Morgunblaðið - 06.10.2011, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011
Ástin innsigluð í París Undanfarið hefur verið afar vinsælt meðal elskenda í París að innsigla ást sína með því að festa hengilás með nöfnum parsins á handrið göngubrúa yfir Signu og fleygja
lyklunum í ána. Helst verða fyrir valinu Passerelle Léopold-Sédar-Senghor, Pont de l’Archevêché og Pont des Arts þar sem þessi mynd er tekin.
Ómar
Ég hlusta ekki á eldhúsdags-
umræðurnar á Alþingi en tók
samt eftir orðum forsætisráð-
herra, þegar hún sagði að „rík-
isstjórnin telur að bankarnir
þurfi að leggja meira af mörkum
til samfélagsins og uppgjör
þeirra sýna að þeir eru svo sann-
arlega aflögufærir“.
Það er full ástæða til þess að
krefja bankana um skuldaskil en
ég hef meiri áhyggjur af að í stað
þess að bankarnir séu aflögu-
færir, þá muni tjón skattborgara vaxa við
ennþá meiri og handahófskennda skattlagn-
ingu á fjármálastofnanir.
Ríkið situr beggja vegna borðs við skatt-
lagninguna, því ríkið er jafnframt lang-
stærsti hluthafinn og hefur lagt um 190 millj-
arða í formi hlutafjár og víkjandi lána til
viðskiptabanka og sparisjóða. Ef stuðst er
við svipuð markaðsverðgildi og hjá bönkum í
Skandinavíu má áætla að ríkið fái 25 millj-
örðum minna fyrir hlutinn nú og frekari
skattlagning eykur síður en svo verðgildið.
Það er rétt að bókfærður hagnaður bank-
anna er mikill, en ennþá er gríðleg óvissa um
innheimtur útlána og að stærstu leyti stafar
hagnaðurinn af fortíðaruppgjöri og alltof
háum vaxtamun. Hagnaðurinn byrgir þá sýn
að kostnaðurinn er alltof mikill og það gildir
bæði um bankakerfið sjálft og eftirlitsiðn-
aðinn á bak við kerfið.
Varðandi úrbætur virðist það alltaf gleym-
ast að bankar hafa það mikilvæga hlutverk
að miðla fjármagni frá innlánseigendum og
til arðsamra verkefna. Fjármagn er hreyfiafl
breytinga og verðmætasköpunar og bankar
þurfa að verðmeta áhættuna
rétt og veita lánsfé til arð-
samra verkefna. Augljóst er að
áhættumatið var rangt fyrir
hrun þegar alltof ódýru lánsfé
var dælt út með alltof veikum
tryggingum, en núna vantar
að starfandi fyrirtæki fái eðli-
lega rekstrarfyrirgreiðslu og
að fyrirtæki og einstaklingar
með arðsöm og góð verkefni
hafi aðgang að lánsfjármagni á
viðunandi kjörum.
Það er augljóst af fjölmörg-
um dæmum sem ég hef skoðað að vinnu-
brögð banka einkennast ennþá af ákvörð-
unarfælni og alltof stífum tryggingarkröfum.
Gangverk fjármálakerfisins vinnur af þeim
sökum á takmörkuðum afköstum og fyrir
vikið eru bankarnir, ef notuð eru orð banka-
stjóra Landsbankans, „stútfullir af pen-
ingum“.
Þörf er á mikilli bót og bankarnir og
stærsti eigandinn þurfa að gera betur.
Eftir Karl Þorsteins
»Það er rétt að bókfærður
hagnaður bankanna er
mikill, en ennþá er gríðarleg
óvissa um innheimtur útlána
og að stærstu leyti stafar hagn-
aðurinn af fortíðaruppgjöri og
alltof háum vaxtamun.
Karl Þorsteins
Höfundur hefur víðtæka reynslu á fjármála-
markaði og er starfandi stjórnarformaður
Quantum ehf.
