Austurland


Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 10

Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 10
10 AUSTURLAND Neskaupstað, 21. desember 1956. þessi merkilegi maður, vel gjörð- ur maður til sálar og líkama, geng- ur fyrir öðrum bændum hvar sem reyna þarf á andlegt atgjörfi og svo líkamlega sterkur, að það þarf heila öld af vondum tíma til þess að vinna á honum? Því mun aldrei verða svarað með fullri vissu, en þó með glögg- um líkum. Ef Sigfúsi er trúað, sem vel má, þótt hann skrifi þjóðsögur, sem enginn trúir, að hann hafi verið afkomandi séra Stefáns í Valla- nesi Ólafssonar er þar skjótt um að litast, enda um fáa liði að gera milli þeirra, og hlaut séra Stefán að vera langafi hans, ef þetta væri rétt. Svo vel er ætt frá séra Stefáni rakin, að þessu virðist mega hafna að öllu leyti, enda nægilegt missagnarefni, að Guð- ríður kona hans var dóttir Sess^ elju Bjarnadóttur prests í Ási Einarssonar og Guðrúnar dóttur séra Stefáns. Samt er rétt að at- huga þetta, þótt Sigfús segi. Það er ekkert vitað um þrjár dætur séra Ólafs Stefánssonar í Vallanesi, sem finnast í mannta1- inu 1703, þær Helgu, Kristínu og Guðrúnu, allar börn á þeim tíma og Guðrún aðdins þriggja ára. Þær eru aðeins taldar hafa dáið ungar. Svo mundi nú líka eflaust mega telja, þótt ein þeirra hefði átt dreng með Arngrími, sem síðar var kallaður Umferða-Arngrímur, •en var vel ættaður og sjálfsagt gjörfuleikamaður, en dáið þá jafnskjótt. Það er auðsætt, að Ólafur er fæddur í Fellahreppi, og á þessum tíma býr þar margt af afkomend- um séra Stefáns í Vallanesi. Munu hinar fyllstu líkur á þessu, sem nú var sagt, að Ólafur Arngrímsson sé dóttursonur séra Ólafs í Valla- nesi Stefánssonar prests og skálds, en hann fari svo jafnskjótt eða fljótlega í fóstur til frænku sinnar, Helgu Þorvaldsdóttur prests á Hofi í Vopnafirði, Stefánssonar í Vallanesi prests. Helga bjó í Syðri-Vík í Vopna- firði og átti Pétur son Björns sýslumanns Péturssonar á Burst- arfelli. Voru þau stórrik, en barn- laus. Pétur dó milli 1730 og 40, og Helga hefur flutzt burtu frá Syðri-Vík og sjálfsagt austur á Hérað. Björn sýslumaður á Syðri- Vík eftir Pétur látinn og gefur 6 hndr. á landsvísu úr henni fá- tækum í Vopnafirði. Helga varð síðan, eftir 1746, þriðja kona séra Hjörleifs á Val- þjófsstað. Var hún þá komin yfir 50 ára aldur, og arfleiddi séra Hjörleif og börn hans mjög fljót- lega að eigum sínum. Hefur þessi fóstursonur hennar þá orðið séra Hjörleifi einskonar stjúpsonur. Hans Wíiím gat ekki haft annað frekara að athuga við stefnubirt- ingu Ólafs Arngrímssonar, en það, að hann væri með einhverjum haettj venzlaður Hjörleifi presti, málssóknaranum á hendur honum. Auðvitað gat Ólafur verið fóstur- sonur Helgu, þótt hann væri ekki dóttursonur séra Ólafs, þótt þau séu mest líkindi til slíks fósturs. Árngrímur, sem telja má mest líkindi á að sá faðir Ólafs, var Runólfsson frá Hafrafellstungu í Axarfirði, Einarssonar á Skinna- stað, galdrameistara. Móðir Arn-i gríms var Björg Arngrímsdóttir, Iögsagnara á Laugum í Þingeyjar- sýslu, Hrólfssonar sýslumanns af ætt Hrólfs sterka. Arngrímur Runólfsson er á Hrafnabjörgum í Hlíð árið 1734 og fallast flestir á að það sé Arn- grímur frá Hafrafellstungu. Hann er að vísu ungur þá, fæddur 1712, og allungur til að geta barn 1731, en þá sannast spakmæli séra Ein- ars aftur, því hér er varla öðrum til að drsifa. Að vísu mun þá Ól- afur yngri en sagður er 1816 og 30. Arngrímur Runólfsson finnst að vísu í sams konar heimild í Hafra- fe'lstungu, en hér mun það mis- eldri heimilda, bændatalið ýmist gjört 1730—34, að einn og sami maður sé. Arngrímur kvæntist og bjó í Hafrafellstungu um tíma, er tal- inn eiga 2 dætur, sem báðar dvelja með fólki hans norður þar 1762, en sjálfur er hann á Víðivöllum fremri í Fljótsdal það ár, talinn 50 ára gamall. Virðist hann þá vera á þessum umferðum, sem hann er kenndur við og hafði verið þá alllengi. Hann á barn árið 1571 með stúlku í Breiðdal, Lukku Ein- arsdóttur ádí, lögréttumanns. Esphólín getur þess, að son hafi Arngrímur átt, sem heitið hafi Ól- afur. Hafi hann farið á Suðurnes og staðnæmzt þar. Þetta er senni- legast allt sami Ólafurinn, þótt undarlegt sé, að Esphólín skuli ekkert vita um lögréttumanninn í Múlaþingi, eða að minnsta kosti það, að hann hafi komið aftur af Suðurnesjum, þessi sonur Arn- gríms Runólfssonar. Vegna þessara upplýsinga Esphólíns um Ólaf son Arngríms Runólfssonar, virðist þess ekki þörf, að geta um aðrar líkur á uppruna hans að Arngrímsnafni, þótt til séu og þær allsennilegar, þar sem um Arngrím Jónsson, bónda á Hauksstöðum í Vopnafirði er að ræða. Gefst heldur eigi tími til þess hér, og þarflaust fyrr en því yrði hnekkt, að hér sé um Ólaf Arngrímsson, Runólfssonar að ræða. En það hafi þó skeð, er ÓU afur var fulltíða um 1760, hafi liann farið suður á Nes og átt sitt fyrra lausabarn þar. Það hafi Esphólín fengið að vita, en ekki hitt, að hann kæmi aftur, enda er þetta á þeim dögum, sem Esphó- lín er barn að aldri. Á Austurlandi er Ólafur ekki í bændatölu 1762 og er þó 32 ára gamall, ef trúað er aldursákvörð- un hans á dánardægri. ALUR verða ánœgðir með jólagjöf úr Vík Gjörið svo vet og lítið inn! Aldrei meira úrval Verzlunin Vík Gleðileg jól! Sundlaug Neskaupstaðar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.