Morgunblaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
BAKSVIÐ
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Það er bæði hættulegt og kostnað-
arsamt að hafa Landeyjahöfn opna
á veturna. Skynsamlegast væri að
nýta höfnina sem sumarhöfn og þá
vita Vestmannaeyingar nákvæm-
lega að hverju þeir ganga. Nær
ómögulegt er að miða atvinnu-
rekstur út frá stopulum vetrarferð-
um. Þetta segir Gunnlaugur Krist-
jánsson, forstjóri Björgunar ehf., í
samtali við Morgunblaðið í tilefni
ársafmælis Landeyjahafnar. Hann
gjörþekkir aðstæður í Landeyja-
höfn þar sem Björgun sá um stofn-
og viðhaldsdýpkun hafnarinnar.
Gunnlaugur segir sandburð í og við
Landeyjahöfn mun meiri en áætl-
anir hafi gert ráð fyrir, óháð gosinu
í Eyjafjallajökli. Mjög erfiðar að-
stæður séu til dýpkunar á veturna.
Hins vegar gangi vel að dæla á
sumrin þegar aðstæður á hafi eru
betri. Gunnlaugur segir vel mögu-
legt að halda úti 90 til 95% opnun
Landeyjahafnar á sumrin.
Fram kom í Morgunblaðinu í
gær að Herjólfur sigldi ekki eina
einustu ferð til Landeyjahafnar frá
febrúar til og með apríl sl. Siglinga-
stofnun segir niðurfellingu ferða
Herjólfs tilkomna vegna dýpis og
erfiðleika við siglingar utan við
höfnina. Stofnunin hefur látið í ljós
að vandinn sé aðeins tímabundinn
og hann sé vel viðráðanlegur. Dýpt-
arvandinn sé meðal annars tilkom-
inn vegna mikils efnisburðar úr
Markarfljóti í kjölfar gossins í
Eyjafjallajökli. Þá hafi höfnin verið
hönnuð fyrir grunnristari ferju en
Herjólf.
Erfiðar aðstæður við dýpkun
Siglingastofnun stóð fyrir útboði
fyrir sanddælingar í Landeyjahöfn
til að hreinsa upp eftir hlaupið úr
Markarfljóti. Stór erlend fyrirtæki
gerðu tilboð sem voru frá 1-1,2
milljarðar en kostnaðaráætlun var
240 milljónir. Tilboði frá Íslenska
gámafélaginu var tekið en það
hljóðaði upp á 325 milljónir. Tilboð-
in voru opnuð 11. október sl. og
verkið átti að hefjast 1. nóvember.
Íslenska gámafélagið gerir út
dýpkunarskipið Skandia en tölu-
verðar endurbætur þurfti að gera á
skipinu áður en það gat hafið störf.
Gunnlaugur í Björgun segir að-
stæður til dýpkunar afar erfiðar á
veturna og það sé ekkert tímabund-
ið ástand því ölduhæð sé oft mikil.
Mesti vandinn sé í hafnarmynninu
sjálfu, þar sem aldan komi inn.
Gunnlaugur efast um að Skandia sé
nægilega öflugt dæluskip. Hann
efast jafnframt um að dýpkunar-
skipin frá Björgun gætu staðið sig
betur. Aðstæðurnar séu helsta
mótbáran. „Það er endalaust verið
að gefa Vestmannaeyingum ein-
hverjar vonir. Það eru kannski tvö
eða þrjú dæluskip í heiminum sem
gætu ráðið við þetta verkefni en
þau skip kosta um 80 til 100 millj-
ónir á mánuði,“ segir Gunnlaugur.
Mögulega hönnunargalli
„Þetta er ekki bara ölduhæðin.
Þetta er líka straumurinn eins og
sást greinilega um daginn þegar
Herjólfur snérist í hafnarmynninu.