Bankarnir og stærsti eig-
andinn þurfa að gera betur
Ragnar Önund-
arson hefur á síðustu
fjórum vikum skrifað
að minnsta kosti þrjár
greinar í Morg-
unblaðið um aðkomu
okkar undirritaðra að
Húsasmiðjunni fyrir
tæpum 10 árum. Að
auki ber hann þungar
sakir á konu annars
okkar, Þorbjörgu Helgu Vigfús-
dóttur borgarfulltrúa.
Skrif Ragnars byggjast á
miklum misskilningi. Í þeim
fullyrðir Ragnar að við, sem
hluthafar í Húsasmiðjunni, höf-
um tekið fé út úr fyrirtækinu
með ólögmætum og refsiverð-
um hætti.
Samkvæmt frásögn Ragnars
keyptum við Húsasmiðjuna
með engu eiginfjárframlagi og
seldum síðan út allar fasteignir
félagsins á miklu yfirverði með
fulltingi vitorðsmanna í bönk-
um. Ragnar segir síðan
„… andvirði eignanna notuðu
þeir strax til að greiða sjálfum
sér stórfelldan arð“. Þetta olli
því að Húsasmiðjan sligaðist
undan skuldum og „féll í faðm“
Landsbankans skv. kenningu
Ragnars.
Þetta er allt saman rangt.
Fasteignir Húsasmiðjunnar
voru seldar árið 2002 á mark-
aðsverði að fengnum tilboðum
frá stærstu fasteignafélögum
landsins. Allt söluandvirðið var
nýtt til að greiða niður skuldir
Húsasmiðjunnar. Enginn arður
var greiddur út til okkar eins og
Ragnar lýsir enda var slíkt
óleyfilegt samkvæmt lánasamn-
ingum félagsins. Þetta má
glöggt sjá í ársreikningi Húsa-
smiðjunnar fyrir árið 2002.
Ragnar furðar sig á því af
hverju Landsbankinn hafi ekki
kært okkur til lögreglu fyrir
meðferð okkar á Húsasmiðj-
unni. Á því er einföld skýring.
Landsbankinn fjármagnaði
ekki kaup okkar á Húsasmiðj-
unni og var ekki einu sinni við-
skiptabanki félagsins þann tíma
sem við vorum hluthafar. Hart-
nær fimm ár liðu frá
því að okkar afskiptum
af Húsasmiðjunni lauk
að fullu þar til hún
lenti „í faðmi“ bankans
eins og Ragnar orðar
það. Skuldir félagsins
voru þá fjórfalt hærri
en þegar við seldum
það í ársbyrjun 2005. Í
millitíðinni ráku aðrir
félagið en við.
Engir opinberir
sjóðir, eða nokkrir aðr-
ir, hafa tapað fé vegna
viðskipta okkar. Dylgjur Ragn-
ars um að Þorbjörg Helga sé
,,… ekki eini stjórnmálamað-
urinn sem hafi efnast vegna at-
hafnasemi maka, á kostnað op-
inberra sjóða eru því ekki
einungis ósmekklegar heldur
algjörlega tilhæfulausar. Ragn-
ar gerir bæði stjórnmálastörf
hennar og launalaust leyfi tengt
fæðingarorlofi tortryggilegt og
skorar á landsfund Sjálfstæð-
isflokksins að taka hart á fólki
af hennar sauðahúsi. Ragnar
skuldar Þorbjörgu Helgu afsök-
unarbeiðni.
Ragnar Önundarson er ann-
ars helst þekktur fyrir að hafa
endað tölvupósta sína til keppi-
nauta með orðunum „delete
samdægurs“ þegar hann var
forstjóri Kreditkorta hf. Við
hvetjum lesendur Morg-
unblaðsins til að fylgja þessum
leiðbeiningum Ragnars þegar
kemur að skrifum hans sjálfs.
Eftir Hallbjörn
Karlsson og
Árna Hauksson
»Engir opinberir
sjóðir, eða
nokkrir aðrir, hafa
tapað fé vegna við-
skipta okkar.
Hallbjörn Karlsson
Höfundar eru fjárfestar.
Árni Hauksson
„Delete samdægurs“