Austurland


Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 21. desember 1956. Gísli Helgason, Skógargerði: Orfáar sagnir um séra Stefán Jónsson síðast prest á Kolfreyjustað Gleðileg jól! MÍR Stefán er fæddur á Hjaltastað í Útmannasveit um 1818. Hann ólst þar upp hjá föður sínum, séra Jóni Guðmundssyni, er sendi hann í Bessastaðaskóla. Þar fékk hann orð fyrir frábærar gáfur og námshæfileika. Séra Sigurður Gunnarsson eldri á Hallormsstað var honum sam- tíða í skóla. Hann sagði á seinni árum um Stefán: Mikil ósköp hefði ég getað lært, ef ég hefði haft gáfurnar hans Stefáns. Þegar hann las ekkert, þá gátum við, meðalmennirnir, fylgzt með hon- um, en þegar hann las, þá var einskis manns að fylgjast með honum. Hann var svo fljótur að læra. Guðmundur frá Húsey heyrði séra Sigurð segja þetta, en hann hafði tíðum gistingu í Bakkagerði, er liann réið til A(bingis, hjá Jóni föður Guðmundar. Stefán er vígður aðstoðarprestur til föður síns 1844 og þjónar þar til 1855 er hann fær Garð í Norð- ur-Þingeyjarsýslu. 1872 fær hann Presthóla, en Kolfreyjustað 1874 og þjónar því brauði unz hann lætur af prestskap 1888. Ýmsar sögur hef ég heyrt um það, að hann hafi þótt afburða- snjall ræðumaður, en aftur á móti lítill búmaður og nokkuð öl- kær á efri árum. Meðan hann var prestur nyrðra andaðist þar æruverðugur aldinn prestur, og fóru þrír prestar til að mæla eftir hann. Einn þeirra var hinn orðlagði séra Halldór próf- astur á Hofi í Vopnafirði. Séra Stefán var þar líka, en ég kann ekki deili á þeim þriðja. Séra Halldór fékk Jón bónda á Vakursstöðum til þess að ráða með sér norður. Hann var faðir Vigfúsar, sem lengi bjó á Vakurs-j stöðum eftir hann. Á heimleiðinni vekur prestur máls á því við Jón, hverjum honum hafi nú þótt mæl- ast bezt þarna. Jón kvaðst ekki vera dómbær um þá hluti ómennt- aður alþýðumaður. Víst berðu fullt skyn á þetta, Jón minn, segir prestur, og eigi þarftu að hlífast við að kveða upp þinn dóm, þótt hann falli mér ekki í vil. Ekki hætti prestur við Jón, fyrr en hann sagði sína skoðun á þessu, en hún var sú, að séra Stefán hefði komið með beztu ræðuna. Þetta er alveg rétt hjá þér, Jón minn, sagði séra Halldór, ég var ekki hálfdrættingur á við séra Stefán þ'arna. Meðan séra Stefán var á Hjalta- stað bar svo við, að hann missti snemmbæra kú fyrri part vetrar. Hann var þá orðinn barnamaður og mátti ekki án snemmbæru vera, en hafði ekki handbært fé til að borga kú sem í boði var ef borguð væri út í hönd, sem kallað var. Um það leyti var séra Þor- grímur Arnórsson prestur í Hof- teigi. Hann var meiri búmaður en prestur, enda vellríkur og þó eng- in smásál og hjálpaði stundum nauðstöddum náunga. Þeir voru vinir séra Stefán og hann, hafa sennilega verið saman í skóla. Stefán sendir nú Þórarin bróður sinn með bréf til séra Þorgríms þar sem hann biður hann nú að lána séra kýrverðið og greinir alla málavexti. Þórarni er vel tekið í Hofteigi og boðin gisting. Um morguninn fær prestur honum ríf- legt kýrverð. Þórarinn spyr hví hann fái sér þetta svona, en slái ekki utan um og greini hvað í bréfinu sé. Ég þarf þess ekki, ég veit, að þú stelur engu af þessu, en skilaðu til bróður þíns, að mér kæmi mæta vel, ef hann sendi mér fáeinar ræður við tækifæri. Nú er sagt, að Þórarinn fari upp í Hofteig í páskaviku þennan sama vetur og hefði þá meðferðis stranga nokkum til prests. Þor- grímur tekur honum ágæta vel, og biður hann dvelja hjá sér fram yfir hátíðina. Þórarinn þekkist þetta, hefur haft gaman af að kynnast Jökuldælingum og sjá þá. Á páskadag er gott veður og kemur margt fólk til kirkju. Þór- arinn hlýðir messu og þykist þekkja fingraför bróður síns á ræðunni. Eftir messu hlýðir hann á tal fólksins, þar sem það er í smáhópum á hlaðinu. Hann heyrir fleiri en einn segja: Þetta getur hann, þetta á hann hjá sér. Nú flutti hann þessa ágætu páska- ræðu, en oftast er þetta óttalegt léttmeti, sem hann fer með af stólnum. Þórarinn sá er hér um ræðir, var afi Þórarins alþingismans á Hjaltabakka. Þetta mun orðið nógu langt mál á þessum vett- vangi. Gott þykir mér að fá sagn- ir um séra Stefán, og má vera að eitthvað rifjist upp hjá eldri mönnum við að lesa línur þessar. Gísll Helgason. Gleðileg jól! Þróttur Gleðileg jól! gott og farsælt nýtt ár Hrafnkell hf. Munið að vlð viljum alltaf gera okkar bezta fyrir viðskipta- j vinina. — Þökkum viðskiptin. Gleðileg jól! FARSÆLT NÝÁR! Pönhmarfélag alþýðn, Neskanpstað | ! Mrti-r-rr-———h————wi——111 in— ————f——IWW>

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.