Austurland


Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 21. desember 1956. II. Héraðsvaka Menningarsam- taka Fljótsdalshéraðs Dagana 16, 17. og 18. nóv. héldu Menningarsamtök Fljótsdalshér- r.ðs II. Héraðsvöku að Egilsstöð- um. Eins og ýmsum lesendum blaðs- ins mun kunnugt, voru samtökin stofnuð fyrir 2. árum. Aðalverk- efni þeirra er að standa árlega fyrir Héraðsvöku, þar sem rædd skuli ýmis mál, sem héraðinu megi til framdráttar verða og skemmti- atriði höfð í frammi á kvöldum. Fyrsta stóra verkefnið, sem samtökin beita sér fyrir, er smíði veglegs, sameiginlegs félagsheim- ilis fyrir allt Fljótsdalshérað á Egilsstöðum. Tilhögun Héraðsvökunnar er í stuttu máli slík, að síðari hluta dags eru haldin ýmis erindi og umræður að þeim loknum, eftir atvikum. Á kvöldin eru svo kvöld- vökur. I þetta sinn voru aðeins erindi og umræður fyrsta kvöldið (föstu- dag). Fyrst flutti Sig. Biöndal á Hall- ormsstað erindi um skógrækt á íslandi og rakti þar nokkuð sögu skóga á Austurlandi. — Um þetta erindi voru ekki umræður. Þá hófust umræður um aðalmál þessarar vöku. Bj^ging hins sam- eiginlega félagsheimilis að Egils- stöðum. Frummælendur voru Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi og framkvæmdastjóri Félagsheim- ilasjóðs, og Guðm. G. Hagalín, rithöf. og bókafulltrúi ríkisins. Þorsteinn Einarsson rakti stutt- lega sögu félagsheimilamálsins og skýrði frá reynslunni sem fengizt hefði með þau. Var niðurstaða hans sú, að í stórum héruðum með mörgum sveitum myndi heppileg- asta lausn félagsheimilamálsins sú, að reist yrði eitt stórt heim-f ili fyrir slíkt hérað fyrir stórar skemmtanir og fyrirferðarmikla menningarstarfsemi, en í hverri sveit yrðu lítil og tiltölulega ódýr fundahús til þess að fullnægja þörfum fyrir félagsstarfsemi inn- ansveitar. Þessi hafði t. d. orðið niðurstaða málsins eftir ýtarlega rannsókn þess í Mýrdal. Einmitt þessa lausn taldi hann hsnta sérstaklega vel hér á Hér- aði. Ræddi hann því næst um til- högun hugsanlegs félagsheimilis á Egilsstöðum. Sýndi hann teikningu af heimili, sem nú er verið að reisa á Hvolsvelli og virtist sem þær gætu í aðalatriðum hentað á Egilsstöðum. Það á að geta tekið um 350 manns í sæti í aðalsal, þar eiga að verða veitingastofur fyrir umferðina (starfandi allt árið), pláss fyrir héraðsbókasafn. Áætlaður kostxiaðgr slíks heimil- is er nú 2,5 millj. kr. Hvatti Þor- steinn mjög til að heimili þetta yrði reist hér á Egilsstöðum. Annar frummælandi var Guðm. G. Hagalín, sem fiutti mjög fróð- lqgt og skevmmtilegt erindi un> ástand á bókasöfnum landsins og hin nýju lög um almenningsbóka- söfn. Var góður rómur gerður að máli beggja og miklar umræður um málið, er stóðu fram á nótt. Næsta dag (laugardag) hófst fundur kl. 4 með því að Pétur Jónsson á Egilsstöðum og Páll Sigbjarnarson, héraðsráðunautur, höfðu framsögu um framtíð Fljótsdalshéraðs og jafnvægi í byggð landsjns. Urðu miklar um- ræður um þessi mál, og var þeim vísað til nefndar, er gerði uppkast að tillögum, sem lagðar voru fram á sunnudag og þá samþykktar að miklu leyti óbreyttar. (Verða þær væntanlega birtar í blaðinu síð- ar). Benedikt Gíslason frá Hof- teigi flutti snjallt innlegg í málið af segulbandi. Um kvöldið var kvöldvaka, þar sem Hagalín las frumsamda sögu; Kirkjukór Eiðakirkju söng undir stjórn Þórarins Þórarinssonar, skólastjóra; Sigfús Jóhannesson í Vallaneshjáleigu flutti kvæði og vísur eftir föður sinn, Jóhannes frá Skjögrastöðum; Ármann HalU dórsson kennari á Eiðum lagði samvizkuspurningar fyrir 5 vöku- gesti: Þórarinn Þórarinsson, Eið- um, Þorstein Sigfússon, Sand- brekku, Ingvar Guðjónsson, Döl- um, Hrafn Sveinbjarnarson HalU ormsstað og Vilhjálm Sigurbjörns- son, Neskaupstað. Sérstök dóm- nefnd taldi Þorstein Sigfússon hafa gefið beztu svörin. Þá var sýnd kvikmynd Finnboga Guð- mundssonar frá Islendingum í Vesturheimi og loks dansað. Á þessari kvöldvöku voru á 4. hundrað manns, enda fullkomlega yfirfullt í samkomuskála KHB, þar sem vakan var haldin. Síðasta daginn (sunnudag) hófst fundur um 3 leytið með tveimur erindum: Séra Pétur Magnússon í Vallanesi talaði um öld'ina og okkur (hraðinn, áhrif hans á fólkið o. fl.), og Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri, talaði um vandamál síðbernsku i og gelgjuskeiðs. Var erindi hans afar skýrt og verulega þörf og fróðleg hugvekja öllum foreldrum og upp- alendum. Þá voru rædd álit nefnda í máli félagsbeimilisins og jafnvæg- ismálsins, og tillögur samþykktar. Þennan dag var hið versta veð- ur, húðarrigning og stormur, en samt var samkomuskálinn full- skipaður strax meðan á erinda- flutningnum stóð, Er kvöldvakan hófst, var orðið fullt út úr dyrum. Hún hófst með því að kirkjukórinn endurtók söng sinn frá kvöldinu áður. Þá flutti Hagalín hið skemmtilegasta erindi um íslenzka menhingu, séra Mar- inó Kristinsson á Valþjófsstað söng einsöng, Þorsteinn Einars- son flutti hugleiðingar um íþróttir og gildi þeirra, birt voru úrslit visnakcíopni, þar Sem Hrafn Sveinbjarnarson varð hlutskarp- astur, og að lokum flutti Þórarinn Þórarinsson, formaður menningar- samtakanna, lokaorð. Var svo stiginn dans. Eins og sjá má af þessari upp- talningu, var margt á dagskrá þessarar Héraðsvöku. Enda þótt íiún væri nú haldin í húsakynnum, sem jaðra við algert lágmark þess sem notast má við, var samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta vöku- gesta að lokum, að Héraðsvaka skyldi haldin næsta ár, þótt ekki fengjust betri húsakynni. Sýnir þetta bezt, hve vel mienn hafa kunnað að meta þessa nýbreytni í menningarlífi Héraðsins. Hin góða aðsókn sýnir bezt, að þörfin fyrir myndarlegt félags- heimili fyrir Héraðið er brýn, og Héraðsbúar verðskulda góð húsa- kynni fyrir menningarstarfsemi sina. Sig. Blöndal. Óskum félagsmönnum og öðrum viðskiptamönnum Gleðilegra jóla! Olíusamlag útvegsmanna Gleðileg jól! Almennar tryggingar hf. IHMIHIMHIMIMIIIMHMI

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.