Morgunblaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011 ✝ SigurðurViggó J. Nord- quist fæddist í Bol- ungarvík 20. sept- ember 1921. Hann lést þann 10. júlí 2011. Foreldar hans voru Jón Nord- quist, sjómaður á Ísafirði og Ása Sig- ríður Nordquist. Systkini hans voru Sverrir, f. 1916, d. 1999, Jón, f. 1920, d. 1939, Jónas, f. 1925, d. 2002, Elín, f. 1929, d. 1997, Theódór, f. 1933, d. 1994. Þann 23.12. 1950 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristjönu Valgerði Jóns- dóttur, f. 2.10. 1926. Saman eignuðust þau fjögur börn, 1) Sigrúnu, f. 1949, sambýlismaður Páll Gunnar Loftsson, f. 1949, áður gift Guðbrandi Guðjohn- sen, f. 1950, börn Vilborg, f. 1971; börn Óðinn, f. 2000, Þór- unn, f. 2002 og Steinunn, f. 2006; Þórður Viggó, f. 1981, Jón Þór, f. 1983. 2) Jón, f. 1951, d. 1979, dóttir Erna, f. 1976. 3) Kristján, f. 1956, kvæntur Ernu Guð- mundsóttir, f. 1958, börn Berg- lind, f. 1989, sambýlismaður Jakob Wayne Víkingur Róbert- son, f. 1989, Hlynur, f. 1995, Val- ingum. Árið 1954 hætti hann til sjós og gerðist verkstjóri hjá verktakafélaginu Hamilton og síðan hjá Íslenskum að- alverktökum við að byggja rad- arstöð á Straumnesfjalli við Að- alvík og radarmastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Ár- ið 1960 réðist Viggó sem verk- stjóri til Niðursuðuverk- smiðjunnar á Torfnesi á Ísafirði en síðar fluttist sú starfsemi í nýtt og mjög tæknivætt húsnæði og tók Viggó mikinn þátt í að móta verkferla og starfsemi nýju verksmiðjunnar og sat hann í stjórn hennar og var einnig hluthafi. Á starfsárum sínum þar sótti hann námskeið Fiskifélags Íslands í niður- suðutækni og fiskiðnaði. Hann starfaði sem verkstjóri hjá Nið- ursuðuverksmiðjunni til sjötíu ára aldurs. Viggó söng í karla- kór Ísafjarðar og Sunnukórnum og fór með þeim kór í söng- ferðalag til Noregs með Gull- fossi og síðar til Ungverjalands. Viggó var mikill bridge- áhugamaður og var meðlimur í Bridgefélagi Ísafjarðar fram til ársins 2005. Hafði hann mikla ánægju af bridge og vann til margra verðlauna. Mestan hluta ævinnar bjó Viggó á Ísafirði en fluttist til Reykjavíkur með konu sinni eftir starfslok. Síð- astliðin þrjú ár hafa þau búið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Viggós fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, í dag 15. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. gerður, f. 1998, Kristján á einnig soninn Einar Örn, f.1983. 4) Vilberg, f. 1960, kvæntur Ágotu Joó, f. 1966, börn Viktor Máni, f. 1992, Kristján Val- ur, f. 1994, Sandra Ýr, f. 1994 og Pat- rik Viggó, f. 2002, áður kvæntur Heið- dísi N. Hansdóttir, f. 1962, börn Gauti Rafn, f. 1982, sambýliskona Guðný Ella Thorlacius, f. 1984, Guðrún Nanný, f. 1983, gift Baldri Thorlacius, f. 1981. Viggó ólst upp í Bolungarvík til 17 ára aldurs. Ungur fór hann að beita og eftir fermingu var hann í sveit á sumrin. 15 ára fór hann á síld á Siglufirði, síðan til sjós á bátum frá Bolungarvík og Ísarfirði þar til hann sótti vélstjóranámskeið 1944. Eftir það var hann vélstjóri á ýmsum bátum, m.a. á mb. Ásúlfi sem hann sótti til Svíþjóðar. Viggó sat í stjórn útgerðarfélagsins Skutuls og var hluthafi í því fé- lagi. Viggó fór í Stýrimanna- skólann 1949 og lauk þaðan meira fiskimannaprófi. Eftir það var hann stýrimaður á ýms- um bátum og skipstjóri í afleys- Fallinn er frá ástkær faðir, afi og langafi Viggó. Viggó svo létt og syngjandi nafn sem við not- uðum í tíma og ótíma. Viggó afi varð síðan notað hjá öðrum og þriðja ættlið. Sem faðir var Viggó