Morgunblaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Áhugafólk um miðaldir getur
skroppið í árlega ferð aftur í tímann
um helgina, með aðstoð íbúa Gása-
kaupstaðar, skammt norðan Akur-
eyrar. Þessi þriggja daga hátíð, frá
laugardegi til mánudags, hefur not-
ið vinsælda síðustu ár en á meðal
nýjunga nú má nefna að gert verð-
ur til kola í fyrsta skipti í Hörgár-
sveit í 200 ár og langskip siglir að
Gásum. Fólki verður gefinn kostur
á að taka sér far með skipinu.
„Þung högg eldsmiðsins og há-
reysti kaupmanna í bakgrunni
ásamt sverðaglamri kappsfullra
fornmanna blandast hlátrasköllum
barna,“ segir í tilkynningu og það
vita þeir sem komið hafa að Gásum
að ekki er þar ofsagt.
Kolagerð í fyrsta skipti
í tvær aldir
Kolagerð var algeng í Eyjafirði
til forna eins og annars staðar á Ís-
landi en verður nú reynd í fyrsta
skipti í tvær aldir fyrir norðan, og
brennisteinn, sem var mjög mikil-
væg útflutningsvara á miðöldum,
verður hreinsaður rétt eins og þá
var gert.
Vonast er til þess að járnsmiður
á staðnum geti notað kolin sem
gerð verða – en hann hamrar járn
við búðir kaupmanna, og verður
væntanlega með mörg járn í eld-
inum.
Brugðið verður á leik þar sem
vafasöm verslun leikur stórt hlut-
verk í örleikþætti sem byggist á
fólki og atburðum sem tengjast
staðnum og leikinn verður knatt-
leikur líkt og hinir fornu kappar
léku með knatttré og hálmbolta.
Miðaldamenn munu sýna réttu
handtökin en áhugasömum gestum
gefinn kostur að taka þátt og sýna
hvað í þeim býr í þessum forna leik.
Fyrir þá sem skyggnast vilja inn
í framtíðina er bent á völvuna sem
spáir í rúnir, og börn á öllum aldri
geta reynt sig við bogfimi og steina-
kast. Auk þess sem börnin geta
kynnst spennusögunni Gásagátunni
í sögustund með rithöfundinum
Brynhildi Þórarinsdóttur.
Það er langskipið Vésteinn frá
Þingeyri sem siglir seglum þöndum
að Gásum á laugardaginn. Hægt
verður að fara í siglingu með Vé-
steini en í lok dags heldur hann
ferð sinni áfram á Sail Húsavík
strandmenningarhátíðina.
Á Miðaldadögum verður leiðsögn
um minjasvæðið sem varðveitir
hinn forna verslunarstað á Gásum.
Leiðsögumenn: Herdís S. Gunn-
laugsdóttir og Sigrún B. Óladóttir.
Gásverjar, þátttakendur á Gás-
um, verða um 100 manns. Flestir
þeirra eru Eyfirðingar, handverks-
fólk með óbilandi áhuga á tíma-
bilinu og þessum merka sögustað,
auk þess sem handverksfólk frá
Akranesi, Hafnarfirði, Reykjavík og
Þingeyri mun einnig taka þátt.
Gásir eru 11 km norðan Akureyr-
ar. Kaupstaðurinn verður opinn frá
kl. 11 til 17 laugardag, sunnudag og
mánudag.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Barist Miðaldamenn á Gásum berjast ekki einungis með vopnum, heldur einnig í knattleik, þó ekki til síðasta blóð-
dropa. En ekkert er gefið eftir. Myndin er frá því í fyrrasumar.
Með mörg járn í eldinum á Gásum
Skip siglir að
Gásakaupstað í
fyrsta skipti síðan
á 16. öld
Ljósmyndarinn
Vilhelm Gunnars-
son gaf nýverið út
ljósmyndabókina
Iceland 360° Tíu
fallegir staðir. Í
bókinni eru 83
myndir af 10
stöðum á Íslandi
sem hjartfólgnir
eru ljósmyndar-
anum. Bókin er
önnur ljósmyndabók Vilhelms, en í
fyrra kom út sú fyrsta sem fjallaði
um eldgosið í Eyjafjallajökli. Í bók-
inni sýnir Vilhelm lesendum fegurð
hins stóra og smáa við mismunandi
birtuskilyrði og aðstæður. ,,Ég hef
ferðast svo gríðarlega mikið og mér
fannst kominn tími til að safna
myndunum mínum saman í eina
bók,“ segir Vilhelm Gunnarsson ljós-
myndari ,,Margir gefa út myndir af
öllu landinu í svona bókum þannig að
ég ákvað að taka færri staði og gefa
þeim betra rými; sýna betur frá
hverjum stað.
Ég hef gaman af því að taka
myndir af dýrum og ákvað því að
brjóta upp bókina með dýramynd af
hverjum stað. Í bókinni eru margir
af mínum uppáhaldsstöðum á Ís-
landi og ég reyni að hafa myndirnar
af mismunandi árstíðum og við mis-
munandi birtuskilyrði,“ segir Vil-
helm. Vilhelm hefur starfað sem
ljósmyndari á Fréttablaðinu frá
árinu 2003. Myndir eftir hann hafa
birst í mörgum af stærstu blöðum og
tímaritum úti um allan heim, en
hann leggur mesta áherslu á frétta-
og landslagsmyndir. Vilhelm hefur
tekið þátt í fjölda ljósmyndasýninga
og hlotið viðurkenningar fyrir
myndir sínar, nú síðast verðlaun fyr-
ir umhverfismynd ársins 2010.
Ljósmynd/Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm
Gunnarsson
Myndir af mis-
munandi árstíðum
Fegurð Ein myndanna í bók Vilhelms Gunnarssonar, frá Landmannalaugum.
Vilhelm Gunnarsson gefur út
ljósmyndabókina Iceland 360°
Leikkonan Aldís Davíðsdóttir er nú
á ferð um Austurland með einleik-
inn Kona einsömul eftir ítalska leik-
skáldið Dario Fo og Franca Rame
eiginkonu hans.
Einleikurinn segir frá Maríu, líf
hennar breytist þegar kona flytur
inn í íbúð í húsinu á móti. María
deilir með nýju nágrannakonunni
hversu æðislegt líf hennar sé, en
fljótt kemur í ljós að hún er læst
inni í íbúðinni og eiginmaðurinn
hennar sá eini sem hefur lykil.
Á sunnudag verður verkið sýnt í
Sláturhúsinu á Egilsstöðum kl.
21.00, í Herðubreið á Seyðisfirði á
þriðjudag og í Miklagarði á Vopna-
firði á fimmtudag.
Aldís þýddi leikritið sjálf en leik-
stjóri er Guðjón Þorsteinn Pálm-
arsson.
Kona ein-
sömul á
Austurlandi
Æðislegt Aldís Davíðsdóttir er
Kona einsömul í einleik Darios Fos.