægt að minnast á, en
orðakvótinn er upp urinn núna.
Elsku pabbi okkar.
Hjartans þakkir fyrir allt.
F.h. systkinanna,
Oddur Ævar.
Gummi afi er dáinn og erum við
öll fátækari fyrir vikið. Fyrir utan
að vera ástríkur bróðir, eiginmað-
ur, faðir, afi og langafi var hann afi
okkar litríkur persónuleiki sem eft-
ir var tekið. Afi lá ekki á skoðunum
sínum og gátu andmælendur, rétt
sem skoðanabræður, ekki annað en
hrifist af sterkri réttlætiskennd
hans og staðfestu. Hann gat verið
harður í horn að taka, en sanngjarn
var hann alltaf.
Afi var að eigin sögn sannkrist-
inn og gallharður kommúnisti í of-
análag og hélt því m.a. fram að Jes-
ús hefði í raun verið fyrsti
flokksbróðir sinn! Svona fólk gefur
lífinu lit.
Afi var hafsjór af fróðleik, enda
fróðleiksfús með eindæmum og
hokinn af margþættri reynslu.
Hann var einnig afar duglegur við
að miðla af reynslu sinni og nutum
við bræðurnir góðs af því. Hann
lagði okkur ófáar lífsreglurnar og
höfum við reynt eftir fremsta
megni að tileinka okkur þær.
Vinnusiðferðið stendur þar hæst
og sagði hann margoft við okkur:
„Vinnið vinnu ykkar óaðfinnanlega.
Þannig getið þið alltaf rifið kjaft ef
einhver hefur eitthvað út á hana að
setja!“
Afi var mikill hagleiksmaður og
listrænn í þokkabót. Eftir hann
liggja hús, kofar, bátar, málverk og
margvíslegir aðrir munir, auk þess
sem hann málaði fleiri hús um æv-
ina en hægt er að kasta tölu á með
góðu móti. Honum féll aldrei verk
úr hendi og lék flest í höndunum á
honum. Allt vann hann af mikilli
natni og fyllist maður stolti í hvert
sinn er við mann er sagt: „Þetta
gerði hann afi ykkar.“
Hann afi unni landi og þjóð og
undi sér hvergi betur en úti í nátt-
úrunni við að rækta skóg eða við
veiðar. Eftirminnilegustu stundir
okkar bræðranna með afa eru ein-
mitt þegar við fórum með honum
að veiða á stöng eða vitja neta. Sér-
staklega er Gumma minnisstæð
tveggja vikna veiðiferðin um öræfi
Austfjarða og svo veiðiferðirnar
inn í Laugardal og heimsóknirnar
til Rögnu á Laugarbóli. Þangað
leitaði hugur afa þegar tók að vora.
Sannkallað barn náttúrunnar.
Maður kom aldrei að tómum
kofunum hjá afa. Hann upplifði
margt um ævina og kunni þ.a.l.
margar sögur. Sögurnar sagði
hann hverjum sem á vildi hlýða og
oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar, ef því var að skipta. Þrátt
fyrir að afi væri farinn að gleyma
ýmsu úr hinu daglega amstri hin
síðustu ár stóðu margir atburðir,
sem áttu sér stað fyrir mörgum
áratugum, enn ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum hans. Þá kunni
hann listina að segja skemmtilega
frá og naut hann sín vel sem sögu-
maður. Lærðum við bræðurnir
ýmislegt um sögu lands og þjóðar
við það eitt að hlusta á sögurnar
hans afa, oftar en ekki við angan af
pípureyk, sem maður tengir óneit-
anlega við hann. Fróðleiksfýsnina
hélt afi í allt fram á síðustu stund.
Við bræðurnir munum samt að-
allega eftir því hversu vænt afa
þótti um sína nánustu. Hann fór
ekki í felur með væntumþykju
sína og hann var t.a.m. ávallt afar
duglegur við segja við okkur
bræðurna hversu heitt hann elsk-
aði okkur og hversu stoltur hann
væri af okkur. Ástin, væntum-
þykjan og stoltið eru svo sannar-
lega gagnkvæm og verða ekki sett
í orð. Þakka þér fyrir samfylgdina
og veganestið, afi. Þín er sárt
saknað.
