30. júní - 15.06.1968, Page 1
\
Halldóra
°g
Kristján Eldjárn
Maður þjóðariunar
ForsetaembættiÖ er æðsta embætti þjóðarinnar og forsetinn
sjálfur einingartákn landsmanna. Með beinu kjöri er ætlazt til
að þjóðin ráði milliliðalaust vali þess manns, sem hún getur
treyst til að rækja hið tigna embætti sem fulltrúi hennar allrar
en einskis flokks, hagsmunahóps né stéttar. Eins og forseta-
embættinu er háttað, liggur í augum uppi, að það á að vera
endanleg trygging fyrir fyllsta lýðræði handa fólkinu. Forseti
valinn með beinu kjöri landsmanna er leiðtogi, sem reynir á,
ef sundurþykki stjórnmálamannanna horfir til vandræða. Póli-
tísk flokkaskipting er eðlileg í lýðræðisþjóðfélagi og pólitískur
ágreiningur óhjákvæmilegur. Og það er eitt af hlutverkum
stjórnmálamannanna að sjá um, að andstæðar stjórnmálaskoð-
anir eigi sér rödd á vettvangi þjóðmálanna. En um forseta sinn
verður þjððin að geta sameinazt, og hann verður ávallt að tala
máli hennar heillar og óskiptrar. Hann er tákn þess, að við erum
ein þjóð, þrátt fyrir skiptar skoðanir í þjóðmálum. Stjórnmála-
mennirnir eru hins vegar tákn þeirrar skoðanaskiptingar.
Því er nú mjög haldið á loft, að við komandi forsetakjör sé
valið á milli þaulæfðs stjórnmála- og lagamanns og sérhæfðs
vísindamanns með verklega kunnáttu í sínum fræðum. Sú skil-
greining ristir grunnt. Hinn 30. júní er raunverulega kosið milli
fulltrúa stjórnmálamannanna og fulltrúa þjóðarinnar.
Ekki skulu brigður bornar á hæfileika dr. Gunnars Thorodd-
sens sem stjórnmálamanns. En með framboði dr. Kristjáns Eld-
járns gefst þjóðinni kostur á að velja 1 hið æðsta embætti óháðan.
fulltrúa þess bezta, sem hún á sameiginlegt. Uppruni hans og
persónuleiki, starfsferill hans og verkleg fræðimennska í þeim
greinum, sem dýpst snerta menningarlega sameign fólksins,
gera hann frábærlega vel til þess fallinn að tala máli þjóðar
sinnar í samræmi við sögu hennar, menningu og lífsháttu í
þessu landi.
.. Ragnar Jónsson.