Morgunblaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Hvorki fjármálaráðherra né forstjóri Byrs vilja gefa upp hvert kaupverð Byrs er. Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður muni ekki bera frekari út- gjöld af Byr, en hann lagði fram 900 milljónir þegar bankinn var stofnað- ur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins komu tvö tilboð í Byr: frá Ís- landsbanka og MP-banka. Landsbanki og Arion banki skiluðu ekki inn lokatilboðum. Fjármálaeftirlitið tók Byr yfir í apríl á síðasta ári og skipaði honum slitastjórn, en eiginfjárhlutfall spari- sjóðsins hafði þá verið undir mörkum í talsverðan tíma og hann gat ekki staðið við skuldbindingar gagnvart lánardrottnum. Ákveðið var að endurreisa bank- ann sem hlutafélag en ekki sparisjóð. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir að það hafi verið gert vegna þess að menn vildu leita leiða til að komast hjá því að ríkið þyrfti að endurfjármagna bankann sem hefði þýtt mjög mikil viðbótarútgjöld. „Síðan tókust samningar um að slitastjórn myndi fjármagna bankann og ríkið þyrfti ekki að leggja meira af mörkum en stofnféð. Það kom síðar í ljós að bankinn myndi þurfa meira fé en upphaflegi endurfjármögnunar- samningurinn gerði ráð fyrir og þá var alveg ljóst að hvorki slitastjórn né ríkið hefðu áhuga á að reiða það fram. Niðurstaðan var því að láta á það reyna hvort hægt væri að selja starf- semina,“ segir Steingrímur. Í fréttatilkynningu sem gefin var út í gær er ekki upplýst um kaup- verðið og Steingrímur vill ekki tjá sig um það. Hann var spurður hvort rík- issjóður myndi bókfæra einhvern hagnað af sölu Byrs. „Nei, það verður ekki. Ég tel að það verði mjög gott ef við fáum í grófum dráttum þá fjár- muni til baka sem lagðir voru fram við stofnun bankans.“ Steingrímur gerði ríkisstjórninni grein fyrir málinu á þriðjudaginn. Hann minnti á að Samkeppniseftirlit- ið, Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum ESA ættu eftir að samþykkja samn- ingana. „Ég held að það sé mjög gott að það tókst að klára þetta eins og lagt var upp með,“ sagði Steingrím- ur. Tvö tilboð bárust Ákvörðun um að selja Byr var tek- in á kröfuhafafundi í apríl sl. Í júní skiluðu allir bankarnir inn óskuld- bindandi tilboðum í bankann. Þeir fengu þá frekari upplýsingar um stöðu hans. Í framhaldinu skiluðu Ís- landsbanki og MP-banki sl. föstudag inn tilboðum í bankann og var tilboði Íslandsbanka tekið. Einn heimildar- maður blaðsins úr í einum bankanna sagði að upplýsingar um fjárhags- stöðu Byrs hefðu leitt til þess að við- komandi banki hefði ákveðið að gera ekki tilboð í sparisjóðinn. Eins og áður segir hefur kaupverð- ið ekki verið gefið upp og ekki hefur heldur verið upplýst um raunveru- lega fjárhagsstöðu Byrs, en bankinn er ekki búinn að skila ársreikningi. Fjármálaeftirlitið er búið að leggja dagsektir á bankann vegna þess. Jón Finnbogason, forstjóri Byrs, segir flókið mál að setja upp ársreikning eftir að banki hafi farið í slitameðferð. Það hafi tekið Landsbankann 13 mánuði að skila fyrsta reikningnum eftir hrun. Jón fullyrti að eigið fé Byrs væri jákvætt. Gunnar Andersen, forstjóri FME, segir að þó bókfært fé sé já- kvætt uppfylli bankinn ekki skilyrði eftirlitsins um eiginfjárhlutfall og hafi ekki gert það í talsverðan tíma. Byr er í 85% hluta í eigu slita- stjórnar Byrs en 15% er í eigu rík- issjóðs. Verðmæti innlána í Byr er um 130 milljarðar og segir Stein- grímur J. mikilvægt að þau séu kom- in í skjól hjá öflugum banka. Fjármálaeftirlitið á eftir að sam- þykkja sölu Byrs og m.a. fara yfir hvaða áhrif salan hefur á eiginfjár- hlutfall Íslandsbanka. Talið er víst að eiginfjárhlutfallið lækki við kaupin og það endurspeglar m.a. veika fjár- hagsstöðu Byrs. Vilja ekki upplýsa um kaupverðið Morgunblaðið/Eggert Seldur Flest bendir til að merki Byrs hverfi síðar á þessu ári þegar bankinn rennur inn í Íslandsbanka. Fjármálaráðu- neytið veitti Byr heimild til að taka allt að 5 milljarða króna víkjandi lán í fyrra. Byr hefur enn ekki notað þessa heimild.  Landsbanki og Arion skiluðu ekki inn tilboðum í Byr  Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður ætti ekki að verða fyrir frekari útgjöldum vegna Byrs  Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka lækkar við kaupin Sex útibú » Byr rekur sex útibú á land- inu, í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri og Reykjanesbæ. Íslandsbanki rekur útibú á öllum þessum stöðum. Ekkert liggur fyrir hvort útibúum verður lokað. » Um 200 starfsmenn starfa hjá Byr og hafa þeir verið upp- lýstir um stöðu málsins. » Það tekur Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið um tvo mánuði að fara yfir samning- ana og á meðan bíða starfs- menn í óvissu. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011 María Elísabet Pallé mep@mbl.is Sjöunda Norðurlandamót öldunga í skák verður haldið í fyrsta skiptið á Íslandi í september næst- komandi. Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson hefur skráð sig til leiks ásamt fleiri stórmeisturum í skák eins og Yrjo Rantanen og Heikki Westeri- nen. Nú þegar hafa 33 skákmenn skráð sig til leiks og bendir allt til þess að met verði slegið sem sett var í Fredrikstad árið 2001, er 46 skákmenn tóku þátt. Fyrsta Norðurlandamót öldunga var haldið í Karlstad í Svíþjóð árið 1999 en síðan hefur mótið verið haldið annað hvert ár. Íslendingar hafa aldr- ei fjölmennt á mótin og hafa mest 1-2 keppendur frá Íslandi tekið þátt að sögn Gunnars Björns- sonar, formanns Skáksambands Íslands. „Það hefur orðið kippur í öldungastarfi í skák á Íslandi og það eru nokkur virk félög öldunga í skák, bæði í Reykjavík og Hafnarfirði, en hlutfallið er mjög óhagstætt konum þar sem aðeins karlmenn hafa skráð sig í mótið sem haldið verður eftir um tvo mánuði,“ segir Gunnar. Friðrik að öllum líkindum stigahæstur „Það eru óvenjulega sterkir skákmenn sem ætla að taka þátt núna og miklu fleiri góðir en oft hefur verið,“ segir Gunnar. „Íslendingar hafa hingað til ekki komist í efstu röð á þessum Norð- urlandamótum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir menn að tefla við kollega sína frá Norðurlönd- unum,“ segir Gunnar. því að skrásetja 50 ára skákferil sinn og býst við að gefa verkið út þegar því hefur verið lokið. „Já, ég er spenntur fyrir að taka þátt, það er alltaf gaman að tefla þó maður sé nú orðinn frekar latur við það en ég hef aðeins fylgst með. Maður þarf mikinn kraft í að tefla, eldmóð og einbeitni. Maður er nú ekki lengur tvítugur,“ segir Friðrik en hann hefur lítið teflt á undarförnum árum. „Ég reikna með því að ég rifji aðeins upp mannganginn og skoði það sem hefur verið að gerast til að þjálfa upp hugsunina, það er ákveðinn rútína að koma heilafrumunum í gang. Maður gleymir því nú aldrei sem gert hefur verið sæmilega,“ segir Frið- rik að endingu. „Ég skráði mig en það er spurning hvort tím- inn passi, ég geri samt ráð fyrir því,“ segir Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák, 76 ára að aldri. Hann segist hafa skráð sig því skorað hafi verið á hann og einnig vegna þess að þetta er í fyrsta skiptið sem mótið er haldið á Íslandi og því meiri möguleikar að hann geti verið með. „Ég virðist vera stigahæstur af þessum þátttakendum,“ segir Friðrik. Friðrik hefur undanfarin ár sinnt áhuga- málum sínum, eins og ferðalögum, tónlist, göngu- ferðum og fleira. Hefur hann ferðast mikið með skemmtiferðaskipum sem hann telur vera mjög þægilegan ferðamáta. Einnig hefur hann unnið að Stefnir í sterkasta Norðurlandamót öldunga í skák sem fram hefur farið  Mótið haldið hér á landi í fyrsta sinn í haust  Búist er við metþátttöku Morgunblaðið/Ómar Skák Friðrik Ólafsson mun líklega taka þátt í Norðurlandamóti öldunga í september næstkomandi. Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sparisjóða, segir áhyggju- efni hver áhrif af sölu Byrs verði fyrir tölvumiðstöðina Teris sem þjónustar sparisjóði og minni fjármálastofnanir. Hann segir óljóst hvernig gangi að aðlaga starfsemina þegar þessi fjórði stærsti banki landsins hverfi úr samstarfinu. Hann minnir þó á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem fjármálastofnun hverfi úr þessu samstarfi, en bæði Spron og Sparisjóður Mýrasýslu hafa sam- einast bönkunum. Tölvukerfi stóru bankanna gerir ekki ráð fyrir að það þjónusti fleiri en einn við- skiptavin. Minni fjármála- stofnanir hafa því með sér þetta samstarf. Stærsti við- skiptavinur Teris er MP-banki. Guðjón sagði hins vegar að sala Byrs kynni að fela í sér ný tækifæri fyrir sparisjóðina. Hefur áhrif á aðra sparisjóði MINNI FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI REKA SAMAN TÖLVUMIÐSTÖÐ Guðjón Guðmundsson Ný fram- kvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri (FSA) hefur ýtt úr vör vinnu við framtíð- arsýn og nýtt skipurit sjúkra- hússins og lofar vinnan góðu. Þetta kemur fram í nýrri ályktun læknaráðs FSA. Einnig er skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi sjúkrahússins fagnað. „Læknaráð telur að merkja megi breytt og betri vinnubrögð framkvæmdastjórnar spítalans hvað upplýsingagjöf og tengsl við starfsfólk, skjólstæðinga og nánasta umhverfi varðar.“ Að mati læknaráðsins endurómuðu þær áhyggjur sem komið hafa fram á fjölmörgum læknaráðsfundum und- anfarin ár, m.a. vegna viðvarandi skorts á sérfræðilæknum á mörgum deildum FSA. „Mönnun sérfræði- lækna á Íslandi verður ekki tryggð nema kaup, kjör og vinnuaðstaða séu samkeppnishæf við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Kjör lækna á FSA þurfa að vera samkeppnishæf við þau kjör sem bjóðast á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í ályktuninni. Jafnframt að læknaráð muni óska eftir því við framkvæmdastjórn að fulltrúar þess og framkvæmdastjórnar komi saman að ráðningarmálum með formlegum hætti. Betri vinnu- brögð á FSA Sjúkrahúsið á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.