Austurland


Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 7

Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 7
Neskaupstað, 21. desember 1956. AUSTURLAND 7 ur prófastur á Valþjófsstað og kemur þó fleira til. Næst spyrst það af Ólafi, að hann kvænist, og þó ekki vitað um ár ná dag, en dóttur eignast hann með konu sinni árið 1772 og er hún fædd í Fellahreppi. Kona Ólafs er Guðríður dóttir séra Þórarins prests á Skorrastað, Jónssonar prests á Hólmum, Gutt- ormssonar prests sama stað, Sig- fússonar prests í Hofteigi, Tóm- assonar. Ólafur hefur nokkurs þurft við til að fá þetta gjaforð, því Þórarinn prestur er ríkur mað- ur á þessum tíma. Árið 1762 á liann m. a. Hafrafell í Fellum og Hjarðarhaga á Jökuldal, hvoru- tveggja vildisjarðir. Svo er ekki að því að spyrja, að séra Hjörleifur átti fyrir aðra konu Bergljótu. systur séra Þórarins, og líkist þetta nokkuð því, sem títt var, að gömlu karlarnir giftu saman börn sín. Má af þessu þykja lík- legt, að Ólafur hafi þá sett bú að Hafrafelli, en Ijóst er það síðar, að eigi hefur hann eignazt þá jörð með konu sinni, því síðar býr þar Björn Eiríksson, annar tengda- sonur séra Þórarins, nema hann hafi keypt af Ólafi. Þá ber það til, að hval rekur á norðurströnd Vopnafjarðar í löndum jarðarinnar Ljósaland. Refsstaðakirkja taldist eiga þenn- an reka samkvæmt máldaga um hvalreka á Sellátrum þarna á ströndinni, en nú voru Sellátrar ekki lengur til, en landið gengið undir Ljósaland. Pétur Þorsteins- son, sýslumaður, gerði tilkall til rekans, með því að hann átti jörð- ina Torfastaði í Vopnafirði, og taldi að sú jörð ætti þarna hval- rekaítak frá gömlum tíma. Refsstaðaprestur, séra Guð- mundur Eiríksson, hirti rekann og mótmælti kröfu Péturs. Reisti Pétur þá mál, en þar sem hann var aðili málsins gat hann ekki rekið það sjálfur og var settur dómari í málið Ólafur Arngríms- son. Ólafur setur rétt á Ásbrands- stöðum 18. ágúst 1774 og gerist málið strax all umfangsmikið. Gamlir Vopnfirðingar bera það, að jörðin Ljósaland hafi heitið Sellátur til forna, svo ítaksréttur Refsstaðakirkju sé efalaus í lönd- um Ljósalands. Þá leggur um- boðsmaður Péturs fram bréf á skinni frá árinu 1298, þar sem hálfkirkjunni eða bænhúsinu á Torfastöðum er gefið hvalrekaítak í fjöru fyrir Ljósalandi. Ónýttist þar með vitnisburður Vopnfirðinga og varð síðan fátt til varnar í málinu, þó augljóst sé, að eftir að kirkja eða bænhús var burtu farið frá Torfastöðum, var auðvitað þessi ítaksréttur fallinn úr gildi, auk þess, sem allir gátu vitað, að bæði gátu verið til Ljósaland og Sellátur þarna á ströndinni, og Refsstaðakirkja hafði ekki eign- azt ítak í Sellátralandi, ef sú jörð hefur ekki verið til. Ekkert virð- ist um þetta athugað og er títt að sjá rökleysur og vangæzlu í með- frrð dómsmála á þessum tíma. Ólafur dæmdi Pétri hvalinn. Málið fer síðan til Alþingis og ver Jón Arnórsson, lögsagnari Plans Wíum, málið fyrir Guðmund prest, en Pétur var nógu mikill vinur lögmanna og amtmanna til þess að dómur Ólafs er látinn standa. Pétur Þorsteinsson var á þess- um tíma einn ríkasti maður á land- inu, Guðmundur prestur aftur á móti allra presta fátækastur og þar að auki kominn að fótum fram árið 1778 er endanleg' úrslit urðu í málinu. Dó hann árið eftir. Var það tilfinnanleg upphæð, sem hann var dæmdur til að skila Pétri. Hafði hann sleppt Refsstað 1776 við Sigfús son sinn, en dvaldist eftir það með konu sinni hjá séra Skafta á Hofi, Árnasyni, tengda- syni sínum. Næst spyrst til Ólafs við þing- haldið á Ási 1778. Þangað sendir hann bréf, segist vera veikur og ekki geta mætt á þinginu. Guðj mundur heldur þingið, Pétursson, fyrir föður sinn og tekur þetta illa trúanleg. Ályktar hann, að Ólafur verði á næsta þingi að sanna forföll með eiði. „Þetta er nágranni hans, Bjarni Eiríksson, beðinn að segja honum“, stendur í þingbókinni. Þetta er eflaust Bjarni gullsmiður á Setbergi, gæti líka verið Bjarni Eiríksson á Fjallseli, seinna kenndur við Ekru í Hjaltastaðaþinghá. En hvor þeirra, sem væri eru bæirnir í grennd við Hafrafell, svo af því má óhætt draga þá ályktun, að Ólafur hafi búið á Hafrafelli. Á þessu ári er Ólafur krafinn um skuld við einokunarverzlunina í Breiðuvík eða Reyðarfirði, svo efnahagur hans hefur ef til vill verið farinn að hallast nokkuð. Skírskotar Ólafur til sauðabréfs, sem hann hafi gefið verzluninni fyrir skuldinni. Eru