Morgunblaðið - 09.07.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 09.07.2011, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 BAKSVIÐ Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Við tökum eftir því að hreinsunar- starf í Reykjavíkurborg er aðeins hægara núna en fyrri ár og sóðaskap- ur er kannski aðeins meiri núna en oft áður,“ segir Þórir Garðarsson, sölu- og markaðsstjóri ferðaþjón- ustufyrirtækisins Iceland Excursion. Fyrirtækið hefur umsjón með margvíslegum ferðum um borgina og út á land sem allar byrja á Lækjar- torgi. Morgunblaðið hefur undan- farna daga birt fréttir af því að vegna niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg og Vegagerðinni sé minna um slátt og umhirðu á ýmsum svæðum í borginni en fyrri ár. „Allir sem vinna í ferðaþjónustu hafa hagsmuni af því að Reykjavík sé snyrtileg enda hefur það verið hluti af aðdráttarafli borgarinnar. Hún hefur það orð á sér að vera hreinleg og það er mikilvægt að við töpum ekki því orðspori,“ segir Þórir. Hann segir jafnframt að um 80.000 manns nýti sér þjónustu Iceland Exc- ursion á ári. „Við förum með mörg hundruð manns á hverjum degi á sumrin í ferðir út á land. Við förum jafnframt í bæjarferð um Reykjavík á hverjum morgni allt árið um kring. Ég vil þó taka fram að við teljum alls ekki að um hreina vanrækslu sé að ræða og vitum að borgarstarfsmenn gera sitt besta. Okkur finnst hins vegar mik- ilvægt að það verði ekki frekar dregið úr hreinsuninni. Okkar starfsemi er hérna í hjarta miðborgarinnar og við leggjum áherslu á að umhverfið sé snyrtilegt.“ Angrar okkur ekki Þórarinn Þór, sölu- og markaðs- stjóri Reykjavík Excursion – Kynn- isferða segist ekki telja að órækt í Reykjavík hafi mikil áhrif á útlend- inga eða ferðaþjónustu í borginni. „Þetta er ekki eitthvað sem fer í taugarnar á okkur. Náttúran verður bara að hafa sinn gang og við getum ekki látið það angra okkur. Reykja- vík er jafnfalleg þó hún sé dálítið loð- in,“ segir Þórarinn og bætir við að einstaklega snyrtilegt umhverfi sé ekki það sem útlendingar sækist sér- staklega eftir að upplifa hér á landi. Sláttur í borginni er almennt á veg- um Reykjavíkurborgar en meðfram þjóðvegum innan borgarmarkanna sér Vegagerðin um að greiða fyrir og annast sláttur. Á svæðum lengra frá vegunum hefur Reykjavíkurborg umsjón með slættinum. Síðustu ár hafa flest svæði iðulega verið slegin í 4-6 skipti yfir sumarið en í ár verða þau flest slegin 2-4 sinn- um vegna niðurskurðar. Af þessum sökum blasir órækt við á mörgum stöðum í borginni en sláttur er þó víð- ast hvar hafinn. Reykjavík verði áfram snyrtileg  Talsmenn ferðaþjónustu segja að Reykjavík megi ekki missa orðspor sitt sem hrein borg  „Hluti af aðdráttarafli borgarinnar“  Niðurskurður veldur því að gras er sjaldnar slegið og umhirða er minni Morgunblaðið/Ómar Njólar Njólaskógurinn hefur nú verið fjarlægður við Eiðisgranda og við hlaupurum blasir snyrtilegra umhverfi. „Það getur auðvitað myndast ákveðin hætta ef ekki er sleg- ið. Það getur til að mynda myndast sina þegar líður á sumarið ef ekki er slegið og þá getur mjög auðveldlega kvikn- að í, til dæmis ef einhver fleyg- ir frá sér sígarettu,“ segir Steinn Kárason garðyrkjufræð- ingur. Hann segir jafnframt að það hafi alltaf verið svæði í Reykja- vík sem ekki hafi verið slegin. „Þetta er ekki eitthvað sem er bundið núverandi borgarstjórn. Það hafa alltaf verið óslegin svæði.“ Steinn segir jafnframt að áhrif þess að minna sé um slátt í borginni geti verið þau að njóli, fíflar og annað illgresi breiðist frekar út. „Illgresi getur þá náð að breiða úr sér og skotið rótum inni á einkalóðum fólks. Við- brögð hjá almenningi hafa jafn- an verið þau að reyna að eyða illgresinu og sumir grípa þá til eiturefna, sem er algjör firra. Það á að reyna að fyrirbyggja illgresi en ekki slást við það með eiturefnum.