Bjarki Ármann Oddsson, Ás-
mundur Hreinn Oddsson og
Guðmundur Ævar Oddsson.
Guðmundur
Ármann Oddsson
✝ Ólöf Snælaugs-dóttir fæddist á
Litla-Árskógi á Ár-
skógsströnd þann
16. júlí 1918. Hún
lést á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Lundi, Hellu, 11.
maí 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Snælaugur
Baldvin Stefánsson,
f. á Hauganesi, d. í
Njarðvík og Kristín Ragnheiður
Ágústsdóttir, f. á Brattavöllum,
d. á heilsuhælinu í Kristnesi.
Kjörforeldrar Ólafar voru Eyj-
ólfur Eyjólfsson og Ólöf Ágústs-
dóttir.
Ólöf var næstelst í hópi fimm
systkina, hin voru: Stefán, f.
1916, d. 1990, Margrét, f. 1921,
d. 1958, Eyjólfur, f. 1924, d. 2003
Gísladóttir, f. 6.3. 1960, börn
þeirra: Þorsteinn Heiðar, Gísli
Kristján, Ólöf Gunnhildur og
Daníel Svanur og 5 barnabörn.
2) Guðrún Sigríður, f. 5.5. 1948,
gift Hilmari Hoffritz, f. 23.6.
1947, börn þeirra: Heimir, Þor-
steinn, Karl Ágúst og Sigurbjörg
Rut og 7 barnabörn. 3) Bjarni
Heiðar, f. 5.4. 1950, kona hans
var Þuríður Salóme Guðmunds-
dóttir, f. 1.11. 1945, d. 18.9. 2003,
börn: Guðmundur Páll og Hrafn-
hildur Elísabet og 2 barnabörn.
4) Daníel, f. 16.6. 1955, kona
hans er Málfríður Hannesdóttir,
þeirra dóttir er Valgerður Ósk.
Dóttir Daníels og Jónu S. Möller
er Guðrún, dóttir Daníels og
Guðnýjar Pálsdóttur er Ólöf
Kristín og 3 barnabörn.
Ólöf fluttist til Reykjavíkur
1930 og vann þar ýmis störf
ásamt því að stunda nám í kvöld-
skóla. Árið 1945 fluttist hún að
Guttormshaga og tók við búinu
þar ásamt eiginmanni sínum.
Útför Ólafar fer fram frá
Skarðskirkju á Landi í dag, 21.
maí 2011, og hefst athöfnin kl 14.
og Jakob, f. 1928, d.
2003.
Ólöf giftist 26.
maí 1945 Þorsteini
Daníelssyni frá
Guttormshaga. Þor-
steinn var fæddur
28. október 1913 í
Guttormshaga,
hann lést á Lundi
þann 8. febrúar
2003. Foreldrar
hans voru Daníel
Daníelsson, f. 12. nóvember 1880
í Kaldárholti, d. 10. apríl 1932 í
Guttormshaga og Guðrún Sig-
ríður Guðmundsdóttir, f. 12.
september 1885 í Miðkrika í
Hvolhreppi, d. 2. september 1977
á Vífilsstöðum. Ólöf og Þor-
steinn eignuðust fjögur börn.
Þau eru: 1) Ólafur Kristinn, f.
3.12. 1946, kona hans er Helga
Ég á svo margar minningar um
hana ömmu, sem ég er svo þakklát
fyrir. Margar þeirra og flestar
koma mér til að brosa því amma
var léttlynd kona sem fannst gam-
an að skrafa við fólk um daginn og
veginn. Henni fannst gaman að
vera með fólk í kringum sig og
gerði vel við alla þá sem komu til
hennar í kaffi – smurur og upp-
rúllaðar pönnsur voru alltaf til
ásamt jólakökunni sem var geymd
í bakaraofninum. Stundum var til
kók og kex inn í búri sem við mátt-
um laumast í.
