Morgunblaðið - 06.10.2011, Side 1
F I M M T U D A G U R 6. O K T Ó B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 234. tölublað 99. árgangur
SKÁLMÖLD
ÞEYSIST UM
EVRÓPU
ÚR LÍNU-
DANSI Í
MATSELD
LEIÐ FÓLKS TIL
AÐ BÆTA UPP
FJARLÆGÐINA
FINNUR.IS OG VIÐSKIPTI FACEBOOK 10FARANDHÁTÍÐIN HEIDENFEST 36
Morgunblaðið/RAX
Ferjusiglingar Herjólfur er ekki heppilegt
skip fyrir siglingar í Landeyjahöfn.
Hönnun á nýrri Vestmanna-
eyjaferju sem hentar Landeyjahöfn
tekur um þrjú ár og kostnaður er
áætlaður 4-4,5 milljarðar króna, að
sögn Hreins Haraldssonar vega-
málastjóra.
Eyjamenn hafa fengið nóg af
samgöngutruflunum milli lands og
Eyja og vilja sitja við sama borð og
aðrir landsmenn. Ljóst sé að Herj-
ólfur henti illa til siglinga í Land-
eyjahöfn og í staðinn vilja þeir fá
Breiðafjarðarferjuna Baldur eða
sambærilegt skip þar til nýtt skip
verður smíðað. „Við höfum engan
tíma til að bíða,“ segir Elliði Vign-
isson, bæjarstjóri í Eyjum » . 6
Ný Vestmanna-
eyjaferja kostar um
4 milljarða króna
Fagrir litir haustsins eru áberandi þessa dagana, en
lægðirnar sem komið hafa upp að landinu hver á fæt-
ur annarri feykja laufblöðunum fljótlega út í busk-
ann. Veturinn hefur reyndar aðeins minnt á sig síð-
ustu daga og þegar hrammar hans verða sterkari er
ekki annað en að búa sig vel og kveikja kertaljós.
Lægðir og litbrigði haustsins
Morgunblaðið/Ómar
Ekki hefur
verið hægt að fá
íslenskan geita-
ost frá því osta-
gerðarverkefni
var hætt á síð-
asta ári. Geita-
bónda á Háafelli
í Hvítársíðu í
Borgarfirði þyk-
ir miður að ekki
skuli vera hægt
að bjóða upp á vöruna, enda sé mik-
il eftirspurn eftir henni. Svo gott
sem daglega hafi verið spurt eftir
íslenskum geitaosti á sveitabænum
í sumar. »14
Mikil eftirspurn en
geitaostur fæst ei
Mmm Girnilegir
ostar úr geitamjólk.
Félag áhugamanna um
réttmætt skuldauppgjör
undirbýr málsókn á
hendur bönkunum fyrir
endurútreikning á lán-
um. Telur félagið að út-
reikningarnir standist
ekki lög og óréttmætt sé
að endurreikna alla
greidda gjalddaga á lánunum og setja á þá
vexti. Um það sé ekkert getið í dómum
Hæstaréttar, sem lög um endurútreikning
lána byggðust fyrst og fremst á.
„Þetta eru bæði einstaklingar og lög-
aðilar sem hafa að fullu alltaf staðið í skilum
við sína lánardrottna, jafnvel þegar geng-
isfellingin var sem mest, og hafa aldrei farið
á vanskilaskrá. Þetta er fólkið sem hefur
verið að safnast saman núna á Austurvelli.
Það er farið að sjóða á fólki,“ segir Sigurður
G. Guðjónsson, lögmaður félagsins.
bjb@mbl.is »4
Í mál við
bankana
Gagnrýna endur-
útreikning lána
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Útlit er fyrir að lausn á skuldastöðu
Álftaness sé í sjónmáli. Sveitarfélag-
ið hefur náð samningum við kröfu-
hafa um niðurfellingu skulda og ríkið
um greiðslur úr jöfnunarsjóði. Samn-
ingarnir verða undirritaðir á næstu
dögum og í kjölfarið getur Álftanes
haldið áfram sameiningarviðræðum
við Garðabæ sem hafa staðið síðasta
árið. Hlé hefur verið á þeim undan-
farna mánuði á meðan beðið var eftir
svari frá ríkinu.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
Garðabæjar, segir að ekki sé búið að
tilkynna þeim opinberlega hvaða
stuðning ríkið kemur með inn í sam-
einingarviðræðurnar. „Við höfum
verið að bíða eftir tölum sem eru
greinilega á leiðinni. Ég á von á að
það verði tilkynnt á næstu dögum. Þá
munum við halda áfram viðræðum
við Álftanes með þær tölur í fartesk-
inu, máta þær inn í okkar áætlanir og
taka ákvörðun í framhaldinu.“
Samkvæmt fréttum Ríkisútvarps-
ins í gærkvöldi fær Álftanes milljarð
úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, með
því skilyrði að það sameinist öðru
sveitarfélagi, og skuldir verða færð-
ar niður um tæpa fjóra milljarða
króna.
„Á þessum tímapunkti er ekki
hægt að staðfesta nákvæmt innihald
þessara samninga og ekki nákvæmar
útlistanir á tölum en það verður
skrifað undir á næstu dögum. Það er
gríðarlegur léttir að það skuli vera að
koma lausn í þessu máli,“ segir Pálmi
Þór Másson, bæjarstjóri Álftaness.
Stefnt var að því að ná skuldunum
niður í 250% af árlegum tekjum
sveitarfélagsins. „Það liggur ljóst
fyrir að heildarskuldir sveitarfé-
lagsins hafa verið settar fram sem
7,2 milljarðar. Við höfum unnið að
því að komast undir þetta 250% mark
og til að svo megi verða verðum við
að koma skuldunum niður í um það
bil 3,2 milljarða. Það er það sem við
höfum unnið að og mér sýnist á öllu
að það sé að ganga eftir hjá okkur,“
segir Pálmi.
Afstaða til sameiningar fljótlega
Sveitarfélagið Álftanes hefur náð samningum um niðurfellingu skulda og
greiðslur úr jöfnunarsjóði Gríðarlegur léttir segir bæjarstjórinn á Álftanesi
Morgunblaðið/Ómar
Álftanes Skuldastaðan að skýrast.
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands
og Icelandair skrifuðu undir kjarasamning
á áttunda tímanum í gærkvöldi. Verkfalli,
sem hefjast átti 10. október, hefur verið
frestað til 24. október en samningurinn
verður kynntur félagsmönnum eftir helgi.
Talsmaður samninganefndar flugfreyja
sagðist ekki tjá sig um samninginn fyrr en
hann hefði komið fyrir sjónir félagsmanna.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi
Icelandair, segir forráðamenn félagsins
ánægða með lyktir mála. „Þetta er ánægju-
leg niðurstaða, að tekist hafi að forðast þá
truflun sem hefði orðið af verkfalli,“ segir
Guðjón og segir að í samningnum felist
ákveðinn stöðugleiki, því samið sé til
þriggja ára í stað eins árs eins og áður.
annalilja@mbl.is
Flugfreyjur
fljúga áfram