“ haa@mbl.is „Eiturefnin eru firra“ STEINN KÁRASON Flúðir | Fyrstu kartöflur sumarsins eru farnar að koma upp úr görðum á Suðurlandi. Á bænum Auðsholti 1 í Hrunamannahreppi var byrjað að taka upp kartöflur á fimmtudaginn. Þær eru ræktaðar í upphituðum garði sem er um einn hektari að stærð. Garðurinn er hitaður upp með hveravatni, sem nóg er af á bænum. Plaströrum hefur verið komið fyrir ofan í moldinni. Sett var niður í þriðju viku maí og breytt yf- ir með akrýldúk og plastdúk. Það eru þeir Ingibjörn Öxndal Reynis- son og Ari Jónsson bændur sem eru að taka upp. Kartöflurnar eru að vísu ekki stórar en þetta lítur vel út. Farið er að selja þær í Bænda- markaðinum á Flúðum en síðar munu þær koma á markað á Reykjavíkursvæðinu. Bændur á þessum bæ eru mikið áhugafólk um kartöflurækt en allnokkuð er að auki ræktað í köldum garðlöndum. Fram hefur komið í fréttum að kartöflusprettan hafi farið hægt af stað í sumar vegna kuldanna. „Þetta er alls staðar þremur vikum á eftir venjulegu sumri,“ var haft eftir Bergvin Jóhannssyni, bónda á Áshóli í Grýtubakkahreppi og for- manni Landssambands kart- öflubænda, hér í blaðinu, þegar hann var spurður um kartöflu- sprettuna. Ef veður verður gott í júlí, ágúst og september mun ræt- ast úr, að mati Bergvins, en þó sé fyrirsjáanlegt að ekki verði mikil kartöfluuppskera í haust. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Uppskera Ingibjörn Öxndal Reynisson og Ari Jónsson, bændur í Auðsholti 1, með fyrstu uppskeru sumarsins. Fyrstu kartöflurnar teknar upp  Bændur á Auðsholti 1 í Hrunamannahreppi tóku upp úr upphituðum garði  Kartöflur almennt seint á ferðinni Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 23 ára gamlan karlmann, Junierey Kenn Pardillo Juarez, til fangelsisvistar í sex og hálft ár. Hann var fundinn sekur um stór- fellt brot á fíkniefnalöggjöfinni með innflutningi á nærri 37 þúsund e-töflum og 4.471 skammti af LSD. Þetta mun vera eitt stærsta þekkta smygl á e-töflum hingað til lands og aldrei áður hefur verið lagt hald á jafnmarga LSD-skammta í einu. Götuverðmæti e-taflnanna var talið vera yfir 70 milljónir króna. Lét sér í léttu rúmi liggja að kanna magn og tegund efnanna Juarez var handtekinn á Kefla- víkurflugvelli við komuna til lands- ins hinn 23. mars síðastliðinn. Toll- verðir höfðu fundið fíkniefnin í ferðatöskum hans, en þau voru fal- in undir fölskum botni. Juarez var úrskurðaður í gæsluvarðhald sam- dægurs. Með manninum í för var kona og hún var einnig handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald. Henni var þó sleppt eftir viku í haldi og var ekki ákærð í málinu. Málavextir voru með þeim hætti að Juarez hafði farið til Kanaríeyja í því skyni að sækja fíkniefni og flytja þau til Íslands. Fyrir þetta átti fíkniefnaskuld hans að lækka um nokkur hundruð þúsund krón- ur. Hann sagði að ekki hefði verið rætt um hve mikið magn hann ætti að flytja til landsins. Þá hafi hann haldið að efnin væru kannabisefni. Héraðsdómur telur varhugavert að fullyrða um að hugur Juarez hafi staðið til að flytja umræddar teg- undir fíkniefna í svo miklu magni sem um ræðir. Dómstóllinn telur Juarez þó bera fulla refsiábyrgð í málinu þar sem hann hafi látið sér í léttu rúmi liggja hvaða fíkniefni var um að ræða og magn þeirra. Juarez hélt því fram fyrir dómi að e-töflur væru ekki eins hættu- legar og talið hafi verið í dóma- framkvæmd og því ætti að líta til þess við ákvörðun refsingar. Máli sínu til stuðnings vísaði Juarez til greinar í tímaritinu Addiction um að efnið valdi ekki vitrænni skerð- ingu. Dómurinn féllst ekki á þau rök. Með brotinu rauf Juarez skil- orðsdóm sem hann fékk árið 2008. Hann er með nokkurn sakaferil að baki en árið 2006 fékk hann tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir þjófnað, tilraun til þjófnaðar og fíkniefnalagabrot. Þá fékk hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2008 fyrir þjófn- að og fíkniefnalagabrot. Juarez hefur einnig gengist undir sektar- greiðslur vegna fíkniefnalaga- brota. Sekur um stórfelldan fíkniefnainnflutning  Efaðist um skaðsemi e-taflna Dóp Tugir milljóna voru í spilunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.