Mér fannst alltaf gaman að
koma til ömmu. Amma var dugleg
að sinna okkur og þótti alltaf gam-
an að fá okkur krakkana til sín.
Hún spilaði við okkur rommý og
svindlaði pottþétt stundum til að
við myndum vinna, hún kenndi
mér vísur og hún reyndi líka að
kenna mér að prjóna vettlinga.
Þolinmæði okkar beggja var ekki
meiri þá en að við gáfumst upp.
En svona var amma mín, barngóð
og hugulsöm. Hún sendi barna-
börnum sokka og súkkulaði þegar
hún vissi af þeim annars staðar en
heima hjá sér – því þurrir sokkar
og súkkulaðimolar voru jú gulls
ígildi í hennar huga. Öll börn
hændust að ömmu því hún var
hjartagóð og skemmtileg. Hún
var ekkert hrædd um að gera sig
að fífli þegar hún tók út úr sér
gervitennurnar og gretti sig
framan í okkur. Hláturinn hennar
ömmu var líka svo smitandi að
það var ekki annað hægt en að
hlæja með henni og hafa gaman.
Tala nú ekki um þegar hláturinn
heyrðist út í fjós eins og stundum
var þegar Vala frænka kom í
heimsókn.
Amma átti nú samt enga dá-
semdarbarnæsku. Þegar amma
var 12 ára var mamma hennar
send á heilsuhælið í Kristnesi
vegna tæringar og börnin voru
send í vist. Amma var send til
Reykjavíkur með skipi, til móður-
systur sinnar. Ömmu var kennt
snemma að vinna og tók hún
hverju sem bauðst. Hún fór í
Borgarfjörð að passa börn, hún
þvoði þvotta um miðjar nætur,
hún vann við að sníða föt á timb-
urgólfi hjá þýskri konu og seinna
meir vann hún í prentsmiðjunni
Ísafold og líkaði henni einkar vel
þar. Hún fór einnig sem kaupa-
kona í Kaldárholt í Holtum og
hitti þar manninn sem varð síðar
hennar eiginmaður og minn afi.
1945 taka hún og afi við Gutt-
ormshagabúinu að fullu.
Allar þær minningar sem ég á
um ömmu væru nóg í heila bók –
en ég ætla ekki að tíunda þær all-
ar hér því þær geymi ég í hjarta
mínu og rifja upp eina og eina
þegar söknuðurinn er mikill. Ég
læt fylgja með eitt uppáhaldsljóð-
ið okkar, en það var ansi oft raulað
við eldhúsborðið hjá henni:
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: gleymdu ei mér.
Væri ég fleygur fugl,
flygi ég til þin.
svo mina sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa)
Ólöf Gunnhildur.
Kveðja til ömmu Ólu.
Þó að tún sé þakið snæ,
og þrútni af kulda fingur,
þá er vor á þessum bæ
þegar lóan syngur.
Á hríslu þrestir tylla tá
og tralláá degi góðum.
Gælir sól við svellin blá,
sumar nálgast óðum.
(Þorsteinn Daníelsson)
Ólöf Kristín, Hrólfur
og Emma
Elsku amma mín.
Það var sól og hiti í Höfnum
þegar Ólöf systir mín og nafna þín
hringdi í mig og sagði mér að þú
værir farin. Ég lokaði augunum á
móti sólinni og leiftursnöggt sá ég
andlitið þitt svífa fyrir framan
mig, hlæjandi með þessar mögn-
uðu broshrukkur þínar. Mér var
ekki endilega hlátur í huga en
minningarleiftrið kallaði þó fram
bros. Eftir símtalið sat ég úti og
lét hugann reika um það þegar ég
kom fyrst í Gutt og þér fannst ég
svo flott. Þú hreinlega áttir ekki til
orð yfir hversu falleg ég væri. Ég
hafði aldrei hitt þig áður og þessi
orð glöddu mig þar sem ég hafði
verið skelkuð hvort þér myndi lí-
tast á mig. Síðan gafstu mér
hangikjöt og kleinur sem hvort
tveggja er í miklu uppáhaldi hjá
mér enn þann dag í dag.
