Morgunblaðið - 09.07.2011, Síða 26

Morgunblaðið - 09.07.2011, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 ✝ Jónas Magn-ússon fæddist á Ísafirði 31. janúar 1916. Hann and- aðist á sjúkrahús- inu á Ísafirði 30. júní 2011. Jónas var yngst- ur barna hjónanna Helgu Tómasdóttur og Magnúsar Ólafs- sonar, prentsmiðju- stjóra á Ísafirði. Foreldrar Helgu voru Björg Emelía Þorsteinsdóttir og Tóm- as Jónasson, bóndi og fræðimað- ur á Hróarstöðum í Fnjóskadal. Foreldrar Magnúsar voru Elín Halldórsdóttir úr Bolungarvík og Ólafur Ólafsson frá Skjald- fönn. Systkini Jónasar voru: Hall- dóra Kristín Magnúsdóttir, f.1898, d. 1991, eiginmaður hennar var Þórður Jóhannsson, f. 1888, d. 1979, Lára Magn- úsdóttir, f. 1900, d. 1959, Ólafur vann hann í nokkur ár hjá Kaup- félagi Ísfirðinga en stofnaði ásamt Ásgeiri Jóhannessyni sína eigin verslun undir nafninu Verslun Jónasar Magnússonar árið 1942. Nokkru síðar keypti Jónas hlut Ásgeirs og rak versl- unina einn þar til hann hætti störfum og lokaði versluninni í árslok 1987. Jónas varð snemma mikill fé- lagsmálamaður. Fjölskylda hans var í forystu í leiklistar- og tón- listarmálum á staðnum. Faðir hans og föðurbróðir voru for- vígismenn í leiklistinni og móð- urbróðir hans, Jónas Tómasson, mesti frumkvöðull í tónlistinni, þannig að Jónas og öll fjölskylda hans tók þátt í þessu starfi. Hann var líka skáti, fim- leikamaður, skíðamaður og knattspyrnumaður. Þá hafði hann einnig mikinn áhuga á alls konar veiðiskap, bæði á trillunni sinni og í ám og vötnum. Á full- orðinsárum gerðist hann félagi í Oddfellow-reglunni. Jónas verður jarðsettur frá Ísafjarðarkirkju í dag, 9. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Ingólfur Magn- ússon, f.1902, d. 1999, eiginkona hans var Kristín Halldóra Gísladótt- ir, f. 1915, d. 1972, Sigrún Anna Magn- úsdóttir, f. 1904, d. 1981, Arnþrúður Helga Magn- úsdóttir Aspelund, f.1906, d. 2000, eig- inmaður hennar var Harald Aspelund, f. 1898 d. 1979, Elín Margrét Magn- úsdóttir, f. 1909, d. 1979, Tómas Emil Magnússon, f. 1911, d. 1996, Halldór Magnús Magn- ússon, f. 1912, d. 2003. Ævistarf Jónasar var það sem kallað hefur verið „kaupmað- urinn á horninu“. Hann ólst upp á Ísafirði og eftir hefðbundið nám þar fór hann í Versl- unarskóla Íslands í Reykjavík og lauk þaðan verslunarprófi árið 1935. Eftir heimkomuna Jónas föðurbróðir minn er fallinn í valinn, 95 ára gamall. Hann var yngstur 9 systkina og síðastur þeirra að kveðja. Jónas bjó lengst af með foreldrum á Sólgötu 1 á Ísafirði. Hann flutti í Pólgötuna eftir andlát foreldra og systra, sem einnig deildu húsinu með honum. Jónas rak verslun sína, Jón- asarbúð, á Ísafirði í áratugi eða þar til hann hætti sökum aldurs. Margar stundirnar átti undirrit- aður við búðarborðið hjá Jónasi, bæði framan og innan við, þegar reynt var að hjálpa til við af- greiðslustörfin. Síðast þegar ég vissi var gamla borðið úr Jón- asarbúð notað sem afgreiðslu- borð í Tjöruhúsinu. Jónas átti mörg áhugamál fyrr á árum. Hann var liðtækur í íþróttum, söng í kórum, lék á leiksviði, eins og bæði foreldrar og systkini hans. Einnig málaði hann fallegar myndir sem skreyttu veggi í íbúð hans. Hann var bátasmiður og bátaeigandi og hafði unun af veiðiskap, bæði færaveiði en þó einkum stang- veiði. Hana stundaði hann ára- tugum saman í ánum við Djúpið með góðum vinum sínum. Ég var svo heppinn að komast nokkrum sinnum með honum í veiði út í Vík. Hann mætti í jakkafötunum, með bindið og hattinn, kannski einhverja yfir- höfn og í