Austurland


Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 6

Austurland - 21.12.1956, Blaðsíða 6
AUSTURLAND Neskaupstað, 21. desember 1956. 6 Ólafur Arngrímsson var fyrir- ferðarmikill maður á Austurlandi ú sinni tíð. Hann lifði heila öld og það er ekki nema lítið eitt liðið á aðra öld síðan hann enti sitt aldar- líf, en þó er það svo, að gjörsam-) lega er þetta gleymdur maður, svo ekki þýðir að spyrja nokkurn mann á Austurlandi, hvað þá ann- ars staðar, hvort hann viti nokk- uð um þennan mann að segja. Ættfræðin aðeins heggur á honum í sambandi við mikilhæft kvon- fang, og þjóðsagnasafnarinn mikli, Sigfús Sigfússon, kann aðeins að nefna hann, segir þó þjóðsögu þar sem hann kemur við, og telur hann vera úr ættarrunni séra Stefáns Ólafssonar. Hvorutveggja er þetta ábyrgðarlaus lausmælgi þjóð- sagnaritarans. Þjóðsagan bendir þó til þess, að Ólafur hafi verið góður bóndi, en það er líklega of- rausn hennar. Galdra-Bjarni í Austdal, langafi hinna kunnu, gáf- uðu Háreksstaðabræðra, eldri, sona Jóns Benjamínssonar, nær frá honum 18 sauðum. Átti Ólaf- ur þá að búa á Dalhúsum í Eiða- þinghá. Bjarni fór með gærurnar og mörinn upp yfir Fjall til Héraðs og leggur ofan Dali til Eskifjarð- ar, en verður að snúa þar aftur og nær Dalhúsum og biður Ólaf að geyma fyrir sig flutninginn til vors, hvað Ólafur á að hafa gert góðfúslega. Er þjóðsagan báðum góð. Það er mikill galdramaður, sem þetta getur, og til þess er sagan sögð, og það er mikill bóndi, sem eiginlega ekki saknar 18 sauða, og góður maður og greiða- maður, sem þarna verður á vegi galdramannsins, en kannske ekki beint djúpvitur. Sjálfsagt minnka galdrarnir og fækka sauðirnir, ef það skyldi vera til svo sem flugufótur fyrir þessari sögu, sem aldrei mun meira vera, og er þetta lítils nýtt í ævisögu Ólafs Arngrímssonar, jafnvel þó hér verði að nota hvern flugufót, sem hægt er að rekast á, og gera alltaf meira úr en minna. Það hefur tekið langan tíma og verið torsótt verk, að safna þessum fótum saman, sem hér verður stungið undir þessa sagnaritun af Ólafi Arngrímssyni, sem hér fer á eftir. Er þá heldur ekki þess að dyljast, að hér vant-) ar mikið í, eins og forðum í faðir- vorið í Hofteigskirkju. Hefur ekki verið hægt að hafa upp á foreldr- um Ólafs, né einum lausaleiks- krakka hans, og má þá segja, að hér vanti bæði upphaf og endi á Ólaf þennan, því undir lausaleiks- krakka þessum er það komið, hvort Ólafur á nokkra afkomend- ur á meðal okkar, sem nú lifum, og síðan um sögu alla væntanlega. Það er fyrst af Ólafi að segja, sem ekki var nú neitt smáræði í þá daga, að hann er nefndur lög-J réttumaður úr Múlaþingi árið 1765, og þá yfir þrítugsaldur kom- inn, en aldursákvörðunum á hon- um seinna ber ekki nákvæmlega saman og fer "þó ekki nema tvenn- um sögunum, en það eru árin 1731 og 1733, sem um getur verið að ræða sem fæðingarár hans. Það er nokkuð furðulegt, að ekki skuli vitað hvaðan úr ættarrunni slíkur maður er kominn, því hér þurfti það til, að eiga nokkuð undir sér og það að fleiru en einu leyti og mátti sízt vanta allgóð efni og sæmilega staðfestu til þess að koma til greina við slíkan vanda og slíka vegsemd. Dugði hér ekki gjörfuleikinn einn til, hvorki hinn ytri eða innri og þó báðir færu saman. Það er þó svo með Ólaf, að það er sízt vitað hversu efnahag hans var varið, og það er ekki að sjá annað en að ennþá sé hann staðfestulaus, er hann er ursmenn búandi í þinghánni, en ennþá virðist Ólafur einhverskon- ar lausamaður. Og það sem þó er furðulegra, að sýslumaðurinn, Pétur Þorsteinsson, veit það, að Ólafur á til saka að svara á þessu þingi. Mun þetta algjörlega ein-, stætt vera í allri þessari löngu og óslitnu sögu á íslandi fram á þenn- an dag. Sýslumaðurinn spyr um legorðssakir í þinghánni, og fær að svörum, að Úlfheiður Einars- dóttir og Ólafur Arngrímsson hafi barn átt sín á milli á næstliðnu hausti. Þetta reynist að vera hennar fyrsta, en hans annað meinalaust frillulífsbrot, svo enn- þá er Ólafur ókvæntur, en orðinn 34—36 ára gamall. Þetta varðar nokkrum sektum við