traustur og blíður og ef til vill stundum of eftirlátssamur sem er yndislegt að rifja upp er hugurinn fer á flakk í minning- anna skoti. Pabbi var mikill fjöl- skyldumaður og hlúði vel að sínu skyldfólki. Hann var alltaf til staðar ef vanda bar að höndum og fylgdist svo vel með hverjum og einum fyrir sig fullur af áhuga um framtíðarplön og menntun unganna er þeir flugu úr hreiðrunum, hann var elsk- aður af ungum sem öldnum. Mikið tryggðatröll. Pabbi var eins og ljón með stóra hjörð, allt- af á verði svo enginn yrði skilinn eftir, réttsýnn og ákveðinn, það var eins og hvolparnir bæru inn- byggða virðingu fyrir sínum leið- toga og skynjuðu styrk hans. Pabbi og mamma áttu góða ævi saman, voru gift í 63 ár, alltaf svo ánægð og lífsglöð. Það er skrýtið að Viggó og Jana eru orðin Jana í dag en minningin um góðan mann deyr ekki svo glatt. Fyrsta barnabarn mömmu og pabba er Vilborg, hún var svo heppin að eiga þau fyrir sig fyrstu árin. Hún kynntist afa sínum vel er hún vann í rækjunni á Ísafirði, hvað hann var stoltur af stelpunni vinnandi dag og nótt, ja hérna, þeirra vinátta hélst til síðasta dags. Pabba og mömmu fannst gaman að fylgj- ast með barnabörnunum sem urðu fleiri og fleiri. Þau komu mörg til Ísafjarðar á sumrin og nutu elsku hjá afa og ömmu á Skipagötu 15, þau fóru til afa í rækjuverksmiðjuna og fengu að pilla sér rækjur og skoða sig um, veiða á öngul á bryggjunni, vaða í fjörunni frjáls og hamingjusöm. Pabbi var kallaður Viggó afi af barnabarnabörnunum Óðni, Þór- unni og Steinunni sem voru voða hænd að honum og ömmu Jönu. Börnin þrjú voru í heimsókn hjá langafa sínum daginn áður en hann dó. Þau voru að segja hon- um frá hestanámskeiði sem þau voru á og frá nöfnum hestanna, kækjum þeirra og gangi, pabbi var fullur áhuga og spurði margs, þetta var ómetanleg stund fyrir þau öll. Síðan kvödd- ust þau með kveðjunni „láttu þér batna, afi minn“. En svo fór ekki. Ömmubörnin mín voru eins og við öll harmi slegin er kallið kom. Þau vilja kveðja Viggó afa með sínum eigin orðum: „Afi býr í hjarta mínu og við elskum hann öll. Hann var alltaf glaður,“ seg- ir Þórunn 9 ára. „Ég ætla að gefa afa rós og kross og fugl“ segir Steinunn 5 ára. „Afi var gjafmildur, góður og skemmti- legur,“ segir Óðinn 11 ára. Með einlægni látlausra orða kveðjum við dásamlegan pabba, afa og langafa. Sigrún, Vilborg, Óðinn, Þórunn og Steinunn. Þegar ég nú kveð elskulegan tengdaföður minn og börnin mín afa sinn þá eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann: traust, ör- yggi og hlýja. Hann var klett- urinn sem svo margir treystu á og aldrei brást. Fjölskyldan var honum allt, hann var sannur ætt- arhöfðingi. Hann var ekkert að kaupa drasl og glingur fyrir af- komendur sína en gaf ótrúlega rausnarlegar gjafir við hefð- bundin tækifæri. Hann hafði líka yndi af því að safna fjölskyldunni í kringum sig og veita vel í mat og drykk. Hann hafði yfir sér ró- legt yfirbragð og hafði einstakt lag á að vera miðja athyglinnar þar sem hann var staddur. Ekki með látum heldur með skemmti- legum handabendingum og smá athugasemdum. Og alltaf voru allir stokknir til að aðstoða. Hann var mjög hreinskiptinn og sagði alltaf hug sinn hvort sem honum mislíkaði eða líkaði eitthvað og þá vissi maður að það var þannig. Hann hafði yndi af tónlist og dansi og ég hef sjaldan orðið eins undrandi eins og þegar hann bauð mér upp í dans á Ísafirði fyrir ca 30 árum og hann, vel í holdum, sveiflaði mér léttur á fæti hring eftir hring um dansgólfið. Síðustu átta árin átti hann við