bússum. Hvert sinn sagði hann að þetta væri nú sín síðasta veiðiferð en alltaf spratt hann upp og var til í tuskið þeg- ar minnst var á nýja veiðiferð. Lunkinn veiðimaður af lífi og sál. Enn er ónefnt sitt hvað af áhugamálum Jónasar. Á síðari árum sat hann gjarn- an á bekk við Pólgötuna, á góð- um sumardögum, ásamt fleiri öldruðum heiðursmönnum þar sem heimsmálin voru rædd. Jónas var mikill trúmaður. Hann var einn af þessum föstu punktum í götumyndinni á Ísa- firði og er nú bærinn fátækari að honum gengnum. Hann var heilsuveill undir það síðasta en ekki vildi hann þiggja aðstoð lækna og alls ekki að leggjast inn á sjúkrahús. Í áratugi hefur margt frænd- fólk hans á Ísafirði, einkum þó þau systkinin Helga og Karl Aspelund og fjölskyldur þeirra, sýnt Jónasi mikla ræktarsemi og undir það síðasta annast hann af mikilli alúð og kærleika. Þetta ber að þakka af heilum hug. Kæri frændi, vertu sæll og megir þú njóta samveru við for- eldra og systkin. Njóttu hinna eilífu veiðilendna. Blessuð sé minning góðs drengs. Magnús Helgi Ólafs- son og fjölskylda. Jónas móðurbróðir okkar er fallinn frá, 95 ára að aldri. Hann var yngstur níu systkina og síð- astur til að kveðja. Með honum hverfa síðustu beinu tengslin við þann hornstein fjölskyldu- tengsla sem Sólgata 1, heimili afa og ömmu, var og eftir lifir minningin ein. Að Sólgötu 1 söfnuðust allar fjölskyldurnar saman á stórhátíðum og svo áttu menn alltaf leið fram hjá og litu þá inn. Þá var þar oft í eldhús- króknum hjá ömmu fólk úr bæn- um sem minna mátti sín og naut góðvildar hennar og gestrisni. Enginn fór bónleiður þaðan. Jónas ólst upp við að öll fjöl- skyldan var á kafi í leiklist og söng. Hann kom fyrst á svið sex vikna gamall í mars 1916 í Skugga-Sveini. Fram að því höfðu alltaf verið notaðar tusku- brúður fyrir barnið sem Grasa- Gudda raulaði við. Níu ára gam- all lék hann í leikritinu Dreng- urinn minn og 11-12 ára í Augum ástarinnar og „þetta hélt áfram hjá mér fram yfir miðjan aldur að ég hætti öllu. Ég var orðinn þeyttur og stressaður á að vera á æfingum eða sýning- um á hverju kvöldi, annaðhvort í leikritum eða kórum“, sagði hann sjálfur. Á unga aldri stundaði hann líka íþróttir af kappi og var mjög efnilegur fimleikamaður en varð að hætta um tvítugt vegna bakmeiðsla. Hann hélt samt áfram í fótboltanum og þegar Ísfirðingar urðu Íslands- meistarar í 1. flokki 1939 hældu Reykjavíkurblöðin sérstaklega litlum og snaggaralegum manni á kantinum sem þeir kölluðu Mósokka og áttu þar við Jónas. Sportveiðarnar tóku við af íþróttunum. Hann veiddi í ám og vötnum og oft var farið á sjó. Hann átti trillu, skektu og kajak og nutum við systkinabörnin oft góðs af því. Hann var oft mjög hnyttinn í tilsvörum og átti til að svara spurningu með gátu, enda komu margir við í Jónasarbúð á leið heim úr vinnu til að spjalla. Hann var á margan hátt ein- stakur maður sem sjónarsviptir er að. Við komum til með að sakna hans. Blessuð sé minning hans. Helga, Magnús og Karl Aspelund. Hann var 95 ára, bjó einn í Pólgötu 4 á Ísafirði, léttur í spori og teinréttur, flottur til fara, alúðlegur piparsveinn, sem átti verslun í Hafnarstrætinu um árabil. Hann var sjálfstæðari en gerist og gengur, vildi lítt þiggja aðstoð skyldmenna sinna og vina, sem höfðu oft af honum áhyggjur, svona gömlum mann- inum. Hann ólst upp á miklu menningarheimili í Sólgötu 2 við leiklist og söng og tók síðar virkan þátt sjálfur, var í kórum og lék í óperettum og revíum. Hann tók þátt í skátastarfi og var mjög góður íþróttamaður og fimleikamaður í fremstu röð. Halldór bróðir hans var Íslands- meistari í fimleikum og þegar ég spurði vin minn hvort bróðir hans hefði þá ekki verið besti fimleikamaður landsins, þá var svarið: „Hann var næstbestur.