kónginn, og Ólafur borgar hana fyrir þau bæði afturgöngu Möðruda’r: Möngu, og sagðist vera dóttursonur séra Bjarna í Möðrudal, er mest mein varð að afturgöngunni. Það sést á þingbókinni, að Bjarni mótmælir öllum málarekstri séra Hjörleifs með ákveðnum rök- stuðningi. I fyrsta lagi vegna mágsemda, og lýtur það að sjálf- sögðu að því, sem rétt er, að Hjörleifur prestur átti fyrir fyrstu konu Margrétu föðursystur setu- dómarans Péturs Þorsteinssonar, og svo var Guttormur sonur séra Hjörleifs, að ganga að eiga Björgu dóttur Péturs setudómara. Þetta voru náttúrlega yfirdrifnir form- gallar á málarekstrinum. Og í öðru lagi lúta þessi mótmæli að öðrum stefnuvottinum, Ólafi Arn- grímssyni. Það er ekki ljóst í <s>------------------------- Síðasli lögréilumaður Ausiurlands Eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi nefndur lögréttumaður, og mun það nokkuð einstætt í allri hinni löngu Alþingissögu. Er helzt svo að sjá sem Ólafur hafi átt einhvern þann hjarl að baki, sem getur ýtt honum hvarvetna fram, sem um ábyrgðarstörf og mannvirðingar er að ræða, og það jafnvel fram yfir það, sem hæfileikar hans leyfðu og honum gat til gæfu orðið. Er það svo um Ólaf, að þótt maður hitti hann fyrst uppi á þessum háa tindi mannvirðing- anna, þá heldur hann jafnan ofan í ytri ástæðum, og loks þangað, sem dalurinn er dýpstur. Er þó vandinn mikill á þessu mati, og á tíminn, sem hann lifir á kannske mesta skuld í þessu efni, því yfir- leitt risu Islendingar ekki á öðrum tíma lægra á legg, og þar fyrir ut-| an ekki á manna færi að meta hver er stór eða lítill í ævisögu. En í samræmi við það, sem fyrst er frá honum sagt, og þó einkum í sam- bandi við gruninn, sem við höfum um bakhjarlinn hans, finnum við flest það, sem grafa má upp um manninn. Það er á manntalsþingi á Ási í Fellum árið 1766, sem Ólafur er einn af 8 þingvitnunum. Voru ætíð til þess nefndir valinkunnir heið— og síðan veit enginn um Úlfheiði né barnið neitt að greina. Þetta er fyrsta heimildin um búsetu Ólafs í Fellahreppi, þó eigi sé tilgreint hvar hann átti heima, en síðan átti hann eftir að koma þar við sögu og ljúka þar ævinni aldarlangri. Það er stuttu síðar þetta sama ár, 1766, að aftur er haldið þing á Ási, settuþing, aukaréttur nú. Það hafði borið til, að séra Hjör- leifur Þórðarson á Valþjófsstað hafði farið í mál við sýslumanninn granna sinn, Hans Wíum á Skriðuklaustri. Það þarf nokkuð til að stefna sjálfum sýslumannin. um, sem fram kom, enda var ann- ar ptefnuvotturinn Ólafur Arn- grímsson, lögréttumaður. Hans Wíum getur ekki dæmt í eigin sök og Pétur Þorsteinsson, sýslumaður á Ketilsstöðum er settur dómari í málinu. Þarna á Ásþinginu fær maður ýmsar upplýsingar, þótt máls- skjölin, sem fram hafa verið lögð í réttinum, séu þar eigi túlkuð, hvorki til sóknar né varnar. Fyrir Hans Wíum mætir Bjarni önundarson, lögfræðingur, sjálf- sagt sá hinn sami sem sagði Halldóri í Reykjahlíð gleggst af þingbókinni hversvegna Ólafur er ekki fullgildur stefnuvottur, en Guttormur Hjörleifsson, sem þarna mætir fyrir Pétur Þor- steinsson, svarar því á þá leið, að annar stefnuvottur sinn hafi verið forfallaður og hann því nefnt Ólaf í staðinn. Þetta var löglegt og er enn í dag og hlaut Hans Wíum og lögfræðingur hans að vita það, svo gruna má að hér hafi komið fleira til, að málarekstrinum er mótmælt fyrir formgalla hvað birtingu stefnunnar viðkom, auk þess, sem áður er talið. Virðist og þinghaldið til þess gjört að prófa gildi stefnubirtingarinnar, og þess vegna er þetta þinghald í Fellahreppi, að þar eiga báðir stefnuvottarnir heima. Sagði Hans sýslumaður í sókn sinni í málinu, að stefnuvotturinn Ólafur Arn- grímsson hafi verið í því ástandi, að hann hafi ekki haft brúkun viljans né skilningsins, og svo hafi sól verið gengin af lofti, er stefn- an hafi verið lesin. Hinn stefnuvotturinn er Árni Jónsson, líklega hreppstjóri á Urriðavatni. Það vaknar af þessu sá grunur, að sá hinn mikli hjarlinn, sem á bak við Ólaf stendur, sé Hjörleif-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.