heilsuleysi að stríða. Hinn kraftalegi Viggó vék fyrir grann- holda manni sem tókst á við veikindi sín af ótrúlegum styrk og æðruleysi. En hann hafði líka góðan stuðning frá fjölskyldunni og sérstaklega Jönu sem hugsaði alltaf fyrst um hann. Að öðrum ólöstuðum þá sýndu Sigrúnar- börn, Vilborg, Þórður Viggó og Jón Þór, afa sínum og ömmu al- veg sérstaka umhyggju á erfið- um stundum. Nú eru kaflaskil. Hann hefur fengið langþráða hvíld og við vermum okkur við minningarnar sem við geymum í hjarta okkar og deilum hvert með öðru. Elsku Viggó, takk fyrir allt og allt, þín tengdadóttir Erna og barnabörnin Berg- lind, Hlynur og Valgerður. Elsku afi Viggó. Það kemur ávallt að þeim tímamótum að hetjurnar þurfa að yfirgefa heiminn og gera þær það ávallt með reisn. Síðustu ár- in voru barátta en aldrei sást vottur af neinu öðru en baráttu og lífsvilja hjá þér, afi, enda hef- urðu unnið margan sigurinn og gaf hver þeirra okkur meiri tíma með Don Viggó Senior. Ekki grunaði mig þegar ég fór að heimsækja þig á sunnudaginn að þetta ætti eftir að verða síð- asta heimsóknin mín til þín. Það að hafa verið hjá þér í faðmi fjöl- skyldunnar þegar stundin kom er mér ómetanlegt og það mun ávallt lifa með mér, sem og þú í hjarta mínu. Við höfðum oft rætt það hvað væri stutt í að þú næðir árunum 90 og hvað það væri gaman ef það tækist. Í samtölum okkar í gegnum tíðina var ávallt svo gott flæði, að það var ekki að sjá að það væru 60 ár á milli okk- ar. Ekki virtist skipta máli hvert umræðuefnið var, við gátum skeggrætt það fram og til baka. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér og það hef ég klárlega frá þér. Við gátum nú verið al- varlegir líka og þar kom botn- laus viska þín og reynsla að góð- um notum við að leiðbeina og ráðleggja mér í gegnum margar þrautirnar. Svo áttirðu það til að fara með vísur og segja manni sögur, það var alltaf svo gaman þegar þú komst á skrið og þá var sko hlegið. Ótrúlegt magn af ótrúlegum vísum. Það að hafa verið svona mikið með ykkur ömmu Jönu í gegnum tíðina hefur gefið mér svo mikið og hef ég notið þessara samveru- stunda til hins ýtrasta. Þið voruð alltaf svo lífsglöð og góð saman. Ennþá eftir rúmlega 62 ár sam- an voruð þið svo samrýnd, hef oft hugsað til þess hvað mig langar að vera eins og þið þegar ég verð á mínum heldri árum. Nú þegar maður heimsækir ömmu verður þú með okkur í anda og við eigum eftir að ræða um margt líkt og þegar þú varst með okkur. Það er mér heiður að vera nafni þinn og afkomandi, elsku afi minn. Ég trúi varla að sá tími sé kominn að þú sért far- inn frá mér. Með mér lifa minn- ingar frá 30 góðum árum okkar saman. Það er gott að vita af þér vak- andi yfir mér. Þú munt alltaf lifa með mér í anda og ég mun aldrei gleyma þér. Hafðu það gott, elsku afi, og sofðu rótt. Þórður Viggó afastrákur. Til þín, afi. Jæja þá ertu farinn, elsku besti afi minn, mikið á ég eftir að sakna þín. Mamma hafði sam- band við mig morguninn 10. júlí og sagði mér að heilsan þín væri ekki góð. Heilsan þín var reynd- ar búin að vera upp og niður síð- astliðin ár en á þessu ári versn- aði hún. Ég var orðinn vanur að fá fréttir af þér og fylgdist einn- ig mikið með og alltaf hugsaði ég að þú harkaðir af þér, enda varstu vanur að gera það. En í þetta skiptið var kallið komið. Ég, Þórður bróðir og Vilborg systir fórum strax til þín þennan morgun og þegar ég tók í hönd- ina á þér fann ég að þú varst mjög máttfarinn. Við gátum tal- að við þig og þakkað þér fyrir allt. Við fjölskyldan sátum hjá þér þennan morgun og um