Herjólfur er óhemju öflugt skip
með stóra vél og öfluga hliðar-
skrúfu en dæluskipin hafa miklu
minni vélar og þurfa að hanga við
höfnina.“ Gunnlaugur segir að á
innan við mánuði hafi dælurörin á
dýpkunarskipi Björgunar brotnað
tvisvar sinnum og þau hafi einu
sinni fest. „Það gerist venjulega á
svona á tíu ára fresti en nú var það
tvisvar sama mánuðinn,“ segir
Gunnlaugur. Þá hafi askan úr Eyja-
fjallajökli skemmt skrúfubúnaðinn
í skipinu. „Við þurftum að fara í
slipp og það kostaði 20 milljónir að
laga skrúfuna.“ Aðspurður segir
Gunnlaugur það vel hugsanlegt að
danskir ráðgjafar Siglingastofnun-
ar hafi gert mistök við hönnun
hafnarinnar. Sandburður hafi
mögulega verið vanmetinn í lítilli
ölduhæð og aðeins horft til sand-
burðar í mikilli ölduhæð.
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Dýpkun Það er vandasamt verk að halda opnu allt árið. Dýpkunarskip Íslenska gámafélagsins, Scandia, sést hér að störfum í Landeyjahöfn.
Höfnin er enn ófullgerð
Hugsanlega þarf að loka Landeyjahöfn á veturna Forstjóri Björgunar
ehf. segir nægilega öflug dæluskip kosta 80 til 100 milljónir króna á mánuði
Á fundi Alþjóða-
hvalveiðiráðsins í
gær gengu full-
trúar þeirra ríkja
sem hlynnt eru
sjálfbærri nýt-
ingu hvala, með
Ísland, Noreg og
Japan í farar-
broddi, út af
fundinum til að
koma í veg fyrir
að fundurinn væri ályktunarhæfur
og gæti greitt atkvæði um mjög um-
deilda tillögu Suður-Ameríkuríkja
um stofnun griðasvæðis í Suður-
Atlantshafi. Fundinum lauk í gær-
kvöldi. Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi
Íslands í ráðinu, segir nokkuð ljóst
að tillagan njóti ekki stuðnings til-
skilins meirihluta, en hvalveiði-
sinnuð ríki hafi viljað koma í veg fyr-
ir að S-Ameríkuríkin þvinguðu fram
atkvæðagreiðslu þar sem hún myndi
óhjákvæmilega auka á sundrungu
milli ríkja. „Við höfum á undan-
förnum árum unnið að því að ná
málamiðlun milli fylgjenda og and-
stæðinga hvalveiða í ráðinu og and-
rúmsloftið innan þess hefur batnað
mjög. Unnið var að pakkalausn sem
fól hvort tveggja í sér aukna vernd-
un hvala og samkomulag um hval-
veiðar,“ segir Tómas. Áfram verður
fjallað um málið á næsta ársfundi Al-
þjóðahvalveiðiráðsins. haa@mbl.is
Ríki hlynnt
hvalveiðum
gengu út
Ekki meirihluti fyrir
griðasvæði hvala
Tómas H.
Heiðar
Sævar Marínó
Ciesielski lést af
slysförum í
Kaupmannahöfn
aðfaranótt mið-
vikudags. Sævar
var búsettur í
borginni.
Hann var 56
ára að aldri.
Hann var einn
sakborninganna í
Geirfinnsmálinu svonefnda og var
dæmdur í ævilangt fangelsi í hér-
aðsdómi árið 1977. Hæstiréttur
mildaði dóminn í sautján ára fang-
elsi. Hann losnaði úr fangelsi eftir
að hafa afplánað níu ár af dómnum.
Eftir að hafa afplánað dóminn
beitti Sævar sér fyrir því að málið
yrði tekið upp að nýju en því var
ávallt hafnað.
Sævar Ciesielski
lést af slysförum
Sævar
Ciesielski
núna, menn ætli alltaf að veiða sömu
fiskana aftur en veiðin í ár sé í slöku
meðallagi. „Það má eiginlega segja að
stund sannleikans sé næsti stór-
straumur sem er núna um helgina,
eftir það eigum við að geta séð nokk-
urn veginn hvernig smálaxinn skilar
sér. Hann er jú 95% af veiðinni.“
Eyða frekar innanlands
Haraldur segir útlendinga kaupa
drjúgan hluta veiðileyfanna enda sé
gengið þeim hagstætt. Hann þakkar
áhuga þeirra m.a. stórlöxum útrás-
arinnar.