“ Það vantaði ekki húmorinn. Hann fór í Verslunarskólann ungur að árum og fékk reglu- lega boð um að vera við skóla- slitin, síðast að mig minnir þeg- ar 75 ár voru frá útskrift hans. „Ætlarðu ekki að fara?“ spurði ég. „Nei, ég held ég nenni ekki, þau eru flest komin undir græna torfu, skólasystkinin.“ Hann hafði yndi af að vera úti í náttúrunni, tína ber og safna jurtum, sem hann þurrkaði og notaði í te á síðkvöldum. Þetta var oft fjandi bragðvont, þegar of mörgum jurtategundum hafði verið blandað saman, og fyrir kom að það þurfti að bæta úr með veiðimannavíni. Já, það var einmitt veiðimennskan sem átti hug hans allan, hann var veiði- maður af Guðs náð. Það var víst fyrir hálfri öld, þegar ég var ungur og vinur minn miðaldra, að ég fékk að fljóta með til lax- veiða í Langadal í Ísafjarðar- djúpi. Þar kynntist ég mínum góða vini, Jónasi Magnússyni. Sú vinátta óx með hverju árinu og veiðiferðunum, í hinar ýmsu ár og vötn, hef ég ekki tölu á. Síðast í fyrrasumar fórum við í silung í Ósá í Bolungarvík og þar dró sá gamli væna bleikju, en var nokkuð dasaður á eftir, það var farið að hausta. Þetta var síðasti fiskurinn í þessu lífi, að ég held, en margir voru þeir um ævina og alltaf jafn gaman að landa þeim. Jónas vinur minn var trúaður maður, en alla tíð leitandi í trú sinni. Hann vísaði ekki predik- urum á dyr, heldur rökræddi við þá um biblíuna, sem hann þekkti ekki síður en þeir, þótt skoðanir væru æði oft skiptar. Ég heim- sótti vin minn á sjúkrahúsið rúmum sólarhring áður en hann dó. Hann var þjáður af hjarta- verk, en eftir að hafa fengið sprautu tók hann strax gleði sína og við ræddum saman dá- góða stund. Ég sagði honum að við ættum eftir að fara í Víkina og fá okkur bleikjur, en hann hló og sagði: „Nei, nú er ég að deyja, það er komið gott.“ Hann kvaddi mig eins og venjulega: „Þakka þér nú fyrir komuna,“ en handtakið var óvenju þétt og bros á vörum. Að leiðarlokum þakka ég hon- um fyrir kynnin og samfylgdina, sem hófst fyrir hálfri öld og aldrei bar skugga á. Við Guðrún og börnin okkar fjögur, sem fengu stundum að fljóta með í veiðiferðirnar í Djúpið, kveðjum þennan aldna öðlingsmann með þakklæti. Magnús Reynir Guðmundsson. Með andláti Jónasar ömmu- bróður er lokið lífssögu Sólgötu- systkinanna á Ísafirði sem svo ríkulega settu mark sitt á upp- vöxt og uppeldi tveggja kyn- slóða í föðurfjölskyldu minni. Af 8 systkinum voru 5 ógift. Fjögur þeirra bjuggu í Sólgötu 1 á æskuárum mínum ásamt föður sínum öldruðum. Sólgatan var árum saman fastur viðkomustaður minn á leið í og úr neðri bænum á Ísa- firði, ekki síst vegna þess að þar fékk maður athygli heimilis- manna óskipta og tók glaður við umvöndunum, lífsspeki og heil- ræðum með mjólk og bakkelsi. Hvert okkar í stórfjölskyldunni hefur svipaða sögu að segja og á kærar minningar um hvert og eitt þeirra systkinanna átta. Sól- gata 1 er líka horfin. Hún stóð þar sem nú er safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju. Jónas var sérstaklega áhuga- verður í barnsaugum mínum. Herbergið hans var ævintýra- heimur út af fyrir sig, þar sem ægði saman öllum sköpuðum hlutum úr lífi hans og tómstund- um og hann henti aldrei neinu nýtilegu. Verslunin hans heill- aði, því þar var marglitt gotterí og kókosbollur undir gleri sem ég