Morgunblaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 196. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Sævar Ciesielski látinn 2. Glæsihýsi Lilju Pálma í NY Times 3. Talinn hafa svikið út milljónir 4. Átta ára drengur myrtur í NY »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Uppselt er á hvora tveggja Biophil- ia tónleika Bjarkar á Iceland Airwaves en almenn sala hófst í hádeginu í gær. Enn eru til miðar á aðra tónleika Bjarkar en hún heldur alls sex tón- leika í Silfurbergi í Hörpu í október. Skipuleggjendur Airwaves hafa auk þess tekið til hliðar 200 miða á hvora Bjarkartónleikana á Iceland Airwaves sem verður útdeilt eftir „fyrstur kem- ur, fyrstur fær“ reglunni á tónleika- dögunum 12. og 16. október. Uppselt á tónleika Bjarkar á Airwaves  Síðasta Föstu- dagsfiðrildi lista- hópa Hins hússins fer fram í dag kl. 12-14 í miðbæ Reykjavíkur. Boð- ið er upp á klass- íska tónlist, þjóð- lagatónlist, götu- leikhús, gjörning í búðargluggum, hljóðverk og fleira. Fiðrildin hafa dansað í miðbæ Reykjavíkur í sumar við góðar undirtektir vegfarenda. Föstudagsfiðrildi í síðasta sinn í dag  Dansskotna popphljómsveitin Cut Copy heldur tónleika á Nasa miðviku- daginn 20. júlí nk. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð þeirra um heiminn í kjölfar út- gáfu nýrr- ar breiðskífu þeirra Zonoscope en platan er sú fjórða í röðinni. Hægt er að nálgast miða á midi- .is og í Brim. Hin ástralska Cut Copy til Íslands Á laugardag Norðan 5-10 m/s, en hæg breytileg átt sunnanlands. Léttskýjað á S- og SV-landi, annars skýjað að mestu. Á sunnudag Fremur hæg breytileg átt eða hafgola. Skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti yfirleitt 10 til 16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlægar áttir og lítilsháttar rigning á NA- og A-landi fram eftir degi. Bjartviðri S- og V-lands. Hiti 8 til 18 stig. VEÐUR KR-ingar eiga frábæra möguleika á að slá út slóvakíska liðið Zilina í forkeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta eftir magnaðan sigur, 3:0, á KR-vellinum í gær. Slóvakarnir léku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir ári en eru nú með bakið uppi við vegg fyrir seinni leikinn í Slóvakíu næsta fimmtudag. Takist KR- ingum að komast áfram verða þeir aðeins annað íslenska liðið frá upphafi til að slá út tvo andstæðinga í sömu Evrópukeppninni og eiga að auki von á tug- milljóna króna greiðslum frá Knattspyrnusambandi Evrópu. »1, 2, 3. KR-ingar eru með tugmilljónir í sigtinu Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi Íslandsmeistara FH í handknattleik, er á leið til Svíþjóðar þar sem hann hefur samið við toppliðið Alingsås til tveggja ára. Ásbjörn segir að þetta sé rökrétt skref á sínum ferli, hvorki of stórt né of lítið. »4 Hvorki of stórt skref né of lítið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is „Það var svolítið kalt og það rigndi örlítið,“ segir Magnús Gunnar Sig- urbjörnsson, 13 ára, sem kom heim frá Hong Kong í Kína til að láta ferma sig. Athöfnin fór fram í Við- eyjarkirkju í gær og gerði Magnús sér lítið fyrir og synti sjósund inn í fullorðinna manna tölu. Magnús er líklega eini fermingar- pilturinn sem hefur þreytt svokallað Viðeyjarsund á þessum merkisdegi. Synti hann frá hafnarlægi Viðeyjar- ferjunnar um 900 metra leið út í Við- ey. Hann var með björgunarbát sér við hlið alla leiðina og í honum voru tveir björgunarsveitarmenn ásamt foreldrum Magnúsar og lækni. „Eitt kvöldið var ég að tuða eitt- hvað í pabba mínum, um að ég kynni ekki að spila á píanó eða trompet eins og sumir krakkar. Þá sagði pabbi við mig í einhverju gríni að ég ætti bara að synda út í Viðey og ég lét verða af því,“ segir Magnús, glað- ur með árangurinn. Faðir Magnúsar, Sigurbjörn Þor- kelsson, kveðst vera afar stoltur af stráknum. „Þetta er í raun hans eig- in hugmynd, eins og hann nefndi var þetta sagt í gríni. Hann á það til að taka hugmyndir og láta verða af þeim. Hann tekur hlutunum mjög al- varlega og nær þeim markmiðum sem hann stefnir á í lífinu.“ Afabróðirinn fermdi Hátíðarhöldin voru mikil þegar blaðamaður náði tali af afreksmann- inum og fermingardrengnum, en hann kveðst hafa skellt sér úr sund- gallanum eftir sundið og farið beint í heita sturtu. Um 80 manns voru viðstaddir veisluhöldin, sem fóru fram í veislusalnum úti í Viðey. Séra Karl Sigurbjörnsson biskup fermdi Magnús, en hann mun vera afabróðir sundkappans. Magnús er nýfluttur frá Hong Kong, þar sem hann bjó í fjögur ár ásamt fjölskyldu sinni. Faðir hans, Sigurbjörn, starfaði fyr- ir banka þar. „Nú erum við í sumar- fríi á Íslandi og mig langaði að ferm- ast hér.“ Fjölskyldan mun svo flytjast bú- ferlum til Lundúna og kveðst Magn- ús hlakka mikið til þess að prófa að búa þar. „Ég gat bara bjargað mér á kínverskunni, en get betur talað ensku,“ segir hann og bætir við að það sé alltaf gaman að kynnast nýj- um skólafélögum. Að lokum segist Magnús vera ánægður með daginn: „Dagurinn er búinn að vera frábær og ég er mjög ánægður með hann, ég hefði ekki viljað sleppa því að koma til Íslands,“ segir Magnús að lokum. Synti inn í tölu fullorðinna Ljósmynd/Aðalheiður Magnúsdóttir Óvenjulegt Magnús Gunnar Sigurbjörnsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en hann synti frá Reykjavík út í Viðey í gær, svonefnt Viðeyjarsund, og lét svo ferma sig í kirkjunni með tilheyrandi hátíðarhöldum.  Þreytti Viðeyj- arsund 13 ára á fermingardaginn Magnús Gunnar Sigurbjörnsson er mikill sundgarpur en hann hefur æft sund síðastliðin fjögur ár í Kína, eða frá því að hann var níu ára. Sundklúbburinn sem Magnús æfir með nefnist Aberdeen Marina Club. „Ég er búinn að keppa í Bangkok og víðar um Asíu og hef ekki tölu á öllum þeim verð- launum sem ég á. Ég hef þó unnið nokkrum sinnum gull, silfur og brons,“ segir hann. Magnús segist vonast til þess að geta æft sund af kappi áfram í Lundúnum. Spurður hvort hann ætli sér að verða atvinnumaður í sundi þegar hann verði eldri, kveðst hann ekki vita það. Hann segist þó ekki vilja útiloka þann möguleika. „Kannski mun ég bara feta í fótspor pabba míns og gerast bankamaður.“ Magnús segir að lokum að sundferli hans sé hvergi nærri lokið, enda sé hann rétt að komast í tölu fullorð- inna. Rétt byrjunin á ferlinum BÚINN AÐ ÆFA SUND FRÁ NÍU ÁRA ALDRI Magnús G. Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.