„Ég segi það alveg fyrirvaralaust
að þessi fyrirtækja- og bankaveiði
sem átti sér stað í þessu meinta góð-
æri var í raun besta markaðssetning
á íslenskri laxveiði sem hefur farið
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Laxveiðileyfi eru víðast hvar uppseld
og sala á veiðileyfum hefur almennt
gengið mjög vel. Verð á veiðileyfum
hefur eitthvað þokast upp á við en
aukin ferðalög Íslendinga innanlands
og áhugi erlendra laxveiðimanna
halda eftirspurninni í hámarki.
„Salan hefur gengið mjög vel og
gekk vel í vetur eftir nokkur mögur
ár. Þau leyfi sem við eigum á lausu
eru flest í september og svo sjáum við
einstaka forfallastangir koma aftur í
sölu,“ segir Haraldur Eiríksson,
markaðs- og sölufulltrúi Stangaveiði-
félags Reykjavíkur.
Hann segir frábæra veiði í fyrra
eiga sinn þátt í mikilli eftirspurn
fram, hvort sem okkur hérlendu
veiðimönnunum líkar betur eða verr.
Hingað var boðið mörgu auðugu fólki
sem að öðrum kosti hefði aldrei kom-
ið í veiði hingað en kemur nú á eigin
vegum,“ segir hann.
Hjá Stangveiðifélagi Keflavíkur
hafa öll laxveiðileyfi verið seld og að
sögn Gunnars Jakobs Óskarssonar,
formanns félagsins, hefur eftirspurn
eftir leyfum í tveggja til fjögurra
stanga ár aukist mikið.
„Skýringn á þessu held ég að sé sú
að Íslendingar fara minna til útlanda,
ferðast meira innanlands og fólk ger-
ir þá bara betur við sig hérna heima.
Eyðir þeim peningum hér sem það
hefði annars eytt erlendis,“ segir
Gunnar.
Hann segir verðið á leyfunum hafa
þokast upp á við en þó sé það nú það
sama og í fyrra en menn hafi m.a.
gert samkomulag og samninga við
veiðiréttareigendur til þess að halda
leigunni niðri. „Við höfum mætt mikl-
um skilningi hjá þeim og þetta hefur
tekist mjög vel,“ segir hann.
„Bankaveiðin“ besta markaðs-
setningin á íslenskri laxveiði
Laxveiðileyfi uppseld víðast hvar Aukin ásókn í tveggja til fjögurra stanga ár
Morgunblaðið/Einar Falur
„Við viljum sjá höfnina veita okk-
ur þjónustu í 12 mánuði á ári eins
og lagt var upp með,“ segir Elliði
Vignisson, bæjarstjóri Vest-
mannaeyja. Hann segir Landeyja-
höfn hafa veitt Eyjamönnum
gríðarleg tækifæri og almennt sé
mikil ánægja með tilhögun mála
þrátt fyrir erfiðleika vetrarins.
„Tækifærin eru jafnvel umfram
það sem bjartsýnustu menn
þorðu að vona. Hins vegar von-
umst við eftir
ríkari vilja til
að láta sam-
gönguleiðina
virka allt árið.“
Elliði lítur
svo á að Land-
eyjahöfn sé
ekki tilbúin
fyrr en hægt
verði að sigla þangað allt árið.
Fylgja þurfi málinu eftir.
Vilja sigrast á vetrinum
LANDEYJAHÖFN HEFUR SKAPAÐ GRÍÐARLEG TÆKIFÆRI
Elliði Vignisson
Tölvuþrjótar hafa
gert ítrekaðar
árásir á tölvu-
kerfi Bænda-
samtaka Íslands.
„Þetta hefur
valdið truflunum
á netsambandi,
vefsíðu Bænda-
blaðsins, vefpósti
starfsmanna og
skýrsluhaldsvef
sem bændur nýta sér,“ segir Jón
Baldur Lorange, sviðsstjóri upplýs-
ingatæknisviðs BÍ.
Hann segir að „hökkurunum“ hafi
tekist að gera vefþjóna samtakanna
óvirka í gær og í fyrradag, en tækni-
menn BÍ hafa brugðist jafnharðan
við með því að koma auga á glufur í
eldveggjum.
Að sögn Jóns er mjög erfitt að
rekja uppruna slíkra árása eða
hverjir standa að þeim. Hann segist
því ekki sjá ástæðu til að kæra málið
til lögreglu, nema þetta endurtaki
sig. janus@mbl.is
Ráðist var
á bændur
Jón Baldur
Lorange