Morgunblaðið - 06.10.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011
Líkt og Morgunblaðið greindifrá í gær er sú staða nú uppi
að búið er að verja tugum milljarða
króna í að auka framboð á raf-
magni í landinu til að unnt sé að
auka framleiðslu og skapa störf.
Þrátt fyrir þetta hafa engin störf
orðið til.
Ástæðan fyrirþessu er að hér
á landi er ríkisstjórn
sem ítrekað og með
ýmsum hætti bregð-
ur fæti fyrir byggingu þeirra fram-
leiðslufyrirtækja sem hafa áhuga á
og getu til að nota orkuna til at-
vinnu- og verðmætasköpunar.
Ríkisstjórnin er hins vegar afaráhugasöm um að gera eitt-
hvað annað við orkuna og allra
helst auðvitað að gera eitthvað ann-
að en að nýta orkuna.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra er til að mynda búin
að skapa tugi þúsunda starfa í
nokkrum ræðum sem hún hefur
flutt á liðnum misserum. Sætir
furðu að nokkur skuli vera eftir á
atvinnuleysisskrá og að einhver
hafi fundist til að lokka til Noregs,
burt frá öllum þessum aragrúa
starfa.
En vandinn við þessi eitthvað-annað-störf sem fjallað er um
í ræðum ráðamanna nú um stundir
er að þau eru hvergi til nema þar.
Því miður er það svo að enginnlifir af því að vinna þessi eitt-
hvað-annað-störf og enginn fæðir
og klæðir fjölskylduna eða kemur
sér upp þaki yfir höfuðið með eitt-
hvað-annað-störfum.
Breytir þá engu hversu margirtugir þúsunda þau eru eða
hversu oft þeim er lofað.
Eitthvað-annað-
störfin
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 5.10., kl. 18.00
Reykjavík 4 skýjað
Bolungarvík 4 slydda
Akureyri 1 rigning
Kirkjubæjarkl. 5 skýjað
Vestmannaeyjar 4 skýjað
Nuuk 2 léttskýjað
Þórshöfn 7 skúrir
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 16 skýjað
Stokkhólmur 13 léttskýjað
Helsinki 11 heiðskírt
Lúxemborg 17 skýjað
Brussel 17 skýjað
Dublin 16 skúrir
Glasgow 15 léttskýjað
London 18 skýjað
París 18 skýjað
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 17 skúrir
Berlín 16 skúrir
Vín 20 skýjað
Moskva 11 heiðskírt
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 30 heiðskírt
Barcelona 25 heiðskírt
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 22 léttskýjað
Winnipeg 18 heiðskírt
Montreal 12 léttskýjað
New York 17 heiðskírt
Chicago 18 heiðskírt
Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
6. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:51 18:42
ÍSAFJÖRÐUR 7:59 18:43
SIGLUFJÖRÐUR 7:42 18:26
DJÚPIVOGUR 7:21 18:11
Nýlega fékk Fríkirkjan í Reykjavík
að gjöf tvo hátíðarhökla ásamt sex-
stólum fyrir presta til að skrýðast.
Sigurborg Bragadóttir formaður
Kvenfélags Fríkirkjunnar, sem er
elsta kirkjukvenfélag landsins, færði
söfnuðinum gjöfina og sr. Hjörtur
Magni Jóhannsson tók við henni fyr-
ir hönd kirkjunnar. Kvenfélagið hef-
ur gefið Fríkirkjunni flestalla henn-
ar fegurstu gripi í 112 ára sögu
hennar. Það var listakonan Margrét
Árnadóttir kvenfélagskona, sem
saumaði höklana.
Safnaðarfélögum Fríkirkjunnar
við Tjörnina hefur fjölgað stöðugt
mörg undanfarin ár síðastliðið ár
bættust 621 nýskráðir félagar við,
samkvæmt upplýsingum frá kirkj-
unni. Heildarfjöldi safnaðarfélaga
fer nú brátt að nálgast tíunda þús-
undið.
Afhending Margrét Árnadóttir listakona og félagi í Kvenfélagi Fríkirkj-
unnar, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar, sr. Bryndís
Valbjarnardóttir aðstoðarprestur og Sigurborg Bragadóttir, formaður
Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Fríkirkjan fær tvo
hátíðarhökla að gjöf
Björgunarfélag Hornafjarðar leysti
síðdegis á þriðjudag tvö hreindýr
sem voru föst í girðingu rétt ofan
við Flatey á Mýrum. Fram kemur í
tilkynningu frá Slysavarnafélaginu
Landsbjörgu að verkið hafi gengið
vel þótt fara hafi þurft með ýtrustu
varúð því eins og kunnugt er séu
hreindýr stórar og stæðilegar
skepnur.
Sveitin hafi einnig farið í svipað
verkefni í síðustu viku en þá hafi
eitt dýr verið losað en annað hafi
drepist í girðingunni.
Sem standi sé vitað um sex hrein-
dýr á svæðinu sem séu föst saman,
tvö og tvö, í víraflækjum en þau séu
á ferðinni og geti nærst. Fylgst sé
með þeim en lítið er hægt að gera
ef styggð kemur að þeim.
Hornfirðingar bjarga hreindýrum
Sími 568 5170
Sérfræðingur frá Dior kynnir
Diorskin Forever farðann,
nýja haustliti og nýtt
J´adore edt.
Falleg gjöf fylgir þegar
keyptir eru 2 hlutir í Dior.*
Verið velkomin.
*Á meðan birgðir endast.
Dior
kynning
í Glæsibæ 6.-8. október
Rio Tinto Alcan í Straumsvík skrif-
aði í gær undir kjarasamning við
Verkamannafélagið Hlíf, VR, Raf-
iðnaðarsambandið, VM og Fit.
Samkomulagið við stéttarfélögin
var undirritað hjá ríkissáttasemjara
og hefst kynning meðal rúmlega
400 starfsmanna í dag.
Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar-
maður starfsmanna Alcan á Íslandi,
vildi ekki tjá sig um einstök samn-
ingsatriði, en sagðist nokkuð
ánægður með útkomuna. „Þetta er
einn mesti jafnlaunasamningur sem
til er í landinu, “ segir Gylfi.
Lögreglumenn óþreyjufullir
Steinar Adolfsson framkvæmda-
stjóri Landssambands lögreglu-
manna, segir að ákveðið verði nú í
morgunsárið hvort haldinn verði
fundur um kjaramál lögreglumanna
í dag. Annars verður næsti fundur
á mánudaginn. „Þetta þokast
áfram. En menn eru orðnir
óþreyjufullir og vilja fara að sjá
nýjan samning. Aðaláherslan hjá
okkur núna er á launaþáttinn og út-
færslu á honum,“ segir Steinar.
Hann segir lögreglumenn hvergi
hafa hvikað frá kröfum sínum. Mik-
ill vilji sé meðal lögreglumanna um
að fá verkfallsrétt á ný, en hann var
afnuminn árið 1986.
Samið fyrir 400
manns hjá Alcan
Morgunblaðið/ÞÖK