Mér fannst þú flott! Brosið þitt
og hláturinn þinn og þér fannst ég
alltaf svo fyndin, líka þegar ég var
ekki að reyna að vera það. Það var
bara eitthvað við þig, þér fannst
allt svo fyndið.
Einu sinni spurðir þú mig hvers
son Jói maðurinn hennar Siggu
frænku væri og ég svaraði að ég
hefði ekki hugmynd um það en
bætti við að Jói væri rafvirki.
Þetta ætlaði nú alveg að fara með
þig og þú hlóst svo mikið að það
komu tár. Allar mínar minningar
um þig eru af þér brosandi og þér
að dást af mér. Ég er ekki haldin
þeirri ranghugmynd að ég sé fal-
legri en aðrir en þú lést mér líða
þannig. „Þarna er hún elsku vin-
kona mín,“ sagðirðu síðast þegar
ég sá þig. Æi, mér fannst svo gott
hvað þér þótti innilega vænt um
mig og sýndir mér það. Mér finnst
líka svo innilega vænt um þig og er
svo óendanlega stolt yfir því að
eiga þig sem ömmu.
Bæði amma og afi eru fyrir mér
svona bíómynda-amma og -afi.
Kleinur, sveit, hlátur, blíða og allt-
af gott veður og alltaf í góðu skapi.
Það er ekki ömurlegt að eiga
þannig minningar. Og með það fer
ég út í lífið ásamt þeirri ást og
þeim kærleika sem þið tvö sýnduð
mér. Þennan fallega dag sem þú
fórst var ég í senn leið og glöð.
Glöð yfir að hafa þekkt þig, kynnst
þér og vera af þér komin. Leið yfir
að sjá þig ekki aftur eða heyra þig
hlæja. Nú ætla ég að taka við,
elsku amma, og vera glöð og í
góðu skapi og gefa einhverjum
kleinu og hangikjöt. Takk fyrir
mig og ég bið að heilsa afa.
Þín,
Guðrún Daníelsdóttir og
fjölskyldan þín í Höfnum.
Ég kveð Ólu mína með þakk-
læti og hlýhug fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum saman.
Fyrstu minningarnar um Ólu voru
þegar ég kom fyrst í heimsókn í
Guttormshaga, sem lítil stúlka og
neitaði að fara til baka. Ófá sumur
dvaldi ég hjá fjölskyldunni í Gutt-
ormshaga en þar var alltaf sól og
þar var alltaf gaman. Glaðværð
Ólu og dillandi hlátur hennar heill-
aði mig. Ég man aldrei eftir að Óla
skipti skapi, alltaf var hún létt og
kát. Hún gaf og ég þáði og henni á
ég margt að þakka. Óla hafði góða
lund sem sýndi sig hvað best þeg-
ar hún veiktist alvarlega, þá kom
jákvæðnin sér vel. Óla náði ótrú-
legum bata og átti nokkur góð ár á
Lundi og naut þess að fá gesti í
heimsókn. Við Kjartan sendum
fjölskyldu hennar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Takk fyrir allt, Óla mín, og Guð
blessi minningu þína.
Ruth.
Ólöf
Snælaugsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA KLARA SVANLAUGSDÓTTIR
fv. hjúkrunarkona,
lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn
12. maí.
Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn
23. maí kl. 13.00.
Aðstandendur vilja færa starfsfólki deildar E3 á Hrafnistu þakkir
fyrir alúð og góða umönnun.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hinnar látnu er bent á líknarfélög.
Eva Thorstensen, Böðvar Sigvaldason,
Erna Thorstensen, Ágúst Þór Oddgeirsson,
Óli Viðar Thorstensen, Anna Laxdal Agnarsdóttir,
Svanhildur Thorstensen,
Baldur P. Thorstensen, Halldóra Georgsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
AÐALHEIÐUR JÓNA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Gulaþingi 9,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
14. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. maí
kl. 13.00.
Anna Júlíana Sveinsdóttir, Rafn A. Sigurðsson,
Einar Sveinsson,
Margrét Heinreksdóttir,
barnabörn og langömmubörn.