Morgunblaðið - 06.10.2011, Side 4

Morgunblaðið - 06.10.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Leyft verður að veiða 31.000 rjúpur í ár. Eru það ríflega helmingi færri rjúpur en gefið var leyfi fyrir að veiða í fyrra. Skýrist það af verri stöðu rjúpnastofnins. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra veiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir um sex rjúpum á hvern veiðimann. Veiðitíminn verður styttur úr átján dögum í níu daga og dreifist á fjórar helgar í október og nóvember. Þetta er samkvæmt ráðleggingum Náttúrufræðistofu um rjúpnaveiði árið 2011 sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra féllst á og til- kynnt var um í gær. Áætlaður veiðistofn rjúpunnar var 850.000 fuglar í fyrra og mátti þá veiða 75.000 fugla. Í ár er áætlaður veiðistofn aðeins 350.000 fuglar. Stofninn er í niðursveiflu og má bú- ast við að hann nái lágmarki á ára- bilinu 2015 til 2018. Áfram verður sölubann í gildi á rjúpu og rjúpnaafurðum og ákveðið svæði á Suðvesturlandi verður áfram friðað fyrir veiði. ingveldur@mbl.is Sex rjúpur á hvern veiðimann  Áætlaður veiðistofn 350.000 fuglar  Heimilt að veiða 31.000 rjúpur í ár Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Hópur fólks og fyrirtækja, sem kall- ar sig Félag áhugamanna um rétt- mætt skuldauppgjör, hefur fengið Sigurð G. Guðjónsson lögmann til að undirbúa málsókn á hendur bönkun- um fyrir endurútreikning á lánum. Telur félagið að útreikningarnir standist ekki lög og óréttmætt sé að endurreikna alla greidda gjalddaga á lánunum og setja á þá vexti. Stend- ur félagið fyrir auglýsingum í fjöl- miðlum í dag, þar sem vakin er at- hygli á endurreikningi lána hjá bæði einstaklingum og lögaðilum. Meðfylgjandi er dæmi frá félaginu um einstakling sem tók lán hjá Glitni, síðar Íslandsbanka, upp á rúmar níu milljónir króna í janúar árið 2006. Fyrir endurútreikning stóð lánið í 16,5 milljónum en félagið telur að réttar eftirstöðvar séu um 4,5 milljónir, miðað við að greiðslur af láninu hafi verið alls 4,6 milljónir kr. í febrúar sl. Að mati Íslands- banka eru eftirstöðvarnar 11,5 millj- ónir eftir endurútreikning og þarna er tekist á um sjö milljónir króna. „Þetta eru bæði einstaklingar og lögaðilar sem hafa að fullu alltaf staðið í skilum við sína lánardrottna, jafnvel þegar gengisfellingin var sem mest, og hafa aldrei farið á van- skilaskrá. Þetta er fólkið sem hefur verið að safnast saman núna á Aust- urvelli. Það er farið að sjóða á fólki. Því er ætlað að margborga af lánum sínum og greiða hærri skatta,“ segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að félagið hafi unnið að undirbúningi málshöfðunar síðan um miðjan september. Menn vilji láta reyna á hvort það gangi upp að end- urreikna alla gjalddaga, sem búið er að greiða, og setja á þá hærri vexti. „Velta þarf upp þeirri spurningu hvort fyrirtæki og einstaklingar eigi ekki að njóta þess í neinu að bank- arnir fengu lánasöfnin yfir með mikl- um afslætti. Það er alltaf verið að tala um einhverjar afskriftir en bankarnir eru ekki farnir að afskrifa neitt. Ég veit ekki við hvað er miðað þar, því þú ferð væntanlega ekki að afskrifa neitt fyrr en dregið er úr þeirri eign sem þú fékkst, og það er ekkert byrjað,“ segir Sigurður og tel- ur að um mikið réttlætismál sé að ræða fyrir lántakendur. Hann bendir jafnframt á að sífellt fleiri gögn og upplýsingar séu að koma fram, sem sýni markvisst hvernig reynt hafi verið að koma skuldabyrðinni yfir á millistéttina hér á landi. „Það á bara að kreista hana alveg út í eitt,“ segir Sigurður, sem ætlar í upphafi að láta reyna á örfá mál fyrir dómstólum áður en lengra verður haldið. Um prófmál geti verið að ræða fyrir fjölda lántakenda sem fengið hafa endurútreikning. Spurður um viðbrögð hjá bönkun- um til þessa segir Sigurður þau öll á einn veg, að endurútreikningar hafi verið gerðir í samræmi við lög sem sett voru í kjölfar dóma Hæstaréttar. Í þeim dómum hafi hins vegar ekkert verið talað um að hægt sé að endur- reikna greidda gjalddaga. „Það á að kreista millistéttirnar“  Félag áhugamanna um réttmætt skuldauppgjör í mál við bankana vegna endurútreikninga lána  Þetta er fólkið sem mætir núna á Austurvöll, segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hópsins Endurútreikningur á láni einstaklings Lán tekið í jan 2006 9.125.921 kr. Greiðslur til Glitnis/Íslandsbanka til feb 2011 4.650.549 kr. Eftirstöðvar að mati félagsins 4.475.372 kr. Eftirstöðvar e. endurútreikn. Íslandsbanka 11.469.523 kr. Ágreiningur milli lántaka og banka 6.994.151 kr. dæmi frá Félagi áhugamanna um réttmætt