Austurland


Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 1
Málgagn s ó s i a 1 i s t a á Austurlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 21. desember 1956. 43. ttflublað. Séra Rögnvaldur Finnbogason, Bjarnanesi: 3ÓLAHUGLEIÐING Nú eru blessuð jólin enn eitt sinn að sækja okkur heini, og enn á ný íinnum við til þessara annarlegu keuiida, frá því við vorum börn. Það er eins og jólahá- tíðin baíi skilið eftir í jbernsku okkar einhvern dul- magnaðan seið, sem verður okkur næstum áþreifanleg- ur aftur og aftur við hver jól, sem við Hfum. Allt er orðið gott, það er sem draumar okkar hafi rætzt, dýrstu óskir okkar verið uppfylltar. Við finnum enn ilminn af okkar löngu brunnu kertum. Jólahátíðin kemur til okk- ar með birtu sína og yl á þeim tíma árs, þegar nætur eru lengstar og dagar stytztir, þegar okkur er mest þörf að gleðjast og fagna. Og við tökum á móti þess- ari hátíð friðarins öll með gleði, en þó hver á sinn hátt, því að hver á sínar minningar, sínar tilfinningar og hugsanir, sem móta viðhorf hans á einhvern hátt. Við berum hver um sig okkar skilning í brjósti á þessari hátíð. En hvort heldur skilmngur okkar á fæðingarhá- tíð Jesú Krists er mótaður af efa, vantrú eða efunar- lausri trú, þá ber jólahátíð n til okkar sína mildi, sinn frið, sem hjartað eitt skilur, og enginn efi megnar til fulls að taka frá okkur. Því jafnvel vantrúin, hinn leit- andi efi, er fullur af trú. Nú á þessu ári Drottins eru haldin heiíög jól um gjörvallan heim og Guði okkar og Frelsara sungnir lof- söngvar alls staðar, þar sem mannleg kné eru beygð Guði í þökk og bæn. Og þetia er í þeim sama heimi, sem enn logar af hatri og heift stríðs og styrjalda. Er nokk- uð til, sem fjær er hvort öðru en þetta tveiint: Friður helgra jóla og hatur stríðsins* Ég hcld varla. — Guð hefur forðað þjóð okkar frá að standa í þeim hildar- leik, scm háður hefur verið í heiininuin og cnn er háð- ur ekki ýkjalangt frá bæjardyrum okkar sjálfra. En höfum við kunnað að meta þær gjafir sem okkur hafa verið gefnar? Höfum við kunnað að þakka Guði náð hans og frið? Það kann að vera, að við höfum gleymt því, e. t. v. höfum við ekki bjargazt undan fári styrj- aldarinnar miklu eins vel og við ætlum, því að styrj- aldir skilja eftir sig fleira en nakinn og sviðinn jarðar- svörð og rústír brunmnna borga. Þær skilja líka eftir sig nakinn og beran jarðveg í andlegu lífi þjóða og manna og í hugum þeirra og hjörtum rústir horfinna vona og drauma. Það er þessi ógæfa genginna ára, sem við höf- um ekki að fullu sloppið undan. Við erum alltof von- laus, þrúguð af fánýtiskennd, rótlaus, — við eigum ekki lengur trúna á Guð, heila og óskipta. — Og ef við höf- um gleymt að þakka Guði náð hans og nuskunn þá ger- um það nú á þessari jólahátíð. Biðjum um trú og skiln- ing á þeim gjtffum friðar, sem hann hefur okkur gefið. — Biðjum, að helgibirta þessarar hátíðar lýsi hug- skot sérhvers manns, ;biðjum um miskunn Guðs og frið til handa þeim, sem nú þjást í angist stríðs og harðýðgi, biðjum, að almáttug mildi hans megi Itna þjáningar þeirra. — Himnesld Faðir, við biðjum um VELÞÓKN- UN þína yfir mönnunum öllum. 1 Jesú nafni. Amen.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.