Morgunblaðið - 06.10.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
D
aniel Miller, prófessor
í mannfræði við Uni-
versity College í
Lundúnum (UCL)
hefur rannsakað flest
það sem snýr að daglegu lífi okkar
mannanna. Hann hefur skoðað
efnismenningu og neyslu út frá
ýmsum hliðum en nýjasta bók
hans snýr að samskiptavefnum Fa-
cebook. Miller hélt nýverið fyr-
irlestur um nýjustu bók sína hér á
landi á vegum Mannfræðifélags Ís-
lands.
Notkunin mun breytast
Bókin Tales from Facebook,
skýrir frá fyrstu mannfræðirann-
sókninni sem gerð hefur verið á
afleiðingum Facebook-notkunar en
rannsóknin var gerð á Trinidad.
Þar rannsakaði Miller hvernig
samskiptasíðan hefur breytt fé-
lagslegum samskiptum og gefa
niðurstöðurnar til kynna að notkun
tengslasíða muni breytast töluvert
í framtíðinni og verði hugsanlega
mun mikilvægari fyrir eldra fólk
en yngra.
„Ég held að upphaf Facebook
hafi ekki gefið rétta mynd af því
um hvað þessi vefur snýst. Vef-
urinn verður til og er notaður í
fyrstu af háskólanemum og er í
umræðunni mikið tengdur við
unga fólkið. Ég spái því hins vegar
að Facebook eigi eftir að verða
hvað vinsælust meðal fólks sem
þarfnast þess hvað mest. Það er að
segja að stærsti notendahópurinn
verði fólk sem nú er um fimmtugt
og yngra þegar það verður eldri
Facebook er ekki
bara dægurfluga
Mannfræðingurinn Daniel Miller telur samskiptavefi á borð við Facebook komna
til að vera. Í framtíðinni muni eldra fólk og þeir sem eigi erfitt með að komast út
vegna veikinda eða fötlunar nota vefinn í auknum mæli. Þá geti fólk nýtt sér
Facebook til að bæta upp fjarlægðina sem líf í nútímasamfélagi hafi skapað og
þannig komið aftur á hugmyndum um fjölskyldu og samfélag.
Morgunblaðið/Ernir
Forvitni Sumir vilja helst alltaf vera að athuga með Facebook.
Reuters
Tengslanet Stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, á fyrirlestri.
Þegar myrkrið mjúka læðist að okkur
eins og gerist ævinlega á haustin,
fækkar vissulega útivistarstundum,
sérstaklega á kvöldin. Þá getur verið
notalegt að leigja sér mynd og njóta
þess að kúra í sófanum undir teppi,
einn og sér eða með þeim sem manni
þykir vænt um, maka, börnum, hund-
um eða köttum heimilisins. Valkvíð-
inn ógurlegi heltekur fólk oft þegar
það fer út á vídeóleigu og því getur
verið gott að kíkja inn á vefinn kvik-
myndir.is, áður en þangað er haldið.
Þar er hægt að fræðast um kvik-
myndir í mjög víðu samhengi, skoða
stiklur úr myndum, lesa allskonar
fréttir úr kvikmyndaheiminum, sjá
hvað er er nýtt á leigunum og líka
hvað er væntanlegt, hvað er vinsæl-
ast á DVD og hvað vinsælast í bíó.
Þarna er líka spjall og umsagnir um
myndir og ótal margt fleira áhuga-
vert tengt kvikmyndum.
Vefsíðan www.kvikmyndir.is
Sófabíó heima á kósíkvöldum
Nú þegar kvikmyndahátíðin RIFF er á
enda fer almenn dagskrá í Bíó Para-
dísar aftur af stað og um að gera að
vera vakandi fyrir þeim góðu kvik-
myndum sem þar eru sýndar. Hin
áhrifamikla kvikmynd Svínastían,
sem var opnunarmynd RIFF og skart-
ar Nomi Rapace í aðalhlutverki verð-
ur sýnd áfram. Íslensku myndirnar
Jón og séra Jón, Á annan veg og
heimildamyndin Thors saga, eru
einnig sýndar í Bíó Paradís og sama
er að segja um heimildarmyndina um
RAXA ljósmyndara, Andlit norðurs-
ins. Allt myndir sem enginn má missa
af. Kaffihúsið á staðnum er líka fínt.
Endilega …
… farið í Bíó
Paradís
Rapace Frábær í Svínastíunni.
Fjarðarkaup
Gildir 6. - 8. október verð nú áður mælie. verð
Svínakótilettur úr kjötborði.......... 998 1.498 998 kr. kg
Lambainnralæri úr kjötborði........ 2.898 3.398 2.898 kr. kg
Hamborgarar m/brauði, 4x80 g .. 576 680 576 kr. pk.