skuldauppgjör Hæstiréttur talaði ekki um að end- urreikna greidda gjalddaga. Sigurður G. Guðjónsson „Við erum nokk- uð sáttir en við setjum spurningar- merki við feril málsins og þessa stjórn- sýslu. Það er óskýr verkaskipting á milli ráðu- neytis, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar og óljóst hver er að taka þessa ákvörðun í raun og veru,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands. Félagið fagnar ákvörðun ráðherra að heimila rjúpnaveiðar og beinir þeim tilmælum til veiðimanna að stunda hóflegar veiðar á tímum þegar viss ástæða er til að hafa áhyggjur af rjúpnastofninum. Nokkuð sáttir SKOTVÍS fyrirkomulag samþykkt. „Ég varð að gera þetta sjálfur heima annars veg- ar vegna vinnu og hins vegar vegna þess að tímasetningarnar, sem ég fékk úthlutaðar á Landspítalanum, hentuðu mér ekki. Með því að gera þetta sjálfur hef ég líklega sparað spítalanum um þrjár milljónir á ári,“ segir Hólmar og segir vélarnar hafa verið tengdar og settar upp af sér- fræðingi á vegum Landspítalans. Var sagt að vélin væri í lagi Hann segir vel hafa gengið að sjá sjálfur um meðferðina, fyrir utan einstaka byrjunarerfiðleika, en í mars síðastliðnum lak vatnsvélin. Hann hafði þegar samband við Landspítalann og fékk tæknimenn í heimsókn innan skamms, sem sögðu vélina vera í lagi. Í byrjun júlí lak hún aftur og þá urðu skemmdir á gólfefni á neðri hæð í húsi Hólmars. „Þá fór ég með vélina á spítalann, þar var sérfræðingur sem leit á hana. Hann sagði að hún væri ónýt og ég fékk nýja vél. Hugsanlega var vélin á síðasta snúningi þegar ég fékk hana lánaða.“ Hólmar fór þegar fram á að tjónið yrði bætt, hann segist ekki vera með neinar tryggingar og ekki vera í að- stöðu til að kosta viðgerðina sjálfur, en hann á erfitt með að vera á vinnu- markaði vegna veikinda. Lántaki ber ábyrgð á lánshlut Krafan fór fyrir matsnefnd eigna- tjóna sjúkrahússins, sem komst að þeirri niðurstöðu að sjúkrahúsið væri ekki ábyrgt fyrir tjóninu. Mál- ið var ennfremur yfirfarið af lög- fræði- og kjaradeild spítalans, sem komst að sömu niðurstöðu. Hólmar segir að í svari spítalans til sín hafi komið fram að samkvæmt meg- inreglum íslensks réttar beri lántaki ábyrgð á lánshlut. Litið sé á bil- unina sem óhapp, sem Landspítali sé ekki ábyrgur fyrir. „Það kom einnig fram í svarinu að vegna sanngirnisástæðna yrði tjón- ið bætt um 321 þúsund krónur, sem dugar engan veginn til að bæta skaðann,“ segir Hólmar. Landspítali getur ekki tjáð sig „Ég mun halda áfram með þetta mál og hef farið fram á að það verði endurskoðað, segir Hólmar, sem telur sjónarmið sín ekki hafa komið nógu skýrt fram. „Ég var til dæmis aldrei boðaður á fund til að útskýra málsatvik,“ segir hann. „Við könnumst við þetta mál,“ segir Vilhelmína Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækn- ingasviðs Landspítalans. „En ég get ekki tjáð mig um málefni einstakra sjúklinga.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vatnstjón Nokkurt tjón varð á gólfefnum í húsi Hólmars og fer hann fram á að Landspítali greiði kostnaðinn. Krefst bóta frá spítala  Vél í eigu Landspítala olli vatnstjóni á heimili sjúklings  Vill að sjúkrahúsið beri kostnaðinn vegna skemmdanna Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nýrnaveikur maður, sem sér sjálfur um blóðskilun sína heima hjá sér með lánstækjum frá Landspít- alanum, er ósáttur við viðbrögð sjúkrahússins eftir að tækjabún- aður bilaði með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á heimili hans. Hann vill að sjúkrahúsið greiði allan kostnað við tjónið, en fær þau svör að það sé á hans ábyrgð. Landspít- alinn hefur engu að síður greitt hon- um bætur, en maðurinn er ósáttur við upphæðina og segir hana engan veginn standa undir kostnaði vegna tjónsins. Hólmar Þór Stefánsson er með nýrnabilun og þarf að gangast undir blóðskilun þrisvar til fjórum sinnum í viku í fjórar klukkustundir í senn. Í rúmt ár hefur hann séð sjálfur um meðferðina heima hjá sér. Í því skyni fékk hann lánaðar vélar hjá Landspítalanum. Um er að ræða tvær vélar; skilunarvélina sjálfa og svokallaða vatnsvél, sem notuð er til að hreinsa vatnið sem fer inn í skil- unarvélina. Ekki var farið fram á það við Hólmar að hann sinnti meðferðinni sjálfur í heimahúsum, heldur var þetta val hans og hann segist hafa þurft að hafa fyrir því að fá þetta                                                       ! "     #   $  %   %      &'"  (  (  ) (    &    *             "       $     + ,  -      ./  0   1"# ,  " "            (    0   ./  2 ./   0  3'   '   0  ,   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.