það kannske sauðirnir, sem Galdra-Bjarni náði? Ólafur er ekki þingvottur á næsta þingi á Ási og spyrst ekk- ert af honum né eiði hans. Hann hefur nokkuð annað að gera. Þetta ár, 1778, sleppir Hans Wíum sýslu sinni, en hana fær Þorlákur ísfjörð sýslumaður í Snæfellsnessýslu. Jón lögsagnari Wíums fær Snæfellsnessýslu. Það dregst að Þorlákur komi austur langt fram á sumar. Skipið, sem flutti hann, fórst í bakaleiðinni talið í ágústmánuði, enda var Ól- afur Amgrímsson settur sýslu- maður og þingar hann á öllum þingstöðum sýslunnar þetta ár. Segir Pétur sýslumaður í annál sínum, að Ólafur hafi tapað fé á þessari sýslumennsku. Jón Arnórsson heldur sitt síð- asta þing hér eystra 3. júlí 1778 á Dvergasteini, en næst í bókinni er þinghald Isfjörðs á Djúpavogi, Sjúkrahús Neskaupstaðar Nú er verið að leggja síðustu hönd á smíði sjúkrahússins í Nes- kaupstað og mun það taka til starfa nú um áramótin. Með byggingu þessa sjúkrahúss hafa Norðfirðingar vissulega lyft Grettistaki og er vafasamt að nokkurt sveitarfélag hér á landi hafi ráðizt í stærri framkvæmdir á sviði heilbrigðismála að tiltölu. Enginn efi er á því, að mikil þörf er fyrir þessa stofnun, ekki aðeins þessu læknishéraði, heldur og nágrannahéruðunum. Norðfirðingar gefa sjálfum sér vissulega veglegar nýársgjafir um þessi áramót, þar sem eru sjúkra- húsið og nýi togarinn. settu þing 21. okt. 1779. Sýnir þetta, að setudómarar og settir sýslumenn hafa ekki skráð gjörðir sínar í þingbækurnar. Það er á þessu ári, sem miklar líkur eru fyrir því, að Hermann bóndi á Krossi í Mjóafirði hafi keypt Fjarðarstólinn í Mjóafirði, eina mestu eign austanlands á þeim tíma. Menn hafa átt erfitt með að átta sig á hvernig það mátti ske, því Hermann var fá- tæks bónda sonur úr Héraði. Þjóðtrúin kenndi það göldrum hans, en galdrar eru sama sem prettir. Ég hef áður ályktað það, að af því að Ólafur er Arngríms- son, hafi hann verið mágur Her-* manns, því kona Hermanns, hin fyrsta, var Ólöf Arngrímsdóttir frá Firði í Seyðisfirði, Hallssonar, og báðir hafi þeir Ólafur og Her- mann nokkurs neytt í því efni að ná í stólinn þetta umrædda ár, er Ólafur var sýslumaður. Þetta er þó meira en hæpið að verið hafi, enda þótt auðsjáanlega sé Ólafur lausaleiksbarn og hafi í engu not- ið foreldra. Eftir aldursákvörðun á Arngr. í Firði 1762, er hann fædd ur 1715 og því of ungur til að geta Ólaf 1831. Verið getur að vísu að Arngrímur sé eitthvað eldri og Ólafur tveim árum yngri og hafi hann átt hann um eða inn- an við tvítugt. „Slíkt skeður oft með hina efnilegustu unglinga", sagði hann séra Einar Hjörleifsj son í Vallanesi af slíku efni. Öll- um öðrum fundust þetta hinir ó- efnilegustu unglingar og séra Ein- ar var hæddur fram á 20. öld fyrir þetta öfugmæli sitt,' sem þó auð- vitað er hárrétt. En hvað sem um þetta er að segja,. mun- þó mega hafna því, að Ólafur hafi verið sonur Arngríms í Firði. Hitt er ljóst, að eitthvað hefur skeð þetta ár með Fjarðarstólinn. Jón Jens-< son, prests í Firði Jónssonar er úti í Kaupmannahöfn árið 1780, en hann bjó í Firði 1778, og veit eng- inn um erindi hans. Hefur hann ef til vill farið utan vegna sölunn- ar, en hann dó með snöggum hætti þar þetta ár, en eftir það var Hermann rammgöldróttur og ætíð síðan. Eru hér engar heim- ildir fyrir hendi um þetta og skal þá heldur engum getum um þetta farið, þótt gruna megi margt. Nú spyrst lítið um Ólaf. Samt mun hann hafa farið frá Hafra- felli og hefur verið farinn að búa á Eiðum 1780. Þar lendir hann í máli við Hávarð bónda á Hjartari stöðum. Var það Hávarður, sem seinna bjó á Hólum í Norðfirði. Hvað hann hefur lengi búið á Eið- um er ekki vitað, en um 1787 er hann kominn að Skálanesi í Seyðisfirði. Þetta virðist geta bent á seyðfirzkan uppruna hans, en þá ber að athuga það, að Þor- steinn prestur á Dvergasteini, Jónsson, er svili hans. Kona hans er Ingunn dóttir séra Þórarins á Skorrastað, og mun þetta hafa dregið Ólaf til Seyðisfjarðar. Þorsteinn prestur orti kvæði, sem hann jkallaði Búaslag, um bændur í Seyðisfirði. Þar minnist hann Ólafs á þessa leið: Á Skálanesi sigtýs sóla sendir býr, með þrifnar hendur. Ólafur heitir maðurinn mæti minnist brúka kapp í vinnu. Mörgum búa berlingstorgar bana jók með skörpum króki, Yrkir funa elfarhlynur allvel fína bújörð sína. Er vísan góður vitnisburður" um

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.