ágirntist. Pakkhúsið að baki búðarinnar var stórt og þar var hægt að týna sér daglangt, enda hafði safnast þar saman í gegn- um árin ótrúlegt magn af því- líkum gersemum, sem systur hans kölluðu nú bara bölvað draslið hjá honum Jónasi. Þol- inmæði Jónasar er þakkarverð, því ég kom oft við í Jónasarbúð og dvaldi jafnan lengi. Vona ég að einhver hjálp hafi verið í mér við að raða í hillur, fara með rusl og ná í vörur á skipaafgreiðsl- una. Ekki tókst Jónasi að kveikja í mér veiðibakteríuna þó hann tæki mig oft með sér í sil- ungsveiði, en stangaveiðin var honum ástríða. Ég naut þessara stunda engu að síður og var líka til einhvers gagns, því ég fékk að rota það sem veiddist. Að leiðarlokum vil ég, fjöl- skylda mín, foreldrar og systk- ini þakka Jónasi liðnar samveru- stundir. Blessuð sé minning hans. Hörður Högnason. Jónas Magnússon ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR, Hjarðarhaga 26, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 27. maí. Þórhildur Ragna Karlsdóttir, Karl Þorsteinsson, Margrét Geirrún Kristjánsdóttir, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Halldór Bjarnason, Baldur Þorsteinsson, Linda Guðbjörg Udengaard, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, BJARGAR JÓHANNSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks F2 og G2 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir alúð og góða umönnun. Jóhann Ólafsson, Jeanne Miller, Sigrún Ólafsdóttir, Helgi Bergþórsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju, vinarhug og aðstoð við andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs, barnabarns, frænda og vinar, EGGERTS ARNAR HELGASONAR, Dalhúsum 3. Helgi Helgason, Hólmfríður Eggertsdóttir, Helgi Helgason, Stefán Þór Helgason, Karen Rakel Óskarsdóttir, Inga Rut Helgadóttir, Ísak Hrafn Helgason, Þórunn Þorgeirsdóttir, frændsystkini og vinir. ✝ Innilegar þakkir fyrir alla hjálpina, stuðning, styrk, hlýhug og fallegar kveðjur vegna andláts móður okkar, dóttur og systur, LAUFEYJAR INGIBJARTSDÓTTUR. Júlíus Duranona, Jóel Duranona, Ingibjartur G. Þórjónsson, Kristín Jóna Magnúsdóttir, Ásta Ingibjartsdóttir, Þórdís Ingibjartsdóttir. ✝ Einlægar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elsku eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, EINARS Ó. STEFÁNSSONAR húsgagnabólstrara, Sólheimum 23, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjartadeildar Land- spítalans við Hringbraut fyrir einstaka hlýju og umönnun. Ásta Kristjánsdóttir, Stefán Einarsson, Inga Þórsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Þorgeir Kristjánsson, Berglind Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vin- áttu og hlýhug við andlát og útför dóttur minnar og systur okkar, SIGRÍÐAR SIGTRYGGSDÓTTUR, Vesturbrún 17. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Vestur- brúninni, Bjarkarási og hjá Heimahlynningu fyrir hlýja og fagmannlega umönnun, hvort heldur var í lífi Siggu og starfi eða í veikindum hennar undir lokin. Elín Sigurðardóttir, Sigurlaug Anna Sigtryggsdóttir, Erla Sigtryggsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN INGVARSSON, Austurhlíð, Biskupstungum, sem lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum föstudaginn 1. júlí, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju þriðjudaginn 12. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigríður Guðmundsdóttir, Magnús Kristinsson, Kristín Heiða Kristinsdóttir, tengdabörn, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.