Morgunblaðið - 21.05.2011, Qupperneq 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
Stuð Daniel er spenntur að koma til landsins. Hins vegar stoppar hann stutt en er staðráðinn í að koma fljótt aftur.
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Það verður fjör á Nasa annað kvöld
þar sem tónlistarmaðurinn Daniel
Victor Snaith, betur þekktur sem
Caribou, mun troða upp. Tónleik-
arnir hefjast kl. 19:00 og verða til
um 22:00. Áður en Caribou grípur í
mun hljómsveitin Sin Fang sjá um
að koma stemningunni í gang.
Breytir um tónlistarstefnu
Tónlistina sem Caribou spilar er
erfitt að skilgreina þar sem hann
skiptir um tónlistarstefnur. Til
dæmis er platan Andorra sem kom
út árið 2008 mjög frábrugðin plöt-
unni Swim, sem kom út í fyrra.
Lögin Sun og Odessa af þeirri plötu
hafa fengið mjög góðar undirtektir.
Platan hefur vakið mikla athygli og
má greina hana sem einhverskonar
minimal teknó. Hann segist sjálfur
reyna að forðast þá spurningu,
hvernig tegund tónlist hans sé. „Ég
þarf ekki að skrifa greinarnar um
mig, það er eitthvað sem ég þarf
ekki að spá í,“ segir Daniel og
hlær. „Tónlistin mín hefur
breyst mikið yfir árin. Ég
verð fljótt leiður og þarf að
breyta um. Mig langar ekki að
fá það á tilfinninguna næst
þegar ég gef út plötu að hún
hljómi alveg eins og t.d. Swim. Þá
fer ég að hugsa „Hver er eiginlega
tilgangurinn með þessu?“ Ég hef
aldrei hugsað um tónlist í teg-
undum. Þetta snýst meira um hug-
myndir“.
Aldrei vandamál að semja
Aðspurður hvar hann fengi inn-
blástur við að semja sagði hann það
aldrei vera neitt vandamál. „Ég er
alltaf að vinna að einhverri tónlist,
vegna þess að það er gaman, en
ekki vegna þess að ég sé að kreista
einhverju saman í plötu. Ég er allt-
af að hlusta á tónlist og tónlist er
alltaf ný fyrir mér, hvort sem hún
er gömul eða ný tónlist. Almennt
ætti því svarið að vera: frá sjálfri
tónlistinni. Það er ekki eins og að
ég sitji á einhverjum akri með gít-
arinn minn og bíði eftir að andinn
komi yfir mig.“
Breytti nafninu fyrir Herra
„Handsome Dick“
Caribou var eitt sinn þekktur
undir nafninu Manitoba en þurfti
að breyta því vegna kæru sem hann
fékk á sig árið 2004, frá forsvars-
manni hljómsveitarinnar The
Dictators, en hann kallaði sig Rich-
ard „Handsome Dick“ Manitoba.
Daniel ákvað því að breyta nafninu
í Caribou. Hann var þó ekkert sér-
staklega sáttur og sagði að þetta
væri eins og hljómsveitin The
Smiths myndi kæra mann sem héti
John Smith.
Stoppar stutt en kemur aftur
Caribou stoppar stutt á Íslandi
og finnst það frekar fúlt en er stað-
ráðinn í því að koma aftur og ná þá
að skoða landið betur.
Caribou verður kampakátur á Nasa
Hugsar ekki um tónlist í tegundum
Erfitt að greina eigin tónlist
Tónlistarmaðurinn Caribou
kemur til landsins á morgun og
mun spila fyrir áhorfendur á
Nasa.
Caribou sem heitir í rauninni
Daniel Victor Snaith er með
doktorsgráðu í stærðfræði.
Hann telur að ástæðan fyrir því
að honum líki svo vel við tónlist
og stærðfræði sé vegna bæði sé
óhlutbundið eða abstrakt.
„Það er eins og að vinna að
einhverju vandamáli eða ráð-
gátu og finna síðan lausn. Það
er einhverskonar abstrakt
rými í tónlistinni
og á einhvern
hátt heillar
það mig“.
Stærðfræði
og tónlist
DANIEL VICTOR SNAITH
Ástarmál leikkonunnar Jennifer
Aniston eru alltaf í sviðsljósinu.
Síðastliðinn miðvikudag sást til
hennar snæða með Justin Theroux
sem er þekktur rithöfundur og
leikari. Margir töldu nýtt ástarsam-
band vera í deiglunni en Aniston og
Theroux munu aðeins vera góðir
vinir. „Þau eru frábærir vinir. Þeg-
ar Justin kemur til Los Angeles frá
New York eyða þau oft miklum
tíma saman,“ sagði heimildarmað-
ur um málið.
Þau mættu á veitingastaðinn
hvort í sínu lagi. Máltíðin tók þrjá
tíma og þau fóru saman heim til
Aniston eftir hana. Aniston mun
hafa verið í mjög góðu skapi og þau
höguðu sér ekki eins og par.
Aniston og vinur snæða saman
Reuters
Aniston Á marga aðdáendur.
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
“BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN”
- M.P FOX TV P.H. BOXOFFICE MAGAZINE
NÁNARI UPPLÝSINGAR
OG MIÐASALA Á
PIRATES 4 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 2 - 4 - 5 - 8 - 10 - 11 10
PIRATES 4 3D Í LÚXUS KL. 2 - 5 - 8 - 11 10
PRIEST 3D KL. 6 - 8 - 10.30 16
GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 6 L
FAST FIVE KL. 8 - 10.40 12
THOR 3D KL. 8 12
RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 L
JACK SPARROW ER MÆTTUR Í STÆRSTU MYND SUMARSINS! - STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDARÆVINTÝRAMYND
HEIMSFRUMSÝNING!
THOR 3D KL. 8 12
PAUL KL. 6 - 8 - 10 12
FAST FIVE KL. 3.50 (TILBOÐ) - 10 12
PRIEST 3D KL. 8 16
GNÓMEÓ & JÚLÍA 3D KL. 3.50 (TILBOÐ) - 5.40 L
WATER FOR ELEPHANTS KL. 3 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30 L
GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 4 (TILBOÐ) - 6 L
FAST FIVE KL. 6 - 9 12
PRIEST 3D KL. 10.30 16
HÆVNEN KL. 3 (TILBOÐ) - 5.40 - 8 12
HANNA KL. 8 - 10.20 16
RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 (TILBOÐ) L
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR
MERKTAR MEÐ RAUÐUTilboð í bíó
PAUL Sýnd kl. 4, 5:50, 8 og 10:10
GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2(950kr) og 4
GNÓMEÓ OG JÚLÍA 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 2(700kr) og 4
FAST & FURIOUS 5 Sýnd kl. 7 og 10
THOR 3D Sýnd kl. 7:30 og 10
HOPP ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 2(700kr)
„Brjáluð afþreyingarmynd sem mun
gefa þér nákvæmlega það sem þú
sækist eftir, hvort sem þú ert aðdáandi
seríunnar eða hasarfíkill almennt.”
T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt
STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA
EIN SKEMMTILEGASTA OG FLOTTASTA
GAMANMYND SUMARSINS!
T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt
A.E.T - MBL
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is