Morgunblaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 5. J Ú L Í 2 0 1 1
Stofnað 1913 164. tölublað 99. árgangur
www.ms.is
Með D-vítamíni sem hjálpar
þér að vinna kalkið úr mjólkinni.
Meira fjör með Fjörmjólk! Nú í nýjum
umbúðum
með
skrúftapp
a
FLAUTUKÓRINN
FRUMFLYTUR VERK
STEINGRÍMS SYNGJA FYRIR PEUGEOT
HÆTT KOMINN Í
HAUGABRÆLU Á
STRANDVEIÐIBÁT
3 RADDIR OG TAKTKJAFTUR, 40 FÉKK HJARTAÁFALL 14GLENS Á SKÁLHOLTSHÁTÍÐ 36
Morgunblaðið/Einar Falur
Verð á veiðileyfum á landinu hef-
ur hækkað og þau eru víðast hvar
uppseld. Aukin ferðalög Íslendinga
innanlands og áhugi erlendra lax-
veiðimanna halda eftirspurninni í
hámarki.
Haraldur Eiríksson, markaðs- og
sölufulltrúi Stangveiðifélags
Reykjavíkur, segir að hagstætt
gengi laði að útlendinga.
„Ég segi það alveg fyrirvaralaust
að þessi fyrirtækja- og bankaveiði
sem átti sér stað í þessu meinta góð-
æri var í raun besta markaðs-
setning á íslenskri laxveiði sem hef-
ur farið fram, hvort sem okkur
hérlendu veiðimönnunum líkar bet-
ur eða verr,“ segir Haraldur.
Það sem af er sumri er laxveiði
langtum minni en á sama tíma í
fyrra, sem var metveiðiár. Síðustu
tvö sumur þar á undan voru einnig
mjög góð. »4 og 8
Veiðileyfin rjúka út
en veiðin er töluvert
minni en í fyrra
Útboð á dælingunni
» Stór erlend fyrirtæki buðu í
sanddælingu í Landeyjahöfn.
» Tilboðin voru frá 1-1,2 millj-
arða króna en kostnaðar-
áætlun upp á 240 milljónir. Til-
boði Íslenska gámafélagsins
upp á 325 milljónir var tekið.
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Forstjóri Björgunar ehf., Gunnlaug-
ur Kristjánsson, telur það bæði
hættulegt og kostnaðarsamt að hafa
Landeyjahöfn opna á veturna. Skyn-
samlegast sé að nýta höfnina sem
sumarhöfn og þá viti Eyjamenn að
hverju þeir ganga.
Telur Gunnlaugur nær ómögulegt
að miða atvinnurekstur út frá stop-
ulum vetrarferðum. Hann gjörþekk-
ir aðstæður í Landeyjahöfn þar sem
Björgun sá um stofn- og viðhalds-
dýpkun hafnarinnar. Gunnlaugur
segir sandburð í og við höfnina mun
meiri en áætlanir hafi gert ráð fyrir,
óháð gosinu í Eyjafjallajökli. Mjög
erfiðar aðstæður séu til dýpkunar á
veturna. Hann efast jafnframt um að
dæluskipið Skandia, sem notað hefur
verið við dýpkun, sé nægilega öflugt.
Þá efast hann um að dýpkunarskip
Björgunar gætu staðið sig betur. Að-
eins séu til tvö eða þrjú dæluskip í
heiminum sem gætu ráðið við þetta
verkefni. Þau skip kosti um 80 til 100
milljónir króna á mánuði.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, lítur svo á að
Landeyjahöfn sé ekki tilbúin fyrr en
hægt verði að sigla þangað allt árið.
Fylgja þurfi málinu eftir.
MHöfnin er enn ófullgerð »4
Hættuleg höfn að vetri til
Forstjóri Björgunar telur skynsamlegast að nýta Landeyjahöfn aðeins yfir
sumarið Þörf á öflugra dæluskipi Höfnin ekki tilbúin, segir Elliði Vignisson
Morgunblaðið/Kristinn
Gögn Vel er fylgst með umferð um
viðkvæm persónuleg gögn.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Allar flettingar í upplýsingakerfum
banka og fjármálastofnana og í raf-
rænum sjúkraskrám eru skráðar og
auðvelt er að fylgjast með hvort
starfsfólk fjármálastofnana og heil-
brigðiskerfisins misnotar aðgang
sinn. Fólk á rétt á að fá upplýsingar
um hver skoðar sjúkraskrár þess og
það sama gildir um vanskilaskrá.
Reglulega eru gerðar athuganir á
umferð um rafræna sjúkraskrá
Landspítalans og gripið til viðeig-
andi ráðstafana, komi í ljós að
starfsmenn misnoti heimildir sínar.
Nils Christensen, formaður eftir-
litsnefndar sjúkraskrárinnar, segir
að nokkuð sé um að fólk hafi sam-
band og vilji vita hvaða heilbrigð-
isstarfsmenn hafi skoðað sjúkra-
skrá þess.
Afar misjafnt er meðal starfs-
manna banka og fjármálafyrirtækja
hversu mikinn aðgang þeir hafa að
fjármálaupplýsingum einstaklinga
og fyrirtækja. Auðvelt er að rekja
ferðir og athafnir starfsmanna í
upplýsingakerfum bankanna. »9
Allar flettingar skráðar
Fólk á rétt á að fá að vita hver skoðar sjúkraskrá þess
Hugsanlegt er að hægt verði að opna bráða-
birgðabrúna yfir Múlakvísl strax um helgina. Er
verkið komið vel á veg og er þegar ljóst að því
verður lokið mun fyrr en ætlað hafði verið.
Haldið var áfram að ferja fólk og bíla yfir ána
í gær og telur lögreglan á Hvolsvelli að um 450
bílar og 1.500 manns hafi verið flutt yfir. Voru
ferðamenn uppnumdir yfir þessari svaðilför yfir
Múlakvísl. »15
Brúarsmíð yfir Múlakvísl á síðustu metrunum
Morgunblaðið/Golli
Um 1.200
manns hafa farið
í gönguferðir
með Fjörðungum
í Fjörður á
Gjögraskaga síð-
an árið 1996.
Svæðið nýtur
mikilla vinsælda
og er nokkurs
konar Horn-
strandir þeirra
Norðlendinga. Annar undurfagur
áfangastaður er Morsárdalur í ná-
grenni Skaftafells, en þar er hægt
að gleyma sér drykklanga stund við
náttúruskoðun. »16
Áfangastaðir norð-
an og sunnan heiða
Steinar Lækjar-
botn í Morsárdal.