há- degið lygndirðu aftur augunum svo fallega. Ég er svo þakklátur fyrir það afi að hafa getað kvatt þig með kossi, orðum, augna- sambandi og handabandi eins og mönnum sæmir. Þú og amma voruð algerir konfektmolar saman, þið höfðuð svo gaman af lífinu. Það skipti ekki máli hvort þið væruð ósam- mála, sammála, eða hvað sem það var, það endaði alltaf með að amma eða þú skelltir upp úr og áður en maður vissi af voru allir smitaðir af hlátri og gleði. Sumr- in sem við frændsystkinin feng- um að eyða með ykkur á Ísafirði eru ómetanleg og eru í fersku minni. Þið fluttuð síðan til Reykjavíkur 1994 að mig minnir og það var mikið fagnaðarefni þegar ég heyrði að þið völduð húsnæði stutt frá Ljárskógum, þetta var lottóvinningur! Ég var svo ánægður, ég hjólaði eins oft og ég gat upp í Dalsel og fékk alltaf eitthvað gott hjá ykkur, þá á ég ekki bara við mat heldur gott veganesti út í lífið. Þið kom- uð líka oft í heimsókn og fylgd- ust með afdrifum okkar og feng- uð oftar en ekki þrif á bílnum, ef þið stöldruðuð við nógu lengi. Þú varst dyggur maður, afi, traustur, heiðarlegur, varst áhugasamur um lífið sjálft, þjóð- mál og hafðir reyndar líka þenn- an frábæra húmor. Ég veit ekki hversu oft þú hefur fangað at- hyglina hjá fólki og fengið það til þess að brosa með sögum, bröndurum eða hvað það nú var og hvar sem var. Alltaf þegar þú byrjaðir að tala þögnuðu allir og sperrtu eyrun, þú átt reyndar einn erfingja sem er þér líkur, hann Þórð Viggó bróður, nafna þinn, hann heldur Viggóhefðinni áfram. Ég er ákaflega stoltur af að vera hluti af þessari fjöl- skyldu sem þú og amma hafið al- ið af ykkur. Nú saknar amma þín en þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur því við erum öll hjá henni og ég veit að þú vakir yfir okkur öllum, elsku afi, takk fyrir allt, þú fórst fram úr öllum væntingum sem af öfum er vænst, færð fullt hús stiga. Ég veit að þú veist það. Bless afi. Jón Þór Guðjohnsen. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegs föðurbróður míns, Viggós Nordquist. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um Viggó er stórt hjarta, fallegt bros og opinn faðmur. Í hvert einasta skipti sem ég hitti hann sagði hann eitthvað fallegt við mig og alltaf spurði hann frétta af mér og mínum. Hann lét mig alltaf finna að honum var ekki sama um mig. Viggó bjó yfir mikilli ró og yfirvegun sem olli því að mér leið alltaf vel í návist hans. Hjónaband Viggós og Jönu var eins og fallegur rósarunni sem óx og dafnaði og blómstraði allt- af meira eftir því sem árin liðu. Þau eignuðust falleg og hæfi- leikarík börn sem þau hlúðu vel að. Börnin, tengdabörnin, barna- börnin og barnabarnabörnin voru þeim allt og nú mun Jana áfram hlúa að þeim sameiginlega fjársjóði þeirra. Alltaf vorum við fjölskyldan velkomin á heimili þeirra hjóna og þegar faðir minn flutti aftur til Ísafjarðar tóku þau hjónin hann inn á heimilið sitt. Þegar pabbi stofnaði sína eigin fjöl- skyldu hófst mikill samgangur á milli fjölskyldnanna og við héld- um alltaf upp á jólin saman þar sem pabbi og Viggó skiptust á að halda uppi fjörinu með alls konar þrautum og leikjum á meðan Jana og mamma reiddu fram hverja hnallþóruna á fætur ann- arri. Kvöldið endaði svo alltaf á að sungið var Heims um ból við fagran undirleik Vilbergs, yngsta sonar þeirra. Þessar samverustundir eru mér afar dýrmætar. Fallegar minningar eru eitthvað sem enginn skal vanmeta og við fráfall ástvinar eru það einmitt þær sem hjálpa okkur aðstandendunum að kom- ast í gegnum sorgina. Elsku Jana, Sigrún, Kristján, Vilberg, Erna og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Minningin um yndisleg- an og hjartahlýjan eiginmann, föður, tengdaföður, afa og lang- afa mun lifa um ókomin ár. Ása Nordquist Theódórs- dóttir og fjölskylda. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég kveð Viggó með virðingu og þakklæti. Dýrmætt veganesti mun ég ávallt varðveita. Heiðdís. Elskulegi afi okkar hefur lagt upp í hina hinstu sjóferð. Það er sárt að horfa á eftir honum en það eru margar góðar minningar sem við frænkur höfum til að ylja okkur yfir. Við nutum góðs af því að vera þau barnabörn sem fengu að upplifa flest árin með þeim þegar þau bjuggu á Ísafirði. Efst í minningunni eru ótalmargir ísbíltúrar og heim- sóknir til afa í vinnuna þar sem hann gaukaði yfirleitt að okkur aur til að fara í bakaríið. Ekki rataði allur peningurinn í bak- aríið því eitt sumarið jukum við heimsóknirnar til afa í vinnuna honum til mikillar ánægju því við ákváðum að fjárfesta í vöfflu- járni fyrir bakarís-aurinn frá afa. Afa datt líka í hug að fata okkur upp af og til við komuna til Ísafjarðar sem okkur þótti nú ekki leiðinlegt og við fengum líka allt eins þrátt fyrir fimm ára ald- ursmun. Það var svo notalegt að vera hjá þeim á Skipagötunni. Þar gistum við í risinu en heyrð- um samt samhljóminn af hrot- unum í afa og fræga flautið í ömmu. Á sunnudögum vöknuð- um við án undantekninga við ilminn af hryggnum sem dúllaði í ofninum til hádegis, já við vorum umvafðar ást og hlýju á Skipa- götunni. Þegar við urðum eldri breytt- ust skemmtiferðir til Ísafjarðar yfir í vel launaðar vinnuferðir. Það er ómetanlegt að hafa stigið okkar fyrstu skref á vinnumark- aðinum undir handleiðslu afa í rækjunni. Við munum alltaf njóta góðs af því vinnusiðferði sem hann innrætti okkur af og því hvað hann lagði mikla áherslu á að við stæðum okkur vel. Það þýddi til dæmis ekkert að sofa yfir sig því þá mátti mað- ur eiga von á því að einhver ung- ur og myndarlegur maður væri sendur til að vekja mann, svona var hann nú gamansamur stund- um og þá hlið þekktum við vel. Síðar á lífsleiðinni fylgdi hann okkur eftir hvert einasta skref og bar hag okkar ævinlega í brjósti. Það var alltaf gaman að hitta afa, hann kunni svo margar skemmtilegar sögur og vísur sem hann fór með við hin ýmsu tækifæri. Við erum þakklátar fyrir allar þær góðu minningar sem við eigum um þennan góða og hjartahlýja mann. Megi hann hvíla í friði og minning hans mun lifa í hjörtum okkar. Vilborg og Erna. Jæja Viggó, þá er lífsgöng- unni lokið , eftir standa minn- ingar, lífsgleði , skemmtilegheit og heiðarleiki. Heimsóknir til ykkar hjóna á Ísafirði og Dalseli, spjall um alla heima og geima. Bridsspilari varst þú góður og náðir góðum árangri við spila- borðið, þú áttir það til að rétta mér 13 spil, hvað segirðu á þessa hönd? Jú, brids var þitt áhuga- mál. Ég þakka þér vináttuna sem þú sýndir mér alla tíð. Guð geymi þig, Guðbrandur Guðjohnsen. Sigurður Viggó J. Nordquist ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALMA ANNA ÞÓRARINSSON, f. Thorarensen, læknir, síðast til heimilis að Laugarásvegi 36, Reykjavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 9. júlí, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. júlí kl. 13.00. Þórarinn Hjaltason, Halla Halldórsdóttir, Oddur Carl G. Hjaltason, Ingibjörg H. Jakobsdóttir, Sigríður Hjaltadóttir, Þórir Ragnarsson, Hrólfur Hjaltason, Gunnlaug Hjaltadóttir, ömmubörn og langömmubörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.