Ali Bayonne skinka..................... 1.167 1.297 1.167 kr. kg
Fk hamborgarhryggur ................. 1.168 1.298 1.168 kr. kg
SS grill-lambalæri kyrddað ......... 1.629 2.298 1.629 kr. kg
Gríms ostafiskibollur frosnar ....... 980 1.226 980 kr. kg
Gríms sveppafiskibollur frosnar ... 980 1.226 980 kr. kg
Gríms fiskibollur frosnar, 2 kg ..... 1.648 2060 1.648 kr. pk.
Hagkaup
Gildir 6. - 9. október verð nú áður mælie. verð
Holta heill kjúklingur ferskur........ 749 998 749 kr. kg
Íslandsnaut ungnauta piparsteik . 2.379 3.398 2.379 kr. kg
Hagkaups lambalæri kryddlegið .. 1.687 2.249 1.687 kr. kg
Holta kjúklingavængir ferskir....... 337 449 337 kr. kg
Íslandsgrís kótilettur m/beini ...... 1.049 1.498 1.049 kr. kg
Myllu eplalengja ........................ 399 649 399 kr. stk.
Nói Siríus súkkulaði, 150 g......... 229 285 229 kr. stk.
Myllu rúsínu og valhnetubrauð .... 299 449 299 kr. stk.
Krónan
Gildir 6. - 9. október verð nú áður mælie. verð
Lambahryggur af nýslátr. ............ 1.698 1.998 1.698 kr. kg
Lambakótilettur ......................... 1.868 2.198 1.868 kr. kg
Lamba Sirloinsneiðar ................. 1.199 1.598 1.199 kr. kg
Lamba grillleggir ........................ 1.198 1.368 1.198 kr. kg
Lamba framhryggjasneiðar ......... 1.698 1.998 1.698 kr. kg
Lambalærissneiðar .................... 1.499 1.998 1.499 kr. kg
Grísakótilettur magnpakkning ..... 1.049 1.498 1.049 kr. kg
Núðlur m/ kjúklingi .................... 698 898 698 kr. kg
Kjörís tilboðsís van/súkk ............ 219 276 219 kr. ltr
Allra hrískökur, 6 í pk. ................ 298 398 298 kr. pk.
Nóatún
Gildir 6. - 9. október verð nú áður mælie. verð
Lax í heilu ................................. 1.098 1.398 1.098 kr. kg
Laxasneiðar .............................. 1.358 1.598 1.358 kr. kg
Laxaflök beinhreinsuð ................ 1.998 2.498 1.998 kr. kg
Ungnautahakk........................... 1.358 1.598 1.358 kr. kg
Lambainnlæri Dijon/gráðosta ..... 3.198 3.998 3.198 kr. kg
Grísahnakki m/3 ostafylingu....... 1.328 1.898 1.328 kr. kg
Ungnauta hamborgari, 200 g...... 298 349 298 kr. stk.
ÍM kjúklingur ferskur ................... 799 948 799 kr. kg
Hindberjaskyrterta frá Mjólku ...... 847 1.059 847 kr. stk.
Irish Cream skyrterta frá Mjólku... 847 1.059 847 kr. stk.
Þín verslun
Gildir 6. - 9. október verð nú áður mælie. verð
Nautahakk úr kjötborði ............... 1.198 1.598 1.198 kr. kg
Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.998 2.729 1.998 kr. kg
Nautainnralæri úr kjötborði......... 2.898 3.698 2.898 kr. kg
Trópí appelsínusafi 3x 0,25 ltr..... 275 329 367 kr. ltr
Tuborg léttöl, 0,5 ltr.................... 115 149 230 kr. ltr
Jakobs pítubrauð, 400 g ............ 279 349 698 kr. kg
Remi Nougat kex, 100 g............. 259 298 2.590 kr. stk.
Hatting Pan. rúnstykki, 420 g...... 679 876 1.617 kr. kg
Capri sonne safi, 10x0, 2 ltr ....... 619 775 3.095 kr. ltr
Hunts tómatar, 411 g................. 149 165 363 kr. kg
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Golli
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Nýr Landspítali?
Læknafélag Reykjavíkur efnir til opins
fundar um byggingu nýs Landspítala við
Hringbraut. Skiptar skoðanir eru um
fyrirhugaða framkvæmd.
- Er rétt að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir í því
efnahagsumhverfi sem við búum við?
- Eru Þingholtin rétti staðurinn fyrir nýjan Landspítala?
- Tekur hönnun nýs Landspítala mið af þörfum lækna,
hjúkrunarfólks og sjúklinga?
Frummælendur á fundinum verða:
• Helgi Már Halldórsson, arkitekt
• Jóhannes Gunnarsson, læknir
• Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur
• Páll Torfi Önundarson, læknir
• Örn Þór Halldórsson, arkitekt
Fundarstjóri verður Guðmundur Þorgeirsson, læknir.
Opinn fundur á Grand Hótel,
fimmtudaginn 6. október kl. 16.30
Grand Hótel, fimmtudaginn 6. október kl. 16.30
Fundurinn
er öllum opinn!