Austurland


Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 9

Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 9
Neskaupstað, 21. desember 1956. AUSTURLAND 9 Ólaf og þarf ekki skýringar við. Þó er rétt að geta þess að berling- ur er víst sjólag, er fiskimenn nefna svo, svo þessi samstafa í kvæðinu lýtur að sjóveiði Ólafs á Skálanesi. Kvæðið mun vera ort á árunum frá 1784—90. Eftir þennan tíma fara kirkju- bækur að segja meira um ævi- feril manna, svo fá má allglöggar upplýsingar um Ólaf í kirkjubók Dvergasteinsprestakalls á þessum árum. Hann er nokkrum sinnum skírnarvottur og svaramaður brúðhjóna. Árið 1789 giftast á Seljamýri í Loðmundarfirði Halldór Halldórs- son og Sigríður Jónsdóttir. Hér er haft nokkuð við. Svaramennirnir eru Skúli Sigfúsqon, óðalsbóndi á Brimnesi og lögréttumaðurinn Ól- afur Arngrímsson á Skálanesi. Þetta kom sér vel, að Ólafur er nefndur svo þarna, því arynars kynni það að hafa hvarflað að þeim, sem rekja æviferil hans, að hér væri alls ekki um hann að ræða, heldur annan mann sam- nefndan. Ekki verður þess vart í annan tíma að Ólafur beri- lög- réttumannsnafnið, enda var það svo, að hann er nýnefndur lögn réttumaður úr Múlaþingi 1765, sjálfsagt í stað Árna Vigfússonar á Ormarsstöðum, en þetta ár voru lagðir af lögréttumenn hvarvetna af landinu, nema í grennd við Al- þingi við Öxará. Ólafur hafði því bara titilinn en engan vandann af þessu starfi. Prá Skálanesi hefur Ólafur far- ið að Bárðarstöðum í Loðmundar- firði um eða litlu fyrir 1800, en á Nesi er hann í manntalinu 1801. Þarna fæst í fyrsta sinn aldurs- ákvörðun hans og telst hann 68 ára og þá fæddur 1733. Hinsvegar er kona hans talin 73 ára, en var 4—6 árum yngri en hann, svo ef til vill er þessa aldursákvörðun- eigi að marka og ef til vill gjörð út í bláinn af öðrum mönnum án vitnisburðar þeirra hjóna af eigin munni. Ólafur hefur lítið um sig á Nesi, aðeins 4 menn í heimili, þau hjón- in, Ingibjörg dóttir þeirra 29 ára að aldri og 10 ára stúlka, Guðný Halldórsdóttir. Þessi Guðný er kölluð í manntalinu svigerdatter hans, tengdadóttir, en eigi er það ieftir þeim skilningi, sem við leggj- um í orðið. Hinsvegar mun hún vera tengd honum og að því lúti þessi skrift. Hún er dóttir hjón- anna Halldórs og Sigríðar, er fyrr var á minnzt. Sigríður er fædd í Vallaneshjáleigu 1764, hefur sennilega verið dóttir Guðríðar konu Ólafs fyrir hjónaband þeirra, sennilega alin upp í Vallanesi hjá séra Jóni Stefánssyni, eldra og Gróu konu hans svo lengi sem hans naut við, en eftir það hjá Ólafi og móður sinni. Sigríður lætur dóttur sína aðra heita Gróu, eins og þeir synir Jóns prests, Eiríkur á Egilsstöðum og Jón í Bót. Ekki verður vart við það, að þau hjón, Ólafur og Guð- ríður, eigi annað barna, en þessa Ingibjörgu, sem á var minnzt. Þó finnst í manntalinu 1816 Sigríður Ólafsdóttir, vinnukona á Stóra- Steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá, fædd á Eiðum 1780, Gæti hún ver- ið dóttir Ólafs*). Á Sörlastöðum í Seyðisfirði verður næst vart við Ólaf árið 1803. Þar er hann húsmennsku- maður. Þetta ár deyr Guðríður kona hans á Sörlastöðum. Hefur hann þá enn haft nokkuð fyrir sig að leggja, og ekki fæst annað vit- að, en að enn um stund dvelji hann í Seyðisfirði. En árið 1816 er hann kominn upp í Fellasveit og þó ekki getið hvar hann dvelji. Hinsvegar er hann nú niðursetn- ingur í þessari sveit og talinn 86 ára að aldri og þá fæddur 1730. Mun hann nýkominn og ekki ráðJ stafað, er hann er kominn á þenn- an kostinn 1816. Manni finnst að kirkjubókin geti nú fljótlega gefið manni end- ann á þessari ævisögu, en hún dregur það, jafnvel svo þolinmæði manns er að þrjóta í leitinni. Það kemur árið 1830. Hinn 1. janúar er grafinn að Ási Ólafur Arngríms- son, hreppslimur frá Bimufelli, 99 ára gamall. Stutt er það og laggott hjá kirkjubókinni, en Ól- afur hafði dáið 29. des. Fellamenn þurfa að koma til kirkju á nýárs-1 daginn og þeir eru þá ekkert að gera tvær ferðirnar að þessu frek- ar en Grettir, þegar hann bar mæðgurnar yfir Skjálfandafljót. Þá býr á Bimufelli Magnús Bessason, Árnasonar auðga á Arn- heiðarstöðum þá ungur maður og kannske enn með móður sinni, Jófríði Magnúsdóttur frá Hrygg- stekk. Þannig dó Ólafur í brauði hjá því fólki, sem hann hafði áður stefnt, því Hans Wíum átti Guð- rúnu dóttur Árna auðga, og senni- lega enn fátækari en Guðmundur prestur, sem hann hafði áður dæmt. Ingibjörg dóttir ólafs fellur út úr manntali 1816, en það ár er hún vinnukona í Vallanesi, en kemur árið eftir að Skeggjastöð- um í Fellum. Þar bjó Ingunn skyggna og voru þær systradæt- ur. Hún dvelur svo lengst af í Fellahreppi vinnukona. Árið 1845 er hún orðin hreppslimur í Fellum, og enn er kirkjubókin treg með sndann á ævisögunni. En árið 1860 er grafin að Ási, fyrst í nýja reitnum, Ingibjörg Ólafsdóttir, hreppslimur frá Urriðavatni, 88 ára gömul. Hún hafði öðlazt nafn- bót nokkra og var kölluð Lúsa- Imba. Sigfús Sigfússon minnist á hana, segir að hún hafi verið tal- in greind, en sérlunduð. En hvaðan var hann kominn )* Síðan hef ég fundið að Sig- ríður var dóttir Ólafs, en ekkert um hana hægt að vita. -------- . , rrr rr Óskum allri alþýðu Gleðilegra jóla! Verklýðsféiag Norðfirðinga Flytjum félagsmönnum og ölium stuðningsmönnum beztu óskir um Gleðileg jól! Sósíalistafélag Neskaupstaðar /rr»rrsrr>rsrr^r'rsrrsrrvrr'r^#srsrrsrr<r'r ^rsrrsrrsrr*rsrsrrsrsrr^rsr#srrsrrsrr<rsrr>rs#srsrsrrsrrO> Óskum öllum œskulýð Gleðilegra jóla! Æskulýðfylking Neskaupstaðar Gleðilegra jóla! óskum við starfsfólki okkar og öðrum viðskiptavinum Netagerðin sf.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.